Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24—25. október 1981 stjórnmál á sunnudegi Nýir samherjar Ólafur Ragnar Grímsson skrifar MAJOR UNITED STATES BASES IN THE UNITED KINGDOM OUS Air Force ★US Navy ★ US Naval detachments ☆ US Army detachments iFi(|ufes sliow humlici o( personncl to nedfest »'uii(Jfed| TOTAL US PERSONNEL: 25,000 (Approx.) Kortið sýnir helstu herstöövar Bandarikjanna á Bretlandseyjum. Breska verkalýðshreyfingin, Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi fl aI/ »1 L o fo nú 1/rn ficí K rrifffliifni** rí,. aAimi Um helgina halda Samtök her- stöðvaandstæðinga landsráð- stefnu og hin nýja evrópska frið- arhreyfing efnir til f jöldaaðgerða viða úm álfuna. A fáeinum mánuðum höfum viö^eignast öfl- uga sveit samherja, sem I sínum löndum heyja nú baráttu sömu ættar og við höfum háö um ára- tugi. Breska friðarhreyfingin krefst brottflutnings allra banda- riskra herstööva og bæði Verka- mannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa lýst stuðningi við þá stefnu. 1 Noregi og Danmörku er krafist slita á tengsium viö kjarnorkuvopnakerfi stjórveldis- ins. I Hollandi og Þýskalandi hafnar hin sókndjarfa friöarsveit bandarlskum kjarnorkueldflaug- um, sem NATO ákvaö aö flytja þangað. Og söm er sagan frá Belglu og Italiu. I öllum þessum NATO-ríkjum eru nú öflugar hreyfingar sem berjast gegn bandariskum hernaðarfjötrum. Aldrei fyrr hefur málstaöur Is- lenskra herstöðvaandstæðinga endurómað á slikan hátt frá er- lendum ströndum. Kórkallið um „herinn burt” hljómar nú á öllum lýðfrjáisum þjóðtungum aöildar- rikja Atlantshafsbandalagsins. Undrun — Ótti Vöxtur friöarhreyfingarinnar virðist hafa komið Islendingum nokkuð á óvart. thaldsblöðin vildu lengi vel sem minnst um hana vita og ekki var örgrannt um, að ýmsir ágætir herstööva- andstæðingar hristu bara höfuðið og létu i ljósi vissa tortryggni. Við erum svo vanir þvi að heyja okk- ar baráttu einir, að ris erlendra samherjahreyfinga gat virkað sem tálsýn á suma, örlaöi jafnvel á þvi að einstaka maöur teldi stefnukröfur friðarhreyfingar- innar i hinum ýmsu löndum vera einhvers konar NATO-galdra. Slikt hik var skiljanlegt i fyrstu. En fljótlega sáu herstöðvaand- stæðingar aö stórir atburðir voru aö gerast. Innblásnir af hinum evrópsku aðgerðum efndu Aust- firöingar til Stokksnesgöngu og brutu þar með blaö i sögu her- stöðvabaráttunnar á Islandi. Þegar höfundur þessarar greinar efndi til blaðamanna- fundar að loknum friðarfundi á Alandseyjum og kynnti kröfurnar um kjarnorkuvopnalaust svæöi á Norðurlöndum og starfsemi norr- ænu friðarhreyfinganna, létu litlu natostrákarnir á ritstjórnarskrif- stofum Morgunblaösins og VIsis sér fátt um finnast, létu jafnvel að þvi liggja aö þessi friðarhreyfing væri bara hugarfóstur mitt — „einhver” friðarhreyfing , „svo- kölluð” friöarhreyfing sem „þó er varla til” voru virðulega orö i leiðarapistlum frá þeim tima. Siðan eru ekki liðnir nema fjór- ir mánuðir. Nú er svo komiö, að stóru natosrákarnir I Washing- ton, Bonn og Brussel sofa vart af ótta við framsókn friðarhreyfing- arinnar. Og hópur Islenskra nato- þingmanna situr á fundi i heila viku I Munchen til aö skeggræða fram og aftur um