Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 12
12 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. mal 1982 Frá fundinum meö Ibúasamtökum Blesugrófar sem haldinn var I Fáksheimilinu. -ljósm. eik Gagnlegur fundur í Blesugróf ibúasamtök Blesugrófar boö- uöu til fundar um málefni hverfisins á fimmtudagskvöldið. Fundurinn var fjölsóttur og þar mættu m.a. borgarfulltrúarnir Adda Bára Sigfúsdóttir, Albert Guömundsson og Kristján Bene- diktsson auk starfsmanna frá borgarskipulagi og borgarverk- fræöingi. Blesugrófarhverfiö hefur lengi verið vanrækt af yfirvöldum, og það var ekki fyrr en á árunum 1980—81 að farið var að vinna að varanlegri gatnagerð i hverfinu. Samkvæmt framkvæmdaáætlun hafði verið áformaö að ljúka varanlegri gatnagerð á sl. hausti en það hafðist ekki af og kvörtuðu ibúar undan þvi. Adda Bára Sigfúsdóttir sagði i samtali við blaðið aö þessum framkvæmdum yrði lokið i sumar. Þá voru strætisvagnamál hverfisins einnig til umræðu, en ibúar Blesugrófar hafa þurft að ganga yfir Reykjanesbrautina til þess að taka strætisvagn i bæinn. Adda Bára tjáði blaðinu að i sumar yrði sú bráðabirgðalausn fundin á þessu máli að skipta hestagöngunum i undir Reykja- nesbrautina i göngu- og hesta- göng með grindverki og setja stoppistöðina við göngin. Ýmis önnur mál voru rædd á fundinum sem stóð fram undir miðnætti. Adda Bára sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur og að fleiri slikir fundir væru æskilegir, enda væru ibúasamtök Blesugrófar virk og áhugasöm um að hverfinu verði sem fyrst komið i endanlegt horf, en upp- haflega var þarna um óskipu- lagða byggð að ræða. -ólg. BARÁTTUFUNDUR í Kópavogsbíói, þriðjudaginn 11. maí kl. 20.30 Dagskrá: 1. Snorri S. Konráðsson, 3. maður á lista Alþýðubandalags- ins setur samkomuna. 2. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins flytur ræðu. 3. Einar Guðmundsson fer með nokkrar limrur Þorsteins Valdimarssonar. 4. Lovísa Hannesdóttir, 4. maður á lista Alþýðubandalags- ins og Heiðrún Sverrisdóttir 2. maður á lista Alþýðu- bandalagsins flytja stutt ávörp. 5. Félagar úr söngflokknum Hálft í hvoru syngja baráttu- söngva. 6. Björn Ólafsson, 1. maður á lista Alþýðubandalagsins flyt- ur ræðu. Stjórnandi fundarins og kynnir er Sigurður Grétar Guð- mundsson. Hornaflokkur Kópavogs leikur nokkur lög áður en fundur- inn hefst. Alþýðubandalagið í Kópavogi X-G fyrir félagslegar framfarir Þór Vigfússon að sparsla. — Ljósm. gel. Jón Gunnar: Höggmyndalistin þarf aö tengjast almennri umhverfis- mótun I rikari mæli, þar sem hún getur haft bæöi fegrunar- og nota- gildi. — Ljósm. gel. Rúrl: Það veröa a.m.k. 10 félagar I Myndhöggvarafélaginu meö sýningar erlendis I sumar... — Ljósm. gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.