Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 7
Helgin 11. og 12. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 notad og nýtt Einfaldar uppskriftir Mataráhugi hér á landi er nán- ast i jafnhröðum vexti og verð- bólgan. Nýju matreiðslutimariti hefur verið hleypt af stokkunum. Sigmar, Jónas og Sigrún keppast um að efla matarsmekk mörland- ans, en þrátt fyrir það heldur margur áfram að matreiða á sama gamla groddalega mát- ann. Þóættiöllum að vera ljóst að rafflneruð vellukkuð sósa er jafn- mikilvæg upplýsing um þig og fermetrafjöldinn á Ibúðinni eða árgerð kerrunnar þinnar. Og hvað hefur Þjóðviljinn gert til þess að þróa finan matar- smekk með þessari þjóð? Ekkert. Það er algjört ábyrgðarleysi hjá Alþýðubandalaginu að krefjast launahækkana svo fólk geti keypt sér meira kjöt og smjör og siðan ekki söguna meir. En hvernig á að steikja þetta kjöt i smjörinu? Ég skal reyna að koma ykkur tilhjálpar og gefa ykkur færi á að fylgjast með þvi sem þykir hæfa á sviði matargerðarlistarinnar um þessar mundir. Hér fáið þið tvær einfaldar uppskriftir. Kannski kannist þið við aðra þeirra. Delice d'églefín á la Sól- blóma. Þessi einfaldi réttur er þvi mið- ur alltof oft illa matreiddur. Kaupið tiltölulega nýja ýsu. Hellið tveimur litrum af vatni i pott og látið sjóða. Látið siðan helminginn gufa upp. Ha, þið spyrjið af hverju ég sjóði ekki bara einn litra frá upp- hafi? Ja, það er matsatriði, en min aðferð hefur sina kosti. T.d. fáið þið tima til þess að reykja siga- rettu eða lesa dagblaðið og á sama tima hafið þið á tilfinning- unni að þið séuö að hugsa um matinn. Setjið lauk út i vatnið. Ef þið nennið að taka utan af honum hýðiðkþá er það jafngott; ef ekki, þá verður bara að hafa það. Setjið núúti vatnið nýjaog ilm- andi timiangrein. Sjálfur er ég I beinu sambandi við smala I Provencefjöllunum sem tinir fyr- ir mig timian og sendir mér með flugpósti. Ef þið eigið ekki til timian þá er sarrieta eða nýleg marjolena betra en ekki neitt. Eftir tvær og hálfa minútu skul- uð þið setja fiskinn út I soðið og farið nú að huga að margarininu. Bræðið sólblómann við vægan hita (á 1), en ef krakkarnir eru orðnir mjög svangir má flýta að- eins fyrir með þvi að hækka hit- ann. Ég mæli með ketchup (tómat) með þessum rétti svona sem punktiyfir iið. En athugið, að það er mikilvægt að hafa rétthitastig á ketchuppinu. Takið flöskuna út úr isskápnum einni klukkustund áður en rétturinn er borinn fram, þannig að hún sé við herbergis- hita. Ef tómatsósan er of köld er hún bragðlaus, en ef hún er of heit verður ediksbragðið of sterkt. Og nú er að njóta réttarins og berið svo saman þennan listræna tilbúning við gömlu aðferðina ykkar. Drykkur með þessum rétti: Ég mæli með velkældri fresku. (Það má reikna með minnst einni fresku fyrir tvo.). Salmisroyal depouletá la Mjólkurbú Flóamanna. Hér kemur önnur heldur flókn- ari uppskrift, sem má nota við hátiðleg tækifæri. Árangurinn mun koma ykkur á óvart. Ef þiö viljið þá væri gaman að búa þenn- an rétt til saman. Geriö þvi hlé á lestrinum en geymið uppskriftina. Við getum svo hist daginn fyrir stórveisluna. Nú, það er stóri dagurinn á morgun? Hver kemur að borða? Skrifstofustjóri mannsins þins og konan hans... Við skulum reyna að búa til eitthvað reglulega gott handa þeim. Kauptu eftirfarandi: Kjúkling. Óðalsost (af honum er nafn rétt- arins dregið.) Tömata, lauk og hvitlauk. Niðursoðið grænmeti. Það er' alveg sama hvaö það er,en hafðu það dýrt (t.d. aspargus eða artis- okkabotna). Og umfram allt vertu ekki taugaóstyrk. Sannaðu til, þetta tekst allt vel. Við sjáumst á morgun. Ég kem tpp úr hádegi. Klukkan er sex. Já, klukkan er sex og hvað með það? Heldurðu kannski að ég hafi ekkert annað að gera en að mat- reiða fyrir lesendur Þjóðviljans? Hvenær