Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 26
. 26 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24—25. október 1981 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 28. október n.k. að Kveldúlfsgötu 25, og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: 1) Vetrarstarfið 2) Stefnumótun RöðuJs 3) Kosning fulltrúa á flokksráðsfund. Stjórnin Alþýðubandalagið i Neskaupstað FÉLAGSFUNDUR i Egilsbúð (fundarsal) sunnudaginn 25. október kl. 15.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksráðsfund. 2. Hringborðsumræður með Hjörleifi Gutt- ormssyni. Stjórnin. Hjörleifur Guttormsson. Námskeið i blaðamennsku á Selfossi Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni hefur ákveöið að gangast fyr- ir námskeiði i blaðajnennsku i nóvember. Ætlunin er að námskeiðið verði i tvo daga, yfir helgi. Leiðbeinendur verða: Jón Ásgeir Sigurðsson, blaðamaður, og Þröstur Haraldsson, útlitsteiknari. Þátttakendur láti skrá sig hjá formanni Selfossfélagsins, Armanni Ægi Magnússyni, Háengi 6, i sima 99-2142 á kvöldin. Nánari upplýsingar um námskeiðið verða auglýstar i Þjóðviljanum bráðlega. Fundur Alþýðubandalagsins i Garðabæ laugardaginn 24. október kl. 13.30 að Heiðarlundi 19. — Dagskrá: Bæj- armálin. Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni F ramhaldsaðalfundur Alþýöubandalagið á Selfossi og nágrenni heldur framhaldsaðalfund sunnudaginn 1. nóvember kl. 15 að Kirkjuvegi 7. Dagskrá: Forvalsreglur. önpur mál. Stjórnin Frá Alþýðubandalaginu i Kópavogi. Aöalfundur Alþýöubandalagsins i Kópavogi verður haldinn i Þinghól laugardaginn 24. októ- ber kl. 13.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Meirihlutasamstarfið og staða Alþýðubanda- lagsins i Kópavogi. Framsögumaður Arni Stefánsson. Kaffihlé. 3. Umræður. 4. önnur mál. Arni Stefánsson Stjórnin Alþýðubandalagið á Akureyri Almennur fólagsfundur verður haldinn þriðjud. 27. okt. kl. 20.00 Fundarefni meðal annars: Kosningar til flokksráðsfundar og kjördæmisþings. Alþýðubandalagið i Vesturlandskjördæmi Ráðstefna um sveitarstjórnarmál verður haldin i Hótei Borgarnesi, efri sal, laugardaginn 31. október kl. 14.00 Dagskrá: 1. Stuttar framsöguræður flytja Skúli Alexandersson, Ingi Hans Jóns- son og Jóhann Ársælsson. 2. Starfað i umræðuhópum. 3. Almennar umræður. Aðalfundur Kjördæmisráðsinsverður haldin á sama stað sunnudaginn 1. nóvember kl. 14.00 Dagskrá: 1. Skýrsla stórnar. 2. Reikningar kjördæmsiráðsins. 3. Forvalsreglur og lagabreytingar. 4. Astand og horfur i þjóðmálum. 5. önnur mál. 6. Kjör stjórnar og fundarslit. Stjórn kjördæmisráðsins. Blaðberabíó! Hljómbær, bráðskemmtileg gamanmynd, sýnd i Regnboganum kl. 1 e.h. i dag. Góða skemmtun! A Bílbeltin hafa bjargað UUMFEROAR RÁÐ J Frá holda- nautum í Hrísey 1 júli 1977 fæddist fyrsti blendingskálfurinn i einangr- unarstöðinni I Hrisey. Tveim árum siðar var farið að flytja sæði frá stöðinni til lands og voru kýr sæddar með þvi viðsvegar um landið. A þessum árum hefur sæöi verið tekiö úr 9 nautum, 25. þús. skammtar, og af þeim hafa um 10 þús. verið notaðir. Gera má ráö fyrir að um 3 þús. kálfar hafi fæðst á landinu i fyrra undan nautum i Hrísey og að i ár muni fæðast álika margir holdakálfar . 1 stöðinni eru 18 kýr, sem hafa borið. Þar af eru 5 kvigur, sem fæddar eru 1980, ein þeirra af öðrum ættlið. Samstilling gang- mála kúa hefur verið tekin upp I stöðinni til þess að hafa stjórn á buröartimanum. Yngsta nautiö, sem nú er notað, heitir Smári. Hann er af öðrum ættliö, sem fæöst hefur i Hrisey. Smári er að 1/8 hluta Skoti frá Gunnarsholti, aö 1/8 hluta íslend- ingur og aö 3/4 kominn af inn- fluttu sæði úr nautum frá Skot- landi. — mhg. Fræðslufundur í Fossvogsstöðinni Haustverk í garðinum Skógræktarfélag Reykjavikur heldur fræðslufund i dag, laug- ardag, kl. 2 i Fossvogsstöðinni. Þar verður m.a. fjallað um haustverk og vetrarumbúnað i trjágarðinum. Sýndar verða skjólgrindur og uppbinding trjáa, frágangur runna o.fl. Þá verður lika sagt frá söfnun berja og meðferð trjáfræs og berja, sýnd geymsla og sáning þess. Skógræktarstöðin verður til sýnis. Leiðbeinendur um trjá- rækt og skógrækt verða til við- tals og svara spurningum. Á fundinn eru allir boðnir og velkomnir. AB í Norðurlandi eystra Kjördæm- isþing Þing kjördæmisraðs Alþýðu- bandalagsins i Norðurlandi eystra verður haldið á Akureyri laugardaginn 31. október og sunnudaginn 1. nóvcmber og hefst kl. 14.00. Helstu dagskrármál þingsins verða atvinnumál kjördæmisins, sveitarstjórnarkosningarnar og