Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 12
12 SÍ»A — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24—25. október 1981 Thor Vilhjálmsson skrifar Frá útför Lambrakis UNDIR ETNU i í formála staö Á skelfilegum árum Yezhov- shina var ég I sautján mánuöi i biörööunum viö fangelsin i Len- ingrad. Einn daginn bar einhver kennsl á mig. Þá var þaö aö kona sem stóö fyrir aftan mig meö bláar varir af kulda og haföi vitanlega aldrei heyrt nafn mitt lifnaöi af doöanum sem batt okkur öll og hvislaöi i eyra mér — (öll töluöum viö i hvislingum þarna): „Getur þú lýst þessu?” Ég sagöi: „Þaö get ég.” Þá flaut eitthvaö sem liktist brosi yfir þaö sem haföi veriö andlit hennar. l.april 1957 Leningrad. ENN Þessu fylgir sú skýring á orö- inu Yezhovshina aö Yezhov nefndist yfirmaöur leynilög- regiu Stalins á seinni hluta fjóröa áratugarins, og var sjálf- ur drepinn i hreinsununum. Þannig hefst ljóöaflokkur önnu Akhmatovu: Requiem 1935-1940. Nú var þessi gamla göfuga kona komin til Sikileyjar eftir raunir langrar ævi. Eiginmaö- ur hennar skotinn skömmu eftir byltingu, skáldið Gúmilév. Son- ur hennar fangelsaður, fyrst 1934, en sleppt brátt, öðru sinni tekinn 1937 og látinn laus á striösárunum svo hann gæti barizt fyrir land sitt. Arið 1947 var hann á ný handtekinn, og ekki frjáls fyrr en 1956 þegar glæpaverkin sem kennd voru Staiin höföu verið afhjúpuö á 20. flokksþinginu, og viröist ekki hafa orðið ljóst hvaö honum væri gefiö að sök. Sjálf var Akh- matova bannsungin af listböðli Stalins, hinum einsýna kúski sós ialrelismans Zdanoff. Og mátti um hriö ekki birta neinn skáld- skap á prenti, og haföi þá ofan af fyrir sér með þýöingum. Taormina-Etna verölaunin skiptu nokkuö sköpum fyrir hana, vegur hennar óx mjög ut- an Sovétrikjanna meö þvi, og þarmeð efldist staöa hennar heima. Ariö eftir þessi verölaun hlaut hún svo heiðursdoktorstit- il frá Oxford. Og var kjörin for- seti Rithöfundasambands Sov- étrlkjanna, naut þess óvænta gengis skamma stund, þvi hún lézt áriö 1966. 1 bréfi til Vigorelli lýsti Akh- matova gleði sinni aö koma til Italiu aö taka viö verölaunun- um, lands sem hún haföi elskaö alla ævi, siöan hún kom þangaö áriö eftir árið i Paris. 1912. Sfðasta dag skáldaþingsins voru Taormina-Etnu verölaunin afhent meö viðhöfn i Catania sem mátti vænta. Gestunum var safnaö I sal þar sem athöfnin skyldi fara fram. Þarna sátu þeir i rööum, frægir höfundar og skáldmæringar I ljóma sins ágætis. En skyndilegar var allt baöaö i ofbirtu nýrra herra, og lék þar hár hiti viö himinioft þessa salar, og spillti mjög allri viðhöfn. Það var sjónvarpiö sem tók öll völd og sagöi sér- hverjum hvernig sitja skyldi eða standa. Og Alexei Surkov skáldafjandi Sovéts ruddist fram til aö óska Akhmatovu til hamingju meö verölaunin sem honum tókst ekki aö foröa hún fengi, sá hinn sami sem varö illa ræmdur um öll lönd fyrir bar- áttu sina gegn Pasternak á sín- um tíma. En Akhmatova leit i aðra átt þegar hann tók I hönd- ina á henni, virti hann ekki viö- lits, einsog væri drottningin af Saba viö lestarstjórann úr Trans-SIberiulestinni, yfir haf- djúp sögunnar og um svimvidd- ir. Sá hinn sami Surkov stóö hjá mér I anddyri Hotel Plaza i Róm ööru sinni og sagöi mér fyrst aö kvöldiö áöur heföi hann drukkið heila flösku af vodka, og væri þó ekkert miöur sin i dag. Og svo fylgdu fyllirisþjóörembuskrýtl- ur úr sjálfsalafyndnidálkum dagblaöa: um drykkinn sem var svo sterkur að Frakkinn drakk einn sopa og lognaöist út af, Englendingurinn drakk þrjá sopa og fór eins, Gavrili Gavri- lovitsj drakk fimm sopa og sagöi: Jæja strákar, ætli viö verðum ekki aö fara á’öa. Og sá sem þýddi af rússnesku á frönsku af kostgæfni svo aö ég mætti fullnjóta þessa andrikis var pólskur forustumaöur rit- höfunda og fyrrum sendiherra þeirra i Paris; og grunar mig hann sé sá sem Nóbelsskáldið Miloscz kallar Gamma, einn fjögurra rithöfunda sem