Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 14
Helgin 11. og 12. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÓA 15 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. og 12. aprll 1981 Tómt mál að rökræða við svarthöfðana — Jæja, þú spyrð almæltra frétta úr sveit minni, Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu. Ég vil gjarna verða við þeirri ósk, eftir því sem í mínu valdi stendur. Og er það ekki alíslenskur siður að hefja mál sitt með spjalli um blessað veðrið? Þannig fórust Torfa Þorsteinssyni, bónda í Haga í Nesjum austur orð, i upphafi spjalls okkar á dögunum. Sumarid kom með sumri — Veöurfar var með afbrigð- um gott og milt sl. ár og mis- munurinn svo mikill milli ára að likast var þvi sem mannfólkið hér hefði flutt búferlum til suðlægari landa. En sumariö 1979 fór hér framhjá garöi og hér heföi orðið algjör fellir á bústofni bænda og þá lika einhver á mannfólki ef við hefðum veriö horfin aftur I tim- ann um 100 ár, eða til ársins 1881. Sumar kom hér meö sumri vorið 1980 og samhliöa þvi gróður. Nokkurt vorhret gerði um hvita- sunnuhelgi, en tjón af þvi varð ekki teljandi, nema hvað gróöur stóð eitthvað i stað um tima. Hey voru hér hvarvetna næg og ær báru hér ýmist i húsum eða úti á túnum og var gefiö hey og fóðurbætir fram i fullsprottinn sauðgróður. Allmikið af ám var hér tvilembt og lambahöld með betra móti. En undanfarin ár hefur borið hér nokkuð á ung- lambasjúkdómum, sem vafalaust eiga rætur að rekja til smitunar i húsum eða stium i nágrenni húsa. Héraðsdýralæknir situr á Höfn og miðlar lyfjum og hjálp i við- lögum, sem oftþarf eftir að leita, einkum um sauðburðinn. En lyf og læknishjálp eru dýr og kosta bændur mikil útgjöld, sem gott er að komast hjá meö fyrirbyggj- andi aðgerðum. Úr því nær 30 niður í 6 — Hvernig er búskaparháttum variö hjá ykkur i Nesjunum? — Mjólkurkúm er nú hvarvetna beitt á ræktað land og fóðurbætis- gjöf með beit mun nú vera mjög takmörkuö eftir tilkomu kjarn- fóðurskatts. Kúabúum hefur farið hér ört fækkandi siðustu ár. Þegar mjólkursamlagið kom hér og mjólkurvinnsla hófst um 1956, voru komin nokkur kúabú i Nesjahreppi og fór ört fjölgandi næstu árin. Þegar Mjólkursam- lagið tók tii starfa var skoraö á bændur Nesjahrepps að leggja fram krafta sina til þess að sam- lagiö gæti fengið nægiiegt, dag- legt innlegg, sem var að lámarki 400 ltr. Þessu lágmarki fullnægðu Nesjabændur strax fyrsta daginn, sem samlagið var hér starfandi, og mjólkurframleiðslan óx hér með ári hverju, svo að mjólkur- innleggjendur munu hafa nálgast 30 I nokkur ár. Nesjahreppur er frá náttúr- unnar hendi mjög vel fallinn til nautgriparæktar og skipuleg félagsræktun hófst hér strax með tilkomu stórvirkra vinnuvéla svo sem skurðgröfu og jarðýtna. Aftur á móti eru afréttarlönd hér fremur litil og gæöasnauö og bjóöa þvi ekki upp á mikia sauð- fjárrækt. Menn þóttust þvi sjá hylla hér undir mikla nautgripa- rækt og mjólkurframleiöslu, svo aö sauðfé var hér talið óarðbært, vegna landþrengsla. Þróun þess- ara mála hefur þó oröið allt önnur en manni bjó I grun i fyrstu. Og nú er svo komið, að i Nesjahreppi eru nú um siðustu áramót aöeins 6 mjólkurinnleggjendur i stað nærri 30, sem hér voru fyrir nokkrum árum. Sauöfé heldur aftur á móti nokkurnveginn sin- um hlut. En mjólkurmagn, tala sauðf jár og fallþungi dilka er ekki aðgreint nákvæmlega á minni — Ljósm..