hættuna af frið- arsókninni. Friöarhreyfingin, sem litlu natostrákarnir á rit- stjórnarskrifstofum Morgun- blaðsins og VIsis héldu i sumar að væri ekki til, er orðin öflugasta fjöldahreyfing álfunnar frá striöslokum, forsiðuefni blaöa og fréttatimarita viða um heim, ræðuefni natoforingja og banda- riskra ráðherra á fjölmörgum áhyggjufullum hermálafundum. Sögulegir fjöldafundir Sókn friðarhreyfingarinnar hefur birst i margvislegum myndum. Nánast i hverri viku undanfarna mánuði hefur veriö efnt til ýmiss konar aðgerða I flestum rikjum Evrópu. Þó ber hæst tvo fjöldafundi i Þýskalandi, sem báöir munu geymast á spjöldum sögunnar sem sérstök timamót i evrópskri sögu. I júni sóttu um 100.000 manns friöar- fund I Hamborg I tengslum viö kirkjudaga sem hin þýska systur- kirkja islensku þjóðkirkjunnar efndi til. I október komu svo 250.000 til fundar i Bonn. Það var stærsta fjöldasamkoma i sögu Vestur-Þýskalands. Þúsundir rútubila og tugir sérstakra járn- brautarlesta fluttu fólkið viða að. Flestir komu auövitað frá Þýska- landi, en friðarhreyfingarnar I Hollandi, Belgiu, Bretlandi, ttaliu og á Norðurlöndum skipulögðu einnig ferðir á fundinn. Forystu- menn úr ríkisstjórnarflokkum fluttu þar ávörp. Röskur fjórö- ungur þingmanna krataflokksins lýsti yfir formlegum stuðningi þótt Helmut Schmidt hefði lagt blátt bann við sliku. Willy Brandt var hins vegar I stuöningssveit fundarins og tjáði flokksbróður sínum, kanslaranum, að margt væri verra I sögu Þjóðverja en fólk að krefjast friðar. Þessir tveir fjöldafundir hafa orðiö tilefni til viötækrar fjöl- miðlaumræðu um friðarhreyfing- una og sýnt ráðamönnum, að hér er á ferðinni fjöldabarátta sem si- fellt veröur öflugri. Og um þá helgi, sem nú er að liða, er efnt tif fleiri hliðstæðra funda. I dag verður I London fjöldafundur friðarhreyfingarinnar, sem áformaö er aö sóttur verði af yfir 100.000 fylgismönnum. Sams kon- ar fundir verða I dag eöa á morg- un á ttaliu, Spáni og i Noregi og vlöar. Vikan sem nú er að hefjast hefur I mörgum löndum verið valfn sem sérstök friðarvika. Það er þvi vel til fundiö, aö Samtök herstöðvaandstæðinga skuli ein- mitt halda iandsráðstefnu sina um þessa sömu helgi. Grundvöllur friðar- hreyfingarinnar Hinn mikli sóknarkraftur frið- arhreyfingarinnar vekur eðlilega forvitni um samsetningu hennar, baráttuaðferöir og stefnumið. 1 reynd er hreyfingin nokkuð mis- munandi frá einu landi til annars. Hún er bandalag ýmiss konar samtaka, hópa og skipulags- heilda sem hafa náð saman um nokkrar meginkröfur I afvopnun- armálum og miða aðgerðir sinar fyrst og fremst viö það sem hægt er aö ná hvað breiðastri samstöðu um. Ólikar áherslur eru látnar vikja fyrir sameiginlegum meg- inkröfum. Brottför bandarískra kjarnorkuvopna og tækjabúnaðar sem tengist notkun helvopnanna, lögformleg stofnun kjarnorku- vopnalausra svæða og kjarnorku- afvopnun Sovétrikjanna og Bandarikjanna eru höfuðþættir I hinum sameiginlega stefnu- grundvelli. Þessi stefna hefur náð að skapa samfylkingu með ótrúlegri breidd. A hinum sögulegu fjölda- fundum I Bonn og Hamborg og nú um helgina I London, Noregi, Italiu og viðar standa hlið við hliö sósialistar og frjálslyndir, miðju- menn og