Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. maí 1982 á vinnustaOaráðum (á hverju verkstæði). 1 stjórnum fyrirtækja veröi þriðjungur fulltrúa beint frá rikinu, þriðjungur verði kosnir áf verkamönnum en þar við bætast svo fulltrúar „atvinnulifsins”, sem rikiö velur i samræmi viö sérþekkingu þeirra á efnahags- málum eöa viðskiptum. Svipuö þriskipting i stjórn fyrirtækis hefur verið við lýði I Renault-bila- smiðjunum, sem þjóönýttar voru eftir strið. Það sem nú er helst nýmæli er það að gert er ráð fyrir þvi að fulltrúar verkamanna séu kosnir af þeim en ekki tilnefndir af verkalýðsfélögunum eins og áður var i þjóðnýttum fyrirtækj- um. Að þvi er varöar vinnustaða- ráðin þá mun stjórnin hafa þaö fyrst og fremst i huga að þau séu ráögefandi vettvangur þar sem launamenn hafa möguleika á að „tjá sig” eins og það heitir. Þessi áform koma svo inn á ágreining milli verkalýðssamtak- anna. CGT, sem kommúnistar stjórna, hefur tilhneigingu til að láta verklýðsfélögin, vera einu fulltrúa launafólksins — og þá lika i sambandi við stjórnir þjóð- nýttra fyrirtækja. CFDT, sem fyrr er nefnt, hefur meiri áhuga á dreifingu valds, og þá bæði á möguleikum verkamanna til að kjósa sér fulltrúa, hvað sem verk- lýössamböndunum og innbyrðis togstreitu þeirra liður, og svo vilja þeir að vinnustaðaráðin hafi sem mest vald. Meira en vinir þeirra, sósialistaráðherrarnir, gera ráð fyrir. Vinnustaðaráðin Einn af talsmönnum CFDT segir á þessa leið i nýlegu viötali um sem mest vald til vinnustaða- ráða: „Við leggjum höfuðáherslu á þau, þeas. á þau áhrif sem verkamenn innan þessara sam- stæöu eininga geta haft á vinnu- skilyrði sin. Við teljum að slik áhrif geri það mögulegt að virkja frumkvæði og hæfileika verka- manna og að það beri ekki aðeins félagslegan árangur heldur og efnahagslegan. (Hin sigilda hugsun að þeir sem ráða að- stæðum á sinum vinnustað vinni betur en þeir sem barasta taka við fyrirskipunum). Við h’tum á ráðin, segir þessi fulltrúi CFDT ennfremur, sem byrjun áhrifa á sjálfa stjórn verksmiðjunnar. Vitanlega geta menn ekki krafist þess frá degi til dags, aö hundrað þúsund verkamenn hjá Renault eigi að taka ákvörðun um það, hvort bilasmiöjan á að leggja miljarð franka i það eða ekki að ná fótfestu á bandariskum markaði. En til að skapa jákvæða félagslega þróun teljum viö nauösynlegt að byrja á því að gefa verkamönnum ótvirætt vald innan vissra ramma”. I CFDT er m.a. talað um„ samning” milli stjórnar fyrirtækis og verkstæöis- ráðanna. 7 deiglunni Þessi mál eru semsagt i deigl- unni. Agreiningur sósialista við verkalýðssamband kommúnista, CGT, er nokkuð annars eölis: þar er ekki svo mjög deilt um at- yinnulýöræði en meira um kaup- kröfur — CGT hefur reynt að hressa upp á illt gengi Kommún- istaflokksins að undanförnu með þvl aö vera staffirugt i kaupkröf- um. Og á meöan biöa fulltrúar einkafjármagnsins spenntir eftir þvi hvað úr atvinnumála- og lýð- ræðisumræöunni veröur. Þar hugga sumir sig viö þaö, að þjóð- nýttu fyrirtækin frönsku eru áfram höfð aðilar að vinnuveit- endasambandinu franska. (Stjórnin réttlætir það með þvi að þau fyrirtæki þurfi að taka þátt i alþjóölegri samkeppni og megi þvi ekki fá sérstöðu „verndaöra” vinnustaða). Aðrir kapitalistar óttast svo, aö atvinnulýöræðiö þokist það áleiöis að það fari að hafa „smitandi” áhrif á verka- menn sem vinna hjá einkafyrir- tækjum — en þar hefur ósköp litið gerst i atvinnulýösræðismálum i þrjátiu ár eða meir. ÁB sunnucflagspistill Erum ekki galdramenn Mitterrand tók við völd- um í Frakklandi fyrir ári —■ þá var fögnuður meðal franskra vinstrimanna og annarra sem langþreyttir voru orðnir á áratuga stjórn hægrimanna/ fyrir- heit um Breytingarnar miklu lágu í loftinu og það var dansaðá götunum. Nú eru menn víða um lönd að skoða fyrsta stjórnarár i sósíalista á forsetastóli. Það er margt sagt um starfstíl hans (sósíalista- j kóngurinn er hann kallaður j í sumum blöðum og meira líkt við de Gaulle en aðra forseta) og hægriblöð hlakka yf ir því að ýmislegt hafi mistekist hjá vinstri- stjórninni. Og sósíalistar Mitterrands svara með því, að aldrei fyrr haf i jafn mikið breyst á stuttum . Mitterrand á