Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. mai 1982 skammtur Af holdlegu hugatfari Margt er það sem veldur mér hugarangri hérna í þessum táradal, kvosinni í Reykjavik- urbæ. Eitt þó öðru fremur, en það er það hvernig ég er í laginu. Að vísu gerist þetta hugarvíl ekki áreitið nema þegar einhver ó- lund er í mér, annars finnst mér ég einfald- lega þrekinn, samanrekinn, riðvaxinn, jaka- legur, þéttur á velli, vel að manni, f jallmynd- arlegur og i útsjón svona einhverskonar boð- beri gæfu og gjörvileika. Þegar afturámóti einhver lunti er í mér f innst mér ég vera lítill, feitur, rass- og vamb síður, hjólbeinóttur og alveg ægilega óintres- ant. Og nú er eiginlega búinn að vera hálfgerður lunti í mér í allan dag. Ekki batnaði skapið, þegar ég rakst á greinarkorn í Dagblaðinu um það hvað maður ætti að vera hár í loftinu mið- að við líkamsþunga. Fer semsagt ekkert á milli mála að ég á að vera rúmir tveir metrar á hæð til að talist geti á mér mannsmynd ef þyngdin er lögð til grundvallar. Ég fór inná Hressó að hugsa málið, pantaði mér kaffi, setti sakkarín útí það og fékk mér kæfusneið með. Við næsta borð sátu tvær þriflegar konur, eldri en ég og meiri á þverveginn. Þær úðuðu í sig rjómatertusneiðum og voru í hörkusam- ræðum um holdafarið. ,,Það þýðir ekkert fyrir mig að treysta á baðvogina heima”, sagði sú þybbnari. ,,Ég hef alltof óreglulegar hægðir til að nokkuð sé ‘að marka hana. Ég þyngist og þyngist við það að koma engu frá mér, en léttist svo um f leiri kíló loksins..." Ég held hún haf i tekið eftir því að mér eins- og svelgdist á. Svo skeði það eiginlega í sama mund, að þær lækkuðu róminn og ég hætti að reyna að fylgjast með hægðamálum þessara heiðurskvenna, en fór að lesa Dagblaðið. Þar stóð undir yfirskriftinni ,,Þyngd miðuð við hæð" að ekki væri aðeins Ijótt að vera feitur, heldur einnig óhollt og hættulegt. Og svo kom nokkuð í greinarkorninu, sem sannarlega átti erindi til mín þarna á þessum stað og stundu: „Sem dæmi má nefna að við þurfum að ganga fimm kílómetra til að líkaminn brenni einni brauðsneið með kæfu." Ég varð alveg einsog tungl í fyllingu þarna á skálanum, búinn með kæfusneiðina en átti fimm kílómetrana svo sannarlega ógengna. í örvæntingunni f ór ég að hugsa um það, hvern- ig ég gæti brennt helvítis kæfusneiðinni, svo hún setttistekki að í mér, eins og úrgangurinn sem hefðarfrúin á næsta borði ekki gat losað sig við. Þá mundi ég allt í einu eftir því að kon- an mín haf ði einhvern timann sagt mér, að það að borða eitt harðsoðið egg væri á við að ganga fimmhundruð metra. Líkaminn þyrfti nefni- lega svo mikla orku til að brenna harðsoðnum eggjum. Svo ég fór að reikna út hvað ég þyrfti mörg harðsoðin egg til að brenna kæfusneið- ina. Það var auðvelt reiknisdæmi. Ef eitt harðsoðið egg er á við fimmhundruð metra göngu, þá eru tíu harðsoðin egg á við fimm kílómetra og ég sá í hendi mér að ég þyrfti ekki að ganga fimm kílómetra til að líkaminn brenndi upp kæfusneiðina, heldur einfaldlega éta tíu harðsoðin egg. Nú hrökkég uppúr þessum útreikningum við það að hefðarkonan með hægðateppuna á næsta borði var aftur farin að brýna raustina. „Hvítvínskúrinn er náttúrlega alveg dýrð- legur. Maður drekkur hálfa flösku af hvítvíni um leið og maður vaknar og með henni eina skífu af þurru hrökkbrauði, síðan tvö til f jög- ur staup af hvítvíni á hálftímafresti til há- dégis og harðsoðið egg með. í hádeginu er svo hægt að leggja sig og halda svo hvítvínskúrn- um frameftir deginum en samt eftir læknis- ráði." „Hefurðu prufað horkremið?" spurði þá hin. „Nei". „Maður ber það á keppina fer svo í likams- rækt og svitnar mest undir kreminu. Þetta er svona nokkurs konar svæðishorun." „Ég hef nú alvarlega verið að hugsa um að fara norður og láta stytta í mér garnirnar", svaraði þá sú