hann tekur i skuldaskilakveri sinu Hugur I fjötrum, The Captive Mind (i enskri þýöingu) til dæmis um skáld sem uröu kerf- inu aö bráö i Póllandi þegar átti aö framkvæma sósialisma. Sá sem geröi sig glaöan viö vest- ræna sendimenn aö sögn Miloscz, og þóttist tala hispurs- laust og gagnrýna mistökin; en var reyndar sá sem var kvadd- ur til aö veifa svipunni yfir starfsbræörum sinum og knýja þá til aö þjóna kerfinu undan- bragöalaust I anda Zdanovs þegar sósialrealismanum var hörkulega komiö á I Póllandi, og undanbrögö ekki lengur þoluö, kringum 1950. Hinsvegar grun- ar mig að Alpha i sömu bók sé Jaroslav Ivaskiewics, höfundur sögunnar sem Vajda byggöi á kvikmynd sina Stúlkurnar frá Wilko sem var sýnd á annarri kvikmyndahátiöinni I Reykja- vik. Og byggöi þaö hugboð á nokkrum kynnum af honum á fundum i Comes og viöar, þess- um roskna langhöföa, háum og grönnum; myndarlegum manni meö hátt enni og langa höku, sem hélt viröulegu bragöi i þjónustu viö kerfiö, sem sýgur þó merginn, hægan. II Nokkru síöar. Á sama staö: HótelSan Domenico, Taormina. Hvaö ár? Sá, sem myndi þaö. Ari síöar, kannski tveim. Þaö var eftir aö hyski Mansons nokkurs myrti Sharon Tate i húsi Polanski I Hollywood. Nú var komiö aö franska skáldinu André Frenaud aö fá Taormina-Etna verölaunin. Og eitt heitt kvöld, viö sátum þrir saman og ræddum um við- bjóö fasismans. Hinir tveir bjuggu undir ógn hans. Annar Spánverji, Hinn griskur. Báöir voru þeir kunnir bókmennta- menn I sinum löndum, og nutu þess hvor meö sinum hætti aö rithöfundasambandiö evrópska Comes gat útvegaö þeim at- hygli erlendis meö þvi aö beina aö þeim sviðsljósi innan sinna vébanda, og meö ýmsum þrýst- ingi bak viö tjöldin, og verndað þá aö marki fyrir fasistafólsku. Þess vegna var José Marfa Castelet vært heima hjá sér i Barcelona, meðan hann beitti sér ekki of opinskátt i andófi sinu. Reyndar naut hann þess líka aö aldrei haföi tekizt aö kúga Katalóniumenn fremur en Baskana til fulls. Katalóniumenn áttu sér gróna menningarhefö, bókmenntaarf sem var byggöur á sérstakri tungu þeirra. Katalónskan er náskyld próvensölskunni, þvi glæsta ljóömáli miöalda sem tengdi saman böndin við Miö- jaröarhaf frá dögum trúbador- anna fram aö Dante, og olli þvi aö meginskáld eins og Daniel Arnautt varö ekki haminn innan landamæra meö skáldskap sinn. En þaö skáld kallar Dante il miglior fabbro, hagasta smiö- inn? þeir sem þekkja T.S. Eliot og Ezra Pound vita flestir aö þessi orö haföi sá fyrri um þann siðari. Þótt fasistar reyndu aö banna katalónskuna og kyrkja menn- inguna tókst þaö aldrei, og gekk alltaf sizt aö sveigja þarlenda til auösveipni. Sjálfur kynntist ég i Barcelona leynistarfsemi á þvi sviöi er ég dvaldi þar um sinn um 1950. Staöur var dulbúinn sem djass- og dansklúbbur und- ir nafninu el Hot. Þar riktu Louis Armstrong og Ella Fitz- gerald I reykjarkófi og áfengum lyktum eins og væri til aö und- urbúa völvu véfréttarinnar til aö visa veginn: Lady be good to me. Þar tíökaöist aö svala þorsta sinum I drykk sem hét því meinlausa nafni mix-i- mix, það er katalónska og þýðir hedmingur af hvoru, gin og ver- móö. En ofar hinum höfgu djasstöfrum og dansgiaumi el Hot þar sem hiö friþenkjandi æskufólk var aö reyna aö láta eins og ekki rikti fasismi,og I- mynda sér aö þaö væri i Paris eins og aörir existensialistar samtimans, þar voru launhelg- ar. Þangaö fengu ekki nema út- valdir aö fara eftir dularfullri leiö, þó ekki væri meö kukli og teprulegu særingatildri eins og væri frimúraravigsla, heldur varö gesturinn aö vinna til trausts, og vissi reyndar ekki á hverju væri von fyrr en komið var I sal hinna innvigöu. Þar sat fólk meö forkláruöum svip og andaöi rétt og teygaði aö sér þaö sem bauöst, nokkuð innfjálgt, þvi hér var veriö aö flytja ljóö á hinni bönnuöu katalónsku tungu, og aörir forboönir ávext- ir buöust svo sem tónlist eftir Arnoid Schönberg, Alban Berg og