Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. mai 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ölafsson, Magnús H Glslason. Olafur Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sig urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. tþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn öladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavik, simi: 8 13 33 — Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnargreín Bilderberg A lusuisse • Munurinn á málflutningi Geirs Hallgrímssonar á Alþingi í fyrradag og dr. Mtíllers frá Alusuisse í samn- ingaviðræðunum þann sama dag var alls enginn. For- maður Sjálfstæðisflokksins, sem er klúbbfélagi ýmissa helstu auðjöfra heims í Bilderbergreglunni talar blygð- unarlaust máli auðhringsins Alusuisse gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar úr ræðustól á Alþingi. Þetta er veruleikinn. — Og það er grátbroslegt að s já f ormann Al- þýðuflokksins dilla rófunni framan í Alusuisse með því að þykjast móðgaður fyrir hönd Geirs, þegar á þetta er bent. • Geir Hallgrímsson og dr. MLiller segja, að íslensk stjórnvöld ættu f yrst að biðjast afsökunar á móðgunum í garð Alusuisse. Þá sé hægt að ræða málin. Þeim Geir Hallgrímssyni og dr. Muller virðist hins vegar ekki koma í huga, að Alusuisse þurfi að biðja okkur íslendinga af- sökunar á einu né neinu. Skyldi ekki vera ástæða til þess fyrir Geir Hallgrímsson, svona með tilliti til komandi borgarstjórnarkosninga, að rif ja upp sögu þess manns, sem kallaður hef ur verið faðir Reykjavíkur. Hvað skyldi sá maður oft hafa þurft að biðja erlenda einokunarkaup- menn afsökunar samkvæmt siðareglum Geirs Hall- grímssonar og þeirra Bilderbergfélaga? — En Skúli fó- geti sótti víst aldrei um inngöngu í Bilderbergreglur síns tíma og kunni þess vegna ekki það göngulag og það tungutak sem Geir Hallgrímsson telur hæfa fulltrúum smáþjóðar í samskiptum við erlent auðvaid. • Þeir viðurkenndu sérf ræðingar á sviði endurskoðun- ar og álviðskipta sem að gefnu tilefni voru tilkvaddir af íslenskum stjórnvöldum til að rannsaka viðskipti Alusu- isse við dótturfyrirtæki sitt hér, hafa komist að niður- stöðum. — Niðurstöðurnar eru þær, að á árunum 1975 — 1980, að báðum meðtöldum, hafi Alusuisse selt hingað hráef ni — súrál og rafskaut — á langtum hærra verði en vera bar samkvæmt samningum. Að dómi hinna virtu erlendu sérfræðinga er sá verðmunur sem hér um ræðir a.m.k. 400 miljónir nýkróna á núverandi verðlagi, og tekjuafgangur álversins hér því bókfærður þetta miklu lægri en vera átti. • Það er ekki Hjörleif ur Guttormsson, sem hef ur búið til þessa tölu, heldur er hún niðurstaða ýtarlegrar rann- sóknar nokkurra færustu sérfræðinga í veröldinni á þessu sviði. • Og svo eigum við, samkvæmt siðfræði Bilderberg- reglunnar, að biðjast afsökunar á þvi að hafa farið að nefna þetta litilræði!! • Ætli við látum ekki formanni Sjálfstæðisflokksins knéfallið eftir. • Það skiptir ekki miklu máli, hvort menn vilja kalla bókhaldskúnstir Alusuisse „svik" eða „vanefndir á samningi". Það eru staðreyndirnar sjálfar sem tala skýru máli. • Það eru ekki deilurnar um hin liðnu ár sem standa í vegi fyrir samningum um hækkað raforkuverð. Af hálf u íslenskra stjórnvalda hefur margoft verið boðið að leggja hin eldri deilumál sameiginlega fyrir gerðardóm, sem þar legði úrskurð á. Alusuisse hefur engu að síður neitað þverlega öllum kröfum um hækkun raforkuverðs- ins, eða aðrar breytingar. En