Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 6
• 6r SÍÐA' ^-'.ÞJölXVItJiINN iHélgm 24-—2Í>. oktábér 1981 Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vifhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúia 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnargrein Úrrœðalaus stjórnarandstaða ® Efnislega var enginn munur á málflutningi for- ystumanna flokksbrots Geirs Hallgrímssonar og Alþýðuf lokksins í útvarpsumræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrrakvöld. Þeir höfðu engar til- lögur f ram að færa, engar ábendingar um það hvernig ætti aðtryggja kaupmátt launanna, engar tillögur um það hvernig ætti að ná verðbólgunni niður. Ovenjulega ósvífnar árásir á ríkisstjórn og Alþýðubandalagið voru þeirra eina haldreipi. Hvað hefðu líka stoðað ráð frá stjórnarandstöðuflokkunum sem ekki einu sinni geta haft stjórn á eigin innanhúsvandræðum? Til þeirra er ekki að leita um úrræði andspænis erfiðum verkefnum eða stjórn landsins. Þetta vita landsmenn og þessvegna er það skoðun þeirra flestra að núver- andi ríkisstjórn sé besti kosturinn, og raunar sá eini. • Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu og Alþýðuflokkurinn eru nákvæmlega jafn úrræðalausir og eftir siðustu kosningar þegar þeir dæmdu sig út úr þátttöku í stjórnarsamstarfi, annar með sprengihót- unum og hinn með kröfunni um leiftursókn. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins benti á það í umræðunum að tilgangur stjórnarandstöðunnar með því að snúast gegn ríkisstjórninni og lítillækka verka- lýðshreyf inguna væri alltof augljós. Það væri verið að undirbúa jarðveg fyrir íhaldsstjórn. Hann skoraði á launamenn að rif ja upp fyrir sér hvernig íhaldsmið- flokkastjórnir hefðu skipulagt kjararán, atvinnuleysi og landf lótta eftir að vinstristjórnum var komið f rá á árunum 1958 og 1974. úr almanakinu Samningalota og lögin sem vantar semdu. VSl var i lófa lagið að draga samningagerð enn meira á langinn, eftir að hafa dregið hana i meira en 6 mánuði ef samstaðan hefði verið fyrir hendi. Þvi er það ef til vill klókt að hvert sérsamband semji fyr- ir sig i vissu þess að samstaðan hjá VSl er mun veikari með þeim hætti en i samflotssamn- ingum. 72ja mannanefnd ASt situr á rökstólum þessa dagana. Hún ætti hik- laust að fara fram á lagasetningu þess efnis að allir kjarasamning- ar giltu frá þeim degi að þeim er sagt upp. (Ljósm.— eik —) Sigurdor Sigurdórsson skrifar M DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson: Blaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. • Formaður Alþýðubandalagsins benti á færa leið til þess að tryggja varanlega og jafna aukningu kaup- máttar á næsta samningstímabili á grundvelli aukinn- ar framleiðslu, sparnaðar, jafnréttisjónarmiða og breyttrar tekjuskiptingar. Alþýðubandalagið myndi leggja allt kapp á að tryggja þessa stefnu og teldi að eina færa leiðin til þess nú væri samráð milli núver- andi ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingarinnar. Eng- in annar kostur væri á dagskrá eins og nú stæðu sakir. • Nú þyrf ti að sameinast um leið sem i senn treysti lífskjörin og stuðlaði að minni verðbólgu. I fyrsta lagi yrðu að eiga sér stað f ramleiðslu- og f ramleiðniaukn- ing á grundvelli íslenskrar atvinnustefnu. I öðru lagi þyrfti að gera skipulegt átak til sparnaðar, bæði í milliliðakerf inu og í opinberum búskap ríkis og sveit- arfélaga. I þriðja lagi væri nauðsynlegt að menn gerðu sér það vel Ijóst að þvi aðeins yrðu kjör lág- launafólks og miðlungstekjumanna bætt að þeir sem best væru settir gæfu eftir af sinni aðstöðu. Það þyrfti að gera ráðstafanir til þess, meðal annars í gegnum skattakerf ið, að f lytja fé frá þessum aðilum til þeirra sem minna hafa handa á milli. Ný viðhorf • Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga hefst í ölf usborgum í dag og stendur um helgina. Hún er haldin á tímamótum þegar hin f jölþætta evrópska friðarhreyf ing lætur í sér heyra með sívaxandi þrótti, og baráttan gegn atómvopnum er í mikilli framsókn. Eins og fráfarandi formaður Samtaka herstöðvaand- stæðinga segir í viðtali við Þjóðviljann þá hafa ný við- horf komið inn í herstöðvaumræðuna á Islandi í kjöl- far umsvifa friðarhreyf inganna annarsstaðar í Evrópu. ( ölf usborgum verður sérstaklega f jallað um hvernig herstöðvaandstæðingar á íslandi fella hin nýju viðhorf inn í okkar baráttu. • Þjóðviljinn sendir landsráðstefnu herstöðvaand- stæðinga baráttukveðjur og hvetur alla friðarsinna til þess að f jölmenna í ölfusborgir um helgina og taka virkan þátt í umræðum starfshópa. —ekh Þing Verkamannasambands tslands er nýafstaðið, en eftir þvi höfðu margir beðið, vitandi það aö þingið myndi leggja lin- urnar