Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24—25. október 1981 mér er spurn Erlingur Hansson svarar Hildi Jónsdóttur... Er hætt að mismuna m kynjum við ráðningar á rikisspítalana? Erlingur Hansson ... og Þjóðviljinn spyr Sigurjón Arason efna verkfrœðing r Eru Islendingar að dragast aftur úr í skreiðar verkun? Þjóöviljinn spyr Sigurjón Arason efnaverkfræöing og deildar- stjóra hjá Rannsóknarstofnun fiskiönaöarins: t Noregi er veriö aö taka I notkun stórvirkar verksmiöjur til skreiöarþurrkunar. Erum viö tsiendingar aö dragast afturúr á þessu sviöi og hvaö er framundan hérlendis I skreiöarverkun? Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja aö misrétti kynjanna varö- andi kaup og kjör, sem viögengist hefur um langan aidur er langt frá þvi aö vera úr sögunni. bessu hefur veriö reyntað útrýma með lagasetningu um launajafnrétti. Þaö hefur þókomiöi ljös aö laga- setningin ein dugir skammt til að afnema eldgamla og Urelta verkaskiptingu. Ætla mætti þó aö rikisstofnanir gengju á undan meö góðu for- dæmi og hefðu i heiðri lög, sem kveöa t.a.m. á um sömu laun fyr- ir sömu vinnu. Það er þvi athyglisvert aö lita nánar á mál, sem Hildur Jóns- dóttir spuröimig um iÞjóöviljan- um siöasta sunnudag. A ýmsum stofnunum rikisspit- alanna s.s. Kieppsspitalanum og Kópavogshælinu hefur rikt lengi sú venja að ófaglæröir karlmenn, sem þar vinna taka laun eftir taxta BSRB en kvenfólk, sem vinnur sömu störf eftir Sóknar- taxta. Starfsheitin eru tvö en i rauninni er um sama starfið aö ræöa a.m.k. nú oröið þó vera kunni að þessi skipting hafi ein- hvern tima átt rétt á sér áöur fyrr. Jafnréttisráð kannaöi þetta mál fyrir nokkrum árum og á- kvaö aö láta dómsstóla skera úr.l mars 1978 var höföað mál á hend- ur heilbrigöisráðherra vegna stjórnarnefndar rikisspitalanna og fjármáiaráðherra f.h. rikis- sjóðs. Máliö var höfðað f.h. starfsstúlku á Kópavogshæli með þaö fyrir augum aö dómsiírskurö- ur myndi varða allar konur, sem eins væri ástatt um. Ari seinna féll dómur i málinu. Samkvæmt honum var rikinu gert aö greiða starfsstúlkunni og öörum Sóknar- konum laun aftur til þess tima. sem máliö var höföaö i samræmi við laun karla, sem unnu sams konar störf. Niðurstaöa dómsins var ótviræð . Hér er um sama starfiö aö ræöa og ber þvi fjár- málaráöherra aö fara aö lögum og greiöa sömu laun fyrir sömu vmnu án tillits til kynja. Vegna þessaölaun starfsstúlkna á Sókn- artaxta eru lægri en laun gæslu- manna, sem vinna samkvæmt BSRB taxta var rikinu gert að greiöa mismuninn. Rikisvaldið á- frýjaði hins vegar málinu til hæstaréttar og hefur hann ekki ennþá kveðið upp úrskurö. Þaö er þó ljóst aö báöir aðilar - rikisvaldiö og jafnréttisráö- lita á þetta sem prófmál. Falli hæsta- réttardómurinn á sama veg og dómur undirréttar er rikið skyld- ugt til aö greiöa sóknarstarfs- mönnum sömu laun og gæslu- mönnum. Úrskuröi hins vegar hæstiréttur aö hér sé um tvö störf að ræða og því réttlætanlegt að greiða fyrir þau mismunandi hátt kaup væri þaö augljóslega brot á jafnréttislöggjöfinni að ráöa ein- ungis konur i þaö starf, sem er ver launaö en karla i hitt starfiö. Þaö er þvi engan veginn rétt- lætanlegt aö ráða einungis karl- menn i starf gæslumanna eins og hingaö til hefur tiökast. Siöast liöinn vetur fórstarfsfólk á Kleppsspitala aö reyna aö fylgja þessu máli eftir og knýja fram launajafnrétti. Viö fengum þær upplýsingar frá yfirmönnum spi'talans aö þeir hefðu engin fyr- irmæli um aö ráöa stúlkur i gæslumannsstöður. Þaö kom lika i ljós aö hjá rikisspitölunum eins og reyndar fleiri rikisstofnunum eru margfalt fleiri I störfum en heimilderfyrirum á fjárlögum. 