Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 32
DIODVIUINN Helgin 8.-9. mai 1982 Abalsimi Þjóbviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins I þessum stmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öii kvöld. Aðalsími 81333 Kvöidsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 nafn víhunnar Hjörleifur Guttormsson Nafn vikunnar að þessu sinni er Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra. Eins og svo oft áður hafa þau málefni, sem heyra und- ir hans ráðuneyti verið helsta umræðuefni fjölmiöia þessa vikuna og styrr staðið um iðnaðarráöherrann. A siðustu dögum þingsins tókst að afgreiða með far- sælum hætti tvö stærstu þingmálin á sviði iðnaðar- og orkumála. Þingsályktunar- tillaga rikisstjórnarinnar um virkjanaröð og þar með um Blönduvirkjun var samþykkt samhljóða með litlum breyt- ingum eftir hávaðasamar deilur, sem um tima stefndu málinu í tvisýnu. Með samþykkt laga um raforkuver á siðasta þingi og nú tillögunnar um virkjana- röð hafa verið teknar á- kvarðanir um langtum meiri framkvæmdir i orkumálum en nokkru sinni fyrr hér á landi. Um allan undirbúning þessara flóknu og erfiðu mála hefur Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra haft forystu og munu flestir óvilhallir menn sammála um að þar hafi verið vandað vel til allra vinnubragða, og for- ystan verið traust. Annað stórmáiið á sviöi orku- og iðnaðarmála sem afgreitt var fyrir þinglok i gær, var frumvarpið um kis- ilmálmverksmiðju á Reyð- arfirði. Með afgreiðslu þingsins á þvi máli er stefn- an mörkuð i aðalatriðum i samræmi við tillögugerð iðn- aðarráðherra, enda þótt gert sé ráö íyrir aö málið komi aftur til kasta þingsins áður en meiriháttar ljárfestingar hefjast. Miðað er við að kisilmálm- verksmiðjan á Reyðarfirði verði alislenskt fyrirtæki, og verður hún fyrsta stóriðju- verið, sem tslendingar reisa án nokkurrar þátttöku út- lendinga. Gert er ráð fyrir að orkuverð til kísilmálmverk- smiðjunnar verði nær þrefalt hærra en álverið i Straums- vik greiðir, en samt geti verksmiðjan borið sig og veitt 130 manns atvinnu. Nú i vikunni hefur Hjör- leifur Guttormsson einnig átt viðræðufund við fulltrúa Alu- suisse um deilumál okkar við auðhringinn. Á þessum fundi slitnaði upp úr þeim viðræð- um, þar sem fulltrúar auð- hringsins neituðu algerlega að koma nokkuð til móts við sanngirniskröfur okkar manna. Hjörleifur Guttormsson hefur af ýmsum stjórnar- andstæðingum verið sakaður um of mikla hörku i sam- skiptum viö auðhringinn, en hitt er vist að óbreyttir liðs- menn úr öllum flokkum standa þétt við hlið ráðherr- ans i þeim málum öllum og treysta honum manna best til að láta hvergi undan siga fyrir óbilgirni hins erlenda auðhrings. —S.dór. Kjósendur spyrja frambjóðendur Ab um borgarmálin Sigurjón Pétursson svarar spurningum um leiguíbúðir og lóðaframboð: Ekki sérstök hverfi með leiguíbúðum Steinunn J óhan nesdóttir Höröalandi snvr: 1) Hvar eru framkvæmdir við leiguibúðir á vegum borgarinn- ar á vegi staddar? 2) Er forsvaranlegt að Ibúðir i Verkamannabfistöðum í Breið- holti standi auðar um lengri tima? Sigurjón Pétursson svarar: Lóðum undir leiguibuðir var út- hlutað i fyrra, fyrir rétt rúmu ári siðan, á svæði sem var gert bygg- ingarhæft á siðasta sumri, þannig að allt er tilbúið til byggingar núna. Þetta svæði er i Fossvogshverf- inu. Við ákváðum aðdreifa leigu- ibúðunum, ekki haia þær I einni þyrpingu, og hluti þeirra er i svo- kölluðu Eyrarlandssvæði og hluti i Suðurhliðum. Það er búið að teikna meirihlutann áf þessum húsum og bjóða út þegar tvö hús, og þau eru þegar komin á bygg- ingarstig. Þá má einnig geta þess að á fundi i borgarráöi I gær voru gefin fyrirheit um fleiri lóðir undir leiguibúðir. Það eru 12 ibúðir i Artúnsholti, eitthús við Skipholt og annað við Hverfisgötu. Það er svæði við Stangarholt og svæði vestur á Melum. Þetta eru alls kyns hús, fjögurra ibúða hús, þriggja ibúða raðhús, og fleiri gerðir. Þær leiguibúðir sem verið er að byrja byggingar á eru lág fjöl- býlishús og raðhús. 