Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 8.-9. maí 1982 Alltaf er maður að f rétta af fólki hér og hvar sem er að bauka við að safna ein- hverju ellegar f ást við eitt- hvert menningarlegt starf. Um daginn frétti ég af togarasjómanni á Grettis- götunni sem hefur fengist við það i f rístundum sínum um margra ára skeið að safna myndum frá heima- byggð sinni, Súðavík við Álftafjörð í Djúpi. Hann heitir Sigurður Kristjáns- son og ákvað ég að banka upp á hjá honum og for- vitnast um myndasafn hans. — Þetta byrjaði á þvi, sagði Sigurður, að ég fór að leika mér að þvi að ná i myndir af gömlu mótórbátunum, aðallega frá timabilinu 1902 og fram i strið en á þeim tima voru trillubátar á hverjum bæ i Djúpinu. Mynda- véiar voru að visu ekki al- menningseign á þeim árum en liklega hafa þó bátarnir veriö látnir sitja fyrir meö myndatökur þannig að einhvern tima hefur verið tekin mynd af þeim flestum. Þessar myndir eru margar glataðar eða eru að glatast og þvi siðustu forvöð að ná þeim. — Hefurðu kannski náð þeim flestum frá Súðavik? — Nei, mig vantar nokkra báta enn t.d. Högna sem fórst 1938 og Bolla, einn af gömlu Arnapung- unum, og nokkra til viðbótar. — Siðan hefurðu farið að safna alhliða myndum af þessum slóðum? — Já, smátt og smátt fór ég að fá áhuga á að safna lika myndum af fólki og húsum þó að sjávarút- vegurinn sitji i fyrirrúmi. Ég hef lika sankað að mér gömlum myndum úr sjávarplássum viðs vegar að um landið en aðal- áhersluna legg ég á Súðavikur- hrepp. — Hefur enginn fræöimaður fengist við að rannsaka sögu þessa hrepps? — Ég veit ekki um neinn sem hefur verið að glugga i þessa sögu. Þar er ekki bara um að ræða sjálft þorpið i Súðavik heldur var talsvert merkileg at- vinnustarfsemi annars staðar i hreppnum hér áöur fyrr. Þar voru t.d. á timabili þrjár hval- veiðistöðvar. Ein var á Uppsölum i Seyðisfirði og hef ég eignast eina mynd af byggingunum þar; önnur var á Dvergasteini og hef ég séö mynd þaðan; en sú þriðja var á Langeyri og veit ég ekki til þess aö náöst hafi mynd af byggingunum þar. Þá var sildar- söltunarstöö á Hattareyri og tölu- verðar byggingar þar. Þaðan hef ég ekki heldur séð neinar myndir. Þaö eru helst mannamyndir ef eitthvað er. Svo voru litil kot alls staðar meðfram ströndinni, hvar sem hægt var að hola þeim niður. Á Folafætinum einum voru búsettir á timabili á 2. hundrað manns og þaðan hef ég t.d. ekki séð eina einustu mynd. A öllu þessu hef ég mikinn áhuga. — Hefurðu leitað til fólks? — Já, þaðsem ég hef náð len ég á ekki mjög hægt um vik i þeim efnum vegna atvinnu minnar. Ég vil endilega skora á fólk aö hafa samband við mig ef það á Sigurður Kristjánsson með eitt af albúmum sinum: Ég vil gjarnan komást I samband viö fólk sem á myndir úr Súðavikurhrepp. Ljósm.: eik. «..ái m gamlar myndir af þessum slóöum að hafa samband við mig. Ég vil gjarnan fá myndir lánaðar til eftirtöku og ef það er fyrir vestan getur það haft samband við Rögnu ólafsdóttur i Súðavik sömu erinda. Ég er ekkert frekar * að þessu fyrir sjálfan mig en vil aö fólk hjálpist að til aö þessum menningarverömætum verði haldið til haga. — Mig langar til aö forvitnast dálitið um uppruna þinn og lífs- feril. — Ég er fæddur i Súðavik og ólst þar upp. Foreldrar minir voru Helga Guðmundsdóttir og Kristján Ebeneserson frá Flat- eyri. Móðir min dó úr berklum þegar ég var 9 ára og var ég eftir þaö hjá ömmu minni i Súðavik, Sigriði Þóröardóttur og móður- systur, Þorgerði Guðmunds- dóttur. Ég get sagt þér dálitið skrýtna sögu um þessa móður- systur mina sem fóstraði mig. Hún var gift manni sem hét Jón Asgeirsson og reistu þau húsið Litlu-Grund i Súöavik. Svo var það skömmu siðar aö þau réðu sig að sumarlagi austur i Norðfjörð, hún sem fanggæsla en hann sem sjómaður. Hann fórst þetta sumar og þegar hún kom aftur til Súöavikur var búiö að selja húsið og allt innbúiö á uppboði svo aö hún stóð eftir slypp og snauð. Svona var nú hart gengið að fólki og hef ég eiginlega aldrei fengið botn i hvað olli þessu. — Þú hefur snemma farið til sjós? — Já, ég byrjaði til sjðs með Arna Guðmundssyni á Valnum frá Súöavik. Þaðan fór ég svo 1943 á frægt skip ssem hét Hamona, gömui Nýfundalandsskúta, sem gerö var út af Proppé á Þingeyri. Faðir minn var skipstjóri á henni. Eftir þaö var ég gestur á Súðavik. Ég fór á Stýrimannaskólann suður 1948, fann konuna mina og settist að I Reykjavik 1949. Siöan var ég tii sjós til 1953 en fór þá i land vegna magaveiki, lærði tré- smiði og var i landi i 25 ár. Svo komu elliglöpin yfir mig á ný og s.l. 4 ár hef ég veriö til sjós* er núna háseti á togaranum Hjör- leifi. Við setjumst niöur og skoðum myndabækur Sigurðar og kennir þar margra grasa. Ég fæ nokkrar myndir lánaðar sem birtast hér i Þjóöviljanum. Þetta er hið merkilegasta safn og gott dæmi um menningarstarfsemi sem þrifst hljóðlátlega viös vegar i, þjóðlifinu, mun viðar en nokkurn grunar. — GFr Ahöfn af bát frá Súðavik, gæti verið af Svani. Annar frá vinstri er Karl Þorláksson formaður en menn- irnir tveir sem eru lengst tilhægri eru Helgi Jónsson og Hans var norskur I föðurætt og spilaði á bakka. Safnar myndum frá Súðavík Hvalveiðistöðin á Uppsölum, Seyðisfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.