Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 24—25. október 1981
Sjötugur:
Einar Kristjánsson
frá Hermundarfelli
Ekki finnst mér þat> meir en svo
trúlegt sem mér er tjáö, aö góö-
vinur okkar hjóna, félagi og sam-
herji um langa tiö, Einar
Kristjánsson rithöfundur, sé sjö-
tugur um þessar mundir.
1 tilefni af sjötiu ára afmæli
Einars nú 26. okt. vil ég færa hon-
um, konu hans Guörúnu
Kristjánsdóttur og fjölskyldu allri
bestu heillaóskir og þakka ágæt
kynni.
Þess minnist ég, er ég kom
fyrst á heimili þeirra Einars og
Guörúnar i Barnaskóla Akureyr-
ar, hve þar var hátt til lofts og vitt
til veggja. Mér fannst þar blasa
viö sjónum minum eitt þaö falleg-
asta og menningarlegasta
heimili, er ég haföi augum litiö og
gestrisni var eftir þvi. Þarna kom
ég oft og átti góöar stundir, fre'tti
reyndar löngu siöar, aö þetta var
heldur þröng ibúö, ekkert sér-
staklega þægileg, og þar var
löngum setinn bekkurinn,
heimiliö stórt og gestkomur tiöar.
Nú um nokkurt árabil hefur
heimili þeirra staöiö i Þingvalla-
stræti, og ævinlega fylgir þeim
sami þokkafulli blærinn hvar sem
þau fara.
Einar Kristjánsson er löngu
þjóökunnur fyrir ritstörf sín,eink-
um á sviöi smásagnageröar.
Blaöagreinar hans og ritgeröir
fjalla um hin fjölþættustu mál-
efni. Þá hefur Einar Kristjánsson
um langa hrfö veriö mikilvirkur
útvarpsmaöur, flutt bæöi frum-
samin erindi, frásöguþætti og
samantekiö efni af ýmsu tagi,
ævinlega markvisst valiö, fræö-
andi og til þess falliö aö vekja og
örva áhuga á mennt bókarinnar.
Mig rekur minni til þess, að ein-
hverntfmann sagöi Einar á þá
leiö f blaöaviötali, gott ef þaö var
ekki f tilefni afmælis, aö hann ætti
þaö upp á bóklesturinn, aö hann
þegar á unga aldri tileinkaöi sér
og aöhylltist hugsjónir sósialism-
ans. Frá þeirri lffsskoöun sinni
hefur hann aldrei hvikaö og hefur
ætiö skipaö sér þar í sveit sem sá
málstaöur hefur átt á brattann aö
sækja. Hann hefur veriö ötull og
sivakandi liðsmaöur í baráttu-
sveit sósfalista og veitt félögum
sinum stuöning og uppörvun ekki
sist, þegar mest hefur á reynt, en
oftlega hefur á móti blásiö eins og
allir vita.
Ætiö hefur mérfundist, aö hve-
nær sem Einar Kristjánsson
stingur niður penna ellegar tekur
til máis á mannfundum, þá tali
þar rödd mannúöar, jöfnuöar og
réttlætis. Þar stýrir feröum hlýtt
hugarþel aö ógleymdri náöargáfu
húmorsins, en á alvörunnar
grunni, þvi aö auövitaö er Einar
Kristjánsson eins og allir sannir
húmoristar mikill alvörumaður.
Má ég aö lokum vitna til oröa
meistara Þórbergs i Bréfi til Láru
og segja sisvona viö afmælis-
barniö, aö „sérstaklega kann ég
þér þakkir fyrir skemmtilega viö-
kynningu og gott hjartalag”.
