Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 28
DJÚÐMMN Helgin 24—25. október 1981 nafn vriHunnar Steinunn Jóhannesdóttir Steinunn Jóhannesdóttir er nafn vikunnar að þessu sinni. Fyrsta leikrit hennar Dans á rósum var frumsýnt í sfðustu viku f Þjóðleikhúsinu og hef- ur verið mikið til umræðu undanfarna daga, bæði f f jöl- miðlum og manna á meðal. Við slógum á þráðinn til Steinunnar og lögðum spurn- ingar fyrir hana. HUn var fyrst spurð að þvf hvort hún væri ánægð með viðtökurn- ar. — Já, ég er mjög ánægð. — Voru þæröðru vfsi en þú bjóst við? — Ég veit það ekki, vissi varla við hverju átti aö bú- ast. Vonaði það besta. — Tekurðu mark á gagn- rýnendum? — Já, það geri ég. — Nú segja sumir þeirra að allt leikritið snúist um kynferðismál. Ertu kannski Freudisti? Nú hlær Steinunn og segir að hún sé kannski eini Freudistinn á landinu en bætir því svo við að hún hafi ekki séð að þeir segi að allt leikritiö snúist um hitt enda geri verkið það ekki. bað fjalli um mannleg samskipti þar sem kynferðismálunum sé ekki sleppt. — Næsta spurning er kannski dálftið nærgöngul. Ýmsar túlkanir á umdeildu lokaatriði verksins hafa sést hjá gagnrýnendum. Er þetta atriði e.t.v. tákn um að sjálf- stæðisbarátta aöalpersón- unnar sé fyrir bí og hún heygi sig undir vald karl- mannsins? — Ég vona ekki. En það sagði við mig góður kunningi eftir frumsúninguna að end- irinn gæh ekki sannari verið. Allar konur á íslandi væru með „Magnúsar i Bræðra- tungukomplex”. betta hafði hann eftir Jökli Jakobssyni. Asta viðurkennir það að hún hafi snert af þessum komp- lex og aðrar konur verða bara að spyrja sjálfar sig, hvort þaö geti einnig verið sattum þær. Hvort það hefur þær afdrifariku afleiðingar aö sjálfstæðisbarátta kon- unnar sé fyrir bf, er aftur annað mál. baö fer eftir þvi hvaö á að ganga langt. Er meiningin að ganga af karl- manninum dauðum? baö er væntanlega ljóst af mínu leikriti að þá kýs ég frekar að vera góð við hann en ganga af honum dauðum. Siðan verða áhorfendur að hafa sinar skoðanir á þvi hvort það þýði sigur eöa ó- sigur. — Hefuröu orðið vör viö skoöanir kvenna sem standa framarlega iréttindabaráttu á leikriti þinu? — Já, ég hef orðiö vör við ýmis viðbrögð þeirra og skoöanir. Enenn hef ég enga hitt sem hefur verið mér reið. Aö lokum. Ertu farin aö leggja drög aö eöa velta fyrir þér fleiri skrefum á braut leikritunar? — Ég get varla sagt það, enda liggur ekkert á. Auk þess þarf ég að fá tfma til að yrkja börnin min. — En þú ætlar ekki aö láta staðar numiö? — Nei, auðvitað ekki-GFr Abalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt aö ná I blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsím! afgreióslu 81663 Þegar undirritaður var að aiast upp á 6. áratugn- um voru kabarettsýningar vinsæl kvöldskemmtun í Austurbæjarbíói og hefð fyrir revíum er orðin göm- ul í lífi Reykvíkinga. Þess vegna kitlar það alltaf dálítið þegar einhverju slíku skýtur upp, ekki síst ef það er íslenskt í húð og hár. Nú á sunnudagskvöld verður f rumsýnt verk í Fé- iagsstofnun stúdenta sem er einhver samblanda af kabarett, revíu og heims- ósóma og það er Breið- holtsleikhúsið sem stendur að baki. Nýjung er það hins vegar og minnir á útlönd að áhorfendur sitja við dúkuð borð og eiga kost á að njóta léttra vína meðan á sýningu stendur. Kabarettinn eða revian eöa hvaö á aö kalla sýninguna heitir Lagt I pottinn eða Lisa i vörulandi og höfundar textans eru tveir góökunningjar okkar allra, brándur Thoroddsen kvikmynda- gerðarmaöur og Gunnar Gunn- arsson rithöfundur. Leikstjóri er Sigrún Björnsdóttir og tónlist semur Atli Heimir Sveinsson. Leikmynd og búninga gerir Hjör- dis Bergsdóttir, lýsingu annars Margrét Guttormsdóttir en ljóð- in, sem brándur Thoroddsen semur, eru sungin við undirleik Kjartans Ólafssonar. Dansar eru samdir og æfðir af Sóley Jóhanns- dóttur og Ólafi Ólafssyni. I fréttatilkynningu frá Breiö- holtsleikhúsinu segir aö kabarett- inn (eða revian) fjalli á skoplegan og grinagtugan hátt um ýmislegt sem við þekkjum úr okkar eigin umhverfi, svo sem lffsgæðakapp- Kabarett-revía hlaupiö viöskiptaheiminn eins og hann gerist harðastur og miskunnarlausastur, leynifélögin og sambandsheiminn og margt, margt fleira. Leikarar i sýningunni eru 8. baö eru þau bröstur Guðbjarts- son, Sigurveig Jónsdóttir (lands- fræg reviusöngkona frá Akur- eyri), bórunn Pálsdóttir, Rósa Ingólfsdóttir, Magnús Olafsson, Margrét Ákadóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og bóra Lovisa Friö- leifsdóttir. Eins og áður sagði er mikil áhersla lögð á aö skapa létta og skemmtilega kabarettstemmn- ingu og veigamikill þáttur i sýn- ingunni hvers kyns ljósagangur. Lagt i pottinn eða Lisa i Vöru- landi er fjáröflunarsýning hins unga Breiðholtsleikhúss og er það ætlun leikhússins að freista þess að festa sig betur i sessi með þessari sýningu. bess má svo aö lokum geta aö það er kannski i anda húmorsins i sýningunni að Breiöholtsleikhúsið skuli vera komið i Vesturbæinn. Frumsýning er á sunnudag kl. 20.30 en miðasölusiminn er 26919. —GFr Inntakan i leynifélagiö. Magnús óiafsson sem Guömundur Marell og Þröstur Guöbjartsson sem Lúövik Jónsson á Bakka. GOÐ MYND Þaö tekur timann sinn aö gera sig sæta fyrir karlmanninn. Dfdi til hægri er I kjól frá Vá. Margrét Akadóttir og Sigurveig Jónsdóttir I hlut- verkum sinum. LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGt 178 REYKJAVIK SIMI 85811 er vinsæl jólagjöf. Pantið timanlega. Verið velkomin í myndatöku hjá mér. Verslið hjá fagmanninum Tvær kórpikur: Þóra Lovlsa Friöleifsdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.