Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 23
Stígur úöa Þegar Þjóöviljinn meö þess- um þætti Visnamála berst les- endum i hendur, er samkvæmt timatali vetur aö ganga i garö og sumariö aö kveöja. Sumar sem ekki fær þá einkunn aö hafa veriö hagstætt hvaö veö- urfar snertir og endar i raun meö þeim ósköpum aö allt Noöur- og mestallt Noröaust- urland er þakiö miklum snjó. Sumariö hefur tekiö veturinn i fang sér löngu fyrir timann, þaö hefur ekki fyllt út sinn meögöngutima. Þetta er vist ekki neitt eins- dæmi hér noröur viö Dumbs- haf, aö minnstakosti heyrist manni á visum Páls Ólafsson- ar aö ekki hafi veriö blíöviröa- samt haustiö 1872, þegar hann kvaö þessar visur: Hefur nú hin hvita mjög höröum fönnum sinum Hliöar-grænu faiiö fjöll fyrir sjónum minum. Hún mun eftir stutta stund stakkin hvita breiöa yfir mina góöu grund og græna litnum eyöa. Ef þar mæna ýlustrá upp úr snjónum hvíta, noröurveörin — eftir á — öll þau burtu siita. Svo mun stytta sólargang, siöan lengjast grima. Ég get ekki færst í fang aö fagna slikum tima. Visna minna vængjum á vil ég burtu leita þessu kalda fróni frá og fljúga i suðriö heita. En Páll flaug aldrei i hiö heita suöur. Hann var bara kyrr heima, þó lifiö léki ekki viö hann, svo hann kvaö: Finnst mér lifiö fúlt og kalt, fullt er þaö meö lýgiogróg, en brenniviniö bætirallt, bara aö þeö sé drukkiðnóg. En samt hefur Bakkus veriö farinn aö angra Pál, þegar aö þvi kom aö hann geröi þessa visu: Drukkiö hef ég ár og ævi og eignast margan hatt úr blýi. Þaö vildi ég aö guö mér gæfi ég gæti hætt þessu svinarii. 1 fjárleitum gerist oft æriö margt sögulegt, fróölegt .og skemmtilegt, enda oft sagt frá á skáldlegan og gamansaman hátt, eins og Guömundur Þor- steinsson frá Lundi þegar hann kvaö um annaöhvort sjálfan sig eöa þá náungann i göngunum, sem týndi húfu, hesti og yfirhöfn: Seggur snauöur oröinn er, eftir mörgu rýndi, ofan af sér, undan sér og utan af sér týndi. Páll Jóhannesson á Stöö i Stöövarfiröi kom aö eyöibýli, litaðist um og kvaö: Þetta nýja þjóöarsnið þýöir vist aö spara: Þar sem býii brostu viö, brotnar tóttir stara. Vinarkveöjan virtist hlý — vottur tryggöar-banda. Dauöinn glottir gættum i gestrisinn aö vanda. Tlmans hróöur, — athöfn ör orkar sifellt minna, er aö má út fingraför fjalia-barna sinna. Heimahagarnir eru Aust- firöingum mjög kærir og þeir kveöa til Austurlands sem þar væri Paradis á jöröu. Þaö gerði Sólrún Eiriksdóttir á Krossi i Fellum er hún kvaö: Yndistöfrar Austurlands aidrei gleymast neinum, elfan hátt geymast alla ævi manns innst i hugans leynum. Austurland, mitt æviskjól, er ég hnig aö foldu, hjá þér hinsta sjá vil sól og sofa I þinni moldu. 1 upphafi þessa þáttar var þess minnst aö vetur væri aö ganga i garö samkvæmt tima- tali, en sé búinn aö boöa komu sina aö minnsta kosti á stórum hluta landsins. Um vetur kvaö Jón S. Bergmann: Unnir rjúka. Flúöin frýs. Fold er sjúk aö lita. Vefur hnjúkum veöradis vetrardúkinn hvita. Sólareldinn syrta ský. Svörtu kveldin falda. Vetur heldur innreiö i isa-veldiö kalda. Láttu aldrei þjakast, þótt þrengist stundarhagur. Eftir kalda klakanótt kemur sólardagur. Og þegar sumar og sól er komið á ný, hverfa menn til náttúrunnar, til aö skoöa hana og lifa sig inni undur hennar og lýsa þvi svo eins og Andrés Valberg geröi er hann fór sér og sinum til skemmtunar austur aö Lómagnúp, og kvaö i þeirri ferö: Sólarljóma lita má, land i blóma hjúpi. Bergmáls ómar berast frá bröttum Lómagnúpi. En aö sjálfsögöu þurfti hann aö fara yfir Kúöafljót: Brýst um flúðir brimiö grátt, byltir lúöu grjóti. Stigur úöa elfan hátt upp af Kúöafljóti. En lifsljótiö streymir lika fram i takt viö timann, þar brýtur oft á boöum. Andrés Valberg hefur komist I kynni viö þaö og kveður: Eg hef róiö ýmsum hjá, is og snjóa gengiö, lifs I sjóum söltum á sigg i lófa fengiö. Elias Mar skrifar: Ég les I Þjóöviljanum i dag, aö enginn hafi gert sómasamleg skil vlsuhelmingi Brands Finns- sonar i Árborg A bás sinum beljan stóö yxna, en bolinn var þjáöur af hixta. Þetta finnst mér ótækt og vil þvi leggja mitt lóö á vogar- skálina... Visan yröi þá öll þannig: A bás sinum beljan stóö yxna, en bolinn var þjáöur af hixta sem professor honoris hikk...sna viö háskólakriliö i Vicksta. Ég hef aldrei efast um málakunnáttu islenskrar al- þýðu og hef þvi engar áhyggj- ur af látinuslettunum i þriðja visuoröi. Aftur á móti kann aö þvælast fyrir sumum hvar sá háskóli sé, sem ég kenni viö Vicksta. Þeim hinum sömu ráölegg ég að útvega sér stórt kort af Svlariki og leita vel, hvort þeir finna ekki einhvern smábæ, einhverja týnda og tröllum gefna járnbrautarstöö meö nafninu Vicksta. Þá hafa þeir fengiö svariö. En eins og allir vita er varla svo aumur bær i Sviþjóö, aö ekki sé þar háskóli...” Þökk sé Elíasi fyrir þessa góöu viöleitni aö aöstoöa Brand viö botninn og nú er aö vita hvernig Brandi likar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.