Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 17
Helgin 24—25. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
raflosti og byrjaði að skjálfa.
Andspænis mér var stór gluggi
með tjöldin dregin fyrir til hálfs,
og ég sá fólk hreyfa sig þar inni,
en enginn virtist hirða um mig.
Ég sat þarna eins og fangi í klefa
og beið eftir rauða ljósinu sem
táknaði að ég ætti að byrja að
lesa. Helgi Hjörvar talaði þindar-
laust og mér var varla ljóst að
það var bréfið mitt sem hann var
að lesa. Loks þagnaði hann, og
það kviknaði á rauðu perunni. Ég
heyrði að ég hóf lesturinn. Rödd
min barst ekki frá hátalaranum á
veggnum heldur frá ókunnum
manni við hlið mér, og hvert orð
var vafið í bómull. Ég þóttist
heyra sjálfan mig æfa mig á
sögunni heima i herberginu minu,
en allt var óraunverulegt eins og i
draumi.
Þegar ég gerði mér ljóst að
upplestrinum var lokið efaðist ég
um að nokkur hefði heyrt til min.
Ég reikaði út tir klefanum og hitti
Helga Hjörvar frammi i gangin-
um. Hann þrýsti hönd mina.
— Þetta gekk ágætlega, sagði
hann.
— Heyrði nokkur til min?
Þá hló hann.
— Ég varð gripinn sömu
tilfinningu þegar ég las upp i tit-
varp i fyrsta sinn. En ég get full-
vissað þig um að þti last mjög
greinilega.
Þvi til sönnunar hringdi si'minn
þegar ég var að fara i frakkann.
Það var ritstjóri Útvarpstiðinda
sem hringdi og óskaði eftir viðtali
við mig. Gæti ég litið við hjá hon-
um á heimleiðinni? Hannbjóþar i
grenndinni. Ég lofaðiað gera það
Það vareins og frami minn sem
Helgi Hjörvarr: ,,Ég fór þangað
með öndina i hálsinum og hitti
fyrir nýjan Napóleon.
Kristján Friðriksson: ,,Ég heyrði
að hann hafði haft litla ánægju af
smásögunni”.
rithöfundur ætti sér engin tak-
mörk.
Ritstjóri útvarpstiðinda var
Kristján Friðriksson sem siðar
varð eigandi að fataverslun og
hlaut viðurnefnið Kristján i Úl-
timu. Hann var 'miðlungi hár en
þrekvaxinn og hárið þykkt
og liðað.Hann tók á móti mér i
dyrunum og fór strax að hrósa
mér fyrir upplesturinn, en ég
heyrði aö hann hafði haft litla
ánægu af smásögunni.
— Hinsvegar var bréfið til út-
varpsráðs prýðilegt, sagði hann
og bað mig að setjast þannig að
ég snéri vanga að honum meðan á
viðtalinu stæði.
— Ég ætla nefnilega að teikna
þg, bætti hann við.
Viðtalið var vist ekki sérlega
velheppnað, þvi hið eina sem lifði
af prentsvertuna var misvisandi:
unglingur frá Grindavik var ég
kallaður,og teikningin semfylgdi
og átti að vera ég sýndist mér
jafn fráleit: ktipt enni, kartöflu-
nef og strútmunnur. Svona
heimskulegur og barnslegtir i' út-
liti gat ég ekki verið?
— Jú, sagði bróðir minn þegar
hann sá teikninguna. — Htin er
mjög lik þér.
Eina huggunin var sú að bréfið
til titvarpsráðs var birt næstum
óskert. Þar kom fram hver ég i
rauninni var : mikill rithöfundur.
Og í greinarlok svolitil viðbót:
Hannes Sigfússon fer til Noregs
14. desember tilað læra refarækt.
Það var aftur á móti dálitið
niðrandi. Miklir rithöfundar fara
ekki til Noregs til að læra refa-
rækt. Þeir fara þangað til að
skrifa merkilegar bækur.
Þessar vinsælu bókahillur
komnar aftur
Sýnum þær meðal annars á:
Húsgagnasýningu
/ dag /augardag frá k/. 9-12 og á morgun
sunnudag frá k/. 14-17
Trésmiðjan Víðir
Síðumúla 23 (Dúnahúsinu) simi 39700
TELSMN
WtiUWLÍ S "2.0*60
OFlÞ l'é AUA ÞAfrA
IAU&ARI*(sA FRAKLIOiZ.
Glitbrá
LAUGAVEGUR 70-510660
Skólafötin, kuldafötin
og jólafötin fáið
þið hjá okkur
— Póstsendum