Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 5
Helgin 8.-9. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Kæran á
kvennaframboðin:
Jafnréttis-
ráð ekki
sammála
Meirihluti Jaí'nréttisráös hefur
íellt þann úrskurö vegna kæru
Þorsteins Halldórssonar i Kópa-
vogi á kvennaframboöin i
Reykjavik og Akureyri, að þau
brjóti ekki i bága við jafnréttis-
lögin. Gunnar Gunnarsson skilaði
séráliti i ráðinu og kemst að hinu
gagnstæða.
Meirihluti Jafnréttisráðs rök-
styður álit sitt á þennan hátt:
Ekki brot
„Kyngreind framboö viröast i
fljótu bragði ekki vera i samræmi
við tilgang jafnréttislaganna sbr.
1. grein. Sé hins vegar litið á þátt-
töku kvenna og karla i bæjar- og
sveitastjórnum, en karlar eru
93.8% sveitarstjórnarmanna, en
konur 6.2% getur slikt ástand
varla talist i anda jafnréttislag-
anna. Það er yfirlýstur tilgangur
kvennaíramboðanna á Akureyri
og i Reykjavik að auka hlut
kvenna i bæjarstjórn Akureyrar
og i borgarstjórn Reykjavikur og
hlýtur það i ljósi fyrrgreindra
upplýsinga að vera i samræmi við
tilgang jafnréttislaganna sbr. 1.
grein. Væri hlutur karla i bæjar-
og sveitarstjórnum verulega
minni en kvenna væri sérstakt
karlaframboð á sama hátt i anda
1. greinar jafnrettislaganna, ef
tilgangur þess væri aö jafna stöðu
kvenna og karla.
Hvað varðar þá spurningu
hvort kvennaíramboðin séu brot
á öðrum greinum laganna er það
að segja að þar er einungis f jallað
um jafnrétti á vinnumarkaði og i
skólum, auk greinar sem fjallar
um auglýsingar. Hér getur þvi
ekki verið um aö ræða brot á þeim
greinum laganna.
Niðurstaða Jafnréttisráðs er
þvi sú að ekki sé brotið gegn
ákvæðum jafnréttislaganna með
kvennaframboði i' Reykjavik og á
Akureyri.”
Er brot
Gunnar Gunnarsson lét bóka
eftiríarandi álit eftir þessa af-
greiðslu:
„Þaðerljóst, að kyngreining er
viðhöfð við röðun á þá framboðs-
lista, sem hér um ræðir. Karl-
mönnum er meinað að taka sæti á
listanum vegna þess að þeir eru
karlmenn og án tillits til hæfi-
leika, menntunar eða reynslu.
Þetta er eini framboðsaðilinn
við sveitarstjórnarkosningarnar
sem útilokar menn af öðru kyn-
inu við skipan i sæti á íramboðs-
listum sinum. Ef aðrir íramboös-
aðilar fylgdu sams konar stefnu
og bönnuðu t.d. konum að taka
sæti á listum sinum, væri þaö
sambærilegt við þá lista, sem
kært er út af.
Ljóst er að vinnubrögö sem
þessi eru andstæö þeim hug-
myndum um jafnrétti, sem jafn-
réttislögunum er ætlað að stuðla
að i islensku þjóðfélagi.
Kosning i borgarstjórn Reykja-
víkur, eða bæjarstjórn Akureyr-
ar, er kjör i starf, sem er launað.
Konur og karlar eiga samkvæmt
jafnréttislögunum að hafa jafna
möguleika til allra starfa, þar á
meðal slikra launaðra embætta.
Ljósteraðkvennalistar þeir.sem
hér um ræðir, gefa körlum enga
möguleika til þess að hljóta um-
rædd embætti eingöngu vegna
þess að þeir eru karlar. Slikt hlýt-
ur að teljast brot á ákvæðum
jafnréttislaganna um jafnrétti til
starfa.
Af ofangreindum ástæðum get-
ur undirritaður ekki staðiö að
samþykkt meirihluta Jafnréttis-
ráðs i þessu *náli. Ég get ekki,
með tilvisun til greindra raka,
fallist á yfirlýst sjónarmið meiri-
hluta Jafnréttisráðs að ekki sé
um brot á jafnréttislögunum aö
ræða, og tel þvi ástæðu til að að-
standendum svoneindra
„kvennaframboða” verði gerð
grein fyrir brotum sinum- á gild-
andi landslögum, svo þeir geti
bætt þar um."
Útboð
Rafmagnsverktakar Keflavikur óska hér
með eftir tilboðum i að steypa upp og full-
gera að utan iðnaðarhús að Iðavöllum 3
Keflavik.
Byggingin er tvilyft og er samanlagður
gólfflötur 2474 ferm., en rúmmál 7793
rúmm. Búið er að steypa neðstu gólfplötu.
Útboðsgögn eru til afhendingar á teikni-
stofunni gegn 1000 kr. skilatryggingu. Til-
boð verða opnuð á sama stað föstudaginn
21. mai 1982 kl. 17.00 e.h.
Teiknistofa Steingrims Th. Þorleifss.,
Ármúla 5,4. hæð
Reykjavik.
Heimili óskast
Sjónskertur ungur maður sem þarfnast
félagslegs stuðnings óskar eftir tima-
bundnu athvarfi á góðu heimili i Reykja-
vik.
Upplýsingar gefur Björn Bjarnason, Fé-
lagsmálastofnun Reykjavikurborgar simi
25500.
Tilkyitniitg til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á
þvi að eindagi fyrir mánuðina janúar,
febrúar og mars er 15. mai n.k. Sé launa-
skattur greiddur eftir eindaga skal greiða
dráttarvexti til viöbótar þvi sem vangreitt
er, talið frá og meö gjalddaga. Dráttar-
vextir eru 4% á mánuöi.
Skila skal tveimur launaskattsskýrslum
vegna þessara mánaða, annars vegar
vegna greiddra launa fyrir janúar og
febrúar, og hins vegar vegna greiddra
launa fyrir mars.
Lækkað launaskattshlutfall fyrirtækja
sem starfa að fiskverkun og iðnaði i 2
1/2% tekur til launa fyrir marsmánuð en
fyrir janúar og febrúar er launaskatts-
hlutfallið 3 1/2%.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða
til innheimtumanns rikissjóðs, i Reykja-
vik tollstjóra, og afhenda um leið launa-
skattsskýrslu i þririti.
Reykjavik, 7. mai 1982.
Fjármáíaráðuneytið
i
HJA OKKUR
FÁIÐ ÞIÐ ALLT
Ð
EINNIG FÁANLEGAR ÝMSAR SMÁVÖRUR
TIMBUR
TRÉLISTAR
PANELL
ÞILPLÖTUR
EIN-
ANGRUNA
EFNI
STEYPU-
STYRKTAR-
JÁRN
KRAFT-
SPERRUR
ÞAKJÁRN
s
í
HÚSASMIÐJAN HF.
SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK SÍMAR: 84599