Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 15
Þórir Hilmarsson Þórir Hilmars- son skipaður brunamála- stjóri ríkisins Félagsmálaráðherra hefur skipað Þóri Hilmarsson verk- færðing i embætti brunamála- stjóra rikisins frá 1. mai að telja. Þórir lauk prófi i bygginga- verkfræði hjá Verkfræðiháskóla Danmerkur á árinu 1960. Hann vann við almenn verkfræðistörf til ársins 1971, þar af fimm ár i Kaupmannahöfn. Arin 1971 til 1973 var Þórir verkfræðilegur ráöunautur „Til- lögunefndar um hollustuhætti i fiskiðnaði” við uppbyggingu og endurhæfingu hraðfrystihúsa fiskiðnaðrins. Hann var bæjar- stjóri á Sauðárkróki 1974—1978, en hóf þá rekstur eigin verkfræði- stofu. Þórir var áætlunarstjóri við frumhönnun á steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki til hausts- ins 1979.________ Bindindis- og ferðamála- kynning Næstkomandi laugardag og sunnudag standa Þingstúka Reykjavikur og íslenskir ung- tempiarar fyrir bindindis- og fræðslumálakynningu f Templ- arahöllinni. Hefst kynningin kl. 14 á laugar- dag með ávarpi framkvæmda- nefndar. Siðan gefst sýningar- gestum kostur á aö kynna sér ferðavörur og annað það sem 13 fyrirtæki og félög, sem bása hafa á sýningunni, hafa upp á að bjóða. Kl. 17.30 byrja kvikmyndasýning- ar hjá ferðaskrifstofunum en kl. 21 flytur Arni Reynisson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs erindi um náttúru- vernd og sýnir jafnframt kvik- mynd. Kl. 14 á sunnudag verður kynn- ingunni svo haldið áfram en kl. 20.45 hefst kvöldvaka. Þar lesa úr verkum sinum rithöfundarnir Ar- mann Kr. Einarsson og Andrés Indriðason, lesin veröa upp ljós eftir Matthias Johannessen, Jör- undur Guðmundsson og tónlistar- fólk skemmtir. Kynnir á kvöld- vökunni verður Arni Norðfjörð. Gömlu dansarnir hefjast kl. 22.30. Verður dansað til kl. 24 en þá verður kynningunni slitið. Ungtemplarar standa fyrir kaffi- sölu. Gefið verður út sérstakt blað i tengslum við kynninguna og verður þvi dreift um Stór-Reykja- vikursvæðið. Ritstjóri þess og ábyrgöarmaður er Eðvarð Ing- ólfsson, framkvæmdastjori sýn- ingarinnar, en i rit- og fram- kvæmdanefnd eru: Arni Einars- son, Einar Hannesson, Halldór Kristjánsson og Þór ólafsson. — mhg Leiðrétting Þau leiðu mistök áttu sér stað i grein um tölvuvæðingu frytihúss Sildarvinnslunnar hf. i Neskaup- stað, sem birtist i Þjóðviljanum 30. april sl., að Már Lárusson, verkstjóri, sem við var rætt, var sagöur Sveinsson. Hiö rétta er,að Már er Lárusson,«g er hann beð- inn velvirðingar á þessum mis- tökum. _______________________________' Helgin 8.-9. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Mœðradagurinn í 48. sinn: Ávallt þörf fyrir Mæðrastyrksnefnd Mæöradagur Mæðrastyrks- nefndar i Reykjavik verður n.k. sunnudag, hinn 9. mai, og munu konurnar bjóða Mæðrablómið til sölu i 48. sinn. Fjárhæðinni, sem af söfnuninni hlýst, verður I þetta sinn varið lil styrktar cldri kon- um. Mæðrastyrksnelndin var stoi'n- uð i Reykjavik áriö 1929 að til- stuðlan Kvenréttindaiélagsins, sem bauö öllum kvenlélögunum aðeiga fulitrúa i nel'ndinni. Fyrsti formaður nel'ndarinnar var Lauley Valdimarsdottir, en nu- verandi formaður er Unnur Jóu- asdóttir. Viö báöum Unni aö segja okkur undan og olan af starfi nefndarinnar. Unnur kvaö Mæörastyrksneínd stolnaöa til bjargar elnalitlu íólki, og þá einkum konum. Nelndin opnaöi skrilstofu áriö „Mæðrastyrksnefnd var stofnuð til styrktar efnalitlu fólki. Það verður ávallt þörf fyrir starfsemi henn- ar.” Unnur Jónasdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar (t.d.) og Guðlaug Runólfsdóttir, gjaldkeri nefndarinnar. 1929 og veitti leiðbeiningar um hjálp við að ná rétti manna, en einnig var áformað að safna skýrslu um hagi einstæðra mæðra i bænum. Réttarhjáip hefur Mæðra- styrksnefnd veitt allar götur frá stofnun og einskoröast hún ekki við konur. Frá árinu 1940 hefur lögfræðingur veriö staríandi meö nelndinni, og veitir hann öllum ókeypis aðstoð. Mæðrastyrksnelnd gengst fyrir jólasöfnun ár hvert og hefur svo verið frá upphaii. Kvaö Unnur söfnunina njóta einstaks velvilja Reykvikinga, sem á hverju ári hafa látið háar fjárupphæöir af hendi rakna til elnaminni sam- borgara sinna. Mæðrablómiðhefur veriö selt á ári hverju allt frá árinu 1934 i íjáröílunarskyni. Þaö sumar fór hópur kvenna i viku dvöl aö Laug- arvatni i boöi nel'ndarinnar. Þannig var Mæörastyrksnelnd brautryöjandi um orlol hús- mæðra, sagöi Unnur. Lengst af var starfsemi orlofs- söínunarinnar tviþætt, annars vegar fyrir konur meö ung börn og hins vegar l'yrir eldri konur. Nú siðustu árin hal'a sumardvalir kvenna meö ung börn verið lagö- ar niöur. Mæðrastyrksnefnd hefur skrif- stolu að Grettisgötu 3 og þar er opið þriðjudaga og löstudaga l'rá kl. 2 - 4. Lögiræöingur nefndar- innar er viö á mánudögum kl. 10 - 12. Við þökknm Unni Jónasdóttur kærlega fyrir upplýsingarnar og óskum Mæðrastyrksnelnd gæfu og gengis iui sem lyrr. — ast Blóm og afleggjarar á flóamarkaði Kvenlélag Karlakórs Reykja- vikur heldur flóa- og kökumarkaö að Freyjugölu 14, 2. hæö (íélags- heintili Karlakörs Reykjavikur) laugardaginn 8. mai kl. 2. Þar verður margt góöra muna á boö- stólum auk blóma og blómaaí- leggjara. @ BRIDGESTONE Radial með Superfiller Bridgestone Radial hjólbaröar meö sérstyrktum hliöum veita auk- iö öryggi vió akstur á malarvegum. Hjólbaröakaupendur..... Þegar þiö kaupiö radial hjólabaröa, þá athugið hvort þeir eru merktir S/F, því þaö táknar aö þeir eru meö Superfiller styrkingu 'í hlióunums. BRIDGESTONE á íslandi BlLABORG HF Smiðshöföa 23, sími 812 99. — jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.