Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24—25. október 1981 UM BÓKIIMA Flökkulíf er æskusaga Hannesar Sigfússonar skálds. Hann segir f rá bernsku- og uppvaxtarárum í Reykjavík, f jölskylduhögum þar sem á ýmsu gengur, endasleppri skólavist, f jölbreytilegri æsku- reynslu. Hannes verður skálda yngstur til að lesa úr verkum sfnum í útvarp, — og litlu síðar heldur hann til Noregs að læra refarækt! Um þann náms- og starfsferil fer eins og f leira að hann verður ekki til frambúðar. Hannes gerist sölumaður og fer í þeim erindum umhverfis land, en jafnframt fæst hann við skáldskap, umgengst aðra unga áhugamenn um bókmenntir sem í bróðerni mæla andleg afrek sín við skáldverk félaganna. Svo kemur að því að Hannes ætlar að lifa af ritstörfum. Það gengur miður vel og tuttugu og þriggja ára gamall kveður hann lesandann, framtíðin býsna óljós, en þó er hann staðráðinn í að fara til útlanda og reyna að koma undir sig fótunum sem skáld. Höfundur skoðar sjálfan sig með húmor í auga, beiskjulaus í garð samferðamanna og án nokkurrar tilhneigingar til mikillætis eða sjálfsvorkunnsemi. — Hannes Sigfússon varð eitt helsta skáldið í hópi þeirra sem nefnd hafa verið atómskáld, og frásögn hans er fróðleg um mótunarár þeirra höfunda sem báru fram nýjan Ijóðstíl í bókmenntunum undir miðbik aldarinnar. Kafli úr skáldsögu Hannesar Sigfússonar skálds sem kemur út hjá Iðunni í haust Hann hét Hólmjárn og skrifstofa hans var i stóru timburhúsi viö Tjörn- ina.” Hannes Sigfússon Mér varð oft hugsað um ótrygga framtið mína þetta^ sumar meðan ég ráfaði með reikningana frá málningarverk- smiðjunni. Ég var enn staðráðinn i að verða rithöfundur. bað var markmið sem ég aldrei missti sjónir af, en samtimis gerði ég mér ljóst að ég yrði að gegna ein- hverju jarðbundnara starfi jafn- framtritmennskunni, að minnsta kosti fyrstu árin. Vandinn var að finna starf sem tryggði mér nægar fristundir til að skrifa jafn- hliða þvi. Af tilviljun rakst ég á blaðavið- tal við landbúnaðarráðunaut sem hélt þvi fram að refarækt væri arðvænleg atvinnugrein fyrir bændastétt landsins. Að minnsta kosti sem aukastarf. Norskir bændur hefðu þegar hlotið góða reynslu af silfurrefum, og þvi skyldu ekki islenskir bændur hag- nýta sér brautryðjendastarf þeirra? Ráðunauturinn bauð fram aðstoð sina hverjum þeim sem óskaði frekari upplýsinga. Orðið aukastarf varð mér starsýnt á. Aukastarf — það var einmittorðið sem hafði suðað eins og fluga i hausnum á mér allt sumarið án þess mér tækist að koma þvi heim og saman við nokkra skynsamlega iðju. En refarækt, það var sennilega lausnin. Arðvænlegt aukastarf! stóð í viðtalinu. Ef bændur gátu haft refarækt að aukastarfi, þvi skyldi þá ekki rithöfundur geta það? Þ vi lengur sem ég velti þvi f yr ir mér, þeim mun sannfærðari varð ég um að örlögin hefðu gefið mér visbendingu. Hvaða starf þurfti refahirðir að leysa af hendi? Fóðra refina, sennilega tvisvar á dag. Var þaðallt og sumt? Hann gæti átt kofa við hliðina á refa- bUinu þannig að hann slyppi við að ómaka sig langt. Það tæki i hæsta lagi klukkutima að fóðra refina morgun og kvöld, og lungann Ur deginum gæti hann skrifað. Það er að segja: gæti ég skrifað. Ég sökkti mér æ dýpra niður i hugmyndir minar um þetta óska- starf rithöfundar, og ég ákvað að ganga á fund landbUnaðar- ráðunautarins til að fá frekari