Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 3
Helgin 8.-9. mai 1982 klóÐVII.JlN.N — SIÐA 3 Matvæli notuö í pólitískum tilgangi segir Zdzislaw Pawlik starfsmaður pólska samkirkjuráðsins i — íig er hingað kominn til þess aö votta þakklæti pólsku þjóöar- innar fyrir þá einstöku samstöðu sem tslendingar hafa sýnt póisku þjóðinni með efnahagsaðstoð sinni, sem i fjármunum taiin nemur meira á mannsbarn en dæmi eru um annars staðar, sagði Zdzislaw Pawlik, baptista- prestur frá Pólska samkirkjuráð- inu á blaöamannafundi sem sam- starfsaðilar að Póliandssöfnun- inni boðuðu til i gær. Aðstoðinni hefur verið dreift meðal þurfandi i Varsjá og 15 öðr- um héruðum Póllands, en sam- tals nemur Póllandsaðstoöin 4 miljónum króna auk einnar mil- jón króna framlags l'rá rikinu. Þannig komu nýverið til Póllands um 100 tonn af islenskri saltsild, pakkaðri i 5 kg. pakkningum, sem fara á sjúkrastofnanir, elliheimili og til barnmargra f jölskyldna, Pawlik sagði að Pólverjar byggju ennþá við skort, og þvi væri spáð að svo myndi verða áfram næstu 3 - 5árin. Hann sagði að kjötskortur i landinu stafaði m.a. af kornsölubanni Bandarikj- anna gagnvart Póllandi, en það hefði lagt alifuglaræktina i rúst. Áður var þriðjungur af kjötneyslu Pólverja kjúklingakjöt, sem ekki Forsíðumyndin Forsiðumynd blaðsins i dag heitir „Flótti” og ereftir Tryggva Óiafsson, en sýning Tryggva stendur þessa dagana yfir i List- munahúsinu við Lækjartorg. Sýn- ingin er opin virka dag nema mánudaga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Sýningunni lýkur 23. þessa mánaðar. er lengur fáanlegt. Þrátt fyrir að allt land sé rækt- að, þá kemur skortur á áburði og skordýraeitri og lyfjum i veg fyr- ir að landbúnaðurinn skili eðlileg- um afköstum. Pawlik sagði hins vegar hrærð- um huga að Pólverjar hefðu reynslu af þvi að mæta þrenging- um, — Við skiljum hins vegar ekki þær efnahagslegu refsiaðgerðir, sem Bandarikin hafa beitt Pól- verja, og við teljum það andstætt öllum góðum siðalögmálum að beita matvælum sem vopni i póli- tiskum tilgangi. Slikar aðgerðir bitna fyrst og fremst á saklausu fólki. Póllandssöl'nunin var skipulögð af Alþýðusambandi Islands, Hjálparstofnun kirkjunnar og Kaþólsku kirkjunni og lýstu þeir yfir ánægju með samstarfið. Giróreikningur Póllandssöfnun- arinnar er ennþá opinn, pg. 20005, og sagði Ásmundur Steíánsson að öli framlög myndu álram koma að góðum notum, — ólg. Skiptiferóir verkalfsós - félaðan ódýrara er ekki hægt a Með samstarfi við Samvinnuferðir-Land- sýn og Dansk Folke-ferie efnir Alþýðu- orlof í sumar til þriggja utanlandsferða fyrir félagsmenn verkalýðssamtakanna á íslandi og í Danmörku. Með þessum gagnkvæmu samskiptum við dönsku verkalýðshreyfinguna er unnt að bjóða skiptiferðirnar fyrir verð sem vart á sér nokkra hliðstæðu og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og ýmsar spennandi skoðunarferðir um Danmörku og yfir til Svíþjóðar. Farið er vítt og breytt um Jót- land og Sjáland og tækifæri gefst m.a. til heilsdagsferðar yfir til Þýskalands. Rétt til þátttöku í Danmerkurferðunum eiga félagsmenn í aðildarfélögum Alþýðu- orlofs sem eiga orlofshús í Ölfusborgum, Svignaskarði, Vatnsfirði, Illugastöðum eða Einarsstöðum og fær hvert orlofs- svæði tiltekinn fjölda þátttakenda í hverja ferð. Eftirtaldir aðilar veita allar nánari upp- lýsingar og taka við bókunum: Alþýðuorlof Lindargötu 9, Reykjavík sími 91-28180 (kl. 13.00-17.00) Alþýðusamband Austurlands Egilsbraut 25, Neskaupstað sími 97-7610 Alþýðusambands Vestfjarða Alþýðuhúsinu, ísafirði sími 94-3190 Alþýðusamband Norðurlands Brekkugötu 4, Akureyri L\1 % Sl sími 96-21881 Dansk folkefené Samvinnuferdir - Landsýn 19 dagar kr. 5.700 með öllu fyrir aðeins Innifalið: Flug, gisting í sumarhúsum í 7 daga og 12 daga rútuferð með gistingu og fullu fæði ásamt íslenskri fararstjóm. Barnaafsláttur kr. 800 fyrir börn yngri en 12 ára. 28. júní - 17.júlí - laus sæti 17. júlí - 31. júlí -15 dagar - uppselt 31. júlí -18. ágúst laus sæti Verð miðað við flug og gengi 18. jan. '82 Stjórn Alþýðuorlofs íþróttahús á Laugarvatni Tilboð óskast i byggingu iþróttahúss fyrir iþróttakennaraskóla islands. Steypa skal upp húsið og fullganga frá gluggum og þaki. Auk þess skal gera veg og bilastæði. Húsið er um 1560 ferm. Gröftur er um 14.500 rúmm. og fyllingar um 13.200 rúmm. Verkinu skal að fullu lokið 1. októ- ber 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1.500.- kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuö á sama stað miðvikudag- inn 26. mai 1982, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍNII 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 1 Kennarar Sérkennara vantar að Grunnskóla Húsa- vikur. Upplýsingar veita skólastjórar i sima 96- 41307 eða 96-41344, heima'. 96-41123 eða 96- 41166. 2 kennara vantar að Gagnfræðaskóla Húsavikur. Aðalkennslugreinar: raungreinar og sam- félagsgreinar. Upplýsingar veitir skólastjóri i sima 96- 41344,heima: 96-41166. Mjög góð vinnuaðstaða. Skólanefnd Húsavikur. Tónlistarkennari óskast áhausti komanda. Æskilegar kennslugreinar: Strengjahljóð- færi og gitar. Upplýsingar gefur skóla- stjóri Magnús Magnússon i sima 97-1444 og formaður skólanefndar Magnús Ein- arsson i sima 97-1233. Umsóknarírestur er til 20. júni n.k. Skólanefnd. Starf tæknifræðings hjá byggingafulltrúanum i Kópavogi er laust til umsóknar. Upplýsingar um starf- ið og launakjör veitir undirritaður. Umsóknum skal skila til bygginga- fuiltrúans i Kópavogi Fannborg 2 fyrir 22. main.k. Byggingafulltrúinn i Kópavogi Útboð Tilboð óskast i 6. áfanga — lofthitalögn — íþróttahúss við Skálaheiði. Útboðsgögn eru afhent á Tæknideild Kópavogs Fann- borg 2 gegn 1500 kr. skilatryggingu. Til- boðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11.30 þriðjudaginn 25. mai og verða þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræðingur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.