Bestu kveöjur frá okkur Jóni
Hafsteini
Soffia Guörnundsdóttir
Það var eitt sinn, er ég var
staddur á Akureyri, þar sem ég
hef átt annaö heimili með fjöl-
skyldu minni á hverju sumri um
langt árabil, aö ég hugsaöi meö
mér að ég skyldi ki'kja inn d af-
greiöslu Morgunblaösins, þar
sem égþóttist vita aö Disa frænka
min og vínkona frá gamalli tiö
væriaö pakka inn Mogganum og
afhenda blaðburöarkrökkunum
gegnum lúgugatiö, þvi þá þurftu
krakkarnir enn aö sækja blööin i
afgreiðsluskúrinn, en höföu skjól
fyrirveörum fyrir framan lúguna
I litlum gangi sem fyrst var
komið inn i.Mikiö rétt, þama var
Dísa aö afgreiöa.
Ég settist upp á borö viö annan
hliöarvegginn og hlutaöi d Disu
segja mér fréttir af norðlensku
mannlifi og skáldum sem hún
hafði lengi þekkt, en þá vatt sér
inn í afgreiösluna maöur meö
langt höfuö, ekki smáfritt, én
skemmtilega sérkennilegt, og
vildi kaupa Moggann. Þegar Disa
haföi fengiö honum blaöiö, leit
hann framhjá henni á mig og
sagði: Er þetta ekki Jón Öskar?
Ég játaöi þvi, en um leiö
snaraöist hann inn um dyrnar til
hliöar viö lúgugatiö og ég jafn-
snemma ofan af boröinu: Ég heiti
Einar Kristjánsson, sagði hann.
Og hann þurfti ekki að segja
meira, þvi ég lét hann undireins
vita, aö ég þekkti hann, þó ég
heföi raunaraldrei séöhann fyrr,
en þaö vissi ég aö þarna var kom-
inn rithöfundurinn Einar
Kristjánsson frá Hermundarfelli,.
einn þeirra fdu islensku höfunda
sem kunnu aö skrifa smásögur.
Viö tókumst i hendur og þarna
vorum við orönir góöir
kunningjar á svipstundu, en ég
hugsaði meö mér aö þaö væri ein-
kennilegt aö hitta þennan höfund
fyrst i Morgunblaösskúr noröur á
Akureyri, haföi vist gert ráö fyrir
honum á einhverjum sveitabæ,
einhverju Hermundarfelli sem ég
vissi ekki hvar var, þó ég kunni
hinsvegar aö hafa vitaö aö hann
væribúsettur á Akureyri, án þess
aö taka of mikiö mark á þvi, aö
þar væri hann aö hitta. Hann
spuröi mig hvort viö gætum ekki
gengiö heim til hans og spjallaö
svolitiö I ró og næöi. Þaö leist mér
vel á, svo ég kvaddi Dísu og við
gengum upp brekkuna, hann með
sitt dýrmæta Morgunblaö undir
hendinni, ég sennilega meö eintak
af sama blaöi I tösku minni, þvi
aldrei heföi Disa látiö mig fara
Moggalausan frá sér. A leiöinni
upp á Þingvallastræti, þar sem
Einar átti heima, sagöi hann mér
aö hann væri aö fara meö konu
sinni og fleira fólki áleiöis til Ita-
liu eftir tvo eöa þrjá klukkutima.
Hann bauö mér inn I stofu, sótti
koniakspela og hellti i staup
handa okkur.
Viö spjölluöum saman ium þaö
bil klukkustund, varla lengur, þvi
mérfannst ég yröi aögefa honum
tima til aö búa sig, áöur en hann
héldi af staö til Italiu. En áöur en
viö kvöddumst innti hann mig
eftir þvi, hvort ég ætti nokkra af
bókum hans, og varö ég aö játa aö
égættienga þeirra. Einar tók það
ekki nærri sér, enda þekkja rit-
höfundarþað, ef þeir eru ekki þvi
yngri aö þeir rekast yfirleitt ekki
á bækur sinar hjá starfsbræðrum
sinum nema þeir hafi sjálfir gefið
þeim þær. Þótti Einari sýnilega
vænt um að geta bætt Ur bók-
menntaskorti á heimili mínu,
gekk frd um stund, kom siöan
aftur meö fimm bækur sem hann
baö mig þiggja aö skilnaöi, þar á
meðal eintak af fyrstu bók hans,
Septemberdögum, sem þá var
orðin fágæti, en yfirleitt voru
allar þessar bækur löngu upp-
seldar nema sú sem Bókaútgáfa
Menningarsjóðs haföi út gefiö
1965 i Reykjavik. i þeirri bók var^
þó sú frábæra saga „Kona af'
Snæfjallaströnd” og ágætar
teikningar eftir þekktan mynd-
listarmann, Kjartan Guöjónsson.