i komandi kjarasamning- um. Allir sem fylgst hafa með islenskri verkalýðsbaráttu sið- ustu áratugina vita, að allt siðan Verkamannafélagið Dagsbrún vann sinn fræga sigur yfir óvin- veittri rikisstjórn og atvinnu- rekendavaldi árið 1942 hefur Dagsbrún og siðar Verka- mannasamband Islands verið mótandi og leiðandi afl i verka- lýðsbaráttu. Aðrir hafa komið i kjölfarið og oft hirt baráttulit- ið, þaðsem verkamenn hafa náð fram oftast með hörku, og oft á tiðum getað náð fram meiru en verkafólkið hafði náð. Þvi má telja vist, að þær kröfur sem VMSI setti fram og samþykktar voru á þingi þess á dögunum, verði þær körfur sem tekist verður á um i komandi kjara- samningum. Löginsem vantar Samningalota er framundan. Þetta orð samningalota, segir all mikla sögu. I fyrra stóð þessi lota yfir i meira en hálft ár og menn spurðu hvers vegna. Svarið er i raun einfalt. I 60% verðbólgu, eins og þá var, er það hagur atvinnurekenda að draga eins lengi og frekast er unnt, að gera nýja kjarasamn- inga. Þess vegna vantar laga- setningu, þess efnis að ALLIR kjarasamningar skuli gilda frá þeim degi, er þeim er sagt upp. Ef svo væri, gætum við gengið úrfrá þvi sem visu aö atvínnu- rekendur semdu á sem skemmstum tima. Áreiðanlega er það ekki til- viljun að i atkvæðagreiðslu inn- an Fél. bókagerðarmanna um á hvaða kröfur skuli leggja mesta áherslu á i komandi kjarasamn- ingum vildu 82% þeirra sem tóku þátt i atkvæðagreiðslunni leggja höfuð áherslu á tvær kröfur, kaupkröfuna og að samningarnir gildi frá 1. nóv. deginum, sem þeim er sagt upp. Samflot eður ei Þá er þess einnig að gæta, að i fyrra var þvi haldið fram, að verkalýðshreyfingin hefði ekki stöðu til að fara i verkfall. Vissulega var sumarið 1980 erfitt i atvinnulegu tilliti, þar sem stór hluti frystihúsa lokaði og atvinna oft verið meiri. Aftur á móti var staða verkalýðs- hreyfingarinnar til átaka mun sterkari þegar leið á haustið. Nú aftur á móti, ef hvert samband semur fyrir sig, verður mun auðveldara fyrir þau að fara i verkfall, ef atvinnurekendur ætla að þvælast fyrir i samn- ingagerðinni likt og i fyrra. Ljóst má þvi vera að ýmislegt getur unnist við það hjá verka- lýðshreyfingunni að vera ekki i stórusamfloti. Alla vega er þess virði að gera tilraun. Gæti komið i veg fyrir verkföll Svo aftur sé vikið að þvi sem i upphafi var rætt um, lög um gildi kjarasamninga frá þeim degi sem samningum er sagt upp, þá hygg ég að slik lög myndu minnka hættuna á verk- föllum. Ef þessi lög væru til staðar, væri það dýrara fyrir at- vinnurekendur að þráast við að gera nýja kjarasamninga, eins og þeir hafa alltaf reynt undan- farin ár, þó aldrei hafi það gengið eins langt og i fyrra, ef þeir neyddust til að greiða launahækkun aftur fyrir heldur en fá yfir sig verkfall. Það vinnst þvi tvennt viö slika laga- setningu. 1 fyrsta lagi gætu at- vinnurekendur ekki haft þús- undir króna af verkafólki með þvi aö draga samningagerð á langinn og hættan á verkföllum myndi minnka. Þetta atriði ptti verkalýðshreyfingin þvi hik- laust aö taka upp I viðræöum viö rikisstjórnina, sem án vafa kemur inni dæmið við kjara- samningagerð nú sem eridra- nær. —S.dór Um langt árabil hefur sá hátt- ur verið hafður á i kjarasamn- ingum að nær öll verkalýðs- félögin innan ASt hafa haft samflot, sem svo er kallað við samningagerðina. Þráttfyrir að svo hafi verið, er vitað mál að þessi aðferð hefur mælst mis- jafnlega fyrir. Vissulega má bendaá rök fyrir stóru samfloti, og það hefur lika veriö gert. En það má lika ber.da á rök gegn stóru samfloti ólikra hópa við samningagerð. Sú hætta vofir alltaf yfir að einstök félög eða samböndtaki sig útúr að lokinni allsherjar samningagerð og fái meira eins og sagt er og þetta er i raun meira en hætta, þetta hef- ur gerst. Nú virðist margt benda til þess aö sérgreinasamböndin, sum hver a.m.k. innan ASl ætli sér að semja hvert fyrir sig, hvað kaup og ýmsar sérkröfur varðar. Þau munu ætla að eftir- láta samninganefnd ASÍ samn- ingana við ríkisvaldiö. Engin leið er að spá fyrir um hvort þau ná betri samningum með þess- um hætti. Þó er augljóst að eitt getur unnist við þetta, en það er að dreifa kröftum Vinnuveit- endasambandsins við samn- ingagerð. Harkan sex Með nýjum herrum koma nýir siðir. Hinir ungu haukar úr Sjálfstæöisflokknum, sem tekið hafa við völdum innan VSI hafa sl. 2 ár sýnt af sér aukna hörku i samningum við verkalýðshreyf- inguna. Fyrra árið tókst þetta all vel, en i fyrra var vitað að fylking vinnuveitenda var að riðlast, þegar VSÍ loks undirrit- aði nýja kjarasamninga og sambandið gerði þaö aðeins af ótta við að einhverjir hópar at- vinnurekenda tækju sig útúr og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.