Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 9
dxgurtónlist
Helgin 24—25. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Grafík
Hljómsveitin Grafik! Hvað er
nú það? Hljómsveit frá tsafirði.
Ha! Frá tsafirði? Alltaf heyrir
maður eitthvað nýtt. Hljómsveit
frá tsafirði, ekki nema það þó.
Ég vissi ekki hvaðan á mig
stóð veörið þegar ég hlýddi i
fyrsta sinn á breiðskifu hljóm-
sveitarinnar Grafik, Gt i Kuld-
ann.
Hljómsveitin er afleggjari af
isfirsku hljómsveitinni Ýr.
Fjórir meölima Grafikur voru á
sinum tima i þeirri hljómsveit.
Grafik er hálfgerö „sumar-
fris”-hljómsveit, þ.e.a.s. þeir
félagar leika saman þegar þeir
hittast. Sem stendur eru þeir
dreiföir um stærstan hluta
landsins og liggur þá starfsemin
niðri. Hljómsveitina skipa þeir:
örn Jónsson, bassi, Vilberg
Viggósson, hljómborð, Rúnar
Þórisson, gitar, söngur, Rafn
Jónsson, trommur, og ólafur
Guðmundsson, söngur.
Hljómplata þessi er mikið
einstaklingsframtak þeirra
Grafik-drengja. Platan er hljóö-
rituð á átta rása segulband sem
þeir eiga sjálfir. Þannig aö
„stúdió” timinn sem yfirleitt er
stærsti kostnaðarliðurinn i
hverri plötu er hér nánast eng-
inn. Aöeins nokkrir timar i
hljóðblöndun i Stemmu. Þeir
gefa plötuna út sjálfir og dreifa
henni einnig. Kostnaöurinn viö
þessa plötu er þvi i algeru lág-
marki og aö sögn nást endar
saman með 500 eintökum seld-
um.
Framtak eitt lýsir vissum
„karakter”. Og það er meira
heldur en hægt er aö segja um
margar aðrar hljómsveitir. En
framtakið eitt nægir ekki til að
gera hljómplötu góða. Ct I kuld-
ann er góð plata, ekkert æðis-
lega góö, en góö engu aö siður.
Þeir standa á mörkum tveggja
tima i hljómlist sinni. Nýbylgj-
an annars vegar og svo gamlar
lummur frá hippatimanum hins
vegar. A plötunni eru nokkrir
tindar, lög eins og „Video”,
„Ótiminn” og „Guöjón Þor-
steinsson bifreiðastjóri”.
NEFS
Um næstu helgi verða
tvennir meiri háttar tón-
leikar í N.E.F.S.. En þá
munu Þursar og
„Þeysarar" leika saman
bæði kvöldin. Þetta verða
kveðju tónleikar Þeys áð-
ur en þeir halda á vit ör-
laganna í Englandi.
Helst litur út fyrir að nýja-
brumið sé farið að staðnum, þvi
að mæting hefur ekki veriö sem
skyldi. Fram hafa komiö marg-
ar efnilegar hljómsveitir en svo
er að sjá sem menn vilji ein-
göngu hafa Þursana öll kvöld.
En þeir eru þeir einu sem hafa
fyllt staðinn.
Upphaflega hugmyndin meö
tilkomu staðarins var sú aö
þarna yrði athvarf fyrir ungar
og upprennandi hljómsveitir en
ekki stjörnumessa á hverju
kvöldi. Og ef aðsókn verður ekki
betri á „óþekktu” kvöldin fer
starfsemi staöarins að verða
ansi tvieggjuð.
Nú, menn hafa veriö slappir
við tilkynningaskyldúna til
Þjóðviljans og þvi vert að
hvetja hljómsveitir og aöstand-
endur þeirra til aö hringja sig
inn. I framtiðinni verður dag-
skráin birt I viku hverri og
skilafrestur er á þriöjudegi.
Siminn er J.V.S. 36342 og
Andrea 13415.
NEFS
Laugardag 24. okt.: Arni Elvar
og félagar.
Föstudagur 30. okt.: Þursar og
Þeyr.
Laugardagur 31. okt.: Þeyr og
Þursar.