Þaö þurfti ekki aö skammast sin
fyrir aö auglýsa þá bók, en ein-
hvemveginn hefur þaö farist fyrir
eöa ekki tekist svo vel sem skyldi.
Þó ég minnist á söguna „Kona
af Snæfjallaströnd” er þaö ekki
vegna þess, aö ekki séu i bókinni
Blóm afþökkuö aörar sögur
snjailar, svo sem i hinum bókum
hans, heldur af þvi aö hún kom
mér ósjálfrátt i hug I svipinn,
þegar ég grip pennann til að
heilsa vini minum sjötugum. Er
ekki aö orölengja þaö, aö um það
bil klukkutima eftir aö ég kynnt-
ist Einari frá Hermundarfelli,
gekk égútUrhUsi hans meö allar
smásagnabækur hans áritaöar.
Þegar ég kom heim f Vanabyggð
2,B, þar sem ég var til húsa á
Akureyri ásamt konu minni og
dóttur hjd tengdaforeldrum
minum og fööursystur konu
minnar, var þaö mitt fyrsta verk
aö benda dóttur minni á bækurn-
ar og segja við hana, að þetta
kynni hún aö hafa gaman af að
lesa, þvi ég vissi aö höfundurinn
var hverjum manni spaug-
samari, og þaö kunni dóttur min
aö meta,en hún varþá eitthvaö 10
eða 11 ára gömul. HUn fór aö
glugga I bækurnar, og þegar hUn
varbyrjuö, gathún ekki hætt, svo
eftir þvi sem timinn leið þekkti
hún miklu betur söguhetjurnar en
ég, enda sannfærðist hUn um að
mestu rithöfundar á Islandi væru
Einar Kristjánsson frá
Hermundarfelli og Ólafur Jóhann
Sigurösson, en bókum hans haföi
hún áður kynnst.
Nú ætla ég ekki aö fara að
gerast bókmenntaskýrandi og þvi
siður bókmenntasérfræöingur, þó
ég minnist á það, aö Einar
Kristjánsson frá Hermundarfelli
er ekki aöeins þekktur fyrir
smásögursinari gamniog alvöru,
heldur einnig snjöll erindi og
fróölega og skemmtilega þætti
fyrir Utvarp, auk æviminninga
sem hann hefur skrifað siðustu
árin. Hann er af þeirri kynslóö,
þegar alþýöumenn meö rit-
höfundarhæfileika tóku sumir aö
tileinka sér smásöguna vegna
þess, býst ég viö, aö hægt var að
stunda þaö bókmenntaform i h já-
verkum frá daglegu striti. Hann
var ednnþeirra sem náöi tökum á
forminu. En eins og ég sagði, ætla
ég ekki aö gerast bókmenntasér-
fræðingur. Ég ætla einungis aö
halda áfram að rifja eitthvað upp
til gamans.