ýmiss konar vinstri sinnar, kaþólskir og mótmæl- endur, prestar og forystumenn verkalýösfélaga, æskulýöur og aldraöir félagar úr umhverfis- verndarsamtökum, kvennahreyf- ingu, verkalýðssamtökum og fjöl- mörgum öðrum félagseiningum. Aldrei fyrr hefur jafnfjölskrúöug sveit skipað sér i eina fylkingu. Það er þessi breidd sem skapar ótta I brjóstum viggiaðra herfor- ingja, skelfir oddvita hernaðar- bandalaganna og heldur andvöku fyrir vopnaframleiðendunum. Það skyldi þó aldrei vera, aö fólk- iö sjálft knýi fram friö. Kirkjan og verkalýðs- hreyfingin Þótt ýmiss ný samtök hafi styrkt friöarhreyfinguna er þátt- ur kirkjunnar og verkalýðshreyf- ingarinnar tvlmælalaust stærst- ur. Þessar tvær gamalgrónu bar- áttukempur hafa fært friöarsókn- inni fjársjóð reynslu, aðgang aö öflugum umræðuvettvangi og þúsundir þjálfaöra liðsmanna. 1 Hollandi og Þýskalandi hafa prestar og kirkjustofnanir verið I fararbroddi. I Bretlandi og Nor- egi hafa stærstu verkalýössam- böndin rutt stefnukröfum friðar- hreyfingarinnar nýjar brautir. Þaö er Friðarráð hollensku kirknanna, sem skapaöi fjölda- starf i mörg hundruö söfnuðum. 1 hverri viku eru umræðufundir i kirkjunum um baráttuna gegn vigbúnaðinum. Og allir stærstu stjórnmálaflokkar landsins hafa nú lýst yfir stuðningi við stefnu Friðarráðsins og skoðanakann- anir sýna, aö mikill meirihluti hollensku þjóöarinnar er sama sinnis. I Þýskalandi hafa lút- hersku kirkjudeildirnar haft for- göngu um fjöldafundi, gefið út ít- arlegar greinargeröir og fjölda kynningarrita, skipulagt ráð-, stefnur og þing kirkjunnar manna þar sem stefna friðarhreyfingar- innar hefur veriö skýrö og mótuð. 1 Belgiu og viðar starfa öflug samtök kaþólskra manna, Pax Christi, sem náð hefur virku sam- bandi við kaþólskar kirkjudeildir i Austur-Evrópu og i Bandarikj- unum I þvi skyni aö þróa sameig- inlegan stefnugrundvöll i barátt- unni gegn kjarnorkuhervæðing- unni. I Noregi var það Samband málm- og skipasmiða, sem veitti kröfunni um kjarnorkuvopna- laust Norðurlönd brautargengi og á þingi norska Alþýðusambands- ins varð hún formlega stefnumál norsku verkalýöshreyfingarinn- ar. Siðan hafa önnur norræn verkalýössambönd gert kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd aö sinni stefnu og hafið virka um- ræöu- og útgáfustarfsemi mál- staðnum til stuönings. Verka- mannasambandið i Bretlandi samþykkti ályktun um brottför bandariskra herstöðva og ein- hliða kjarnorkuafvopnun Breta. Likt og I Noregi tók breska Alþýðusambandiö siðan undir þessar kröfur og forystumenn •erkalýðsfélaganna fluttu tillögu sama efnis á þingi Verkamanna- flokksins og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta. 1 desember efna svo breskir námu- verkamenn til heimsþings námu- verkafólks til aö ræða afvopnun- armálin. A sama tima og kirkjudeildir og verkalýössamtök i ná- grannalöndum okkar eru i farar- broddi friðarumræðunnar hafa kirkjan og verkalýðshreyfingin á Islandi veriö sein að taka við sér. Kirkjan hér hefur þó I þessum efnum forskot á verkalýðshreyf- inguna. 