- HeimirÞór. Naumast svaraverður — Hvernig brugðust bændur þarna viö ráöstöfunum þeim, sem geröar voru til þess að draga úr framleiðslu á búvörum? — Þeim ráðstöfunum er tekið meö fullum skilningi af bændum og þess vænst, aö þær trufli ekki búvöruframleiösluna meir en oröið er, þvi óneitanlega hefur hér orðið alvarleg truflun á byggðaþróun i hreppsfélaginu, sem bert má vera af þvi, sem hér hefur verið drepið á. Aróðurinn gegn bændastéttinni er naumast svaraveröur. Og vist tómt mál að rökræða við svarthöfða siðdegis- blaðanna. „Og vorið kom f maí... ” — Eigum við svo kannski að vikja eitthvað að þjóðmálunum? — Um þjóömálin og framvindu þeirra vil ég fátt eitt segja að þessu sinni. Við gætum kannski rætt þau seinna. Ég hlusta þó ávallt með athygli á allar frá- sagnir útvarps og sjónvarps af þjóömálum. Þó eru þessir fjöl- miðlar oft á tiðum drepleiðinlegir og gera naumast I blóðið sitt mið- að við tiikostnað. Mér þætti vel fara á þvi að lengja sumarfri Sjónvarpsins um a.m.k. einn mánuð, og stytta dagskrá kvölds- ins eitthvað. Leikarastétt þjóðarinnar er allrar virðingar verö en jafnast þó engan veginn á viö þá gaman- leikara, sem nú eiga sæti á hinu háa Alþingi. Hver man t.d. öku- ferö þeirra Kjartans og Geirs til Bessastaöa á sjálft gamlárskvöld á fund Vigdisar forseta, er þeir voru að gera hosur sinar grænar framan i þjóöina? Slik frétt bætti sannarlega upp hið ómerkilega áramótaskaup sjónvarpsins. — Eða þáttur Gröndals, þegar hann birtist i gervi spákvenna og spáir hér stjórnarbyltingu nótt eina i mai. Og hugsar liklega: „Og vor- ið kom i mai eins og vorin komu forðum”. Og ekki megum við gleyma Vil-; mundi, þeim snjalla fjölbragöa- leikara. Ævinlega þegar ég sé ásjónu hans á skjánum kemur mér i hug ein af limrum Þorsteins skálds Valdimarssonar, og nefn- ist Kratar. En hún er á þessa leið: Gamla Vilmundar vitið/vist er nú orðiö slitiöi/A stöku stað/svo menn stiga vist ekki i það/Nema. á stundum eins og þið vitiö. Mánagarðsh verfið — ÞU talaöir um að fólki hefði fækkað á bændabýlunum. Ber að skilja það svo, að Ibúum hrepps- ins ferifækkandi eöa hefur býlum kannski fjöldað? — Já, mig langar til að hafa ofurlitinn formála fyrir svarinu við þessari spurningu þinni. Ég þarf vist ekki að spyrja þig hvort þú hafir komiö til Hornafjarðar og svipast hér um, eða kynnt þér sögu byggðarinnar. Ég ætla að gera ráð fyrir aö svo sé, á öld bila og flugsamgangna. Ég ætla þó að upplýsa þig um þaö, aö sveitirnar umhverfis fjörðinn heita I dag- legu tali Hornafjörður. Aöur fyrr var þetta eitt hreppsfélag og hét Bjarnaneshreppur og þingstaður- inn var Bjarnanes. Siðar