þótt deilurnar um „hækkun i haf i" séu meiriháttar mál, þá skiptir verðlagning á raf- orkunrii þó langtum meira máli, sé litið fram á veginn. Þar erum við bundin við nær óbreytt orkuverð til ársins 20Í4 — einn þriðja af framleiðslukostnaði orkunnar — samkvæmtþeim samningum, sem Geir Hallgrimsson og félagar hafa lofsungið hvað mest. • Alusuisse neitar að breyta þessum samningum, þótt aðrir erlendir aðilar bjóðist á sama tima til að tryggja ís- lensku álveri tvöfalt til þrefalt hærra orkuverð en hér er nú greitt. • Þegar þannig er komið hljótum við íslendingar að taka málin í okkar eigin hendur, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru. Til þess þarf öfluga þjóðarein- ingu, samstöðu allra þeirra sem ekki fylgja Bilderberg- línunni i samskiptum við erlent auðhringavald. — k. úr almanakinu Þegar kosningar nálgast er eins og allt fari Ur skoröum hjá ráðamönnum þjóöarinnar, hvort heldur er i sveitarstjórn- um, borgarstjórn eöa á hinu háa Alþingi. Pólitikusar, sem marg- ir hverjir eru hinir gæflyndustu menn á venjulegum timum, umhverfast og taka til við að tala eða skrifa til þjóðarinnar rétteins og hún væri öll fávitar. Auk þess leyfa þeir sér að berja i gegn alls konar mál, á þann hátt að fólkiö i landinu hlær, rétt eins og um réviu væri að ræða. Svo standa þessir sömu menn gapandi af undrun yfir þvi að múgurinn skuli ekki bera takmarkalausa virðingu fyrir þeim, jafnvel að fólk leyfi sér að kalla æðstu stofnanir þjóðarinn- ar „leikhús” eöa eitthvaö i þeim dúr. Af nógu að taka Þaö sjá aliir að kosningabar- átta i sveitarstjórnarkosningum gerir menn alveg jafn kátbros lega og i Alþingiskosningum og sist minni smásmugulegheitum og óheiöarleika er beitt i þeirra kosningabaráttu. Og áratug eft- ir áratug er sömu óheiðarlegu eða broslegu aðferðunum beitt, þegar kosningabarátta hefst, rétt eins og frambjóðendur séu alltaf aö tala viö fávita, sem hvorki eru læsir né skrifandi og geti með engu móti myndað sér sjálfstæða skoðanir á málum. Viö skulum lita á dæmi. Á dögunum lét Morgunbiaöið ein- Selstsemgull hvern mann vitna um það að hann hefði i 4 ár gengið á milli manna i borgarkerfinu og beðið um að drulla og skitur væru þurrkuð upp fyrir framan hús sitt og annarra viö ákveðna götu og ekki uppskoriö annaö en klapp á bakiö. Þá datt honum það snjailræði i hug aö tala við Davið Oddsson leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins i borgarstjórn- arkosningunum og á einni nóttu eða svo kippti Davið málunum i lag. Þrátt fyrir aö Morgunblaðið er pólitiskasta dagblað sem gef- iðerútá tslandi og þar ekki birt ólituð frétt, þá hefði svona fifla- gangur ekki verið leyföur i blað- inu utan mánuð fyrir kosningar. Þótt þjóðin hlægi að málum eins og þessum, þá þykir þetta hið besta innlegg i kosningabar- áttuna. óheiöarleiki „Tilgangurinn helgar meðal- ið” þegar nær dregur kosning- um. Tökum sem dæmi fréttina af þvi að forstjórar BÚR greiddu skrifstofufólki fyrirtæk- isins launauppbót, án þess að leita til þess heimildar. Aðvitað voru þeir að gera alveg það sem gert er á hinum frjálsa vinnu- markaði, að yfirborga gott starfsfólk til að halda þvi. Magnús Óskarsson, yfirmaður launamála hjá Reykjavikur- borg, góður og gegn Sjálfstæðis- maður ætlaði að gera flokki sin- um greiða i kosningabaráttu og sprengja bombu. Hann valdi þann tima þegar allir forsvars- menn vinstriflokkanna voru fjarverandi úr borginni og gátu þvi ekki svarað þessu strax.Svo illa skaut