1 Skálholti var haldin helgarráðstefna um frið og jóla- hefti Kirkjuritsins verður helgað þessari umræðu. í sumar var spurt: „Hvað dvelur islensku kirkjuna?” Og hún tók myndar- lega viö sér. Nú er spurt: Hvaö dvelur islensku verkalýöshreyf- inguna? Kvennahreyfing- ar, sveitarstjórnir, Æskulýðssamtök Þótt kirkjan og verkalýöshreyf- ingin séu stóru systurnar i hinni viðtæku friöarhreyfingu eru fjöl- margir aörir, sem hafa komiö þar myndarlega við sögu. Kvenna- hreyfingin á Norðurlöndum skipulögöu fræga friöargöngu frá Kaupmannahöfn til Parisar, sem vakti verulega athygli á málstað hreyfingarinnar. Sömu samtök efna i samvinnu við aöra til við- tækrar undirskriftarsöfnunar til stuðnings kröfunni um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Um 100 sveitarstjórnir i Bret- landi hafa formlega lýst umdæmi sin kjarnorkuvopnalaus svæöi og þar með komið I veg fyrir stað- setningu helvopnanna. Þessar til- lögur hafa skapað viðtækar um- ræöur i viðkomandi sveitarfélög- um og virkjaö Ibúana til þátttöku I málefnasókn friðarhreyfingar- innar. 1 flestum sveitarstjórnum eru það bæjarfulltrúar Verka- mannaflokksins og Frjálsiynda flokksins, sem hafa myndað meirihlutann aö baki ályktunum um kjarnorkuvopnalaus sveitar- félög. Fulltrúar Ihaldsflokksins, lagsbræöur Moggaihaldsins á Islandi hafa hins vegar verið á móti. I öllum þeim löndum sem hér hafa veriö til umræöu, hafa æsku- lýðssamtök tekiö virkan þátt I sókn friðarhreyfingarinnar. Þátt- taka miðaldra og eldra fólks I hinni nýju hreyfingu hefur hins vegar veriö svo afgerandi að hinn mikli fjöldi æskufólks hefur blandast öðrum þátttakendum á eölilegan hátt. Friöarhreyfingin er engin sérstök æskulýðs- hreyfing, en æskulýðssamtök hafa helgað henni krafta sina. Æskulýðsfélög stjórnmálaflokka, samtök ungra verkamanna, kristileg æskulýðssamtök og fjöl- margar aðrar æskulýðshreyfing- ar hafa með formlegum hætti gerst stuðningssamtök friðar- hreyfingarinnar. Æskulýðssamtök og kvenna- hreyfingar, kirkja- og verkalýðs- félög eru ásamt félagsskap um- hverfisverndarmanna og ný- stofnuðum andófshreyfingum gegn kjarnorkuhervæöingunni þeir meginburöarásar, sem gert hafa friðarhreyfinguna að kröft- ugustu fjöldahreyfingunni i álf- unni. Lærdómar Þegar islenskir herstöðvaand- stæðingar koma saman á lands- ráðstefnu getum viö fagnaö glæsilegum árangri samherja okkar i öörum löndum. Barátta þeirra færir okkur margvislega lærdóma um starfsaöferðir, stefnuáherslur og málflutning. Friðarhreyfingin hefur náð pólitiskum þroska og fjöldafylgi sem hræðir vigbúnaðarsinna i herbúöum NATO Við getum tekið mið af mörgu, sem á siðustu mánuðum hefur fært erlendum samherjum okkar sögulegan árangur. Nýstárlegar baráttuaðferöir, notkun á fjöl- þættum umræðuvettvangi i blöð- um og innan félagasamtaka, bandalag við hin óliklegustu öfl, umburðarlyndi gagnvart sér- stöðu hinna mismunandi fylk- inga, áhersla á þær meginkröfur, sem flestir geta sameinast um, einbeiting á skýr framkvæmda- skref til að losa um herf jötra risa- veldanna — allt eru þetta þættir, sem okkur ber aö skoöa vel og ræða. Við höfum eignast hundruöir þúsunda af samherjum i evrópsk- um nágrannalöndum. Þaö er al- gert nýmæli i langri baráttusögu islenskra herstöövaandstæðinga. Sllk þáttaskil færa okkur ný tæki- færi til sóknar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.