Þegar ég næst hitti Disu Jósefs-
dóttur f Morgunblaösskúmum og
fór aö rabba viö hana um Akur-
eyrarskáldin sem hún var vel
kunnug, haföi jafnvel veriö i
stúku meö Einari frá
Hermundarfelli, aö mig minnir,
sagöi hún mér aö sá höfundur
heföi aldrei fyrr stigiö fæti sínum
inn á afgreiöslu Morgunblaösins,
hún heföi oröiö stein hissa, þegar
hún sd Einar Kristjánsson frá
Hermundarfelli snarast inn á af-
greiösluna til aö kaupa Morgun-
blaö. Þá fór mér aö þykja atvikiö
enn skemmtilegra, komin i þaö
dálítil ki'mni i sti'l viö sögumar
hans.
A þeim tima var ég aö skrifa
minningarbækur minar. Einar
Kristjánsson var gamall
„kommúnisti” sem haföi vfst
ekki lent i neinni endurskoöunar-
villu, en ég var gamall „kommú-
nisti” sem haföi gerst endurskoð-
unarsinni og jafnvel snúið baki
við „flokknum”. Hvað sem
Einari Kristjánssyni hefir legið á
hjarta, þegar hann kynnti sig
fyrir mér á svo skemmtilegan
háttsem hann geröi, þegarég var
á miöjuskeiði endurminningabóka
minna og heldur illa liðinnmeöal
sumra fyrrverandi skoðana-
. bræöra, þá minntist hann ekki á
þaö við mig. Hinsvegar tók hann
fram harmónikku, aö visu ekki i
fyrsta skiptiö sem ég kom til
hans, heldur i' annaö eða þriðja
skiptið.
Það var tvöföld harmónikka,
einaf þessum sem notaðar voru i
gamla daga. Þá var ég búinn að
kynnast honum betur og konu
hans,Guðrúnu, sem stráöi um sig
kátinublómum eins og gáskafull
skólastelpa, og þau hjónin buðu
mér aö koma i heimsókn til sin
með konu mína og dóttur, enda
höfum við siðan átt þar marga
skemmtilega stund.
Enþað kostaðisittaö fá
aö hlusta á Einar leika á tvö
földu harmónikkuna. Að visu
þurfti hann aö hafa einhvern til aö
hlusta á sig, en hann haföi hug-
mynd um þaö, liklega úr
minningabókum minum, að ég
væri gamall dægurlagamUsikant
og jassisti, og nú þverneitaði
hann aö leika d nikkuna nema ég
léki fyrir þau hjónin á pianóiö
sem þau höföu þar I stofunni.
Þetta varð ég að gera, þó ég væri
fyrir löngu búinn að leggja
dansmúsík á hilluna og raunar
oröinn svo þreyttur á þvi dægur-
lagaspili sem ég haföi stundaö
áöur fyrr til aö hafa i mig og á að
ég mundi ekkert úr þvi lengur
nema On The Sunny Side of the
Street og Lady be Good, en blús
og búgivúggi gat ég leikiö af
fingrum fram af gömlum vana.
Tókst mér meö þessu aö bjarga
heiðri miium svo vel að Einar
taldi mig enn meiri dægurlaga-
spilara en hann var sjálfur, þó
það væri hreinn misskilningur.
Hitt er annaö mál, aö siöan áttum
við oft eftir aö bregöa á nótna-
glens okkar til gamans.
Seinna geröist þaö, og vonandi
aö einhverju leyti fyrir hvatningu
mina, aö hann lék inn á plötu
nokkur þeirra gömlu danslaga
sem hann þarna rifjaöi upp fyrir
okkur og voru ýmist fallin i
gleymsku eða aö falla I gleymsku,
og voru reyndar si'öustu forvöö aö
varöveita sjálfa spilamennskuna,
hvernig leikið var á þessi hljóð-
færi í byrjun þessarar aldar og
allt fram yfir 1930, þegar fimm-
falda harmónikkan varö allsráö-
andi. Með Einari á plötunni lék
fiöluleikari Ur Þingeyjarsýslu,
Garðar i Lautum, og er merki-
legt aö heyra norska harðangurs-
tóninn i leik hans og gefur þaö
nokkra visbendingu um hvernig
leikið muni hafa verið á það
hljóðfæri hér fyrir dansi i gamla
daga.