stefna Alþyðubandalagsins i iðn- aðar og orkumálum. Formaður Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson og iðnaðarráð- herra Hjörleifur Guttormsson sitja fundinn. Fundurinn verður nánar aug- lýstur f þriðjudagsblaði Þjóðvilj- ans. — Stjórnin. Smásögur eftir Þórarin Eldjárn Út er komin btíkin Ofsögum sagt, tíu smásögur eftir Þtírarin Ekljárn. Þetta cr fyrsta btík Þtír- arins i'tíbundnu máli, en áður eru komnarfrá hans hendi þrjár bæk- ur með kveðskap, Kvæði, Disney- rimur og Erindi. Þá hefur Þórar- inn kveöið söngtexta og er annar tveggja höfunda reviunnar Skornir skammtar sem nú er sýnd á vegum Leikfélags Reykja- vikur. Af btíkum Þtírarins hafa tvær komið út oftar en einu sinni, Kvæði fjórum sinnum og Disney- rimur tvisvar. Sögurnar tiu, i Ofsögum sagt eru þessar: Bestfrend, Úr endur- minningum róttekjumanns I, Ég var eyland, Hlátur óskast, Sið- asta rannsóknaræfingin, For- varsla, Lagerinn og allt, Lifheim- ur borðtuskunnar, Tilbury, Töskumálin, Mál er að mæla. Ofsögum sagter 125 blaösiður. Oddi prentaöi, Auglýsingastofa IÐUNN Kristinar hannaði kápu, umsjón með bókbandi hafði Hilmar Ein- arsson. Að þýða Njálu á sænsku Ingegerd Fries, fil. mag., frá háskólanum I Umeá i Sviþjóð flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla islands, þriðjudaginn 27. október 1981 kl. 17.15 I stofu 423 i Árna- garði. Fy rirlesturinn nefnist: „Hvernig á að þýða Njálu á sænsku?” og verður fluttur á is- lensku. öllum heimill aðgangur. Fyrsti íslenski k venf r j ótæknirinn Dagana 2.—27. nóv. n.k verður haldið I Reykjavlk námskei fyrir verðandi frjótækna I sæðingu kúa. Verður þetta 6. námskeiðið, sem efnt hefur verið til á þessu sviöi, siðan djúpfrysting á sæði var tek- in upp hér á landi. Þegar hafa 11 manns sótt um þátttöku I námskeiðinu, þar af ein stúlka. Er þaö i fyrsta sinn hér á landi, sem stúlka sækir irámskeiö fyrir frjótækna. Konur hafa aö visu starfað sem frjótæknar hérlendis, en ekki islenskar. Kon- urnar sækja sifellt i sig veðrið. — mhg. Öllum opin þátttaka í samkeppni Götugögn á stræti og torg Umhverfismálaráð Reykja- víkur hefur boöið að efna til sam- keppni um uppdrætti af götu- gögnum til nota á strætum og torgum Reykjavikur. Fyrst og fremst er óskað eftir tillögum að bekkjum, blóma- kerjum, ruslafötum og götuljós- kerum. Heildarverðlaunaupphæð er kr. 60.000.00, þar af fyrstu verðlaun eigi lægri en 20.000.00 krónur. Heimild til þátttöku hafa allir islenskir rikisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Islandi, og skal skila tillögum i siðasta lagi 15. janúar 1982. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmda- stjóri, Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstig 1, Reykjavik, sem annast afhendingu keppnisgagna, móttöku fyrirspurna og tillagna. Dómnefnd skipa Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, formaður, Hafliði Jónsson, Garðyrkjustjóri Reykjavikur, ritari, Gisli Krist- jánsson, tæknifulltrúi, Málfriður Kristjánsdóttir, arkitekt og Þor- valdur S. Þorvaldsson arkitekt. Ráðgjafi dómnefndar við úrlausn tillagna er Gunnar Magnússon, húsgagna- og innanhússarkitekt. Bannsvæði Sjávarútvegsráðuneytið heíur, eins og undanfarin haust, gefið út reglugerð um sérstakt linu- og netasvæði út af Faxaflóa. Sam- kvæmt reglugerð þessari eru allar botn- og flotvörpuveiðar bannaðar timabilið 1. nóvember 1981 til 15. mai 1982 á svæði út af Faxaflóa, sem að sunnan mark- ast af linu, sem dregin er réttvis- andi vestur af Sandgerðisvita, að vestan markast svæðið af 23 gráðum 42’0 V og að norðan af 64 gráður 20’0 N. Reglugerð þessi er sett vegna beiðni frá Útvegsmannafélagi Suðurnesja og að fenginni um- sögn Fiskifélags Islands, en á undanförnum árum hefur veruleg aukning orðið i linuveiðum á þessu svæði yfir haust- og vetrar- mánuðina. Þeir vísu sögðu... „Það er auðvelt aö hugsa sér aöhægtséað sannfæra fáfróðan mann, en í daglegu lífi gera menn hvort tveggja að hafa á móti þvi aö þeir séu sannfæröir og að leggja fæö á þá menn sem sannfæra þá” Epictet „Það er jafn óhugsandiað lifa hér í heimi algjörlega hleypi- dómalaust eins og aö vera i hel- vfti án þess að svitna” H.L.Menchen „Það er glæpsamlegt aö sækjast eftir' lýðhylli. Hins vegar er dásamlegt að njóta vinsælda ef menn hafa ekkert gert til þess aö afla sér þeirra” Halifax lávarður ,,Sá sem þráir aö eignast eitt- hvað sér það aðeins frá einu sjönarmiði. Þegar hann hefur eignast það, mun hann sjá þaö frá fleiri sjónarmiðum” Lowell

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.