Magnús þarna yfir markið að jafnvel Mogginn hik- aði, en litli mogginn, „Dagblað- ið” beit á agnið. Sprungumálið Sprungumálið svo nefnda er eitt gott dæmi um hvernig póli- tikusar treysta á skilningsleysi kjósenda. Þegar ákveðið var að Rauðavatnssvæðið yrði næsta ibúðarbyggðarland borgarinnar var ákveöið aö láta rannsaka það jarðfræðilega og kom þá i ljós aö þar eru jarösprungur. Davið Oddsson og hans lið, sem vildi láta byggja inná öskuhaug- um sem vel má vera að sé ágætt byggöarstæði, öskraði upp og kallaöi þaö glæp aö byggja á Sigurdór Sigurdórsson skrifar jarðsprungum. En það kom bara i ljós að meirihluti Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik lét á sinum tima byggja i Árbæjar- hverfi, Selási og Breiðholti án þess að jarðfræðileg rannsókn færi fram. Og nú kom i ljós að jarðsprungurnar við Rauða- vatn, teygja sig þangað og meira aö segja eru sumar blokkirnar i Breiöholti byggð- arþvert yfir spurngur. A þetta minntist Davið ekki. Samt veit allur almenningur um þetta og hlær þvi aö málflutningi Daviðs um Rauðavatnssvæðiö, þar sem hægt er að foröa þvi sem ekki var forðaö i Breiöholti að byggja þvert yfir spurngurnar. Blöndumáliö Víkjum aðeins að Alþingi þessa dagana. Eftir aö fulltrúar 5 hreppa af 6, sem land eiga að væntanlegu miölunarlóni fyrir Blöndu, höfðu skrifaö undir samning um Blönduvirkjun, reis upp reiöur Páll Pétursson þingmaður, og bóndi að Höllu- stöðum, sem andvigur var samningnum, og tók að berjast á móti 400 gigalitra miðlunar- lóni, vildi i staðinn fá 220 giga- litra miðlunarlón. Gott og vel, þetta var heiöarleg barátta að maöur hélt. En hvaö gerist svo. Hann lendir i algerum minni- hluta innan þingflokks Framsókarflokksins, en til aö bjarga andliti formanns þing- flokksins, Páls á Höllustööum, er sæst á aö til að byrja meö veröi stefnt á 220 gl. miðlunar- lón, en samt gert ráð fyrir þvi við hönnun aö hægt verði siðar að byggja 400gl. lón og þá með samþykki Alþingis. Hverskonar skripaleikur er þetta? Er nema von að fólk, sem með þessum málum fylgist og það er æði margt, brosi og að álit þing- manna aukist ekki við svona vinnubrögö. Kísilmálmverksmiöja Sverrir Hermannsson alþingismaður lýsti þvi yfir í samtali við fréttamenn sjón- varpsins fyrir svo sem viku, að frumvarp iðnaðarráðherra, Hjörleifs Guttormssonar um kisilmálmverksmiðju á Reyö- arfirði væri best unna mál sem lagt hafi verið fyrir Alþingi. f sama streng hafa fleiri tekið. En hvað gerist svo? Þegar mál- ið kemur fyrir Alþingi taka menn til viö að þvæla þvi fram og aftur, jafnvel var lagt til að afgreiðsíu þess yrði frestaö og einhverri 7 manna nefnd falin umfjöllun þess. Frá þvi mun að visu horfið, en þetta góða mál er látið þvælast milli manna og nefnda, rétt eins og i sandkassa- leik smábarna. Samt eru allir sammála um að einhver stór- iðja verði að fylgja nýrri virkj- un og allir eru i raun hlynntir kisilmálmverksmiöju á Reyð- arfirði i þvi sambandi. Samt þurfa alþingismenn að halda upp kjánalátum einhverra óskiljanlegra hluta vegna i þessu máli rétt eins og flestum eða alla vega alltof mörgum málum. Það er sannarlega ekki allt gull sem glóir, það fékk karlinn úppi Borgarfirði að reyna hér fyrr á árum, þegar hann var að reyna að selja skranið sitt. Ef einhver efaðist um aö gylltur hlutur væri úr gulli eins og karl- inn sagði, svaraði hann þvi til að vel mætti það vera en „það selstsemgull” sagði karlinn. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.