Þjóðviljinn - 24.10.1981, Blaðsíða 13
tfelgin 24-T-25. okWber 1981 ÞJÓDVILJINN— SÍÐA' 13
Sannsögulegt ævintýri:
Graðfolinn
og hrúturinn
Ég er fæddur i sveitog átti þar
heima alltfram um 25 ára aldur.
Þótt fásinni væri oft I sveitinni
eða svo mundi sjálfsagt ýmsum
þykja, sem annarsstaðar hafa
alið manninn, þá komu þar oft
ýmis atvik fyrir sem skemmtileg
þóttu þegar þau gerðust og oft
hafa þau komið upp i hugann
siðar á lifsleiðinni, þegár litið er
um öxl til þessara daga. Ég ætla
hér að segja frá einu sliku.
Lárus Hermannsson.
Það gerðist að vori til. Sauðfé
var i húsum til vors eins og háttur
er viðast a.m.k. norðanlands.
Hrútar eru þá aðskildir frá ánum
og hafa venjulega sittsérpláss af-
siðis og þannig var það i þessu til-
felli. FullorKnn hrútur hafði sina
afmörkuðu stiu i sérkró og fékk
ekki leyfi til samfunda við sinn
ættstofn og virtist láta sér það
bærilega lynda. En i stiu við hlið-
ina á hrútsa var þriggja vetra
graðfoli, sem heldur ekki fékk að
umgangast önnurhross. Þessum
nágronnum var borið vatn og hey
i sama stall. Þótt skilrúm væri á
milli þeirra háði það ekki þvi,að
þeirkynntusthvor öðrum og hafa
að sjálfsgðu talið sig nokkurs
konar fóstbræður, þvi aldrei var
hægt að me-kja annað en þeim
kæmi ágætlega saman. Skeði
ekkert markvert i sambúðinni
meðan þeir voru báðir i hiisi.
Loksins var þeim hleypt Ur
húsi, mun seinna en öðrum
skepnum. Það var i glaðasólskini
og bliðu, komið langtfram i júni.
Fyrstu viðbrögð vel friskra
skepna eftir langa innistöðu eru
að þær bregða undir sig betri fót-
unum með allskonar leik og
kúnstum. Og ekki stóð á þvi hjá
þeim félögum þótt æfingarnar og
búkhljóðin væru mjög ólik. Þó
fannst mér þeir helst vilja leika
sér eitthvað saman. Og þar sem
þeirvoru þarna á grænum balan-
um gerðu þeir hverja æfinguna
eftir aðra þótt með ólíku sniði
væri. Virtust báðir i solskins-
skapi. Svo, eftir eina æfinguna
hjáfolanum, hopp upp iloftið með
tilheyrandi hrynum og bægsla-
gangi, stóð hann allt i einu kyrr.
Hrútsi fylgdist vel með öllu. Vildi
hann nú votta folanum virðingu
sina, hljóp vel til og renndi á aft-
urenda folans enþar hefurhonum
sýnst þægilegt aðhitta, þvi folinn
var með gróskumikið tagl, sem
féll vel á milli afturfóta hans. Og
hrútsa tókst að hitta með þeim
áhrifamikla hætti að hann lenti
langt undir kvið folans.
Að ætla ser að lýsa óhljóöum og
viðte'ögðum folans er útilokað.
Það var ekki einungis að hann
stykki hæð sina i' loft upp heldur
öskraði hann og ólmaðist svo
minútum skipti. Þegar hann svo
loks hafði áttað sig á þessum
óvi ðurkvæmilegu athöfnum
hrútsa, óð hann að honum, beit
niður iherðakamb hans og lyftir i
háaloft. Siðan slepptihann takinu
og tók á rás fri'sandi og hneggj-
andi, eins og hann legði allt kapp
á að komast sem fyrst og lengst
frá þessum vini sinum og fóst-
bróður. Af svip hrútsa sýndist
mér að honum féllu þessi vinslit
munþyngra en folanum, þvf hann
stóð eftir jarmandi meðan folinn
fjarlægðist meir og rheir. Övister
að þeir hafi hist siðar á lifsleið-
inni. Lárus Hermannsson
• Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garöabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö.
HEIDRUDU
LEIRHUSGESTIR:
Okkur er það einstök ánægja að
geta nú boðið ykkur
að lengja leikhúsfeiðina.
T.d. með því að njóta kvöldverðar fyrir leiksýningu, í
notalegum húsakynnum okkar handan götunnar, eða ef
þið eruð tímabundin, að njóta hluta hans fyrir sýningu
og ábœtis eða þeirrar hressingar sem þið óskið, að
sýningu lokinni.
Peim sem ekki hafa pantað borð með fyrir-
vara, bjóðum við að velja úr úrvali ýmissa smárétta,
eftir leiksýningu, á meðan húsrúm leyfir.
JKðeins frumsýningarkvöldin framreiðum við
fullan kvöldverð eftir sýningu, ef pantað er með
fyrirvara.
Vw opnum klukkan 18 öll kvöld, fyrir þá sem
hafa pantað borð. (Annars kl. 19.) Ef um hópa er að rœða,
bendumvið ánauðsyn þess að panta borð með góðum
fyrirvara.
neð ósk um að þið eigið ánœgjulega
kvöldstund.
ARNARHÓLL
Hverfisgötu 8-10. Borðapantanir í síma 18833.
CITROÉN * visa
er nú komin til landsins og er nokkrum
bílum óráðstatað.
Þaö skal fullyrt aö enginn smábíll er eins
rúmgóður og
CITROÉN ^ visa
bæði fyrir farþega og farangur.
citroen^ VISA CLUB
er einkar fallegur og sparneytinn smábíll meö framhjóladrifi og fyrsta flokks aksturseiginleika,
eins og allir CITROÉN ^ bílar.
• Loftkæld 652 cc vél með elektroniskri kveikju. O Ótrúleg snerpa • Benzíneyösla 5,8 Itr. • Nýtízkulegt mælaborð •
Niðurfellanleg aftursæti • Hituö afturrúða • Loftnet og hátalarar • 5 dyra
ÞAÐ OTRULEGA ER AÐ ÞESSI
BÍLL KOSTAR AÐEINS KR.
KOMIO OG REYNSLUAKIÐ
83.000 MMG/obus?
(gengi17/9)
LAGMULA 5. SIMI 81555
CITROÉN
Auglýsinga-
síminn er
CT 81333 uoauum
SÍÐUMÚLA 6, SfMI 81333
SÍMI 53468