Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 7
Helgin 24—25. október 1981 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 7 Ekkert á prent nema það fái staðist tímans tönn til lengdar Það kom nokkuð á óvart að Elias Canetti skyldi hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels. Þessi ágæti gyð- ingur, fæddur í Búlgaríu og skrifandi á þýsku, er hinn merkasti höfundur — það ber flestum saman um sem til þekkja. En þeir eru ekki ýkja margir. Og þar með er komið að því sem einkennt hefur allmargar úthlutanir Nóbelsverð- launa í bókmenntum að undanförnu: það er ekki verið að verðlauna þá frægustu, heldur vekja at- hygli á merkum höfundum sem hafa af ýmsum ástæð- um farið á mis við heims- f rægð. Elias Canetti Elias Canetti og Nóbelsverölaunin Þessi afstaöa kom eKki alls fyr- ir löngu fram í ummælum Arturs Lundkvists, sem á sæti i Sænsku akademiunni, um Gra- ham Greene. Hann sagöi þaö heföi kannski veriö skynsamlegt aö veita honum Nóvelsverölaun fyrir svosem 40 árum. ,,En nú er hann oröinn alltof frægur”, sagöi Artur Lundkvist. Bókfróður sakleysingi Elias Canetti er fæddur i Búlgariu meöal Gyöinga, sem áttu sér forfeöur á Spáni og tala ladino, gyöinglegt afbrigði af spænsku. Reyndar var hann barn aö aldri jafnvigur á fimm tungu- mál. En menntun sina hlaut hann I þýskumælandi menntaborgum, ekki sist Vinarborg, og verk hans einkennir sterk efahyggja og ein- staklingshyggja margra mennta- manna millistríðsáranna. I allfrægri skáldsögu sinni, „Blindni” segir Canetti frá grát- broslegri upplausn persónuleika Peter Kiens, Kinafræöings, sem lifir innilokaöur meö 25 þúsund bókum og hefur varla samskipti viö nokkurn mann annan en ráös- konu sina. Hann veit allt um bæk- ur en fátt um sjálfan sig og mis- skilur alla aöra. Hann heldur að ráðskonan sé bókelsk og ósér- plægin eins og hann og giftist henni, en hún reyndist hræsnisfull og gráöug smáborgarakerling, einskonar fasisk norn, fædd fyrir timann. Allir i bókinni misskilja hinn litt jaröbundna einstakling, Peter Kien, þvi þeir halda aö hann sé gráöugur og valdasjúkur einsog þeir. Og Peter misskilur alla hina, þvi hann heldur aö þeir séu ósérplægnir hugsjónamenn eins og hann sjálfur er. Enginn skilur annan. Heimurinn er ógagnsær eins og hjá Kafka. Aö lokum brenna bækurnar allar — og þar eð bókin er skrifuð þrem árum áður en Hitler kom til valda, hefur Canetti fengiö nokk- uð orö fyrir aö vera spámannlega vaxinn; einmitt þá hófust miklar bókabrennur. Övinur dauðans Elias Canetti hefur ekki skrifað mjög mikið; sagt er aö hann hafi einhverju sinni svariö aö skrifa aldrei neitt nema hann væri viss um aö þaö fengi lengi staöist. En hann hefur komiö viö i flestum bókmenntagreinum. „Fjöldi og vald” heitir frægt rit eftir hann frá 1960 — tilraun til persónulegr- ar kenningarsmiöar um menn- ingu og þjóöfélag. Hann gerir þar grein fyrir þvi viöhorfi sinu aö háski dauöans sé hin djúpasta or- sök allrar valdbeitingar — og frumkrafturinn á bak viö alla mannlega athöfn sé ekki leitin að nautn, heldur viöleitnin til aö lifa af. Höfuöóvinurinn er dauðinn. Hatriö á dauöanum hefur reyndar veriö rauöur þráöur i lifi hans allt frá þvi hann sá föbur sinn deyja, þá aðeins átta ára. Endurminningar Frá þeim tiöindum segir i æskuminningum Canettis, sem mjög eru rómaöar, „Tungan sem bjargaöist” fjallar ekki sist um móöur hans, kröfuharða og elsk- andi, sem sá til þess aö hann fengi hina bestu menntun og væri sér þess meðvitandi að hann ætti sér köllun til stórra verka. Auk þess gefur hann litrikar lýsingar af þeirri furðulegu þjóða- og menn- ingablöndu sem hann óx upp viö. Annað bindi endurminninganna segir frá nornaseið hins andlega lifs I Vínarborg þriöja áratugsins, bókin heitir „Kyndill I eyra”. Þar segir frá merkum samtiöar- mönnum Canettis — Karli Kraus, Bert Brecht, Isak Babel og fleir- um. Þetta er lýsing á heilu tima- skeiði en um leiö rannsókn á þvi, hvernig manneskja verður til sem hugsandi og meðvituö vera. ABtók saman. S Tómstundavörur SS íyrir heimili og sMla NÁMSKEIÐ Innritun stendur yfir ★ Myndvefnaður ★ Tauþrykk ★ Tágar ★ Glermálun ★ Jólaföndur Tekið er við innritun gegnum síma HANDÍD Laugavegi 26 og Grettisgötu sími 29595 Teiknistokimar Laugavegi 42 hönnunhf Útboð Byggingasamvinnufélagið Vinnan óskar eftir tilboðum i að reisa og fullgera að ut- an 10 einbýlishús, 7 parhús og 24 bilskúra við Kleifarsel, Rvk. Húsin eru að verulegu leyti úr timbri en að hluta úr steinsteypu. Nú þegar hefur verið gengið frá vélslipuðum grunnplötum og fyllt að húsunum. útboðsgögn verða afhent á Teiknistofun- um Laugavegi 42 gegn kr. 2000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð föstudag- inn 13. nóvember kl. 11. Verkinu skal að fullu lokið 1. júli 1983. m Auglýsing frá Strætisvögnum Reykjavíkur Óskum að ráða aðstoðarbirgðavörð i birgðarstöð vora að Borgartúni 35. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu SVR að Borgartúni 35. Leikfangaverslunin Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík sími: 2 60 10 Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík sími: 2 60 10 Leikfangaverslunin Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík sími: 2 60 10 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.