Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 17
16 SÍDA — ÞJ6DVILJINN Helgin 8.—9. maí 1982 Helgin 8.-9. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Fjóla Rún Björnsdóttir meft fiOlu sina, fagurt hljðöfæri. C3 ÍNi £) 0................... ~ V Q xJt U gj-t Q_____________________"Toevvvs- iikojaA S. * 14 'Rc,e«v\Oir t Wi-vJ R- Heimsókn í Tónmenntaskólann en þar eru merkar nyjungar í kennslu Svona lita nóturnar i rafrondóinu út Ungu tónskáldin í rafstúdíóinu í kjallara Tónmenntaskólans. I fremstu röð Sigurbjörn Þorkcisson, Guðný Helga Hrafnsdóttir Túlinius og Katarina óla- dóttir. 1 aftari röð Siguröur Nordal, Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Jónsdótlir. Ljósm. gel. Magnús Þorkell Bernharðsson með gitar sinn, ágæta smiöi Þær Fjóla Rún, Kristin, Guðný Helga og Katarina stilla hljóðfærin, fiðiur og langspil RAFRONPO og hljóðfærasmlði Við rífum upp hurðina á Tónmenntaskólanum við Lindargötu og smeygjum okkur inn í hlýjuna. A göngunum er ys og þys, börn og unglingar á öllum aldri fylla ganga. Þetta er greinilega lifandi stofnun. Hjálmar Ragnarsson tón- skáld tekur brosandi á móti okkur, hann bjóst við komu okkar. Við ætlum nefnilega að kynna okkur merkar nýjungar í starfi skólans, annars vegar full- komið stúdió til að semja raftónlist og hins vegar hljóðfærasmíði. Hjálmar er ábyrgur f yrir því f yrra. Hann leiðir okkur niður i kjallara. 1 litlu herbergi eru nokkrir krakkar á aldrinum 14—16 ára og þar er hlaðiö tækjum með tökkum og tðlum. Hvernig hefur Tón- menntaskólinn efni á þessu? Hjálmar upplýsir að Ford-stofn- unin I Bandarikjunum hafi gefið skólanum þau i fyrra og eigi þakkir skilið. Nú sé i fyrsta skipti hægt að kenna raftónlist á Is- landi. Og nú byrjar Hjálmar að út- skýra tækin. Fyrirferöarmest og sennilega merkilegast er svokall- aður hljóðgervill (synthetizer). Með honum er hægt að framleiða öll hugsanleg hljóð og tóna, lága og háa, breiða og mjóa, stutta og langa, skæra og dimma, og einnig er hægt að taka inn á hann utan- aðkomandi hljóð svo sem náttúruhljóð. Sannarlega skemmtilegt leikfang að leika sér aö. Nú, þarna er fjögurra rása Dolby segulbandstæki, 8 rása blandari (mixer), raðari og svo auövitað magnari, hátalarar, plötuspilari o.s.frv. 1 vetur hafa tveir hópar fengist viö raftónlistina og kemur hún i staðinn fyrir tónfræöi. Fjórir ung- lingar eru i hvorum hóp og þau sem eru núna i tima eru Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Hrafnhildur Jóns- dóttir og Siguröur Nordal. Og þarna koma lika tvær stelpur úr hinum hópnum, þær Guðný Helga HrafnsdóttirTúliniusog Katarina óladóttir. — Hvernig finnst ykkur að fást við þetta? — Bara ágætt. Þaö er gaman að prófa að gera þetta. — Finnst ykkur gaman að svona tónlist? — Já, já Einhver efi er samt i þeim og þau lita á kennarann og hann hlær. Hjálmar upplýsir aö ungir krakkar séu haldnir tölu- verðum fordómum gegn raftón- list en það eldist siðan af þeim og þessir krakkar séu með sérlega opin hug. Það sé að visu dálitiö þreytandi að taka tveggja tima lotu, kannski með eitt orð eins og þau hafi gert einu sinni. Ein stelpan upplýsir aö hún hafi alveg verið að flippa út eftir einn slikan tima. Þau eru nú langt komin meö að semja verk sem nefnist Rafrondó I og er ætlunin að flytja það á nemendatónleikum i næstu viku. Það á að taka 10 minútur i flutn-, ingi og er uppbyggt af fjórum grunnhljóöum. Þau eru orgel- hijómur, dropahljóð, fremur ruddalegt rafhljóð og svo fiðla og er það eina utanaðkomandi hljóðiö. Sigurbjörn spilar fiðluna. Svo er lika bassi undir i tveimur af fimm köflum rondósins. Þó að þetta sé raftónlist er ron- dóið byggt upp á klassiskan hátt: A-B-A-C-A. Tveir fyrstu kaflarnir eru tilbúnir og við fáum aö hlusta. 