Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24—25. október 1981 bókmenntir Aö vera annaö en maöur vill Guðmundur Danlelsson: Bdkin uni Daníel. Setberg 1981. Guðmundur Danielsson heldur áfram að skrifa heimildaskáld- sögur sem hann nefnir svo um forfeður sina. Nú er komið aö afa hans, Daniel Þorsteinssyni, sem aö visu lendir ekki I þeim tísköp- um að vera dæmdur til dauöa eins og langafinn sem síðast var sagt frá, en er engu að slður fróðlegur maður og dágott söguefni. Daniel er svo lýst að hann er stærri I sniðum en aðrir menn, listfengur, kvensamur nokkuð og einn af þeim mönnum, sem sjálf- sagt hafa verið margir, sem getur ekki, þótt ekki væri nema fyrir stórra skapsmuna sakir, sætt sig við hlutskipti kotungsins. Um þetta segir svo á einum stað: ,,Fáir menn I bændastétt vtíru verr fallnir en Daníel tö aö lifa við kotungskjör. Til þess að þola slikt verða menn að sættast við smæð slna og volæði, lúffa fyrir guði, lita á vesaldtíminn sem him- neska ráðstöfun og helst ekki vænta neins bata fyrr en á himn- um”. (bls. 71-72) Þaö bregöur að sönnu fyrir einskonar forlagatrú i því sem Daniel er latinn segja um sjálfan sig: ,,Aðrir eru þar sem þeir verða aö vera, og eru þaö sem þeir vilja ekki vera. Sona er til- veran og hefur alltaf veriö sona”. (bls 53). Oftar er þó Daníel í eins- konar upjreisn, vanmáttugri aö visu og kannski grátbroslegri, en uppreisn þó. Það er kannski ekki nema von, að hún sé vanmáttug, þvl við ramman reip er aö draga: fátækt, sem er rækilega ofin saman viö landsins tíbliðu náttúr- ur, sem ræna menn lifsbjörg i fullkomnu siöleysi vitanlega, ganga helst af þeim dauðum. Viö- brögð hins sérlundaöa manns, Daniels Þorsteinssonar, eru nokkuð eftir þvl: stundum hverf- ur hann á brott frá öllu saman, flýr ,,fullur viðbjóðs á sjálfum sér, hlutskipti sinu og gervallri tilverunni” (bls. 140). Eða þá hann hamast gegn lagaboðum og yfirvöldum af undarlegri þrjósku, sem höfundur viðurkennir að stappar geðbilun nærri. Af þessu verður nú giska fróð- leg saga. Hinir sterkari þættir hennar eru tengdir harðfengi Daniels i ýmsum mannraunum, „stráksskap” hans I erjum viö yfirvöld. Kannski er Daniel ekki þaö efni i uppreisnarmann sem afkomandi hans, höfundurinn vill vera láta. Hann lætur Daniel halda nokkrar tölur sem eiga aö staðfesta uppreisnarhugann, en ekki er það allt sannfærandi. Aft- ur á móti er það undarlega mál, sem Daniel flækist út I í seinni hluta sögunnar, langt þras út af nokkrum smjörpundum og lambsræfli, einmitt sú tegund af stormi i vatnsglasi sem varpar ljósi á aldarfar og persónu. SU saga er kannski óþarflega fyrir- feröarmikil, en leynir á sér engu aö síður. Ýmsir lausir endar eru samt á sögunni. 1 sambandi viö þau málaferli sem hrekja Daniel karlinn I tugthús eftir söguleg slagsmál við yfirvaldið kemur fram drjúgur illvilji i garö hans hjá grönnum ýmsum, sem kemur nokkuð á óvart. Höfundur reynir aö Utskýra fjandskap þennan i ipphafi sextánda kapitula, en þaö er eitthvað ósagt i þessum efn- um: efniviður sögunnar visar okkur miklu heldur á þaö, að þtítt Daniel Þorsteinsson hafi veriö maður erfiður I nábýli, hafi hann verið verstur sér og sinum. Annað er óþægilegt: Daníel Þorstdns- son er sögu verður, ekki að efast um það. En höfundurhefur sterka tilhneigingu til að færa hann upp i harmsögulegar stæröir, gott ef ekki tengja hann við goðmögn þjtíðsögunnar og hrikaleik