var þessu svæði skipt i tvo hreppa, sem nefndust Mýrahreppur og Nesjahreppur. Arið 1897 fluttist verslunin frá Papósi til Hafnar i Nesjahreppi og þar hófst byggð, sem i fyrstu var mjög fámenn, en óx þó hægum skrefum i vlsi að þorpi. Arið 1946 fóru svo fram skipti á milli ibúa Nesjahrepps og búenda á Höfn, sem var gerð aö sérstöku hreppsfélagi, sem nefndist Hafn- arhreppur, og hreppamörkin ákveðin þau, aö jörðin Hafnarnes skyldi tilheyra Hafnarhreppi og hreppamörk vera landamörk á milli Hafnarness og Dilksness, sem nú er ysti bær i Nesjahreppi. Stuttu áður en hreppsskiptin fóru fram var mannfjöldi i Nesja- hreppi 467 ibúar. En eftir hreppa- skiptin var ibúatalan 211. Nú við siðustu áramót voru íbúar i Nesjahreppi 288, og hefur þvi fjölgað. En sjáðu nú til. Meö tilkomu stórvirkra vinnuvéla við að þurrka og rækta land, varð hér nokkur bújarðafjölgun meö skipt- ingu nokkurra jarða I nýbýli. Nú fyrir nokkrum árum var efnt til þéttbýliskjarna I námunda við heimavist barna- og unglinga- skólans á Sunnuhvoli og félags- heimilið i Mánagaröi, og nefnist þaö Mánagarðshverfi. Þar eru nú risin af grunni 15 ibúðarhús, sem flutt hefur verið i. Þrjú hús eru sveit hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga, svo út I það verður ekki farið. Mjólk og kjöt En árið 1980 var innvegin mjólk hjá Mjólkursamlaginu 1.1618 ltr., sem er 186 þús. ltr. minna magn er áriö áður. Og ef áfram heldur þeirri þróun, sem hér hefur oröið i þessum efnum sl. ár, förum við brátt að nálgast óskadraum siðdegisblaðanna i Reykjavik, að hér veröi mjólkurskortur, svo aö mjólk og mjólkurvörur veröi að flytja hér inn frá öörum lands- hlutum og e.t.v. svo siðar frá löndum Efnahagsbandalagsins. Vafalaust getum við þannig kom- ist að góðum og hagstæðum kjarasamningum einkum ef við lánuðum þeim ofurlitla smugu Sm yrlabjarga foss . Smyrla- bjargaá var virkjuð fyrir all- mörgum árum og hefur þjónaö Austur-Skaftafellingum eftir getu. En þar hefur litiö vatn verið að hafa I frostunum i vetur. inn á fiskimiðin okkar umhverfis landið. Hjá Kf. Austur-Skaftf. var i sláturhúsum þess I Höfn og á Fagurhólsmýri sl. haust slátrað 28.297 dilkum og 3.467 kindum fullorönum, sem er nokkru færra fé en haustiö 1979. En þaö haust var slátraö hér óveniu mörgu fé vegna veðurfars og litillar gras- sprettu það ár. Hinsvegar mun hafa verið sett hér á með fleira móti af liflömbum i haust. Meðal- vigt dilka var 14,7 kg. sem er nokkru hærra en haustið áður og kjötmagn mun hafa oröið svipað eða þó öllu meira nú en þá, þrátt fyrir færra sláturfé. Gras og kartöflur — Hvaö um uppskeruna, hey- skapinn og kartöflurnar? — Grasspretta var hér með af- brigðum góð sl. sumar. Hey- skapur mun hér almennt hafa byrjað um miðjan júli. Nýting heyja var góð og hirtust þau þvi nær eftir hendinni. Allt þurrhey hér er sólþurrkaðúti og vélbundið i bagga, sem siðan eru fluttir á vögnum eöa vörubilum aö hlööum, þar sem baggarnir eru siöan þurrkaðir betur og hita blásið úr þeim með köldum undir- blæstri. Votheysverkun