011 ljós eru slökkt til að auka stemmninguna.Fyrsti kaflinn ein- kennist af snöggum hljóðum sem koma sum eins og högg,en i öðr- um kaflanum koma hljóðin hægt inn og fjara svo út. Þriöji kaflinn er i fúguformi, upplýsir Hjálmar. A hljómleikunum verður verkið flutt úr fjórum rásum og kemur þá hvert grunnhljóð úr sinu horni. Þetta er mjög spennandi. Hvor hópur eyöir alls 16 timum 1 þessu stúdiói og hefur ýmislegt veriö gertauk rondósins. Til dæmis var samið verk viö ljóö úr Flateyjar - Frey eftir Guðberg Bergsson. Nú má ekki trufla lengur og viö erum leiddir i annað kjallaraher- bergi og settir i hendurnar á Auö- uni Einarssyni sem er kennari I hljóöfærasmiöi. Og þaö er lika heill hópur af krökkum með hljóðfæri sem eru næstum þvi fullgerð enda komiö fram á vor. Ég sé ekki betur en þetta séu hinir fegurstu gripir. Þarna eru þau Fjóla Rún Björnsdóttir, Kristin Benediktsdóttir og Jóhann Friö- geir Valdimarsson meö fiðlurnar sinar, þær Guðný Helga Hrafns- dóttir Túlinius og Katarina Óla - dóttir með langspil. Magnús Þor- kell Bernharðsson með gitar og GIsli Rúnar Hjaltason meö blokk- flautu. Auðun segir okkur að hann hafi kynnst hljóðfærasmiði hjá Erlingi Jónssyni handavinnukennara i Keflavik en hann hefur um árabil kennt aö smiöa einföld strengja- hljóðfæri. Erlingur var með slika kennslu i fyrsta sinn i Tón- mehntaskólanum i hitteðfyrra en i fyrra lagðist hún niður vegna þess að Erlingur fór utan i fram- haldsnám. En nú hefur sem sagt Auðun tekið upp merkið. — Þetta er virkilega skemmti- legt, segir Auðun. Smiðin er til- tölulega einföld og þó aö þessir krakkar séu ekki vanir að beita hefli eöa sög eða vinna i tré er handbragöið gott,eöa finnst ykkur þaö ekki? Þau eignast meö þessu móti hljóðfæri sem hægt er að spila á. Þaö er samt greinilegt að Auðun hefur langmestan áhuga á langspilinu og sögu þess. Hann segir að Friörik Guöni Þórleifs- son hafi skrifað BA-prófs ritgerö um langspil árið 1971 og komist að þeirri niðurstööu að á sumum svæðum landsins hafi verið mikið um langspil hér áður fyrr, eink- um Þingeyjarsýslum, Eyjafiröi, Skagafirði og svo á Suðurlandi en á öðrum hafi þau vart fyrirfund- ist. Langspil er þó ekki algengt á Islandi fyrr en á 18. öld og hefur sennilega borist hingað frá Noregi. — En er þetta ekki dautt hljóð- færi? Af hverju ertu aö láta blessuö börnin smiða svona gripi? — Persónulega vonast ég til að Hjálmar Ragnarsson tónskáld leiðbenir þeim Sigurbirni og Gúðrúnu Eddu Allur hópurinn scm var i hljóðfærasmiðinni I vetur með hljóðfærin. Fyrir aftan stendur kennarinn: Auðun Einarsson. Krakkarnir heita f.v. Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Gisli Rúnar Hjaltason, Kristin Bene- diktsdóttir, Guðný Helga Hrafnsdóttir Túlinius, Katarina öladóttir, Fjóla Rún Björnsdóttir og Magnús Þorkell Bernharðsson. Ljósm.: gcl krakkarnir spili og leiki á lang- spilin og komist að þvi hvers konar lög henta best fyrir hljóö- færið. Þau gætu þá kannski seinna skrifað smálagasafn sem hægt væri að notast viö. Það kom hér bandariskur maður i fyrra, David Woods aö nafni og hann mældi nákvæmlega upp tónskala gamla langspilsins og komst að raun um það aö þeir eru allir i gömlu kirkjutóntegundunum og hafa þvi veriö notaðir til að leiða söng i kirkjum. Arið 1855 kom út á Akureyri bæklingur eftir Ara Sæmundsen og er titilsiða hans eins og stefnuskrá. Þar stendur: „Leiöarvisir til að spila á lang- spil og til að læra sálmalög eptir nótum og nótur með bókstöfum til allra sálmalaga, sem eru i messusöngsbók vorri, og þaraðauki til nokkurra fleiri sálmalaga handa unglingum og viðvaningum”. — Eru þessi langspil sem krakkarnir smiða alveg eins og gömlu langspilin? — Hér áður fyrr voru báöar hliðarnar beinar en fyrir um 100 árum beittu þeir Benedikt á Auðnum og Sigtryggur Jónasson sér fyrir endurvakningu á smiði langspila og þá höfðu þeir aðra hliöina bogadregna og við höldum okkur við þá gerð. Þessir tveir menn voru á Húsavik og þar var siðan vagga hins nýja langspils. A þessari öld hafa svo tvær konur einkum kynnt langspil fyrir Is- lendingum, þær Anna Þórhalls- dóttir og Guðrún Sveinsdóttir. Nú trúi ég aö endurvekja megi notkun langspilsins með þvi að kenna unglingum aö smiða það. — Við spyrjum þær Guðnýju Helgu og Katarinu hvort þær kunni svo að spila á langspil, en þær neita þvi. Ekki er kennt á langspil I Tónmenntaskólanum. En þetta eru hressar og frjáls- mannslegar stúlkur og eiga vafa- laust létt með aö læra á hljóðfærið og nota þaö siöan. Viö kveðjum nú hinn ágæta Tónmenntaskóla og ferska kennara og krakka og hlaupum út í kuldann. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.