upplýsingar. Hann hét Hólmjárn og skrif- stofa hans var i stóru timburhUsi við Tjörnina. Hann var smávax- inn,en þróttmikil röddin léði hon- um nokkurn myndugleika. Hann fagnaði mér vel. — Þér eruö ungur maður sem eigið framti'ðina fyrir yður, sagði hann þegar hann heyrði erindi mitt, — og samagildirum refina. Ég ersannfærður um að þér mun- uð aldrei iðrast eftir að ganga þá braut, þvi refahirðing á mikla framtið fyrir sér á Islandi. Um það er ég sannfærður, Ég er feginn að þér brugðuð svona skjótt við blaðaviðtalinu, það lofar góðu. Þér eruð reyndar fyrsti fyrirspyrjandinn. Það lofar aftur góðu — fyrir yður. Hann fór mörgum orðum um væntanlega blessun refaræktar fyririslenskan landbúnaðog varð áfjáður og tók að ganga um gólf. Hann minnti mig á Napóleon. Hann hafði gert hernaðaráæthin, og mér skiidist að ég væri fyrsti hermaðurinn hans. — Hvað á ég að gera? spurði ég. — Gera? Hann stakk við fæti framan við stólinn þar sem ég sat og virtist koma af fjöllum. — Gera? Það er einmitt það — hvað eigum við að gera? Eitt er vist: hér getið þér ekkert lært. Þér verðið að fara Ut. - út? — Þér verðið að fara til Noregs og læra refahirðingu þar. — Eru skólar þar? — Tja, það veit ég ekki. Ætli landbúnaðarháskólinn.... — Þar fæ ég ekki inngöngu, flýtti ég mér að gripa fram í fyrir honum. — Ég hef engin prófskir- teini. — Það var nii verra. En raunar ætti ekki að vera nauðsynlegt að innritast á landbúnaðar- háskólann. Stórt refabU ætti að nægja. — Er nokkurt refabU i Staf- angri? — Hversvegna spyrjið þér að þvi? — Systir min býr þar. — bað var heppilegt, sagði hann og néri saman höndunum. — Þá getiðþérbUiðhjá henni meðan þér eruð við nám. — Það má vel vera. Ég ætla að skrifa henni og spyrja. Hólmjárn tók litið hefti upp úr skrifborðsskúffunni og fletti þvi. — Sjáum til. Vist er refabú i grennd við Stafangur, og jafnvel fleiri en eitt. Ég skal skrifa og spyrja hvort þau geti tekið nemendur. Það var fastmælum bundið að ég ætti að mæta á skrifstofunni hans jafnskjótt og ég hefði fengið svar frá systur minni. Ég skrifaði Grétu og fékk svar. Ég væri velkominn, svaraði hún, og þau hlökkuðu til að hafa mig sem gest i nokkra mánuði. Hvenær kæmi ég? Ég flýtti mér til Hólmjárns með bréfið. Það kom á daginn að hann hafði einnig fengið bréf frá Stafangri. Ég gæti byrjað sem lærisveinn á refabúi eftir tvo mánuöi. Við vorum báðir fegnir fréttunum. Hann néri saman lóf- unum og sagði: — NU fer að glaðna til. Svo sannarlega er farið að glaðna til. Mérvar ljóst, að ég var orðinn einskonar brautryðjandi fyrir konungshugsjón hans, og hann batt við mig miklar vonir sem refahirði. Við urðum dUs áður en við skildumst. Það var borin von að ég gæti fengið opinberan styrk til náms i refahirðingu. Þeir timar voru enn ekki upp runnir. Ég varð sjálfur að spara fyrir hálfu farinu. Mamma lofaði að hjálpa mér um afganginn. Og ég hélt áfram að rukka, langt fram yfir haustmán- uði. Siðan barust mér óvænt tíðindi, sem gerðu mig bjartsýnni á framtíðina en nokkru sinni fyrr. Ég fékk bréf frá Utvarpsráði sem borist hafði til Grindavikur og mamma sendi mér með breyttu heimilisfangi. Smásagan sem ég hafði skrifað snemma sumars og sent ráðinu hafði verið samþykkt til flutnings og ég var beðinn að mæta á skrifstofu Ut- varpsráðs til viðtals. Bréfið var, undirritað Helgi Hjörvar. Ég fór þangað með öndina