er hér ekki almenn en fylgir eitthvaö I kjölfar mjólkurframleiðslu. Mjög viöa munu þó vera hér til vot- heysgeymslur, með viðeigandi tækni til nýtingar. En tækni til að losa vothey og flytja það með auðveldu móti inn I gripahúsin er óviða til. Lengi vel var hér stunduð mikil og almenn garörækt. Kartöflur frá Hornafiröi voru viðurkenndar fyrir hreysti og bragðgæöi um gjörvallt land og gulrófur voru framleiddar hér i stórum stil, áður en kálmaðkurinn nam hér land. Oll þessi mikla framleiösla garðávaxta var hér án tilkomu nokkurrar verulegrar tækni, en fjölmennar fjölskyldur unnu að sáningu og uppskerustörfum, og höfðu oft iangan, strangan en hamingjurikan vinnudag. Ég var t.d. einn meðal þessara garöyrkjubænda og haustið 1953 nam uppskera kartaflna og gul- rófna um 250 tunnum eða 2 1/2 tonni, sem allt var tekið upp meö handafli og hestum, sem beitt var fyrir upptökuvél af Herkúles- gerö. Þessi uppskera komst öll i hús fyrir atbeina fjölskyldu minnar og var sumt af vinnulýðn- um, sem ég hafði á að skipa, við hjónin og börn okkar, sem voru þá 5 synir, sá elsti á fermingar- árinu og sá yngsti 9 ára. I þetta sinn varð hér alvarleg sölutregöa af völdum offramleiðslu. Næsta vor keypti ég dráttarvél Ferguson. Ég réð mig þá i vinnu hjá Kf. Austur-Skaftf. viö að koma skemmdum garöávöxtum úr geymslum sem þar hafði dag- aö uppi og ekki selst, en geymsl- urnar varð aö rýma og þrifa til fyrir aðra starfsemi. Ég fékk þarna atvinnu fyrir mig og dráttarvélina mina og vann þarna fyrir dágott kaup. Það var eini nettóhagnaðurinn af erfiði fjölskyldu minnar við framleiðslu garðávaxta þaö ár. Nú er gaman fyrir mig og fjölskylduna að orna sér við yl slikra endurminninga, sem við njótum nú I rikum mæli. En vikjum aftur að þróun garð- ræktar I Hornafirði. Garðrækt er hér ekki lengur almenn atvinnu- grein og kálmaðkurinn hefur að mestu útrýmt gulrófnarækt hér. Kartöflur eru hér framleiddar til sölu af 6—8 heimilum og unnið aö sáningu og uppskerustörfum i félagsvinnu með stórvirkum vélum, sem eru sameign fram- leiösluaðila. Arið 1978 varð hér al- varleg sölutregða á kartöflum og eitthvað af uppskerunni seldist ekki. Ariö 1979 fór sumarið fram- hjá garðyrkjubændum i Horna- firöi og uppskera garðávaxta varð svo bágborin, að allt útsæði varð aö kaupa inn i héraðiö vorið 1980. Sumarið 1980 varð mjög hagstætt fyrir kartöflurækt hér og uppskera kartaflna mikil. En sölutregða er nú mikil og mun valda framleiðendum einhverju tjóni. A ukabúgreinar óverulegar — Hvernig er viðhorf ykkar Nesjamanna til þeirra aukabú- greina sem nú eru mjög á dag- skrá? — Aukabúgreinar eru hér ekki þess og ennþá eru hér i fullu gildi orð Látra-Bjargar: Hornafjörður hefur þann pris, helst yfir sveitir allar, að mörgum er þar matbjörgvis þá miðjum vetri hallar. Arið 1946 var Höfn I Hornafirði gerð að sérstöku hreppsfélagi en tilheyrði áður Nesjahreppi. Torfi Þorsteinsson: Margt af fólki þessa hreppsfélags á svefn- og hvildarheimiii I sveitinni, sækir atvinnu að