koma þessir fjárans gestir? Klukkan hálfátta? Við höfum nógan tima. Er þetta kjúklingurinn? Hann er nú ekki mjög vænn og þar að auki er hann ekki nýr. Finndu lyktina. — Ég finn enga lykt. — — Þú ert heppinn. Þefaöu bet- ur. — — Heldurðu virkilega... — — Eg held ekkert, ég er viss. Jæja,á meðan ég steiki kjúkling- inn gætir þú saxað niður tóm- atana, laukinn og hvitlaukinn. Settu helminginn i pottinn en geymdu restina. Þú átt vist ekki eitthvað að drekka, þaö er svo hræðilega heitt hérna I eldhúsinu. — Ég keypti ekki nema eina flösku handa gestunum. — — Gefðu mér i eitt glas. Þau halda bara að þú hafir notað svo- litið af vininu i matinn. — Æi, þú hefðir ekki átt að saxa grænmetið svona smátt. Jæja, það verður að hafa þaö. Ekki lim- um við það saman aftur. — — Ég heyri að gestirnir eru að koma. Ég verð aðeins að skreppa fram. — — Þérværinærað vera kjur hjá mér og fylgjast með kjúklingn- um. Hann gæti brunnið. — — Ég má til með að heilsa aö- eins upp á gestina. — Hvað á ég að gera á meðan? Ég get ekki búiö til sósuna að henni fjarverandi, þvi ekkert lærir hún á þvi. Ég er nú einu sinni hér sem kennari en ekki sem kokkur. Ég fæ mér I annað glas á meðan ég bið. — Hvað er á seyði? Það er brunalykt. Kjúklingurinn er kol- svartur og grænmetið lika. — — Hafðu engar áhyggjur. Ég reiknaði alveg eins með þvi og þess vegna lét ég þig geyma helminginn af grænmetinu. — Eftir dr. Gottskálk Gottskálksson — Og ég sem henti afgangnum. — Nú þú verður þá aö veiöa hann upp úr ruslafötunni. Ég skal reyna að skrapa utan af kjúk- lingsræflinum á meðan. — — Þetta verður ekkert gott. — — Ekkert mjög. En hvilik hug- mynd að bjóöa þessum vitleysing- um. — — Ég hafði sjálf engan sérstak- anáhuga,en maðurinn minn vildi þetta endilega. — — Jæja, við skulum þá snúa okkur að sósunni. Þetta er af- skaplega vandasöm sósa sem mistekst I eitt skipti af tveimur. Réttu mér smjör. — — Smjör. — — Hveiti. — — Hveiti. — — Vatn. — — Vatn. — — Nú jæja, hún hefur mistekist. — Réttu mér annan pott og helltu þessu. Smjör. — — Smjör. — Hún hefur enn mistekist. Kannski þessi sósa takist ekki nema I eitt skipti af þremur. — Nú er ég að verða nervös. — Heldurðu að þú gefir mér ekki aðeins i glasið aftur. Attu ekki tilbúna sósu I pakka eöa dós? — Jú, „Cooked in sauce. Home- pride. Sweet and sour.” — Upplagt. Helltu restinni af vininu I sósuna og raspaöu óöals- ostinn ofaná. Gleymdu ekki að troða aspargusinum inn i hræið. Þetta verður herramannsmatur. Ég verð að fara að drifa mig. Ég er vist búinn að lofa að kokka fyr- ir einhvert partý. Já, ég átti að vera mættur klukkan sex. Verði ykkur aö góöu. Góöa skemmtun! Það er von að menn spyrji. Jú, þetta er stærsta vatn Evrópu, um 539 ferkm. að stærð, og liggur i vestanverðu Ungverjalandi. Við efnum til ferða, annan hvern föstudag frá 15. mai til 21. ágúst og bjóðum þar upp á fjöibreytt baðstrandarlif við þetta fallega vatn og um- hverfi. Á undan förum við um norðvestur- og mið- héruð Ungverjalands, um 5 daga ferð eftir að hafa stoppað 2 daga i Budapest, einni fallegustu höfuðborg Evrópu. Við bjóðum að venju aðeins 1. fiokks hótel með baði, WC og svölum á hóteium við ströndina. Fullt fæði og skoðunarferðir tii Budapest og i ferðinni, en hálft fæði við ströndina (matarmiðar). 16—23—30 daga ferðir. ógleymanleg ferð — Fallegt land, sérstæð og viðmótsþýð þjóð. Matur og þjónusta það besta sem þekkist. tslenskir fararstjórar. Skoð- anaferðir frá Balaton m.a. til Vinar. Eitt mest sótta ferðamannaland Evrópu í dag. Tiltölulega hagstætt verð i iandinu og ágætt að versla i stórborginni — Búdapest. Fá sæti eftir i Pantið strax! verja ferð. Ferdaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoðavog 44 - 104 Reykjavik - Sími 86255.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.