Þá verö ég aftur að fara að
hugsa um það, að ég megi ekki
veröa leiöinlegur og fara Ut i ein-
hver fræðilegheit. Og hvað er þá
til ráöa? Ég sé ekkert betra en
eina stórkostlega hugmynd sem
tilvaröiheilabúum þeirra hjóna,
Einars og Guðrúnar, en hug-
myndin varsú, að viö skyldum öll
fara saman i Utilegu upp á öxar-
fjaröarheiöi og gista þar i tóttar-
broti fjarri mannabyggöum, þar
sem áöur haföi veriö sögusvið
Höllu og Ólafs fjárbónda I frægri
sögu eftir Jón Trausta, Heiöar-
býlinu.
Nú verö ég aö viöurkenna, aö ég
hef alltaf veriö skussi i landa-
fræði, svo ég gat ekki gert mér
greinfyrirhvar þessi staður væri,
en engu aö siöur þótti mér hug-
myndin girnileg og snjöll. Kona
min var undireins fús i ferða-
lagiö, enda norölensk og betur að
sér i landafræði en ég, einkum
staðháttum noröanlands. Var nú
farið að bollaleggja mikið um
þetta ferðalag og hvernig ætti að
tjalda yfir tóttarbrotiö og allt þar
fram eftir götunum. Skildist mér
helst á Einari, sem snjallastur
var aö útlista kosti heiðarinnar,
aö tjald okkar mundi ekki verða
miklu siöra tjaldi Salómóns eða
annarra slikra höföingja, og
þarna rynni koniakslækur alveg
rétt hjá tóttarbrotinu.
Var nú samþykkt aö við
skyldum fara i þetta ferðalag og
mikil tilhlökkun hja öllum tilvon-
andi ferðalöngum. En þegar
halda skyldi i ferðalagiö sumariö
eftir, var einhver slæmska i fjöl-
skyldu minni, svo viö hjónin
gátum ekki farið,þó viö værum til
staðar á Akureyri. Einar og
Guðrún ákváöu samt aö fara i
feröalagiö, enda leiöinlegt aö
hætta við allt saman á siöustu
stundu. En nóttina sem viö
vissum aö þau mundu vera i
tóttarbrotinu, geröi vonskuveður
á Norðurlandi meö úrhellisrign-
ingu og stormbyljum. Vorum við
. Kristin þá sifellt meö hugann við
Einar og Guðrúnu i tóttarbrotinu
uppi á miðri heiöi og prisuðum
okkursælað vera ekki á floti i þvi
vatnsblandaöa koniaki sem þar
streymdi um auönina .En næst
þegar þær konurnar hittust, sagöi
Guörún frá þvi, að þegar við
höfðum hvað mestar áhyggjur af
þeim i tóttarbrotinu, sátu þau i
hlýjunni heima hjá sér, höfðu þá
sjálf hætt viö tóttarbrotið að
sinni. Þó gerðist þaö nokkru
seinna, að þau hjónin komust i
tóttarbrotið, þegar við gátum
ekki heldur farið meö þeim, en
aldrei sföan hef ég heyrt Einar
tala af neinum sérstökum fjálg-
leik um þann koniakslæk sem þar
streymdi um hlaðvarpann, og
veit ég ekki hve vel mér gengi nú
að fá hann i þaö margrómaöa
tóttarbrot, en eitt þykist ég sjá i
hendi mér, aö þó viö gætum ekki
haft slaghörpu meö i sliku ferða-
lagi, þá gæti hann haft meö sér
tvöfaldu harmónikkuna og leikiö
fyrir okkur og heiöarjurtimar af
þeim dillandi innileik sem honum
er eiginlegur.
Og hversu dásamlegt væri þá
ekki i tóttarbrotinu meö óbland-
aöan fjallalækinn streymandi hjá
hlaövarpanum?
