Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 11
Helgin 24—25. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 ' Nýtt handunnið stell ___ Öðustellið frá Glit K era mikverksm iðjan Glit er um þessar mundir aö setja á markaöinn nýtt handunniö stell. Starfshópur Glit hefur hannaö þetta nýja stell undir forystu Huldu Marteinsdóttur leirlista- konu og Eydisar Lúöviksdóttur myndlistarkonu. Nýja stelliö ber nafniö Oöustell. Þaö hefur silkimjúka áferö og er glerjaö með völdum steinefnum sem þola sterkustu kemísk efni og þjösn i uppþvottavélum. List- munir veröa einnig á boðstölum hjáGlit. Ináinniframtiömun Glit opna vinnuaöstööu fyrir 1—2 listamenn i einu, og gefst lista- mönnum þarna tækifæri til aö gera hluti sem þeim ekki er fært að gera á sinum eigin verk- stæöum, þvi þarna er besta fáan- lega vinnuaðstaða. — hr. CUÐMUNDUR G. Hagalín með nýja skáldsögu Almenna bókafélagiö hefur gef- iö út nýja skáldsögu eftir Guð- mund Hagalin. Nefnist hún ,,Þar verpir hvitur örn” — og kemur Ut um þaö leytisem Hagalin á sextiu ára rithöfundarafmæli. Almenna bókafélagið gefur út bókina og lofar þvi að frásögn sé fjörleg og kimin. Er þaö tilefni sögunnar aö byggöarlagi er boð- inn nýútskrifaöur guöfræöingur til prests,sem hefur þaö sér til á- gætis að vera golfmeistari og Skoti, og þá væntanlega fjármað- ur og glöggur á hunda. Prestur er kosinn — en embættisreksturinn verður nokkuö annar en menn höföu búist við. Bókin er 158 bls. Tunglið í sögu og mynd Iöunn hefur gefiö út Tvær sögur um tunglið eftir Vilborgu Dag- bjartsdöttur meö teikningum eftir Gylfa Gislason. Þetta eru sögur fyrir litil böm sem eru aö byrja aö lesa. Fyrri sagan heitir AUi Nalli og tungliö og hin siöari Góöa gamla tungliö mitt. og fjallar stí saga um Rósu Sti'nu. — Báöir höfundar eru löngu kunnir fyrir sögur og myndirhanda börnum og Vilborg Dagbjartsdóttir hefur áöur samið sögur um Alla Nalla. Gylfi Gisla- son hefur myndskreytt barna- bækur og gert sviösmyndir viö barnaleikritiö óvita sem Iöunn hefur gefið út tvivegis. — Tvær sögur um tungliðer liölega fimm- tiu blaösiöna bók. |f i FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR f|r Vonarstræti 4 - Sími'25500 Heimilishjálp Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar eftir starfsfólki i heimilishjálp. Upplýsingar i sima 18800. Fluttir á Selfoss söðlasmiðaverkstæði Hrisholti 19, Selfossi, simi 99-1900 Tökum einnig að okkur alhliða xiðgerðir ou sérsmiði Allt til reiöbúnaðar Höfum á boðstólum: Hnakka, hnakktöskur, klifsödla, kliftöskur, hliöartöskur, höfuö- leöur, múla, tauma, beislismél, beislisstangir, istöö, fánalétta, o.m.fl. / Islenskum hestum hæfa best íslensk relðtýgi Baldvin og Þorvaldur vakandi auga með •• 4 ° ■ -m Laugavegi 31 - Sími 28700 Útibú: Suðurlandsbraut 30 - Sími 82900 Við gerum vel við okkar fólk. =% Alþýðubankinn hf Ávöxtunarkjör á innlánsfé eru mismunandi og meðferð sparifjár á margan hátt vandasöm. Mikilvægt er að leita hagstæðustu vaxta- kjaranna sem bjóðast hverju sinni þannig að hámarksávöxtun sé tryggð. í þeim efnum getur þú treyst á holla ráðgjöf í Alþýðu- bankanum - þar höfum við vakandi auga með vöxtunum. Þeir sem beina innlánsviðskiptum sínum til Alþýðubankans eiga einnig greiða leið að persónulegu sambandi við starfsfólkið ef umframfjár er þörf. Lánafyrirgreiðslan er ekki stöðluð, málið er rætt og fyrirgreiðslu bankanshagað ísamræmi við aðstæður í hverju einstöku tilfelli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.