2) Við höfum lagt áherslu á það viö stjórn Verkamannabústaða, að ráðstafa þessum ibúðum fyrir- fram, þannig að fólk geti verið til- búið að flytja inn i þær. Einstaka sinnum standa þessar íbúðir lausar um einhvern tima, vegna þess að fólk er að biða eftir að fá eitthvað tiltekið verðbóta- timabil. Þetta mál er ekki nema óbeintá vegum borgarinnar. Færri lóðum er skilað nú Sigurður Þórðarson Hringbraut 107 spyr: Að hve miklu leyti myndu auknar lóðaúthlutanir á vegum Reykjavikurborgar leysá hús- næðisvandann? Sigurjón Pétursson svarar: Þessu er erfitt að svara, en þó er hægt að benda á að frá 1973 hefur Reykvikingum fjölgað um 1800 manns, en á sama tima hefur íbúðum fjöigað um 7600. Þannig að maður sér fram á að það hlýtur að koma að þvi að framboðið verði orðið nægjan- legt. Hvenær, er dálitill vandi um að segja, og það ræðst af tvennu. í fyrsta lagi að nú búa allir i séribúð, ekki bara kjarna- fjölskyldan, og einnig er i öðru lagi að koma inn á markaðinn stórir árgangarsem þarfnast að sjálfsögðu húsnæðis. En það er augljóst að minni hyggju, að innan ekki mjög langs tima, verði haldið áfram að byggja af jafnmiklum krafti og nú er gert, þá verði þessi þörf mettuð á höfuðborgarsvæðinu. Þær sögur ganga að margir sækja um lóðir til borgarinnar eingöngu til að safna sér punkt-f um, ekki vegna þess að þeir ætli að byggja i það skiptið. Hvað er hæft I þessu? — Jú, það hef ég heyrt sagt, og auðvitað getur verið eitthvað til i þessu. Hitt hefur hins vegar sýnt sig, að eftir aö punkta- kerfið var innleitt, þá hefur ver- ið minna um það að lóðum hafi verið skilað inn, en áður var. Það virðist benda til þess, að menn meini i alvöru þegar þeir sækja um lóðir. Hvað er þvi til fyrirstöðu að úthluta lóðum fyrir alla þá sem sækja um? — Það sem er þvi til fyrir- stöðu er fyrst og fremst fjár- hagsgeta borgarinnar. Til að getað annað öllum umsóknum um lóðir, þá þyrfti að gera um þrisvar sinnum stærra svæði byggingarhæft, og það er kostnaður sem við höfum ekki ráðið við. Trúlega myndi það kosta um 200 miljónir að gera allt það svæði byggingarhæft. Guðrún Ágústsdóttir svarar spurningum um þjónustu SVR í Breiðholti, og kartöflugeymslurnar í Ártúnsholti: Gjörbreyting hjá SVR í Breiðholti Ilelga Magnúsdóttir, formaður Framfarafélags Breiðholts spyr: 1) Hefur stjórn Strætisvagna Reykjavikur fengið bréf frá féiaginu sem dagsett var 2. april og fjallar um efni þess er m.a. snerti ferðir strætisvagna um Breiðholt? 2) Hvaða úrbætur eru ráðgerðar varðandi Breiðholtið i endur- skoðun á leiðakerfi SVR? Guðrún Agústsdóttir svarar: Af sérstökum ástæðum var ekki hægt að leggja fram erindi sem borist hafa stjórninni á sið- asta fundi hennar, en um þau verður fjallað á miðvikudaginn i næstu viku. 1 þeirri endurskoðun leiða- kerfisins sem nú er vel á veg komin hefur sú stefna verið mótuð að bæta þjónustuna við Breiðholtið og Arbæjarhverfið sérstaklega. Það er alveg ljóst að álagið er mikið t.d. á leið 13 og breytingar þarf að gera á leið 12. Það er hinsvegar okkar reynsla að betra er að horfa á málin i heild og finna á þeim varanlega og skynsamlega lausn heldur en að Vera stöðugt með einhverjar neyðarlausnir i gangi, sem ef til vill skapa fleiri vandamál en þær leysa. Ég held að það sé alveg ljóst að að- stæður Breiðhyitinga til þess að komast leiðar sinnar með betri tengslum beint niður i miðbæ og ekki siður innan hverfisins munu gjörbreytast með nýja leiðakerfinu. Nú hafa byggst upp mikilvægar þjónustumið- stöðvar i Breiðholtinu eins og heilsugæslustöð, stórir skólar og kvikmyndahús, og það er orðin brýn þörf á betri tengslum milli Breiðholtshverfanna. Við getum ekki lofað neinu um það hvenær farið verður að aka eftir endur- skoðuðu leiðakerfi en við von- umst fastlega til þess að það geti orðið með haustinu. Geymslurnar fá að standa Einar Valur Ingimundarson, Kárastig 7, spyr: 1) Er það rétt að leggja eigi niður kartöflugleymslurnar i Ártúnsholti? 2) Var það réttlætanlegt að hækka leigu fyrir garðlönd til matjurtaræktar eins mikið og gert var? Guðrún Ágústsdóttir svarar: Nei, ég lel mig geta fullyrt að kartöflugeymslurnar i Artúns- holti fá að standa, enda eru þær ekki fyrir þeirri byggð sem mun risa i Artúnsholti. Þessi starf- semi er bráðnauðsynleg, og frá- leitt að leggja hana niður án þess að sambærilegt húsnæði sé fyrir hendi. Raunar þyrfti aö auka rýmið undir kartöflu- geymslur frá þvi sem nú er. Þetta er afskaplega vinsæl og gagnleg iðja að rækta kartöflur og aðrar matjurtir og nauðsyn- legt að stækka svæði undir garð- lönd. Ég tel það miður að leigan fyrir garðlöndin skuli hafa verið stórhækkuð i einu stökki. Þetta var að visu mjög lág upphæð sem eitthvað þyrfti að hækka til samræmis við annað verðlag, en það hefði mátt gera i smærri og reglulegri stökkum. Úr þvi sem komið er verður að sjá svo um að verðbólgan rýri þetta leigugjald þvi að hér er um aö ræða gjald sem er litið fyrir marga, en veruleg upphæð fyrir aðra sem eru tekjulágir en hafa gaman af að fást við garðrækt sér til búdrýginda og heilsubót- ar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.