Jón óskar
Ég verö aö segja, aö heldur
finnst mér óyndislegt aö þurfa aö
taka mér i munn oröiö sjötugur, i
sambandi viö Einar Kristjánsson
frá Hermundarfelli, hvaö þá aö
festa þaö á blaö. En sagt er aö
bókstafurinn „blivi”. Og þvi er
vist verr og miöur, aö sá bókstaf-
ur „blivur”, aö Einar hafi „skot-
ist inn I ættir landsins” 20. okt.
1911. Hann er þvi jafnaldri Há-
skóla Islands, 100 árum yngri en
Jón forseti en jafnaldri styttu
hans á Austurvelli. Nokkuð
merkilegt ár 1911.
Já. Arin og jafnvel áratugirnir
eru furöu fljótir aöliöa i „aldanna
skaut” finnst okkur, þessum full-
orönu. Sú er bót I máli, aö viö höf-
um ekki alveg viö sjálfum okkur á
þeim spretti. Til dæmis læt ég
vera aö hugsa um ellina og henn-
ar fylgifiska þegar ég i huganum
minnist vinar mins, Einars
Kristjánssonar, þennan kald-
bjarta októberdag. Mér finnst við
alltaf vera hálfgeröir strákar eins
og i árdaga okkar kynna fyrir
hartnær 40 árum. Og vist er af-
mælisbarniö eitt þeirra samferö-
armanna, sem ég sist heföi viljað
missa af samfylgd meö. Margar
stundirnar meö honum eru
ógleymanlegar og óborganlegar.
Þaöum vitna áreiöanlega margir
meö mér. Og þar um vitna verk
hans, allar smásögur, gaman-
þættirnir og annaö, sem frá hans
snilldarpenna hefur runnið.
Ég hef viö fyrri timamót i ævi
Einars ritað nokkuö um bækur
hans og einstök verk. Út I þá
sálma fer ég ekki aö þessu sinni.
En frá sér hefur hann til þessa
sent 10 bækur, 8 smásagnasöfn og
tvö hefti æsku- og æviminninga:
Fjallabæjafólk og Ungs manns
gaman. Og von er á hinni þriöju
fyrir næstu jól. Framlag Einars
er þvi oröiö ærið aö vöxtum, ekki
sist þegar þess er gætt, að hann
flýttisérhægtúrhlaöi, var oröinn
fertugur og vel þaö þegar hann
sendi okkur Septemberdaga,
fyrsta smásagnasafniö sitt. Og
ekki skyldi þvi gleymt, að allt frá
miöjum aldri hefur hann veriö eft-
irsóttur til erindaflutnings og
upplestra á mannamótum, vitt og
breitt, og er svo enn. Þá eru öllum
kunn útvarpserindi hans mörg
hin slöari árin.
Þótt Einar frá Hermundarfelli
hafi fyrst og fremst haslað sér
völl sem rithöfundur og smá-
sagan sé hans aðal þá er ekki þvi
aö leyna, aö fleiri járnin hefur
hann haft i eldinum, þótt minna
fari fyrir. Kunnugir vita aö I per-
sónugerö hans rúmast margir
menn, þaö er aö segja listamenn.
Hann heföi t.d. getað náö góöum
árangri sem leikari, sem ljóö-
skáld, sem músikant og sjálfsagt
sem ballettdansari, þaö efa ég
ekki. En viö viljum hafa Einar
þaö, sem hann varö og þaö, sem
hann er.
Fimbulveturaðhaustnóttum og
fannfergi I Skagafiröi meina mér
aö ná fundi afmælisbarnsins aö
sinni. En ég óska Einari og hinni
ágætu Guörúnu konu hans, til
hamingju meö daginn og farna
gæfubraut, svo og öllum þeirra
nánustu. Megi menningarheimil-
iö aö Þingvallastræti 26 lengi
vara.
Hólum i Hjaltadal, 20. okt. 1981
Rósberg G. Snædal.