Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. mai 1982 Opið hús í kosningamiðstöð ABR í fyrrakvöld: Fjölsótt baráttu- samkoma Það var sannarlega lif og fjör i kosnin gamiðstöð Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik I fyrrakvöld, en þá stóð Félagsmálanámskeið Miöstöðvar kvenna fyrir opnu húsi. Um hundrað manns kom á samkomuna og var allra mál aö vel hefði til tekist. Það var skömmu fyrir flokks- ráðsfund sl. haust sem nokkrar konur i Alþýðubandalaginu tóku sig til og stofnuðu Miðstöð kvenna. Var tilgangurinn sá að auka áhrif þeirra i' flokknum og hefurverið unnið þróttmikið starf undanfarna mánuði. Meðal ann- ars hefur kvennahópur þessi mik- ið komið við sögu kosningastarfs- ins og siðast stóð miðstöðin fyrir félagsmálanámskeiði i kosninga- miðstöð ABR sem hefur verið mjög fjölsótt. A opna húsinu i' fyrrakvöld sátu þær stöllur Guðrún Agústsdóttir og Alfheiður Ingadóttir fyrir svörum og ræddu kosningastarf- ið. Pétur Reimarsson, einn þátt- takenda á námskeiðinu, miðlaði mönnum af nýfenginni þekkingu sinni um það hvernig ætti að bera sig að i ræðustólnum og ræddi auk þess starfsemi herstöðvaand- stæðinga, þá sagði Sigurður Harðarson allt af létta um Dav- iðsglufur og „strandbyggð” Sjálf- stæðisflokksins, skemmtiatriöi voru i höndum Gunnars Gutt- ormssonar, Sigrúnar Jóhannes- dóttur og Helga Seljans. Þá söng nýstoinaður söngflokkur nokkur vísnalög, en i honum eru Margrét Gunnarsdóttir, Erna Ingvars- dóttir, Ævar og örvar Aðalsteins- synir og Jón Kristóler Arnarson. Baldur öskarsson lék á harmón- iku undir fjöldasöng. Menn dvöldu lengi kvölds i kosn- ingamiðstöðinni, drukku kaffi, átu rúgkökur og ræddu málin. Og börnin dvöldust i góðu ylirlæti i króknum sinum irammi á gangi. Guðrún Agústsdóttir og Alfheiður Ingadóttir, 3. og 5. menn G-iistans í Reykjavik sátu fyrir svörum. Það er ekki fýlusvipnum fyrir að fara á krökkunum sem voru á Opnu húsi i kosningamiðstöð ABR i fyrrakvöld! ritstjornargrein Skipulagsstrand Sjálfstæðisflokksins eða þétting og tengsl byggðakjarna Davið Oddsson borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins skýrði sjálfur stefnu flokksins i skipulagsmálum á sfðasta borg- arstjórnarfundi kjörtimabils- ins: Stra ndskipula g skal hún heita. Þetta er réttnefni. Strandskipulag Sjálfstæðis- flokksins í fimmtfu ár blasir við borgarbúuin Irá Granda, við Kleppsveg, að öskuhaugum og Áburðarverksmiðju. Og skipu- lagsvinna Sjálfstæðisflokksins var öll i strandi, þegar nýr meirihluti tók við 1978. Skipulag nýrra byggingarsvæða var i strandi, skipulag nýja miðbæj- arins i Kringlumýri var i strandi, skipulag Grjótaþorps- ins var i strandi og svo mætti lengi telja. Óraunhæfar hug- myndir sem mættu andstöðu eða áh ugaleysi voru dragbitur á skipulagsstarfið. Allir þessir þættir skipulagsmála hafa verið unnir upp á nýtt af núverandi meirihluta, og önnur verk eru i miðjum klíðum svo sem skipu- lag miðbæjarkvosarinnar, skipulag gamla bæjarins innan Hringbrautar og Nóatúns, um- ferðarskipulag miðbæjarins og tengingar við austurborgina, endurskoðun á leiðakerfi SVR og fleira og fleira. Strandsaga Sjálfstæðisflokkurinn reynir nú að breiða yfir afglöp si'n og strandsögu i skipulagsmálum með miklu fjaðrafoki út af sprungum á Rauðavatnssvæð- inu. Hann heldur fast við þá stefnu sína að reisa fremur nýja útborg upp við Úlfarsfell. Hug- myndin um að byggja i Keldna- landi er hinsvegar strand og ljóst er að rikið mun láta eign- arnám borgarinnar á þvi landi ganga dómstólaleiðina verði horfið að þvi ráði. En hamagangur strandkapt- einsins Davíðs Oddssonar er til þess ætlaður