með teppuna. „Já þeir eru víst komnir óskaplega langt í þessu á Akureyri. Hún Guðríður Sveins lét Gauta gersamlega skipta um allar æðar í sér. Hann leiddi þær bara — hef ég heyrt — beint úr hjartanu og niðrí smáþarmana. Það er líka allt annað að sjá hana. Eins og hún haf i yngst um tíu ár." Nú stóð ég upp og fór út, staðráðinn í því að hætta að hugsa um holdaf arið og eyða síðustu árum ævinnar í eitthvað þarfara. Og svona til hughreystingar fór ég með þessa vísu: Eftir að ég er búinn að geispa golunni gagnar mér lítið að hafa' ekki verið mjór þvi skrokkurinn liggur víst alveg jafn hólpinn í holunni þó horf i' á mig skrattinn og sjái hvaðbumbaner stór. skráargatíð Albert: Alþingishús á hvergi betur heima en við Itauðavatn. Sigurður: Beitti djúpsáiarfræði i borgarstjórn Arni Bcrgur: Pótintáti Sjálf- stæðisflokksins Enginn þorir að minnast á hund i Iiafnarfirði. Það var rifjaö upp á borgarstjórnar- fundi á limmtudaginn að Albert Guðmundsson iagði á sinum tíma fram þá hugmynd i borgarstjórn aö nýtt alþingishús yrði reist við Kauöavatn, á hinu óttalega sprungusvæöi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú gert að kosningamáli. Albert tók til máls i umræðunum og sagðist ítreka fyrri tillögu sina um alþingishús á þessum stað. Það ætti hvergi betur heima. Kratar hyggja nú á húsbyggingu i Reykjavik og hafa sótt um lóð á svæði neðan við Sjómannaskól- ann, sunnan Skipholts. Kom þessi beiðni fyrir borgarráð 4. mai s.l. og var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveim- ur að visa málinu áfram til borgarstjórnar. Það voru þeir Davið Oddsson og Markús Orn Antonsson sem greiddu atkvæði á móti. Á borgarstjórnarfundin- um á íimmtudag baö Sigurður Guðmundsson kratafulltrúi um frest á málinu og var hann veittur. Markús Orn notaði samt tækifæri til aö hnýta i meðíerö þessa máls og kallaöi hana siðlausa. Þá sté Sigurður i pontu og sagöi Gunnar Thorodd- sen hafa lyrst veitt fyrirheit um lóð fyrir krata i borgarstjórnar- tið sinni árið 1959 og afstaöa sjálfstæðismanna nú væri vaía- laust út af þvi að Gunnar hefði fyrst léð þessu máls. Þeir væru að ná sér niðri á honum. Þetta kallar maður nú djúpsálarfræði. / bæjarstjórnarkosningunum i Hafnarfirði i vor á að greiöa at- kvæði um það hvort leyft skuli hundahald eður ei. Málið strandar eins og er á þvi að meirihluti bæjarstjórnar getur ekki komið sér saman um hvernig orða eigi spurninguna. Hvort aðeins eigi að gefa kost á að segja já og nei eöa íara lika einhverja millileið. Eru um Frá fundinum í Glæsibæ. Upphlaupið fór út um þúfur. þessar mundir haldnir langir og strangir leynifundir um málið Enginn flokkur i Hafnarfirði hefur hins vegar vogað sér að minnast á hundamálið einu orðið i kosningabaráttunni af ótta við að styggja einhvern háttvirtan væntanlegan kiós- anda. Árni Bergur Eiriksson heitir pótintáti nokkur i Sjálfstæðis- flokknum sem hefur helst unnið það til afreka að sitja i stjórn Neytendasamtakanna samtimis þvi að framleiða Vilkó-súpur i grið og erg. Hann hefur verið i forsvari fyrir ibúðaeigendum við Gnoðarvog sem skoruðu á þá Sigurjón Pétursson og Svavar Gestsson að hafa fund með ibúum Voga- og Heima um þéttingu byggðar. Eékk sú áskorun mikið rúm i öllum fjöl- miðlum. Þegar svo fundurinn var haldinn strunsaði téður Árni Bergur út við þriðja mann af annars íjölmennum fundi og sýndi fundarmönnum þannig óvirðingu. Enginn fjölmiðill nema Þjóöviljinn lét svo litið að fylgja málinu eftir með þvi að koma á fundinn og má það furðulegt heita. Þess skal getið i framhaldi aí þessu að þegar núverandi hús, sunnan við Gnoðarvog voru reist íóru ibúðaeigendur, norðan við Gnoðarvog i mál við borgaryíir- völd fyrir að leyfa þá húsaröö svo að sagan endurtekur sig húsaröð eftir húsaröö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.