1 þessu tilviki vantaöi hins vegar aö sögn forráöamanna spítalans aöeins skýr fyrirmæli frá yfir- völdunum aö jafnrétti ætti að rikja viö mannaráöningar. Þó ekki sé i valdi heilbrigöis- ráðuneytisins aö breyta þeim samningum, sem fjármálaráð- herra hefur gert viö BSRB og Sókn- og fela vel að merkja i sér aö sömu laun eru ekki greidd fyr- ir sömu vinnu- þá geta rlkisspital- arnir aö sjálfsögöu ráöiö jafnt eft- ir kynjum i þær stööur, sem þeir hafa heimild til aö ráða í. Viö settum þvi á stofn samstarfs- nefnd gæslumanna og sóknar- starfsmanna. Hún samdi yfirlýs- ingu þar sem þess var krafist að misréttinu yrði þegar hætt og skrifuöu undir hana 90% af þvi starfsfólki, sem málið snerti beinli'nis. Þessi yfirlýsing ásamt undir- skriftunum var siöan afhent Svavari Gestsyni heilbrigðisráö- herra i april. Hann lofaði aö at- huga málið. 13. mai aö lokinni þeirri athugun fékk samstarfs- nefndin bréf frá Svavari, sem endar á eftirfarandi orðum: „Ráöuneytið hefur i dag lagt fyrir forráðamenn rikisspital- anna aö sjá svo um að tryggt veröi við mannaráöningar fram- vegis aö til misréttis komi ekki eftir kynferði umsækjenda”. Ekki veit ég hvað kann að hafa skolast til i' stjórnkerfinu eftir að þessi fyrirmæli voru gefin. Eitt er vist að þau eru ótviræð. Þeim hef- ur þó ekki veriö hlýtt. Siöan þau voru gefin hafa margar konur sótt um stöðu gæslumanns en engin verið ráðin. Enginn karl- maöur hefur hins vegar mér vit- anlega sótt um stööu sóknar- starfsmanns af þeirri einföldu á- stæöu aö þærstööur eru ver laun- aöar en gæslumannsstarfiö. Ég ætla að enda þetta svar mitt með þvi' aö benda á aö hægt er að leysa þétta mál með einföldum hætti. Sé rikisvaldinu virkilega annt um að lög, sem þaö hefur sett veröi haldin þá semur fjár- málaráðherrann vitanlega við Sókn i næstu samningum á þann veg aö sóknartaxtamir hækki verulega. Meö þvi móti einu er hægt aö afnema launamisréttiö. Þaö á þv i eftir að reyna á tvennt i þessu máli á næstunni: 1) Fara yfirmenn rikisspitalanna aö fyr- irmælum Svavars Gestssonar og láta jafnrétti kynjanna gilda viö ráöningar i stööur? 2) Býöstfjár- málaráöherrann til þess i kom- andi samningum aö jafna mis- réttiö i' kaupgreiöslum til okkar og hækkar laun sóknarstarfs- mannanna? Ég held ég látireynsluna skera úr um þetta. r itst jornargrei n Heimsmet hræsninnar Oft hefur hræsnin hreykt sér hátt i sölum Alþingis tslend- inga. t þeim efnum sló þó mál- flutningur f.orystumanna Al- þýöuflokksins i útvarpsumræð- um nú á fimmtudagskvöldið flest met. Þeir Kjartan Jóhannsson, for- maður Alþýðuflokksins og Sig- hvatur Björgvinsson, formaöur þingflokks Alþýöuflokksins höfðu allt i einu uppgötvaö aö til væri láglaunafólk i landinu. Þeir mundu ekki eftir lág- launafólkinu flokksbroddar Al- þýðuflokksins þegar þeir voru sjálfir i rikisstjórn. bað var i desember 1978 að foringjar Alþýðuflokksins kynntu með pomp og prakt frumvarpsitttillausnará öllum efnahagsvanda. Hvert var meg- inefni þess frumvarps? Meginefni frumvarpsins var það að bannað skyldi meö lög- um að greiða hærri verðbætur á laun en -1% á þriggja mánaða fresti, eða um 17% á ári hvaö sem verðlagshækkúnum liði. Meí) þessu átti aö skerða verð- bótagreiðslur á launin um að minnsta kosti helming, ekki bara í eitt skipti heldur a.m.k. fjórum sinnum á árinu 1979, og þaö án þess aö nokkrar umtals- verðar bætur kæmu i staðinn. Þaö átti að banna verðbóta- greiðslur á launin, en það átti ekki aö banna veröhækkanir á vörum og þjónustu. Þannig átti að skeröa kaupmátt almennra launa um 15-20% á einu ári. Þetta var umhyggjan fyrir láglaunafólkinu. Að sjálfsögðu hafnaði Alþýöubandalagið þessu frumvarpi þeirra Kjart- ans Jóhannssonar og Sighvats Björgvinssonar. Siðan hófst mikið þóf innan rikisstjómar Ölafs Jóhannessonar. Þegar kom fram á árið 1979 lagði ölafur Jóhannesson, þá- verandi forsætisráöherra fram tillögu að frumvarpi, sem fól i sér allverulega skerðingu verð- bóta á laun, en gekk þó mun skemmra i skerðingarátt en frumvarp Alþýðuflokksins. Alþýðubandalagiðkrafðist þá