sigurhátíð. Fyrsta vinstri- ár franskrar stj órnar Árni Bergmann skrifar tíma í Frakklandi og bæta svo við að „við erum engir galdramenn". Utan Frakklands velta menn kannski mest fyrir sér utanrikis- stefnunni, sem einkennist af vilja til aö leggja áherslu á sérstöðu Frakklands og sjálfstætt hlutverk andspænis risaveldunum tveim. Vinstrimenn hafa i þeim efnum blendnar tilfinningar í garð stjórnar Mitterrands — þeim þykir gott að hún hefur sýnt vin- semd byltingar- og umbóta- hreyfingum i þriöja heiminum (Nicaragua, E1 Salvador), en öllu lakara aö Frakkland heldur áfram stefnu kjarnorkuveldis og mikilli vopnasölu um heim allan. Afýmsu að státa En mestu varðar sjálfsagt reynslanaf vinstristjórn á Frakk- landi sjálfu. Þar hefur Mitterrand og hans menn vissulega afýmsu | að státa. Um leiö og hann tók við j völdum var dauðarefsing afnum- I in, miklum fjölda fanga gefnar ; upp sakir og fleira lagfært I dómsmálum. Eftirlaunaaldur var styttur, orlof lengt, lágmarkslaun voru hækkuö, leigjendur fengu aukinn rétt gagnvart húseigend- um. Bankar hafa verið þjóðnýttir sem og nfu meiriháttar sam- steypur i iðnaöi — meö það fyrir augum, að efla efnahagslegt sjálfstæði landsins, skapa at- vinnu, flýta fyrir atvinnulýðræöi. Vinnuvikan var stytt i 39 stundir. Það er ekki nema von að Mauroy forsætisráðherra segi: Hafa aðrir gert betur? En á hitt er að lita, að umbætur af þessu tagi verða jafn- an að skoöast I ljósi þess, að Frakkland haföi svo lengi lotið hægristjórn, að landiö haföi dreg- ist aftur úr grannrikjum sinum I ýmsum félagslegum efnum og tekjuskipting var þar miklu krappari en menn eiga að venjast um noröanverða álfuna. Mínusarnir En svo eru það minúsarnir. Sósialistastjórnin hefur fengið óþyrmilega aö kenna á þvi, aö hún tekur viö á erfiöum tima. Hún þarf að stjórna kreppu, vinna sig út úr kreppu. Mauroy forsætis- ráðherra segir: Það væri einhver munur að fá aö spreyta sig á upp- gangstimum einsog Gaullistarnir fengu! Kreppa sem spannar margar álfur, veldur þvi, að vinstristjórn- in getur ekki búist viö rúmlega 3% hagvexti eins og hún geröi ráö fyrir — kannski nær hún 2% i ár. Hún hefur ekki getaö dregið úr at- vinnuleysi — atvinnuleysingjum hefur enn fjölgað á fyrsta ári hennar, þótt þeim hafi ekki fjölgað eins hratt á siöasta valda- ári Giscards d’Estaings. Agreiningur viö verklýðsfélög og atvinnurekendur hafa leitt til þess að frestað hefur veriö áformum um frekari styttingu vinnutimans. Stjórnin hefur sleg- ið af skattlagningu sinni á fyrir- tæki i þeirri von aö þá verði meira fjárfest og fleiri atvinnutækifæri skapist. Svo mega menn heldur ekki gleyma þvi að þeir riku hafa að sinu leyti unnið efnahagsleg skemmdarverk gegn vinstri- stjórninni, einkum með stórfelld- um fjárflótta til Sviss og á aðra felustaöi misjafnlega fengins fjár. Mótmælaganga á vegum verkalýössambandsins CGT: Sambúðin er ekki 777 hvers þjóðnýting? Eins og aö likum lætur er eitt ár ekki langur timi til aö dæma um frammistööu og möguleika franskrar vinstristjórnar — og menn skyldu hafa þab i huga, að kjörtimabil Mitterrands er sjö ár. Margt er I einskonar biöstöðu — meðal annars vegna þess, að ágreiningur er milli sjálfra stjórnarsinna — hinna ýmsu arma Sósialistaflokksins og kommúnista um það hvernig skuli aö verki staðið. Eitt dæmi um það er atvinnulýöræði i þjóðnýttuin fyrirtækjum — en þjóðnýtingar áttu, samkvæmt áformum Mitterrands, að verða alltaf auðveld. meðal annars liöur i bættri stööu verkamanna i fyrirtækjum, þróun til atvinnulýðræðis. 1 þvi máli hefur stjórnin átt i talsverðum hnútukasti við CFDT, þaö verkalýðssamband franskt (þau eru þrjú) sem er allajafna næsta sósialistum. 1 CFDT hefur verið sterkur áhugi á sjálfstjórn verkamanna og þar er oft itrekuð spurningin: til hvers þjóönýting? Aform um atvinnulýðræði sem vinstristjórnin hefur á prjónunum fyrir þjóðnýttu fyrirtækin (þar er auöveldast að koma við þátttöku verkamanna I stjórn fyrirtækja segja þeir i „ráðuneyti um stækk- un hins opinbera geira”), munu eitthvað á þessa leiö: Atvinnulýöræöið á aö hvila á tveim stoðum. Annarsvegar stjórn fyrirtækisins og hinsvegar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.