Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. maí 1982 Svavar Sigmundsson W skrifar málþátt Ofdrykkjan Aö þessu sinni ætla ég aö huga aö nokkrum orðum sem fjalla um ofdrykkju eða alkóhólisma. eins og það heitir á erlendum málum. Ég ætla ekki að taka íyrir orö um „áfengi” eða „að vera fullur”, þó að þar sé nógu af að taka. Engin algild skilgreining er til á „ofdrykkju” eða „ofnotkun” áfengis, en talaö er um að „misnotkun” áfengis sé það þegar neysla einstaklings fer aðfara fram úr þvi sem hæfilegt er talið í þjóðfélaginu. Þvi er einnig haldið fram að reglubundin ..óregla” þurfi að hafa félagslegar, fjárhagslegar og heilsufarslegar af- leiðingar i för með sér til þess að hægt sé að tala um ofdrykkju. Hægt er að tala um þrjár tegundir manna sem neyta áfengis: alkóhólistar eða ofdrykkjumenn, drykkjumenn og hófdrykkju- menn og eru þá i siöasta hópnum þeir sem ekki eru i vanda staddir vegna áfengisneyslu sinnar. En þesskonar flokkanir eru vandasamar, og þaðíereftirþjóöfélögum hvernig litið er á þessi mál. Drykkjusiöir þjóða eru og mismunandi og má t.d. i þvi sambandi bera saman Islendinga og Frakka, þar sem litið er mjög ólikum augum á neyslu áfengra drykkja og vinneysla gegnir óliku hiutverki i lifi fólks. Fyrst ætla ég þá aö nefna orö sem tákna „áfengisástriðu”: áfengissýki, brcnnivinsástriða, drykkfelldni, drykkjufýsn, drykkjulöngun, drykkjusýki og ölfýsi. Um sjálfan drykkjuskapinn eru höfð ýmis orð og eru þessi helst: bleyta, brcnnivinsdrykkja, drykkja, fylliri, kenndirí, óregla, sumbl, svall.Hlullausara orð er áfengisneysla og ölvun aðsama skapi um ástandiö. Sama veröur ekki sagt um drabbog slark.sem lýtur að ýmsu valasömu drykkjuskaparatferli og er ölæðiðþar með i flokki. Oröið fyllirier tökuorð úr dönsku og er elsta heimild Oröabókar Háskólans um það Jón Árnason biskup, i Kleyfsa, sem út kom 1733. Hann nefnir þar samheitin ofdrykkja og rúss.ogerþaðseinna úrdönsku rus. Um þá sem drykkl'elldir eru hafa verið notuð ýmis iýsingar- orð, og er valasaml að öll kurl hafi komið til grafar hér, þvi að sjálísagt er talsvert til al' slanguroröum á þessu sviði. En hér koma þau helstu: blautur, óreglusamur, vinhneigður, votur, öl- l'úsog ölkær.Oröið blauturer visast nýlegt, og er elsta heimild OH um þessa merkingu ekki eldri en frá Jóhanni J.E. Kúld, úr bókinni i slillu og stormi (Rvk. 1977). Þegar drykkjusýkihefur náð tökum á mönnum, er talað um að þeir séu drykkjusjúkir.Sú hugmynd, að alkóhólismi sé e.k. sjúk- dómur, en ekki skapgerðarbrestur, er upp komin á þessari öld, og hafa AA-samtökin ekki sist orðið til að útbreiða þann' skoðunarhátt. Þær aöleröir sem beitt er gegn ofdrykkju, byggj- ast á þvi að gera oldrykkjumanninn að algjörum bindindis- manni. Á siðari timum er aftur á móti farið að lita á ofdrykkju sem félagslegt lyrirbæri iremur en sjúkdóm og þá álitið að hún eigi sér orsakir i samskiplavanda fólks. Þá er stefnt fremur að þvi aðgera oldrykkjumanninn aö hófdrykkjumanni eða „venju- legum” áfengisneytanda. En hvaö sem þvi liöur, skulu hér rakin þau orð sem tungan á um „drykkjumenn”, sem eru æöimörg. Mörg hver lýsa þau við- horfum þjóðfélagsins til þeirra manna, yfirleitt karla, sem við áfengisvandamál eiga aö striöa. Svo mörg