að beina athyglinni frá þeim skynsamlegu skipu- lagsákvörðunum sem teknar hafa verið i Reykjavik á sl. fjór- um árum, og njóta almennrar viðurkenningar meðal fag- manna jafnt sem borgarbúa. Þessari stefnu í skipulagsmál- um er vel lýst i nýútkominni stefnuskrá Alþýðubandalagsins i Reykjavi'k, enda hefur flokkur- inn borið ábyrgð á þessum málaflokki. Þétting byggðar mælist vel fyrir Þétting byggðar i borginni hefur verið stefna Alþýðu- bandalagsins. I stefnuskránni segir að fara eigi varlega i frek- ari útþenslu borgarinnar. Lögð er áhersla á að haldið verði fast við þá stefnu sem mörkuð hefur verið á kjörtimabilinu að þróun byggðar verði eftirmætti haldið innan núverandi byggðar- marka, eða i nánum tengslum við þá byggð sem fyrir er. 1 störfum og stefnu hefur verið hrofið frá útþenslustefnu Sjálf- stæðisflokksins og hugmyndum um nýjar útborgir sem engin tengsl hafa við eldri byggð. f stefnuskránni segir einnig að uppbygging i Artúnsholti og Selási auk þéttingasvæðanna sé framkvæmd þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið á kjörtimabil- inu i raun, og áform um fram- tiðarbyggð við Rauðavatn rök- rétt og skynsamlegt framhald hennar. Með þvi tengist byggð við byggð sem gerir væntanleg- um ibúum kleift að nýta sér alla þjónustu fyrstu árin innan seil- ingar i grónum hverfum Arbæj- ar og Seláss og i beinni nálægð við fagra náttúru. Flugvallarsvæðið sem byggingarland? En Alþýðubandalagið vill ganga lengra i þéttingu byggðar en gert heíur verið. Frekari þétting i borginni er að mati þessmikilvægt verkefni á næsta kjörtimabili, og er i stefnu- skránni sérstaklega bent á nýja miðbæjarsvæðið i Kringlumýri og flugvallarsvæðið i Skjerja- firði i þessu sambandi. Alþýðu- bandalagið telur hugmyndir um að reisa 8-10 þúsund manna byggð á flugvallarsvæðinu sem tengjast myndi miðbænum á eðlilegan hátt svo og útivistar- aðstöðu i Skerjafirði, Nauthóis- vik og öskjuhlið, opna stórkost- lega möguleika i þróun byggðar i Reykjavik. En auðvitað er ekki hægt að gera slikar hugmyndir og fjölmargar aðrar að veru- leika fyrr en tekin hefur verið á- kvörðun um framtið flugvallar- ins og ráðstöfunarréttur Reyk- vikinga á by ggingarlandi tryggður. Það er bara Sjálf- stæðisflokkurinn sem skipu- leggur í lausu lofti. Stórkostlegt tekjutap t skipulagi nýrra hverfa hefur á kjörtimabilinu verið lögð á- hersla á að breyta útaf þeirri stefnu að meirihluti ibúðarhús- næðis sé byggður i fjölbýlishús- um. Sú stefna sem Sjálfstæðis- flokkurinn fylgdi á valdatima Einar Karl Haraldsson skrifar sinum hrakti fólk út i' nágranna- byggðir Reykjavikur og hefur kostað stórkostlegt tekjutap fyrir borgina. Þess i stað hefur á kjörti'mabilinu verið skipulegð lág og þétt byggð sérbýlis af ýmsum gerðum. Jafnframt hef- ur fjölbýlishúsum verið haldið i þremur hæðum og áhersla lögð á manneskjulegt umhverfi, gæði fremur en magn. Að tengja nýtt við gamalt Að lokum skal þess getið að Alþýðubandalagið mun áfram og af alefli beita sér gegn þeim hugmyndum Sjálfstæðismanna að auka verulega uppbyggingu atvinnuhúsnæðis i gamla bæn- um, sem raska mun svipmóti hans og kalla á stórvirk um- ferðarmannvirki. Alþýðubanda- lagið mun þvert á móti eins og áður beita sér fyrir þvi, að sem mest aukning verði á Ibúðar- húsnæði i gamla bænum, enda fjölgar nú aftur I eldri hverfum borgarinnar. Alþýðubandalagið leggur sérstaka áherslu á að haldið verði áfram viðreisn gamla miðbæjarins i þeim anda að tengja nýtt við gamalt þann- ig að vel fari, og halda þvi' til haga sem eftir er af svipmóti liðins tima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.