Anton Webern, þessa A-menn tólftónaskáldskaparins sem i augum fasista jafngilti vitis- sprengjum, — amen. III Viö vorum þrir eftir i salnum. Hinir rithöfundarnir voru farn- ir. Myrkriö þétt i sér yfir páim- um og kaktusum og fikjum þeirra með isætu mauki en þéttsettar hárgrönnum göddum sem stingast i fingur þina þegar þú tekur á þeim þó þú hafi vasa- klút á milli; trjásöngvurnar heyröust hvarvetna, og leöur- blökur sveimuðu um staur meö hátíönihljóöum sins leynifélags; lostaboö bárust i tónaseið frá næturklúbbnum skammt frá, þar var la Frenetica með gullin- bronsaöa hliföarskildi yfir vört- unum á stóru brjóstunum sinum sem hún sletti eins og hún ætlaöi að rota hrúta með þeim, og hringkeyröi magann i dansi, I vixlandi litgeislabaöi. Og nóttin i aðsigi þrungin ósögðum hlut- um úr seiðpotti ólikra menn- ingarskeiða. Við vorum staddir á Stóra-Grikklandi, þeim hluta Sikileyjar þar sem grisk menn- ing náð hæst utan Grikklands svo sem enn sér stað i rústum viöa, á austurhluta eyjarinnar. José Maria var friöur maöur, og nipur bókmenntamaöur og háskólapröfessor, og átti Isa- bellu sem i þessum hópi nefndist Isabellissima. Grikkinn var öllu stórskornari, brúnamikill og sambrýndur meö þykk horn- spangargleraugu yfir sigurvæn- legu nefi. Ef viö losnum ekki viö þá strax þá lizt mér ekkert á aö viö losnum viö þá i bráö, sagöi Vas- illikos þungur: þá sitja þeir lengi. Lengi, óttast ég. Grikkir hafa lengi veriö tragisk þjóð. Og stritt svart hár hans stuttklippt slútti fram og kastaði stuttum skuggum á lágt breitt enni hans likt og kyrrstæöir stýföir væng- ir. Glampi úr gleraugum hans kastaðist á geislann úr vinglas- inu sem færöist stuttan spöl á boröinu eins og væri orðið democratia, meðan hann blés sigarettureyk yfir það. Já, sagöi José Maria: viö höf- um haft þá yfir okkur i þrjátiu ár og höfum enga von. Viö erum svo sundraöir. Vitum ekki hver af öörum. Frá borg til borgar, hvað þá i sveitum, jafnvel milli hverfa. Viö i Barcelona, ekki ' vitum við hverjir eru i andófinu i Sevilia, eöa Madrid, eöa San Sebastian. Nema um einn og einn. Allsstaöar eru njósnarar lögreglunnar. Þú veizt ekki nema maöurinn viö næsta borö sé spæjari, eöa i stofunni þar- sem þú ert gestkomandi, þar sé maöurinn kynntur sem heimil- isvinur njósnari sem er búinn að falsa sig inn á húsráöendur, og reynir aö ginna mann meö þvi aö þykjast hata stjórnvöld. Æ við erum þreyttir og vonlaus- ir. Þó við eigum á katalónsk- unni skáld eins og Espriu sem þeir þora ekki aö hrófla viö þó hann taki upp i sig. Nú bjó Vasillikos i Róm á landflótta. Asamt griskri konu sinni sem var fædd i Bandarikj- unum: Ef þeim veröur ekki steypt á næstunni geta þeir iika rikt yfir Grikklandi I þrjátiu ár, sagöi hann. Fasistar höföu sérstaka ástæöu til aö vilja Vasillis feig- an. Það var nefnilega hann sem skrifaöi frægu skáldsöguna Z. Eftir henni var gerö hin viö- kunna kvikmynd samnefnd sem fór um allan heim, og kom meira aö segja hingaö. Eftir Costas — Gavras; þar sem Yves Montand iék sósialistaþing- manninn Lambrakis sem var myrtur á götu að múg ásjáandi, á göngu úr fundarsal yfir götu á hótel sitt andspænis, fyrir opn- um tjöldum og f jölmennt liö lög- reglu haföist ekki að. Og sann- aöist aö væru leigumoröingjar aö verki á vélknúnu farartæki, eins og þegar Panagoulis var myrtur. Fasistar viröast hafa sérstakt yndi af aö drepa menn á bilum. Þessu er lýst i bókinni, og eftirmálum, og afhjúpuö undirmálin, samsæri til aö þagga niöur I manninum sem talaöi of opinskátt viö helzt til góöa áheyrn um þá hluti sem komu voldugum vinum vold- ugra manna illa, svo þeir neyttu góðra sambanda sinna viö und- irheimaöflin til aö fyrirkoma andstæöingi sinum. Þetta sam- særi var rakið úr skuggabólum undirheima uppi glysbirtu há- tignar. I-ambrakis var myrtur 22. mal 1963. Aður en hershöföingj- ar komust til valda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.