heiman að morgni dag hvern en leitar heim aftur að kvöldi. teljandi. Silungur, sandkoli og rauöspretta veiddist hér mikið fyrr meir, en silungur gengur nú litiö til hrygningar i ár, vegna minnkandi vatnsmagns Horna- fjarðarfljóta og einnig vegna þess, að þorpsbúar á Höfn hindra göngu silungs upp I ár og læki, sem áöur voru veiðisælar. Og fyrirdráttarnet til kolaveiða i Hornafirði eru ekki lengur bleytt i sjó. Æðarvarp varhér mikið i eyjum og hólmum I firðinum og átti landnámsjörðin Horn þar mestu varplöndin. Þegar þorpið tók að byggjast fækkaði fugli brátt i varplöndum þeirra eyja, sem lágu næst þorpinu. Þetta geröist einnig i eyjum, sem lágu fjær um- ferö þorpsbúa. Kemur þar vafa- laust margt til og þar á meðal það, að litil alúö hefur verið lögð við þaö að hæna fuglinn að varp- löndunum og hlúa aö varpinu. Eldri tilraunir hér sanna, að slikt má gera meö góöum árangri. En tómlæti hefur náö tökum hér á slikri starfsemi, og fólki hefur fækkaö svo á bændabýlunum, aö slikt heyrir aöeins fortið til. Vafa- laust má endurvekja þessar bú- greinar með einhverjum árangri. En um þaö munu sannast orð Einars skálds Benediktssonar, að „hér er einstoð að stafkarlsins auö, nei, stórfé. Hér dugar ei minna”. Þrátt fyrir þá hnignun, sem hér hefur veriö drepið á, er fólkiö ánægt með lifið og lystisemdir an tima. Nú er veriö að leggja há- spennulinu suöur um Skriðdal, Breiðdal, Alftafjörö, Lón og Nes og verið að reisa stauralinu frá Höfn i átt til Nesjahrepps. Vegir verða að teljast hér all- sæmilegir. Búiö er að leggja oliumöl á þorpsveginn frá Höfn allt aö landi Hafnarness og nú er búið að undirbyggja veginn þaðan allt að Mánagaröshverfi og næstum austur að Almanna- skaröi. Fyrirhugaö mun vera að leggja oliumöl á þennan vegar- kafla e.t.v. nú á þessu ári, eða þegar fjármagn leyfir slikan munað. Er þvi óneitanlega fagn- að af fólki þessa hreppsfélags, sem margt á svefns- og hvíldar- heimili i sveitinni, en sækir at- vinnu að heiman aö morgni dag hvern, en leitar heim aftur að kvöldi. Þegar Hornafjarðar máninn varð fullur — Jæja, Torfi, kannski við vikj- um aöeins að félagslifinu þarna hjá ykkur i Nesjunum. Hvernig er ástatt með það þessa dagana? — Fátt mun best um flest, varð- andi félagslif I sveitinni. Hér var stofnað fyrsta ungmennafélagið i Austur-Skaftafellssýslu, um 1907. Stofnandi þess og fyrsti formaður og aflgjafi var hinn mæti félags- málafrömuður, Bjarni Guð- mundsson, siöar kaupfélagsstjóri og fristundamálari. Hann var þá aö koma heim frá Gagnfræða- skóla Akureyrar, fullur félagsleg- um eldmóöi. Félagið var nefnt Ungmennafélagið Máni, og var það tengt sögunni um Horna- fjarðarmánann, sem var nálægt fyllingu, þegar Arni bóndi á Sævarhólum kom til Djúpavogs i skammdeginu, en hafði aðeins veriö örlitill baugur, þegar karl fór að heiman frá sér. Þetta ung- mennafélag mun enn tóra, en llfs- hræringar þess eru óverulegar. Hér mun vera starfandi Lions- klúbbur, kvenfélag, kirkjukór og þorrablót eru hér einnig iökuð. En félagslif allt