forneskjunnar. Af þessu verður ööru hvoru hvimleið þemba i Guðmundur Danlelsson stilnum, yfirlýsingar svo hátið- legar að sker i eyrun. Þessi vansi er mest áberandi þegar vikið er að kvennamálum Danlels — þá get- ur það komiö fyrir aö stillinn verði svo fattur að við sjálft ligg- ur að hann skelli aftur á bak og krem ji undir sér persónur og höf- und. ab Af lífdrykk kynslóðanna Jón Þóröarson frá Borgarholti: Arfleifö kynslóöanna. Nokkrir þættir íslenskrar bokmenntasögu fram til 1750 Útg. höfundur. í formála þessa rits segir höf- undur á þá leið, að ef hann hefði tekið þann kost aö fjalla fyrst og fremst um þau verk „sem hafa viðurkennt bókmenntagildi” þá yröi bókin nær öll um fornöldina. Þá einstefnu forðast hann: hann segir ekki aðeins i almennu yfir- liti og svo i þáttum um einstök verk og menn frá gullaldartima, heldur gefur sómasamlegt rúm bæði Siömiðöldum og Lærdóms- öld og endar á Leirulækjar-Fúsa, Guðmundi Bergþórssyni og Vlda- Hnum tveim. Og þar með fylgir, aö höfundur lætur ágæti íslendingasagna ekki veröa til þess að hann vanmeti marg- skömmuö seinni tima fyrirbæri eins og rlmur: hann semur all- langan kafla um hlutverk og gildi rimna og vill ekki leyfa lesendum að gleyma þvl, aö þær hafi verið fátækri þjóð og einangraðri „mesti og besti gleöigjafinn, afl- vaki i erfiöri lifsbaráttu og sterk- asta liftaug islenskrar tungu”. Þessi hlutföll eru skynsamleg i bók sem ætlað er „öllum sem ánægju hafa af fornum fræðum, en þó sérstaklega ungu ftílki, sem vill kynnast ævintýralöndum fs- lenskra ljóða og sagna”. Þó eru ekki öll „hlutföll” i bókinni þess- leg að lesandinn sættisig við þau. Hér er átt við visst misræmi á milli einstakra kafla og þátta bókarinnar. Það kemurfram iþvi til að mynda, aðstundum eru tor- skildar visur útskýrðar en stund- um alls ekki, stundum er mikiö lagt upp Ur Itarlegri endursögn á verki, eöa jafnvel heiltkvæöi (at- hugasemdalitiö) boriö fram sem dæmi um vissa bókmenntategund — en i öðrum stað er áhersla lögð á almenna útleggingu og umfjöll- un. Höfundur viðurkennir I for- mála aö einn höfuövandinn við samsetningu slikrar btíkar sé að velja og hafna, og þaö er ekki nema rétt. En ekkimun hann þar fyrir sleppa við gagnrýni fyrir misræmi af þessu tagi. Dæmi mætti taka af köflum um Jón Indiafara og Jón Vi'dalin: hinn fyrri kaflinn fer með snubbóttum hætti inn I kynjasögu af Indía- fara en hinn slðari geymir m.a. ágætlega valin dæmi sem leiöa lesandann inn i hugblæ hinnar rétttrúuöu mælsku Vidalins. Sjtínarmið kennarans eru ber- sýnilega ofarlega 1 huga höfundi og nytsemd bókarinnar mun mest veröa sem handbók, viðbótar- lesning uppvaxandi ftílki i skól- um. Og I henni lifir mjög að- laöandi ást á btíkum, á „andleg- um lffdrykki kynslóðanna” — og mun ekki af veita að halda fram sllkum viðhorfum á myndbanda- öld. —AB Ölafur Jónsson birti fyrir skemmstu grein í Dagblaðinu um „alþýðlega sagnagerð og borgaralega bókmenningu". Þar f jallar hann um þá þróun, að upp hefur komið stéttaskipting í bókmenntum: annars- vegar eru hinar „viður- kenndu bókmenntir" og höfundar þeirra, hinsveg- ar „alþýðlegar skemmti- bókmenntir" sem hann kallar svo, innlendar skáldsögur og þýddar, sem einatt ganga undir niðr- andi nöfnum eins og „eld- húsreyfarar" eða eitthvað í þeim dúr. Ólafur minir á það, sem menn ættu aö vita flestir, að hinn stóri flokkur skemmtisagna — sem sumar eru kenndar við ástir, aðrar viö hrikaleg ævintýri — eru glfurlega stór hluti bókafram- leiðslunnar. Menn vita líka, að þær eiga ótrúlega stóran hluta I útlánum bókasafna. I fram- haldi af þessu mælir hann með þvl, aö menn láti af fordómum I garð þessara tegunda bóka, reyni aö skoða betur hvað þar er á ferð og þá einkum hverjar þarfir lesenda þær koma til móts við. Til aö menn skilji betur gildi þeirra fyrir lesendur og bókmenntir I víðustu merkingu. 