Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 13
Helgin 8.-9. maí 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Á Korpúlfsstöðum fer nú fram merkileg uppbygging sem Myndhöggvarafélagið hefur staðið fyrir í sam- vinnu við borgaryfirvöld. Tók félagið við hluta hússins í rústum eftir bruna og er nú endurupp- byggingu það langt komið, að þar er komin viðunandi vinnuaðstaða í sameigin- legum vinnusal, smærri vinnustofur fyrir einstak- linga og ein íbúð, sem ætluð er sem gestaibúð fyrir erlenda mynd- höggvara og listamenn, sem jafnframt fengju að- stöðu til að vinna í sam- eiginlegu verkstæði húss- ins. Korpiilfsstaöir er ævintýraleg bygging og slikur stórhugur hefur rikt viö byggingu hússins, aö þaö á sér engan lika hér á landi. Sú aöstaöa sem Myndhöggvara- félaginu hefur veriö úthlutaö nemur aöeins broti af því hús- rými, sem þarna er fyrir hendi, og er annaö nýtt af ýmsum stofn- unum bæjarins sem skjalasafn, geymsluhúsnæöi o.fl., en annaö liggur ónotaö. Er auövelt aö láta sig dreyma um þá menningarmiöstöö, sem þarna mætti risa meö tilheyrandi verkstæöum, sýningarsölum, fundar- og samkomusölum, veit- ingasölu o.s.frv. og er þá ekki minnst á þá stórskemmtilegu lokuöu portgaröa sem eru i sitt hvorum væng og hæglega mætti þekja meö gleri og gera aö úti- veitingastaö meö suörænum gróöri. En aö öllum draumum sleppt- um, þá er Myndhöggvarafélagiö nú langt komiö meö aö skapa sér þarna aöstööu, sem fáir i þeim félagsskap heföu e.t.v. látiö sig dreyma um fyrir nokkrum árum. Viö fórum og skoöuöum þaö sem þarna er aö gerast og hittum aö máli þau Jón Gunnar Arnason formann Myndhöggvarafélagsins og listakonuna Rúri og Þór Vig- fússon, sem þar voru að mála og slipa veggi og gólf. I portgarðinum tekur á móti þér ilmandi hrossataöslykt og umhverfiö minnir á miöevrópskt stórbýli. Jón Gunnar tekur á móti okkur og leiðir okkur upp i stóru vinnustofuna þar sem eru a.m.k. 6 metrar undir loft og viö blasir eiturgul kýr úr plasti og kona sem situr viö mjaltir. Þetta er tröll- vaxin stytta, á 3. meter á hæö og Jón segir okkur aö þetta sé verk sem Ragnar Kjartansson sé að vinna fyrir Akureyrarbæ. — Þetta verk á aö steypa I eir þegar það veröur fullmótað og Rætt við Jón Gunnar, Rúrí og Þór um Mynd- höggvara- félagið, Korpúlfsstaði, listina og líflð setja upp á Akureyri, sagöi Jón, og veröur ekki annaö séö en aö kýrin muni sóma sér þar vel. — Þetta veröur stærsta mynd, sem gerö hefur veriö i eir á Islandi, en mót af henni veröa send til Noregs i hlutum þar sem steypuvinnan veröur fram- kvæmd. Ragnar Kjartansson var þvi miður ekki viðstaddur, en Jón tjáöi okkur aö þaö væri fyrst og fremst hann sem ætti heiöurinn af þvi aö Myndhöggvarafélagiö heföi nú eignast þessa aöstööu. — Þaö eru um 7 ár siöan félagiö tók við þessu i brunarústum en borgin hefur veitt okkur styrk til aö framkvæma viögeröir, endur- nýja lagnir, smiöa og lagfæra þak og sparsla og mála veggi, koma upp hreinlætisaöstööu o.s.frv. Þannig fengum viö um 80—90 þúsund króna styrk frá borginni i ár og hefur þaö allt farið i efnis- kaup og vinnu viö lagfæringu á húsinu. Þá hafa félagsmenn lagt fram ómælda sjálfboðavinnu viö lag- færingar, en af 25 félagsmönnum hafa i vetur veriö hér 6 manns i fullu starfi viö vinnu aö eigin verkum og lagfæringu á hús- næöinu jöfnum höndum. 