breytinga á frumvarpi Ólafs Jó- hannessonar i þvi skyni að verndk hagsmuni almenns launafólks og láglaunafólksins alveg sérstaklega. Alþýðuflokk- urinn krafðist lika breytinga á tillögu ólafs, en kröfur Alþýðu- flokksins gengu allar í þá átt að koma fram meiri kjaraskerð- ingu enfrumvarpsdrög ólafs Jó- hannessonar gerðu ráð fyrir. Þessu fékk Alþýðuflokkurinn þó ekki ráöiö, og einmitt þess vegna sprengdi hann þáverandi rikisstjón fáum mánuðum siðar. Sú „viöreisnarstjórn”, sem enn er stolt Alþýöuflokksins hóf feril sinn meö þvi aö banna meö lögum allar verðbætur á laun, og þaö lögbann stóð ekki stuttan tima heldur nær hálfan áratug, uns verkalýöshreyfingin braut það á bak aftur. — Er það um- hyggja fyrir láglaunafólkinu að svipta það öllum veröbótum á launin? Og það var i lok þessa ,,við- reisnartimabils”, sem kaup- máttur lágmarkstekna ellilif- eyrisþega og öryrkja var langt innan við helming þess sem hann er nú. Þá haföi Alþýöu- flokkurinn átt ráðherra trygg- ingamálanna I um 15 ár sam- fellt. — Svona var nú umhyggj- an fyrir þeim verst settu. Þegar rætt var um stjórnár- myndun um áramótin 1979 og 1980 lögðu allir flokkarnir,fram sinar tillögur i efnahags- og kjaramálum. Þjóðhagsstofnun reiknaði þá út, hvað hver tillaga fælifsérm.a. varðandi væntan- lega þróun kaupmáttar á árinu 1980. Tillaga Alþýðuflokks ins reyndistfela i sér aö kaupmátt- ur kauptaxta helstu launastétt- anna átti i árslok 1980 aö verða 8,4% lægri en hann var i árslok 1979. Tillaga ' Alþýðubanda- lagsins fól i sér að þessi sami kaupmáttur skyldi aöeins lækka um 2%, þrátt fyrir stóráfall, sem þá var orðið i viöskipta- kjörum okkar út á við. Sam- kvæmt niðurstöðum Kjararann- sóknarnefndar varðsvo reyndin sú, að kaupmáttur launa helstu Kjartan launastéttanna lækkaöi frá des- ember 1979 til desember 1980 um 2,26% að jafnaöi. Tillögur Alþýðuflokksins I árslok 1979 fólu að dómi Þjóð- hagsstofnunar i sér að ráðstöf- unartekjur heimilanna (tekjur eftir skatt) myndu lækka um 7,6% að jafnaði á árinu 1980 frá þvi sem verið haföi 1979. Tillög- ur Alþýðubandalagsins fólu i sér 0,5% lækkun ráöstöfunartekna að dómi sömu stofnunar. Nú liggur fyrir að Þjóðhagsstofnun telur, að ráöstöfunartekjurnar hafi i reynd lækkað um 1,2% á árinu 1980. Þannig er ljdst, svo ekki verö- ur um deilt, að ef farið heföi verið eftir tillögum Alþýöu- flokksins í árslok 1978, eöa f árs- lok 1979, þá væru kjör almenns launafólks, og alvcg þó sérstak- lega láglaunafólksins mun lak- ari nú en þau eru í reynd. Kjaraskeröingin frá upphafi til loka síðasta árs varðrúm 2%, ef miðað er við kauptaxta, en liðlega 1%, ef miðað er við ráö- stöfunartekjur og er þá byggt á upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun og Kjara rannsóknar- nefnd, sem hver maöur getur kynnt sér. Olafsson skrifar Ef farið hefði verið að tillög- um Alþýðuflokksins mátti hins vegar vænta þess samkvæmt útrcikningum Þjóðhagsstofnun- ar, að kjaraskerðingin á siðasta ári heföi orðið fjórum til sex sinnum meiri en hún varö i reynd. Svo þykjast þeir allt i einu bera hag láglaunafólksins fyrir brjósti, þeir kumpánar Kjartan Jóhannsson ogSighvatur Björg- vinsson með hræsnina eina að vopni. Þeir ættu að láta sér nægja að glima við Vilmund sinn, — þeim hefur ekki farist það svo hönduglega hingað til. Það skal sagthér skýrum orð- um, að sá stóri munur-sem er á rikisstjórn ölafs Jóhannessonar með þátttöku Alþýðuflokksins annars vegar, og þeirri rikis- stjórn sem nú situr hins vegar, er ekki sist fólginn i þvi aö nú- verandi samstarfsaðilar Al- þýðubandalagsins hafa siðan stjórnin var mynduö ekki kom- ist meö tærnar þangað sem Kjartan og Sighvatur höfðu hæl- ana i kröfugerð um skerðingu á kjörum venjulegs launafólks. Þess vegna er núverandi rik- isstjóm lifvænlegri en sú fyrri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.