eru þau orð: áfcngis- sjúklingur, alki, alkóhólisti, brennivinsbelgur, -berserkur, - maöur, bytta, dagdrykkjumaður, drabbari, drykkjubolti, -deli, - dótgur, -dóni, -draslari, -hrútur, -hundur, -róni, -rússari, -rútari, - rútur, -rælill, -seppi, sjúklingur, -slarkari, -svallari, -svampur, - svelgur, -svin og -svoli, fullukall, fyllibytta, -hrútur, -hundur, - karl -kúla, -kunta, -raftur, -róni, -rotta, -svampur og -svin, sl- drykkjumaöur, svampur, túramaður, vinbelgur, vinsvelgur, þainbari, þjórari og örlagabytta. Ekki er ætlunin aö rekja merkingarbrigði einstakra orða en eins og geíur að skilja hala þau mörg hver verið slangurorð i upphafi. Sjállsagt má einnig greina aldur þeirra nánar, ef farið væriút i þaö. Hér veröur þaöekki gert nema að litlu leyti. Sé enn leitað til Oröabökar Háskólans, kemur i ljós, að fyrsta orðið sem taliðer, áfcngissjúklingur.er ekki til úr eldri heimild en úr 4.b. Alfræði AB, bókinni Mannshugurinn sem út kom i þýðingu Jó- hanns S. Hannessonar 1966. Þar er oröið áfengissýki lika fyrst skráðskv. OH. Ýmis oröanna eru komin úrdönsku, t.d. drykkju- bolti (d. drukkenbolt), einnig oröin með t.d. fyllibytta (d. fylde- bðtte), fyllihundur (d. fyldehund). Forliðurinn fylli-hefur svo orðiðbýsna lrjósamur i islensku. I orðabók Jóns ólafssonar frá Grunnavik frá 18. öld er ekkert orö með þessum forliö en hins- vegar bæöi drykkjurúturog drykkjusvin.Hugsanlegt er að mál- vöndunaráhugi hans hali ráðið þvi að fylii-orð eru þar ekki, nema þessi orð séu yngri i málinu. Orðið svampurer lika fengið úr dönsku i þessari merkingu (d. svamp). Af þessum orðum skal aöeins nánar vikið að rónanum.en það orö virðist vera lrá þessari öld. Elsta heimild Talmálssafns OH um þetta orð er Þóröur Eyjóllsson hrd. Hann segir, að orðið rón- arsé stytt úr barónar, „en svo kölluöu sig sjálfir drykkjumenn sem sóttu svoneíndan Reykjavikurbar á árunum fyrir 1930. Barónar voru upphaflega ekki niörandi, en styttingin varð það brátt i munni annarra.” Fleiri Reykvikingum ber saman um þessa skýringu. Aðrir hala þá skýringu, að rónisé orðiö til fyrir áhrif orðsins lazzaróni, en svo voru nefndir förumenn og fá- tæklingar i Napolí og Benedikt Gröndal nefnir þá i Landafræði sinnifrá 1882(195). Ofter talað um oídrykkjuna sem áfengisböIið.Einn heimildar- maður OH taldi oröiö áfengisbölvera nýlegt I bréfi árið 1979. En það er siður en svo. Þaö er a.m.k. lrá 1906, i Skirni 354. Áfengis- vandamáliðer lika aö ná til æ yngra fólks, svo að nú hefur tung- unni bæst oröið ungróni.skv. Helgarpóstinum 27. nóv. sl. Þeir sem vilja ieggja orö I belg skrifi Málþætti Þjóðviljans, Slðumúla 6. R. Einnig geta þeir haft samband við Svavar Sigmundsson I slma 22570. Fyrsti mai rann upp iskaldur ög bjartur. Eftir að hafa gengið undir kröfum og með kröfum niður Laugaveg og Bankastræti fékk ég mér i svanginn á Horninu og fór svo á málverkasýningu, opnun málverkasýningar Tryggva Ólafssonar. Svoleiðis opnanir eru sérkapituli I menn- ingarlifinu. Ekki sér i málverkin fyrir fólki og allir eru feiknarlega gáfulegir. Við þessa opnun voru allir mjög gáfulegir og ég setti upp minn gáfulegasta svip og þóttist heldur betur maður með mönnum. Ungar stúlkur gengu um beina með sérri á bakka og fólk safnaðist saman i smáhópa og skeggræddi náungann. „Er þessi farin að vera með þessum og eru þau skilin? Jahá”. Innan um okkur spekingana var töluvert slangur af börnum sem voru I eltingaleik en ein litil hnáta gekk um með spýtu og barði i málverkin. Hún skemmti sér konunglega þangað til hún datt á vegg og fór að gráta. I List- munahúsinu er lika skemmti- legur stigi fyrir börn og háaloft með glugga visandi inn i neðri salinn. 