Félagsmiðstöðvar
Þriðjudag 27. okt.: Þeyr I Haga-
skóla.
Þriðjudag 27. okt.: Purrkur
Pillnikk Arseli.
Jón Viðar
Sigurðsson
skrifar
„Sándið” á plötunni er óvenju
gott þegar þess er gætt hversu
„frumstæð” aðferð var notuö
við hljóöritunina.
Textarnir eru flestir hverjir
skemmtilegir og innihalda ein-
hvern boöskap eða ádeiiu.
Þar er friöur, þar er ró
fjölskyldunni plantað niður
fyrir framan videó
það er orðinn fastur liöur.
Kók og Bugles kjamsa á
iitiu sætu feitu geyin
augun standa stilkum á
gott væri að vera hinum megin
(Videó)
Ct I Kuldann er plata sem
kemur svo sannarlega á óvart.
Ekki aðeins fyrir þá sök að
hljómsveitin er ekkert þekkt,
a.m.k. hér á höfuðborgarsvæö-
inu, heldur einnig að þar er að
finna nokkra skemmtilega
spretti. Auöheyrt er aö þeir
Grafik-drengir hafa lagt sig eft-
ir nýjungum i tónlistarlifi bæði
hér heima og erlendis.
Dirty Dan Project
Betra er seint en aldrei.
Loksins er litla platan
þeirra bræðra Mikes og
Dannys Pollock komin út.
Platan hefur verið á leið-
inni í rúma þrjá mánuði
og voru ýmsir orðnir
langeygir eftir henni. En
hvað um það, platan er
komin og það er fyrir
mestu.
A plötunni eru þrjú lög. Eitt
eftir Bob Dylan, eitt eftir þá
bræður og eitt eftir þá i sam-
vinnu viö Asgeir trommuleikara
Purrksins, en hann aöstoöar þá
á plötunni.
Fyrri hliðin inniheldur lögin
„Back Stabbers” og „Drifter’s
Escape”. Þessi lög bera nokk-
urn keim af þvi sem Rolling
Stones voru aö gera hér á árum
,áður. Lagið á hlið II, „Music
Concrete”, er hálfgert flipp.
Það er eins og öllum upptökum
sésnúiö viö og þær skrumskæld-
ar, því aö útkoman er dálftið
geggjuö.
Þessi plata er ekki neitt undur
en hún er góðra gjalda verð. A
henni sýna þeir bræður áöur
óþekkt andlit. Andlit sem ekki
sást meðan Utangarðsmenn
voru og hétu og andlit sem ekki
sást á þessum einu tónleikum
sem Bodies hafa haldið. Og það
er þaö sem er ánægjulegast við
þessa plötu. Þeir geta skipt um
andlit.
Platan er 'hljóörituð og hljóð-
bönduðá átta timum I Stemmu.
Fyrir vikiö næst mjög góöur
andi. Þaö er ánægjan sem geisl-
ar af þessari plötu.
Upptökutiminn gefur ekki
neinar vonir til snilldar spila-
mennsku enda er tilfinningin
höfö I fyrirrúmi.
Þessi plata er ágæt og ekki
sist fyrir þær nýju hliðar sem
þeir bræður sina og þann
skemmtilega anda sem leikur
um plötuna.
Dirty Dan Project, Mike og Danny Pollock.
CD
4/5 1/5
smjör sojaolía
„Þessi afuið sameinar
bragðgæði og
bætiefnainnihald smjörs
og mýkt olíunnar"
segir Dr. Jón Óttar Ragnarsson í grein sinni, SMJÖRVI er eins og áður segir að 4/5 hlutum smjör
„Mjúka fitan og neytandinn” sem birtist í Frétta- en að 1/5 hluta sojaolía.
bréfi um heilbrigðismál, júníhefti 1981, um Bregott
sem er sænskt smjör, blandað mjög mjúkri jurtaolíu.
Nú hefur Osta-og smjörsalan fengið einka-
leyfi fyrir þessari framleiðslu sem hefur hlotið
nafnið SMJÖRVI.
Smjörvi- sá eini simjúki
með smjörbiagði.