Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 31
f Þetta verð getum við boðið vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa. Dæmi: Bæsuð eik Lengd 2,85 cm. Dýpt 30/48 cm. Hæð 1,80 cm. Verð kr. 13.345,- Bæsaður askur Lengd 2,55 cm. Hæð 1,78 cm. Verð kr. 9.575,- Simi 77440 Bæsaður askur Lengd 2,55 cm. Hæð 1,78 cm. Verð kr. 11.100,- OPIÐ TIL KL. 4 LAUGARDAG OG KL. 2-5 SUNNUDAG Mikið úrval vegghúsgagna á ótrúlega lágu verði ■ALÞINGI SLITIÐ I GÆR- Helgin 8.-9. maí 1982 ÞJÓDVÍLJINN — SIÐA 31 Fjöldi stórmála á síðasta þingdegi Fjöldi stórmála var afgreiddur sem lög frá alþingi i gær á siöasta starfsdcgi þingsins, áöur en al- þingi var slitið laust fyrir kl. 20.00 i gærkveldi. Dagurinn haföi farið hægt af stað með málþófi en um kaffileytið i gærdag náðist sam- komulag i stórum dráttum á milli þingflokka um þinglausnir og mál tóku að fljúga á milli umræðna og deilda með miklum hraða. Svo hratt gengu mál fyrir sig að þing- flokkar allra flokka stóðu i ströngu við heimtur i atkvæða- greiðslum. Meðal mála sem sam- þykkt voru á alþingi i gær voru: skattur á banka og innlánsstofn- anir en kratar og Sjálfstæöis- flokkur höfðu reynt að hindra framgang þess máls. Þá var samþykkt að visa steinullarmál- inu til rikisstjórnarinnar, en það þýðir að staðsetning hennar er ákveðin á Sauðárkróki. Þá varð K i s i I m á I m v e r k s m i ð j a n á Heyðarfirði að lögum, þannig þó að málið kemur aftur til kasta al- þingis. I atkvæðagreiðslum um banka- skattinn hafði Vilmundur Gylfa- soneinn stjórnarandstæðinga dug i sér til að segja að sér fyndist sjálfsagt að bankar veröi skatt- lagðir og greiddi þvi atkvæöi með þvi. Frumvarp um fjölskylduráð- gjöf var fellt við atkvæðagreiðsl- ur. Átök urðu einnig mikil um frumvarp til laga um orlof sem dagaði uppi, þrátt l'yrir mótmæli Guðrúnar Helgadóttur og fleiri. Frumvarpiö fjallaði um að skerða alræðis rétt atvinnurek- enda til að ákveða sumarleyíi starfsfólks. Flokksbönd riðluðust viða i at- kvæðagreiðslum á alþingi i gær og var oft töluverður hiti i þing- mönnum. Þegar greidd voru at- kvæði um að visa steinullarmál- inu aftur til rikisstjórnarinnar, en atvinnumálanefnd haföi lagt til að rikissjóður hefði ekki afskipti af málinu um sinn, þá gerðu nokkrir þingmenn grein fyrir at- kvæði sinu. Salome Þorkelsdóttir sagði að hér væri um ógeðfellda togstreitu á milli landshluta að ræða, og þvi greiddi hún ekki at- kvæði. Stefán Jónsson og Helgi Seljan tóku ekki heldur þátt i at- kvæðagreiðslu um málið. Hjörleifur Guttormsson sagði að framkomin tillaga meirihluta atvinnumálanefndar væri sér- kennilegt framlag til málsins. Al- þingi hefði þegar falið rikisstjórn að ákveða staðsetningu og tillaga meirihlutans i atvinnumálanefnd væri þvi ekki til að leysa vanda- málið. Hann segöi þvi já við þvi að visa málinu til rikisstjórnar- innar. Garðar Sigurðsson sagði það vera óskammfeilni af ráðherran- um að halda áróðursræðu við at- kvæðagreiðslu um málið. Eins og áður sagði var málinu visaö til rikisstjórnarinnar með 29 at- kvæðum gegn 25. Gárungarnir i baksölum sögðu að gaman hefði verið að sjá Eyjólf Konráð Jóns- songreiða atkvæði gegn „frjálsri samkeppni” einsog meirihluti at- vinnumálanefndar lagði til. —úg 58 þingmenn samþykktu Blöndu: Mismunandi túlkanlr gera vart við sig Blönduvirkjun, tillagan um virkjanaröö einsog hún var orðin eftir umfjöllun atvinnumálanefndar, var samþykkt í fyrradag á al- þingi. 