1 honum hékk strákur og gaf fólkinu niðri langt nef og gretti sig ógurlega. Ég beið spenntur eftir að hann dytti út úr glugganum, kannski ofan á sérri- bakka. Það hlakkaði dálitið i mér við tilhugsunina þó að sannarlega Er þessi farin að vera með þessum? hefði ég séð eftir sérriinu. Mér virtust sumir sem þarna voru saman komnir hafa meiri áhuga á sérribakkanum en máiverk- unum og ég verð að játa að ég gaf þessum bakka við og við horn- auga þó að ég léti litið á þvi bera. Annars var það sem ég sá af málverkunum ljómandi gott og mig langaði meira að segja til að eiga mörg þeirra. Þá varð mér hugsað til ávisanaheftisins og óðar dimmdi i I hugskotum. Von- andi hefur kröfugangan i dag ekki verið til einskis farin. Framan af samkomunni var ég heldur svona þögull og hikandi þrátt fyrir vitsmunasvipinn sem ég set upp við svona tækifæri. Hann er fólginn i þvi að ég lyfti hökunni aðeins upp, kipra vinstra augað og læt annað munnvikið lafa. En smám saman gerðist ég máldjarfari og var jafnvel farinn að ávarpa heimsfræga menn. „Er það rétt að Jón hafi skilið við Gunnu?” sagði ég við lista- mannsem ég kannst litillega við. „Já, ég hef heyrt það”, sagði hann. Svo var það ekki meira. „Þekkirðu hann þennan”, hvislaði stúlkan að mér. Hún er vinkona systur vinkonu fyrrver- andi eiginkonu minnar. „Já, hvort ég þekki, hann var einu sinni með mér i bekk. Þetta er barnsfaðir hennar...” „Já, þetta er hann, auðvitað”, sagði hún. Nú var orðið dálitið áiiðið og málskrafamenn í essi sinu. Börn- in hlupu hring eftir hring með ærslum og óhljóðum en strákur- inn i glugganum góL Þá þraut sérriið og smátt og smátt tindist liðið út. En ég er ákveðinn i að fara og skoða málverkasýninguna við tækifæri. — Guðjón crlcndar baehur Neal Ascherson: The Polish August Penguin Books, 1981 Af þvi sem hefur verið að ger ast i veröldinni á liðnum mán- uöum, tekurfátt jafnmikið pláss i blöðum og öðrum f jölmiðlum, en málefni Póllands. Ekki er unnt að fletta svo biaði, að ein- hversstaðar sé ekki hérstjórnin, Einnig, eða Walesa þar nefnd. A islensku var fyrir jólin gefin út bókum LechWalesa og í útlönd- um hafa á liðnum mánuðum komið út bækur um pólsk mál- efni I metravís. The Polish August er ein þeirra bóka. Höfundurinn er vel kunnur málefnum pólsku þjóðarinnar, hefur verið fréttaritari þar og viöa annars staöar. I bókinni segirhann sögu Póllands. Mest- megnis fjallar hann um Soli- darnosc og þá menn sem mest hafa verið áberandi þar og I pólskum stjórnmálum. The Polish August er „current events” — bók og sem slik bar- asta skikkanleg. Hiln er rúmar 300 síöur og fyigir bibliógrafía,i nafnaskrá og athugasemdir. Þetta er bók fyrir fjölmiðla- fólk. Nýlegt neðanjaröarplakat: pólski örninn á bakvið fangelsisgrindur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.