i hálsinum og hitti fyrir nýjan Napóleon. Hólmjárn og Helgi Hjörvar virtust vera af sama kynflokki: nefnilega hinum napóleonska. Litlir menn og raddsterkir og svo valdsmanns- legir i framkomu að manni duttu strax í hug herforingjar sem undirbUa stórorrustu.Báðirhöfðu þann ávana að skálma um gólfið þegar þeir töluðu, — taktföstum skrefum og tiltölulega löngum þegar þess var gætt hve stuttir þeir voru til klofsins. Mér fannst ég vera umkringdur litlum mönn- um sem kepptust um að leggja á ráðin um framtið mina. Gagnstætt Hólmjárni var Helgi Hjörvar nauðasköllóttur. — Jæja er þetta Hannes Sigfús- son? sagði hann og þrýsti hönd mina þéttingsfast — Eins og fram gengur af bréfi minu hefur Utvarpsráð lesið smásögu yðar og samþykkt að hún skuli flutt. Það erað segja i styttri útgáfu. Ég hef nefnilega leyft mér að leiðrétta nokkrar villur og strika yfir lang- lokur. Annars var það bréfið sem fylgdi sögunni sem vakti mesta athygli i Utvarpsráði. Það var einkar vel skrifað. Meiningin er að það verði lesið á undan smásögunni. Eruð þér þvi samþykkur? — Já, svaraði ég lágt og lá við yfirliði af gleði. Hér stóð ég augliti til auglitis við sjálfan Helga Hjckvar, frægan útvarps- mann, og hlustaði á röddina sem töfraði alla Utvarpshlustendur i þeim mæli að biöin voru tóm þau kvöldin sem hann las kafla Ur framhaldssögunni Dagur i október, eftir Sigurd Hoel. Hann var meistaralegur upplesari. Og nU stóð hann hér og hrósaði mér fyrir bréfkorn og sagði að það væri einkar vel skrifað. — Ég hef hugsað mér að lesa það upp sjálfur, b.ætti hann við. Mér var öllum lokið. — En smásöguna eigið þér að lesa. Það erað segja ef þér kunn- ið að lesa upp. Það er fljótgert að ganga Ur skugga um það Hann greip um handlegg mér og leiddi mig inn langan gang að litilli kytru, snauðri að hUsögnum að undanteknu púlti, sem stóð á miðju gólfi. Hann stillti mér upp við púltið og stakk smásöguhand- ritinu í lófa minn. — Það er nóg að lesa fyrstu lin- urnar. Þarna er hljóöneminn. En biðið þangað tilég er kominn inn i magnaraherbergið. Ég skal gefa yður merki þegar þér megið byrja. Hann snaraðistútum dyrnar og felldi bólstraða hurð að stöfum. A veggnum andspænis mér var gluggi með grænum tjöldum fyr- ir. Senn birtist Helgi Hjörvar i glugganum og veifaði til min. Ég hóf lesturinn. Svo kynlega brá við að röddin var róleg og skýr, þóað ég skylfi frá hvirfli til ilja. Helgi Hjörvar snaraðist inn. — Prýðilegt, hrópaði hann. — Prýðilegt. Þetta gekk vel. En það er best að þU takir smásöguna með þér svo þU getir æft þig skikkanlega. Efnið verður flutt 7. desember klukkan níu. Þú átt að mæta hálftima fyrr. Ég veitti þvi athygli að hann þúaði mig og varð upp með mér af þvi. Það var ekki öllum gefið að verða dUs við fremsta upples- ara þjóðarinnar. Siðan vildi hann vita deili á ýmsu varðandi ungling minn, spurði um ættogforeldra, hvenær ég væri fæddur, um skólamennt- un osfrv., og hann kvaddi mig með orðunum: — Þú verður yngsti upplesari eiginefnissem nokkru sinni hefur komið fram i Utvarpinu. Það var ekki ónýtt að hafa með sér i nesti i viðbót við allt sem mér hafði lagst til áður. Ég reikaði heimleiðis í vimu. Þvi miður var bróðir minn ekki heima og ég þóttist vita að ég yrði að þegja um viðskipti min við Helga Hjörvar langt fram eftir degi. Það var óbærilegt að þurfa að þegja um leyndarmálið svo