Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. mal 1982 um helgina Meyjaskemman var sýnd í gærkvöldi i Þjóöleikhúsinu og er aftur á dagskránni annað kvöld. Þá verður siðasta sýning á Gosa á morgun og einnig á Kisuleik. A myndinni sjáum við Sigurð Björnsson og Katrinu Sigurðardóttur i hlutverkum sinum i Meyjaskemmunni. Sígaunabaróninn að hætta Sigaunabaróninn hefur nú gengið fyrir fullu húsi siðan i byrjun janúarmánaðar og virðist ekkert lát á aðsókn. Þar sem hljóöfæraleik- arar i Sinfóniuhijómsveitinni hafa i mörg horn aö lita fer sýningum nú fækkandi. 44. og 45. sýning veröa laugardagskvöldið 8. mai kl. 8 og á sunnudag- inn 9. mai er eí'tirmiödagssýning kl. 4. Sanki sýndur enn um sinn Leikrit Alþýöuleikhdssins ,,Don Kikóti”, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda, verður sennilega sýnt enn um sinn vegna vaxandi aðsóknar, en áformað hafði verið aö hætta sýningum. Næsta sýning á Sanka verður i kvöld, laugardaginn 8. mai kl. 20.30. Jói fyrir fullu húsi Leikfélag Keykjavikur sýnir í kvöld (laugardagskvöld) leikrit Kjartans Ragnarssonar JÓA, en það hefur nú verið sýnt yfir 60 sinnum og ávallt fyrir fullu húsi. Verkið fjallar um ung hjón, sem standa frammi fyrir þeim vanda að taka að sér andlega vanheilan bróður konunnar, einmitt þegar þau eru i þann veginn að fara ut- Sigurður Karlsson i hlutverki sinu i ,,Jóa”. an til langdvalar i framhalds- nám. Höfundur leikstjóri og leik- endur hafa hlotið einróma lof fyr- ir verkið. tónlist Kennarar Tón- skóla Sigursveins spila Starfsmannafélag Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar gengst fyrir kennaratónleikum að Kjarvalsstöðum mánudaginn 10. mai. Hefjast þeir kl. 20.30. A efnisskrá vcröa verk eftir J.S. Bach, Fernando Sor, W.A. Mo- zart, Itoberto Gerhard, Manuel de Falla, Erik Satie, John A. Speight, Erland von Kock og Ko- bert Schumann. Þessirkennarar spila á tónleik- unum (og nú fá nemendurnir tækifæri til að sjá þá svitna svona einu sinni): Simon H. ívarsson, gitar, John Speight, söngur, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, pianó, Joseph Fung, gitar, Brynja Guttormsdóttir, pianó, Janine Hjaltason, básúna, Einar Jó- hannesson, klarinett og Anna Málfriður Siguröardóttir, pianó. Lúðrasveit Laugarnesskóla Vortónlcikar Lúðrasveitar Laugarnesskóla verða i Laugar- nesskólanum laugardaginn 8. mai kl. 14.00. Þá leikur sveitin undir stjórn Stcfáns Þ. Stephensen ýmis göngulög og gripandi stef, að ógleymdum gömlu góðu is- lensku lögunum. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir. Að tónleikunum loknum kl. 15.30 veröur kökubasar o.fl. til fjáröflunar. Nú stendur íyrir dyr- um fyrsta utanlandsferðin á starfsferli sveitarinnar, sem nær aftur til 1976 og er förinni heitið til Luxemborgar og Þýskalands. Skólalúðrasveit Arbæjar og Breiðholts heldur tvenna tónleika i sam- komusal Breiöholtsskóla i dag, laugardaginn 8. mai kl. 13.30 og kl. 17.00 A tónleikunum koma fram bæði yngri og eldri deild Lúörasveitarinnar og er dagskráin mjög fjölbreytt. Stjórnandi er ólafur L. Kristjánsson. Kaffiveitingar verða á vegum Foreldrafélags sveitarinnar og eru þær innifaldar i miða verðinu. Þær verða bornar fram milli tónleikanna. Kovacic hjá Tónlistarfélaginu Fiðluleikarinn Ernst Kovacic og pianóleikarinn John O’Connor leika á aukatónleikum Tónlistarféiagsins á laugardaginn kl. 2.30 i Gamla biói. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mozart, Debussy, Prókóféfi og Brahms. ErnstKovacic hefurvakiðalþjóðaathyglifyrir leik i einleikssónötum Bachs og íiðlukonsertum Mozarts, en hann hefur einnig leikið flesta rómantiska fiðlukonserta.sem töggur er i, af mikillisnilld. Fóstbrœður syngja í Gamla bíói „Karlakórinn Fóstbræður var stofnaður árið 1916 og var upphaflega KFUM kór,” sagði Finnbogi Alexandersson, ritari kórsins i spjalli við okkur er hann kom með fréttatilkynningu til okkar um samsöngva kórsins. „Kórinn hélt fyrsta konsertinn árið 1917 og hefur haldið árlega konsert siðan.” Kórinnheldursamsöngvafyrirstyrktarfélagasina dagana 12., 13. og 15. mai n.k. i Gamla biói. Annars hefur kórnum hlotnast sá heiður að vera valinn til að koma fram fyrir hönd Islands við setningarhátiðir norrænnar menningar- kynningar i Bandarikjunum i borgunum Washington og Minneapolis. Menningarkynningin nefnist „Scandinavia today” og hefst i byrjun september. Vortónleikar í Njarðvík Vortónleikar Tónlistarskóla Njarðvikur verða haldnir i Ytri-Njarð- vikurkirkju sunnudaginn 9. mai kl. 17.00. A tónleikunum munu nem- endur, kór, lúðrasveit og nýstofnuð strengjasveit koma fram og flytja tónlist við allra hæfi. 125 nemendur hafa verið i skólanum i vetur og 9 kennarar auk skólastjóra. Aðgangur að þessum vortónleikum er ókeypis. SKBIFAN 11 — við hliðina á Bflasölunni Braut — SIMI 31550 Sérlega góð inniaðstaða Anm kl. 8—21 virka daga kl. 9—5 laugardaga og sunnudaga • jwl Ef einhvers staðar er opið þá 1 * er opið hjá okkur — oq alltaf kaffi á könnunni RADIAL DIAGONAL SÓLUÐ JEPPADEKK MICHELIN KANADADEKK DUNLOP BRIDGESTONE GOOD YEAR hi»*z*%r* hringir lurv^ GOOD YEAR BRIDGESTONE GENERAL ISLENZK AMERÍSK OG ÞÝZK MARGAR GERÐIR Á GÓDU VERDI GERIÐ VERÐ OG GÆÐASAMANBURÐ. Mikið úrval af krómfeigum og jeppafeigum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.