hefur leitað sér við- ari vettvangs. Þannig er starf- andi karlakór, leikfélag og ein- hver fleiri félög, sem spanna nú nærri yfir allt héraðið. Og fólk er búið aö fá meltingartruflun i sál- ina af þrálátum skemmtunum. Heilsugæslustöð er risin á Höfn og þar er einnig rekið elli- og hjúkrunarheimili. — mhg spjallar við Torfa bónda Þorsteinsson í Haga í Nesjum um hvaðeina, sem snertir mannlífið þar í sveitinni þar i byggingu og búið að úthluta þar 8 lóöum til viðbótar undir ibúöarhús. Þá hefur einnig orðið sú þróun i hreppnum, að 12 Ibúö- arhús hafa verið reist á ýmsum bújörðum hreppsins af búlausum fjölskyldum, sem stunda atvinnu I ýmsum atvinnugreinum, eink- um í fiskvinnslu og iðnaði, utan hreppsins, en eiga heimili og dvalarstaö á fæðingar- og upp- eldisstöðvum sinum. Þetta er heillavænleg þróun. Höfnin lenti í Nesjunum Þegar hafnarframkvæmdir hófust á Höfn i Hornafiröi meö ört vaxandi flota fiski- og flutninga- skipa, kom i ljós, að nokkur mis- tök höfðu átt sér stað við hreppa- skiptin, þvi að allt hafnarsvæðið var tilheyrandi hinum forna Nesjahreppi, með athafnasvæðiö i eyjum Hornafjaröar, rétt við bæjardyr þorpsins. Varð út af þessu nokkur ágreiningur á milli hreppanna, sem leystist með lög- um frá hinu háa Alþingi, um eign- arnámsheimild Hafnarhrepps á eignarnámsheimild. Þróun byggðar i Nesjahreppi hefur þó orðiö sú, að Hafnarhreppur seilist æ meir til landvinninga i Nesja- hreppi. Kemur þetta m.a. fram i fjölgun ibúöarhúsa i Nesjahreppi, þar sem ungt fólk, sem flutt var til Hafnarhrepps og búiö að reisa þar visleg heimili og vegleg ibúð- arhús, flytur sig nú aftur heim I Nesjahrepp og reisir sér þar ibúö- arhús á fornum leikvangi sinum, en stundar áfram atvinnu i ööru hreppsfélagi. Sitt af hverju tagi — Hvað er aö frétta af skóla- málum, simaþjónustu og sam- göngum? — Heimavistarskóli er á Sunnu- hvoli fyrir börn úr Nesjahreppi, en yngstu börnunum er ekið á milli. Þar er einnig framhalds- deild fyrir unglinga annarra hreppa sýslunnar. Skólastjóri er Rafn Eiriksson. Sjálfvirkur sími er kominn á alla bæi I sveitinni nema Horn, sem hefur simasamband i gegn- um landsimastöðina á Höfn, en hún er opin allan sólarhringinn. eyjunni Óslandi, sem var eign Horns i Nesjahreppi. Þegar mál þetta var á umræðu- stigi var þeirri hugmynd varpaö fram, að auðveldast væri að leysa ágreininginn með þvi aö sameina hreppana aftur. Sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn hjá sérhyggju- mönnum. En málið leystist með Rafmagn er á öllum bæjum i hreppnum, frá rikisrafveitu. Ork- an er fengin frá Smyrlabjarga- árvirkjun i Suðursveit. En disilrafstöö er á Hornafiröi, til öryggis. Kemur slikt sér óneitan- lega vel I slikum frostavetri sem þessum þvi aö Smyrlabjargaár- virkjun hefur vantaö vatn i lang- Bjarnaneshreppur hinn forni náði yfir svæði, sem nú er skipt I þrjú sveitafélög: Mýrahrepp, Nesjahrepp og siðast Hafnarhrepp. Hér sjáum viðnýbyggingarþar.Mynd: Heimir Þór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.