58 alþingismenn greiddu atkvæöi með til- lögunni en einn sat hjá (Þorvaldur Garöar) og einn var fjarverandi at- kvæöagreiöslu. Töluverður fögnuöur ríkti meðal þing- manna og ráðherra eftir þessa atkvæðagreiðslu, enda mesta hitamál þings- ins úr sögunni i bili að minnsta kosti. Páll Péturssongerði grein fyrir atkvæði sinu og sagði m.a. „Ég tel að niðurstaða atvinnumála- nefndar að athuguðum bókunum nefndarmanna, ályktun rikis- stjðrnarinnar og þingflokks Framsóknarflokksins, leiði til farsællar niðurstöðu, þeirrar, að við Blöndu risi skynsamleg virkjun. Þvi er slegið föstu að miðlunarrými verði 220 gl”. Fleiri þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sinu og vitnuðu bæði til greinargerðar og bókana i til- lögum atvinnumálanefndar. Gunnar Thoroddsen sagði að þegar mismunandi túlkanir væru uppi þyrfti að taka eftirfarandi röð til viðmiðunar um lagatúlk- un: i fyrsta lagi gildandi lög um raforkuver, i öðru lagi þings- ályktunartillagan sjálf, i þriðja lagi bókanir atvinnumálanefndar og i fjórða lagi greinargeröir ein- stakra þingmanna. — óg fiuua Ditiit oigiuÞuutiir neusar lyrsia íouanum. íbúð fyrir hreyflhamlaða tekin í notkun í gær 1 gær fór fram formleg afhend- ing áfangaibúöar fyrir hreyfi- hamlaða sem öryrkjabandalagið og Endurhæfingardeild Borgar- spitalans hafa látið reisa við Flyðrugranda i Reykjavik. Ibúð þessi er sérstaklega hönn- uö fyrir fólk sem orðið hefur fyrir alvarlegri lömun, og er hún ætluð sem áfangastaður fyrir sjúklinga sem útskrifast af Endurhæfingar- deildinni á meöan þeir og fjöl- skylda þeirra eru aö venjast hin- um nýju aðstæðum og átta sig á sjálfsbjargargetu sjúklingsins. Mun Endurhæfingardeildin jafn- framt veita viðkomandi þjónustu félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Er talið að áfangaibúö þessi verði ó- metanlegur tengiliður fyrir þá einstaklinga sem vilja búa á eigin vegum úti i þjóöfélaginu og geta þaö ef umhverfiö er lagað að þörfum þeirra. Allar innréttingar i ibúðinni eru miöaðar við hreyfi- hamlað fólk sem bundið er við hjólastól. Afangaibúðin að Flyðrugranda er i eigu öryrkjabandalagsins en rekstur hennar verður i umsjá Endurhæfingardeildar Borgar- spitalans. Innbúið i ibúðinni er að mestu gjöf frá Lionsklúbbnum Nirði. Það er samstarfshópur á End- urhæfingardeildinni sem sér um val á ibúum, og setur hann 5 skil- yrði fyrir úthlutun: Umsækjend- ur þurfa að vera bundnir við hjólastól, taka virkan þátt i end- urhæfingu sinni og vera i vinnu, vinnuþjálfun eða námi, greiða beinan kostnað við rekstur heim- ilisins, virða húsreglur varðandi almenna umgengni og sitja reglu- bundna fundi með samstarfshópi Endurhæfingardeildar. Fyrsti ibúinn i áfangaibúðinni er Ingi Steinn Gunnarsson, og flutti hann inn i gær. —ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.