1 vinnusalnum hafa félagar komið sér upp ýmsum verkfærum til smiða i tré, járn og önnur efni en á milli gestaibúöarinnar og vinnusalarins eru nokkrar smærri vinnustofur, þar sem menn geta unniö og geymt sina hluti i næöi. Veggir hafa flestir verið hvitmálaöir, einnig i gesta- ibúöinni, en þó er margt ógert til þess aö viöunandi mundi teljast á hinum almenna húsnæðis- markaöi. Þaö kallaöist ef til vill „tilbúiö undir tréverk” á fagmáli, en innréttingar i eldhúsi og annars staðar eru enn I lágmarki. — En plássiö og umhverfiö bætir þetta upp, hér er eitthvert dýrlegasta útivistarsvæði i nágrenni Reykjavlkur, segir Jón Gunnar og bendir út um gluggann þar sem hross eru á beit og nokkrir borgarbúar vappa um tún i afstreitun viö þaö aö slá golf- Jcúlu. — Fjaran hérna fyrir neöan er einhver sú stórkostlegasta i ná- grenni Reykjavíkur og svo eru það kálgaröarnir... — Þaö vantar hins vegar til- finnanlega heildarskipulag fyrir Korpúlfsstaði og nágrenni, segir Jón Gunnar. Okkar félagsmenn hafa verið meö ýmsar hugmyndir þar aö lútandi og viö vitum að ýmsir hjá borginni hafa sýnt málinu áhuga, en ég held að réttast væri aö hinir ýmsu hags- munaaðilar hittust og legöu I púkk um hugmyndir þannig að staðurinn nýttist borgarbúum sem best. Viö setjumstniöur i setustofuna i gestaibúöinni þar sem nú hangir á veggjum einkasýning á verkum Þórs Vigfússonar máluöum i þekjulit eöa steyptum i gips. Og ég spyr Jón Gunnar nánar um Myndhöggvarafélagiö... Viö erum 25 félagar eins og er, Niels Hafstein er ritari, Helgi Gislason er gjaldkeri og Ragnar Kjartansson er meöstjórnandi. Það má segja aö félagar okkar séu mjög virkir um þessar mundir, þvi a.m.k. 10 okkar sýna erlendis á þessu ári. 1 þvi koma ÞórogRúrimeökaffi, en Rúrier i sýningarnefiid félagsins Rúri:— Viö skipuleggjum m.a. islenska myndlistarsýningu á Alandseyjum i sumar á staö sem heitir Guy’s Expo. Þaö veröa 10—15 manns sem taka þátt i henni, bæöi myndhöggvarar, málarar og svartlistarmenn. Hún á aö opna 1. júni. Þá veröum viö einnig með á úti- sýningu, sem haldin veröur i Genf i sumar, þar veröa 3 myndhöggv- arar. Þá var stefnt aö þvi aö norræni skúlptúrbíennalinn yröi haldinn i Drammen i Noregi i sumar, og veröa væntanlega 5 Islendingar meö i honum. Aö lokum stefnum viö svo aö smámyndasýningu seinni partinn i sumar. — Þá má ekki gleyma þvi aö þeir Kristján Guömundsson og Jón Gunnar Arnason hafa veriö valdir til þess aö kynna tsland á Bienn- alnum i Feneyjum, sem er stærsta myndlistarsýning sem fram fer hér i Evrópu. Er þetta i fyrsta skipti sem Island tekur þátt i Biennalnum sem sjálf- stæöur og fullgildur aöili, en Islendingar hafa áður sýnt meö hinum Noröurlöndunum. Jón Gunnar segir okkur aö hann sé þegar búinn að senda út verk sin, en þau eru m.a. unnin úr speglum og islensku fjörugrjóti. Við ljúkum þessu spjalli meö þvi aö ég varpa fram þeirri spurningu hvort hlutverk högg- myndalistarinnar sem minnis- varöi um horfnar hetjudáöir sé ekki liðiö og hvort myndhöggvar- arnir hafi þar með ekki oröi utan- garös i þjóöfélaginu. Jón Gunnar: Þaö er rétt, mónúmentallistin er mikiö aö hverfa vegna breytts hugsunar- háttar og ég veit ekki hvort hún kemur nokkurn timan aftur i sama mæli. En höggmyndalistin i dag þarf aö tengjast i mun rikari mæli almennri umhverfismótun þar sem hún getur bæöi haft nota- gildi og fegrunargildi. Rúrl: Höggmyndalistin gæti gegnt mun meira hlutverki i hönnun skóla og barnaleikvalla t.d., þvi myndlist I umhverfi barna og unglinga hefur örvandi áhrif og þvi uppeldislegt gildi. Spurning: Veröur Ólafur Thors siðasti stjórnmálamaðurinn sem steyptur verður i brons? Jón Gunnar: Nei, þaö vona ég ekki, þaö væri nú huggulegt að hafa þá alla i röðum i kringum tjörnina... Aö öllu gamni slepptu, hvaöa þýöingu hafa nýju lögin um List- skreytingasjóö rikisins? Jón Gunnar: Mér virðist aö hér sé um stórmikla framför aö ræöa sem ber vott um þaö aö stjórn- málamenn okkar eru framsýnir og verðskulda flestir aö verða steyptir i brons... — ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.