Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 23
Helgin 8.-9. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 um helgina Guðlaugur sýnir í Nýja Galleríinu Nú stendur yfir fyrsta myndlistarsýning Guðlaugs Ásgeirssonar I Nýja Galleriinu Laugavegi 12 (gengið inn frá Bergstaðastræti). Guðlaugur lauk námi frá Myndlista- og handiðaskóla lslands siðast- liðið vor. A sýningunni eru 26 teikningar og grafikverk. Meginþema myndverka Guðlaugs eru karl- og kvenimyndir i samfélaginu. Sýnihgin stendur til 10. mai og er opin daglega frá kl. 2-10. Nýlist viö Vatnsstíginn Sl. föstudag opnuðu Hannes Lárusson og Halldór Ásgeirsson sýningu i Nýlistasafninu við Vatnsstig. Hannes sýnir 9 sjálfstæð verk, sem öll mynda þó eina heild. 1 fréttatilkynningu segir að það sé ekki út- lit eða gerð verkanna sem skipti höfuðmáli heldur sé myndmálinu beitt til þess að ná fram ákveðnum hugsanatengslum, sem séu I eðli sinu fagurfræðilegs eðlis. Halldór Asgeirsson sýnir i öðrum sal Nýlistasafnsins verk sem unnin eru á striga, pappir og beint á veggi og gólf salarins og segir i fréttatil- kynningu að verk Halldórs myndi einn allsherjar myndheim, sem áhorfandinn sé staddur inni i og liggi goðsöguleg reynsla að baki verk- anna. Sýningunni lýkur 16. maí. Haukur Dór á Kjarvalsstöðum Leirkerasmiðurinn Haukur Dór er kominn til landsins eftir 9 mánaða dvöl i Bandarikjunum og var i gær að taka afraksturinn af Bandarikja- dvölinni upp úr kössunum úti á Kjarvalsstöðum þar sem hann opnar sýningu klukkan 14 á laugardag. Sýningin verður i vesturforsal Kjar- valsstaða og sýnir Haukur bæöi smáskúlptúra, vasa og skálar i leir, en einnig eru á sýningunni teikningar. Sýningu Arnar lýkur um helgina Sunnudaginn 9. mai lýkur sýningu Arnar Þorsteinssonar í Listasafni ASl. A sýningunni eru 78 verk, málverk, teikningar, lágmyndir og skúlptúrar. I tilefni sýningarinnar hefur Listasafnið gefið út kver með ljóðum Thors Vilhjálmssonar ortum út frá „þúsund mynda safni” Arnar, og prýða teikningarnar bókina. Bókin er gefin út i 250 árituðum og tölu- settum eintökum og er hún til sölu i Listasafni ASl, Grensásvegi 16. Lit- skyggnuþáttur með myndum Arnar og ljóðum Thors er fluttur i kaffi- stofu safnsins meðan á sýningunni stendur. Fellaskóli tíu ára Fellaskóli i Reykjavik á um þessar mundir tiu ára starfsafmæli. Þess vegna er ýmislegt gert til tilbreytingar. Mánudaginn 3. mai frum- sýndi leikhópur úr 9. bekk leikritið ,,TIu litlir negrastrákar” eftir Agötu Christie i leikgerð og leikstjórn Ágústar Péturssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Sýningar verða á leiknum öll kvöld til 10. mai kl. 20.30 og eru öllum opnar. t dag 8. mai verður mikið um að vera innan skólans. Þá mun skólinn i samvinnu við Foreldra- og kennarafélag hans gangast fyrir margvis- legri skemmtan. Meðal dagskráratriða er brúöuleikhús, reiðhjólaþrautir, kvik- myndasýningar og fleira. Skemmtiatriði byrja kl. 14.00 en kl. 13.00 verður farið i skrúðgöngu. Bindindis- og ferðamálakynning Nú um helgina gangast Islenskir ungtemplarar og Þingstúka Reykjavikur fyrir bindindis- og ferðamálakynningu i Templarahöllinni við Eiriksgötu i Reykjavik. Gefst þar kostur á að kynna sér ferðavörur og þjónustu sem ferðaskrifstofur hafa upp á að bjóða, m.a. með kvik- myndasýningum. Auk þess kynna þarna starfsemi sina ýmis samtök stofnanir og aðilar sem vinna að bindindismálum. Laugardagskvöldið klukkan 21 hefst dagskrá um islenska náttúru i máli og myndum i höndum Arna Reynissonar fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Náttúruverndarráðs. Sunnudagskvöld klukkan 20.45 hefst menningarkvöldvaka i tengslum við kynninguna. Lesa þar t.d. Armann Kr. Einarsson og Andrés Indriðasor. úr verkum sinum, lesin verða ljóðeftir Matthias Johannessen, tónlistarfólk skemmtir, Jörund- ur Guðmundsson kemur fram o.fl. Aö dagskrá lokinni á sunnudags- kvöld verða gömlu dansarnir stignir til miðnættis. Vörn Moskvuborgar Hinn 9. mai ár hvert minnast Sovétþjóöirnar og fleiri sigursins yfir þýska fasismanum 1945. Þennan dag, nk. sunnudag, verður kvik- myndasýning i MIR-salnum, Lindargötu 48, og þá sýnd kvikmyndin „Ef heimilið er þér kært” (Ésli darog tebé tvoi dom), heimildarkvik- mynd, gerð 1967, um vörn Moskvu-borgar, þegar hersveitir Þjóöverja sóttu að sovésku höfuðborginni. Myndin er með dönsku tali svart/hvit, sýningartimi um 80 mín. Stjórnandi: Vassili Ordinski. Sýning kvik- myndarinnar hefst kl. 16. Aögangur ókeypis og öllum heimill. HFRRAGARfH IRiNN HEFUROPNAÐ NHAVERSLUN •O Verslunin Herragarðurinn í Aðalstræti 9 er 10 ára um þessar mundir. í tilefni af því hefur Herragarðurinn opnað nýja og glæsilega verslun við hliðina á þeirri gömlu góðu. Eins og áður verður megin áherslan lögð á vandaðan karlmannafatnað, sem hannaður er af fremstu tískuhönnuðum Evrópu og búinn til úr úrvals efnum. Garðar í Herragarðinum hefur heldur ekki gleymt því að til eru ,,menn með prófíl” og hefur hann sérhæft sig í þjónustu við þá bæði með sérinnfiutningi, hraðvirkri pöntunarþjónustu og rekstri sauma- og breytingaverkstæðis. Líttu við á nýja Herragarðinum, því þú ert í góðum höndum hjá Garðrari. tiERRA ARBURINN Aðalstræti 9 sími 12234

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.