77/ hvers rannsóknir? Nú er það reyndar svo, aö bæði hér og annarsstaðar hafa menn i vaxandi mæli kannað „reyfar- ann”, tengsli hans við bók- menntahefðina, þær formúlur sem hann byggir á, hlutverk hans til upplyftingar i veruleika sem lesendum finnst of snauöur að tildragelsum. Það er aö vlsu margt óunniö aö þvl er varðar innlendar skemmtisögur, þó er eitthvað byrjað að setja saman um þróun þeirra frá þjóölegri sveitasögu til alþjóölegrar ástar- söguformúlu. Þessari iöju má vitaskuld halda áfram, ekkert að þvi. En spurningin er þá þessi: jafnvel þótt viö skiljum betur reyfara og stöðu þeirra, og skemmtisagna. I umræðunni á bókaviku, þar sem hann bar fram efni greinar sinnar, vék hann aö þvi, að oft væri talað um ýmsar tegundir skemmtisagna sem „mannskemmandi”. Hann taldi það óþarfa fordæmingu og hefur mikið til slns máls. Ég held menn þurfi að minnsta kosti ekki aö hafa áhyggjur af þvi til dæmis aö lesendur villist mjög á heimi bók- anna og eigin veruleika með þeim hætti að þeir blði tjón á sálartetr- inu Innilokun En hitt hefur svo orðið um- hugsunarefni ýmsum þeim, sem t.a.m. vinna viö almenningsbóka- söfn, hve rækilega mjög margt fólk lokast inni I heimi skemmti- sagnanna, formúlubókanna og sýnist ekki komast þaðan með nokkru móti. Sú spurning vaknar, hvort sú hasarfengna einföldun veruleikans sem byrjar I barna- og unglingareyfurum og heldur siöan áfram I „fulloröins bókum” geti orðið það áhrifarik, að stór hópur lesenda komist aldrei út fyrir hana. Anetjist hinu fyrir- hafnarlitla lífi reyfarans meö þeim hætti, að það er vonlaust verk aö freista þeirra með „öðru- vísi” bókum — jafnvel þótt þær séu fullar meö spennu, stórfeng- legra atburða og annað þess- háttar (Leiöinlegur má skáld- sagnahöfundur aldrei vera, sagöi Dostoéfskí — og kom morði fyrir i hverri sögu sinni). Mig grunar reyndar, að ef menn vilja ráöast I meiriháttar verkefni I félagsfræði bók- menntaneyslunnar, þá sé það einna brýnast að kanna, af hverju alliðnir lesendur skemmtibóka ýta frá sér „viðurkenndum” bók- menntum, hvers eölis þær hindranir eru sem standa i vegi fyrir þvi, að þeir nálgist eitthvaö skárra? (Og sem fyrr segir — þaö er alls ekki verið að tala um erfiöa framúrstefnu eöa eitt- hvaö þessháttar). Og þar meö athuga möguleika á að ryöja þeim hindrunum úr vegi. Af þeirri gömlu og góöu ástæðu, að jafn litið málsamfélag og hiö islenska þarf á hverjum liös- manni aö halda til að hægt sé að gefa út þær „viðurkenndu” bók- menntir, sem nú er oröiö nokkur siður aö tala um með svipuöum hryssingi og reyfarann áður. Á.B. stillum okkur um að úthúöa þeim og fyrirllta lesendur þeirra — hverju erum við nær? Ætla menn aðeins að kortleggja veruleikann i nafni „hreinnar” fræöimennsku, eöa ætla þeir að nota könnun slna til einhvers? Þar með er svo komiö að þvi sem ólafur kallar fordóma I garð Árni Bergma skrifar Eru REYFARAR , ,mannskemmandi?”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.