Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 27
Helgin 24—25. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27
um helgina
Slbdegiskaffi fyrir Esk-og Reybfirðinga verður í safnaðarheimilinu
i Bústaöakirkju á sunnudag kl. 15. —Ljúsm.: gel.
F riðryk
hefur
vetrar-
starf
Á Selfossi á
mánudagskvöld
1 framhaldi af útkomu fyrstu
plötu Hljómsveitarinnar Frið-
ryk „FRIÐRYK” hefur hljóm-
sveitin nú lagt uppi tónleikaferð
um landið. Friðryki hefur nú
bætst liðsauki sem er enginn
annar en Björgvin Gislason
gitar og hljómborðsleikarinn
knái. Björgvin mun i tónleika-
ferð þessari aðstoða Friöryk við
flutning á gömlu og nýju efni
Friöryks, jafnframt þvi sem
flutt verða lög af væntanlegri
sóslóplötu Björgvins „MAR-
GINDI”.
Fyrstu tónleikar flokksins
veröa á Selfossi 26. okt. Laugar-
vatni 27. okt„ Hvolsvelli 28. okt„
Höfn Hornafiröi 29. okt., Egils-
stööum 1. nóv., Seyðisfiröi 2.
nóv. Neskaupsstaö 3. nóv. og
siðan i Vik i Mýrdal 5. nóv.
Þaðan verður haldiö til Reykja-
vikur þar sem fyrirhugaöir eru
tónleikar viös vegar um borgina
og er þaö i fyrsta skipti á þessu
ári, sem Reykvikingum gefst
kostur á aö hlýða á Friöryk.
Siöan verður farið norður um
land og vestur.
Strengjakvartettinn slettir úr klaufunum. Frá v. Laufey Sigurðar-
dóttir, Helga Þórarinsdóttir, Nora Kornbluen og Júliana Elin
Kjartansdóttir.
Kammermúsik
í Bústaðakirkju
25,-starfsár Kammermúsikk-
klúbbsins hefst með tónleikum i
Bústaðakirkju á morgunn,
sunnudag kl. 20.30 Strengja-
kvartett, en I honum eru Laufey
Sigurðardóttir, Júiiana Eiin
Kjartansdóttir, Heiga Þórarins-
dóttir, og Nora Kornblueh,
leikur þá verk eftir Þorkel
Sigurb jörnsson, Mozart og
Brahms.
A næstu tónleikum leika Arni
Kristjánsson, Laufey Siguröar-
dóttir og Gunnar Kvaran trió
fyrir strengi og pianó eftir Beet-
hoven (Op. 97) og Schubert (Op
99).Verða þeir tónleikar á Kjar-
valsstööum I byrjun desember.
í byrjun mars kemur Sinn-
hofer strengjakvartettinn frá
MOnchen og mun leika á tvenn-
um tónleikum, en heimsóknir
þýskra strengjakvartetta til
Kammermúsikklúbbsins eru nú
árvissir atburöir. Þessa tón-
leika mun bera upp á 25 ára af-
mæli klúbbsins.
A fimmtu og siöustu tónleik-
unum veröa leiknir kvintettar
fyrir strengi.
Bætt veröur viö tölu meölima
á 1. tónleikunum og jafnframt
geta menn gerst meölimir meö
þvi aö tilkynna þaö i sima 16057
og 43028.
Ljósmyndir í
Pizzuhúsinu
m
Leikfélag Akureyrar:
Frá sýningu Litla leikklúbbsins á Halelúja Jónasar.
Litli leikklúbburinn á Isafirði frumsýnir
Leikfétag Akureyrar
frumsýndi I gærkvöidi föstudag,
„Jómfrú Ragnheiöi” eftir Guö-
mund Kamban i leikgerö Brfet-
ar Héðinsdóttur, sem jafnframt
leikstýrir verkinu. A morgun,
sunnudagskvöid, veröur önnur
sýning á verkinu og sú þriðja á
fimmtudagskvöld.
Alls koma um 20 leikarar
fram I sýningunni, en aöalhlut-
verin eru i höndum Guðbjargar
Thoroddsen, sem leikur Ragn-
heiöi biskupsdóttur, Marinós
Þorsteinssonar, sem leikur
Brynjólf biskup og Sunnu Borg,
sem leikur Helgu i Bræöra-
tungu.
Tónlistin i verkinu er samin af
Jóni Þórarinssyni, leikmynd
gerö af Sigurjóni Jóhannssyni
og lýsing hönnuð af David Walt-
er.
Daöi og Ragnheiöur f túlkun
Guöbjargar Thoroddsen.
leiknum, en alls vinna um 25
meölimir Litla Leikklúbbsins aö
verkinu, auk þeirra fjölmörgu
sem leitaö var til meö sérstök
verkefni. Halelúja er 35. verk-
efni Litla Leikklúbbsins til
þessa.
Þ. 9. október s.l. hélt Litli
Leikklúbburinn kynningu á
verkum Jónasar Arnasonar,
sem kallaöist: Þiö muniö hann
Jónas. Þar var sungiö, lesiö,
dansaö og spilaö, þar kom fram
nýtt trió sem hefur æft sérstak-
lega fyrir þessa kynningu.
Jónas Arnason og frú voru viö-
stödd og stjórnaöi Jónas fjölda-
söng i lokin, viö mikla lukku viö-
staddra. Húsfyllir var og fjöldi
manns varö frá aö hverfa.
Það veröur sitthvað til skemmt-
unar á haustfagnaöi Fóst-
bræöra.
Fóstbræður
syngja í
þeirra Hákonar Leifssonar og
kvöld
Hinn árlegi haustfagnaöur
Fóstbræöra sem er glens og
gaman fyrir styrktarmenn
Fóstbræöra og aöra vini, veröur
haldinn i kvöld, laugardag, I
Fóstbræbraheimilinu Lang-
holtsvegi 109—11 og hefst kl.
8,30.
Frekari upplýsingar og miöa-
pantanir eru I slma 85206.
A morgun sunnudag mun
Litli Leikklúbburinn, ísafirði
frumsýna gamanleikinn Hale-
lúja, eftir Jónas Arnason, leik-
stjóri Arnhildur Jónsdóttir. Sýnt
veröur i Félagsheimilinu Hnifs-
dal og hefst sýningin kl. 21.00.
Þetta verk Jónasar Arna-
sonar var fyrst sett á fjalirnar
af Húsvikingum sl. vor, en
Jónas endurskrifaöi verkiö i
sumar, og er þaö nú sýnt I þeirri
mynd. Leikurinn gerist um
næstu aldamót og fjallar um
forsetakosningar á tslandi og
sýnir meö þessu verki á gaman-
saman hátt hvernig hægt er aö
yfirtaka og skrumskæla lif
þeirrar persónu sem i framboöi
er, þegar áróöur og sýndar-
mennska er I hávegum höfö.
18 persónur koma fram i
Arni Sæberg opnaði nýlega
ljósmyndasýningu i Pizzahús-
inu við Grensásveg og stendur
sýningin fram til 8. nóvember
n.k.
Þetta er fyrsta sýning Arna og
er myndefni fengið viða aö á sl.
ári. Myndirnar eru allar til sölu
og er sýningin öllum opin og
aðgangur ókeypis.
Pizzahúsið er opið alla daga
frá kl. 11 á morgnana til 23.30 á
kvöldin. Ef einhverjir hafa
áhuga á ab sýna verk sin I
Pizzahúsinu eru þeir beönir ab
hafa samband viö skrifstofuna
þar milli 9—5 virka daga.
Arni Sæberg viö eitt verka sinna.
„Halelúja