lengi. Niðri á götunni var fólk á ferli sem hafði ekki hugmynd um að hér uppi á annarri hæð hirðist nýsleginn rithöfundur, sem brátt yrði landsfrægur. Ég trúði þvi varla aðframtiðardraumar minir hefðu þegar ræst. Hugmyndin um refahirðisnám ið virtíst snögglega svo ómerkileg. Var nokkur ástæða til að fara til Noregs? Var ekki framtíð min sem rithöfundar þegar tryggð? Hafði ég nokkra þörf fyrir aukastarf? Ég las handritið og komst að raun um að smásagan hafði hlot- ið slæma meðferð. Heilir kaflar voru strikaðir Ut með rauðum blýantieinsogilélegum skólastil. Eftir var aðeins rUmur helmingur sögunnar. Jæja. Orsökin var sennilega sU að bréf ið átti að fylgja sögunni og ekki var rUm fyrir hvorttveggja i fullri lengd i sömu dagskrá. Ég sætti mig við þá skýringu og hélt áfram að troða ský i sjöunda himni. Timinn leið óhemju seint fram að 7. desember. Ég hafði sagt upp rukkarastarfinu frá 1. desember, og siðustu dagana i vinnunni skaust ég við og við upp i her- bergið mitt til að þjálfa mig i upplestrarlistinni. Ég las smásöguna minnst tuttugu sinn- um. Loks áleit ég að óþarft væri að æfa sig frekar, en hverju átti ég þá að finna upp á til að stytta biðtimann? Ég skrifaði mömmu og sagði henni frá ævintýralegum frama minum sem rithöfundar, og ég skrifaði Grétu um sáma efni. Ég lét þess getið að ég kæmi væntanlega til Stafangurs 19. desember. Meðan ég beið hafði ég aftur skipt um skoðun og var nU kom- inn að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að fúlsa við Noregsförinni þrátt fyrir allt. HUn myndi lyfta rithöfundar- framanum i' æðra veldi: fyrst frægðarför iUtvarpið, siðan utan- landsferð. Það var stórmannlegt og minnti á lifsvenjur Halldórs Laxness. Enn einu sinni brá ég mér inn i skrifstofu Bergenske dampskips- selskap til að afla mér upplýsinga um skipaferðir eins og ég var vanur, þegar ég var litill og mið- aði ekki hærra en að verða skip- stjóri þegar ég yrði stór. NU kom ég þangað sem rithöfundur. Ég keypti farmiða til Bergen fyrir eigið fé, og skipið sem ég átti að ferðast með var Lyra gamla. Hana þekkti ég vel. Brottför: 14. desember kl. 18.00. Viðkoma i Þórshöfn i Færeyjum. Lagst að bryggju i Bergen 18. desember siðdegis. Þaðan átti ég að fara með litlu strandferðaskipi til Stafangurs. SU ferð tók eina nótt. Komið til Stafangurs að morgni 19. desember. Mamma hafði sent mér það sem á vantaði að ég gæti keypt farmiðann. Siðan var ekki um annað að ræða en bíða eftir merkisdögunum tveimur: 7. og 14. desember 1938. A meðan ég beið gerðist óvænt- ur atburður: bróðir minn eignaðist dóttur. Endaþótt ég hefði verið sambýlingur hans allt sumarið hafði ég ekki haft hug- mynd um að hann væri trúlof- aður. Ég sá unnustu hans í fyrsta sinn, þegar ég og mamma, sem hafði bruðið sér i bæinn af þessu tilefni, heimsóttum hana og barnið á Landsspitalanum. HUn var ung og falleg, fannst mér, en barnið var eins og önnur nýfædd börn. Tveim dögum siðar las ég lim- lesta smásöguna mina upp i’ út- varpið, en fyrst kynnti Helgi Hjörvar mig fyrir þjóðinni með nokkrum velvöldum orðum og las siðan upp bréf mitt til Utvarps- ráðs með sinni þróttmiklu og skýru rödd. Ég sat við hljóðnema i loftþéttu herbergi og hlustaði á rödd hans frá hátalaranum yfir dyrunum og ihvertsinn sem hann nefndi nafnið mitt varð ég fyrir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.