Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 19
Helgin 8.-9. maí 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Skógarferð á vegum Grims Jónssonar kaupmanns árið 1930. Vanga- svipurinn á Grimi sést fyrir miðri mynd, neðarlega. Konan neðst til vinstri er Helga, móðir Sigurðar og hann I fanginu á henni. Þrir Álftfirðingar á hestbaki snemma á öldinni. Þeir eru f.v. Magnús Einarsson á Dvergasteini, Asgeir sjómaður i TrÖð og Sæmundur Jóns- son bóndi og sjómaður á Mýri við Dvergastein. Hér standa hjónin Þuríður Hagalínsdóttir og Guðjón Davlðsson dag- launamaður fyrir framan hús sitt Brekku. Húsið og kálgarðurinn eru dæmigerð fyrir byggðina i Súöavik fyrr á árum. Stórbýlið Eyrardalur i Álftafirði. Verslunarhús Jóns Guðmundssonar til vinstri. Þegar það var rifið var kaupfélagshúsið i Súðavik reist úr viðum þess. Vélbáturinn ófeigur frá Súðavik. Hann var seldur 1930 og er myndin þvi tekin fyrir þann tima. Eigcndur Ófeigs voru Grímur Jónsson kaup- maður og Árni Sigurðsson, sem var formaður á honum. Árni stendur aftast en fullorðni maðurinn frammi á bátnum er Jónatan Sigurðsson. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi: Vestmannaeyjar og V estmannaey ingar Vestmannaeyjar byggir harð- gert og vinnugefið fólk, sem kallar ekki allt ömmu sina i þeim efnum. Hvar sem það kemur sker það sig úr fjöldanum vegna dugn- aðar og heiðarleika. I rauninni væri ekki fráleitt að telja Vest- mannaeyjar þjóðfélag útaf fyrir sig með öll sin persónulegu sér- kenni. Eyjan er besta mjólkurkýr þjóðarinnar. Þar vegur fiskurinn og hin auðugu fiskimið þxngstá metunum. Þrátt fyrir óhóflega mikla vinnu, blómgast þar auðugt menningarlif. Þar er eitt snjallasta knatt- spyrnulið landsins, sem ól af sér heimsfrægan knattspyrnumann og markvörð,Pál Pálmason. Þar er litið en snoturt leikhús, sem fært hefur upp leikrit eftir fræga höfunda undir umsjá Unnar Guðjónsdóttur og Sigurgeirs Sche- vings, má þar neína meðal ann- ars Gullna hliðið eftir Davið Stel'- ánsson frá Fagraskógi, Skjald- hamra el'tir Jónas Árnason svo eitthvaðsé nefnt. Þar er saínahús með þjóðminjasafn á efstu hæð, bókasafn á miðhæð, skjalasafn i kjallara. Ragnar Oskarsson kennari sér um þjóðminjasafnið, sem er eitt hið veglegasta á land- inu, og hvet ég ferðafólk að skoða það þvi þar eru menn komnir i sérstakan heim, sem andar frá sér gömlum minningum um horfna tið. Helgi Bernódusson sér um bókasafnið, Haraldur Guðnason, fyrrum bókavörður og fræðimaður góður er fyrir skjala- safninu. I Vestmannaeyjum er einnig lifandi fiskasafn undir umsjá Friðriks Jenssonar safnvarðar. Þar er einnig fágætt náttúru- gripasafn, uppstoppaðir fiskar og fuglar, sem unun er á að horfa vegna meistaralegs handbragðs. Þar er ein besta iþróttamiðstöð landsins að ógleymdu elliheimil- inu. Þar er ágætt samkomuhús, Höllin, sem var á sinum tima eitt stærsta samkomuhús landsins. Þar er Alþýðuhúsið, sem stéttar- félögin eiga og reka. Þar er oft fjör um kosningar. Þar er stýri- mannaskóli, vélstjóraskóli, iðn- skóli, f jölbrautaskóli að ógleymd- um barnaskólanum, sem er að sprengja utan af sér starísemi sina. \ Eyjarnar eiga sitt listafólk eins og önnur byggðarlög, skáld, list- málara, leikara, söngvara ágæta má þar nefna Geir Jón og Reyni Guðsteinsson. Þetta ágæta lista- fólk gefur ekki listafólki i höfuð- borginni eftir þó störf þess séu unnin i hjáverkum eftir langan og strangan vinnudag. Af listmál- urum skal frægastan telja Guðna Hermannssen, sem sýnt heiur viða, mig minnir á Grænlandi og viðar. Hann er mjög undir áhrifum frá jarðeldunum. Leif Vilhjálmsson, sem málaði frábæra mynd af höfundi þessa greinarkorns, Astþór Jóhannsson og Guðgeir Matthiasson, sem óöum er að sækja i sig veðrið. Hann málar einkum gömul horfin hús eftir minni og ljósmyndum. Tveir hinna fyrr nefndu eru nú við mynlistarnám i Reykjavik. Ekki má gleyma Sigurfinni Sigurfinnssyni, sem rekur rit- fangaverslunina Oddann og er einnig kennari viö Barnaskólann. Hér um tima var Hanna Hall- grimsdóttir, mikil vinstri kona og hernámsandstæöingur, en hún er nú við myndlistarnám i höfuö- borginni eins og þeir Leifur og Astþór. I Vestmannaeyjum er frábær kirkjukór undir stjórn Guðmundar Guöjónssonar organ- ista, og ekki má gleyma okkar ágæta Kjartani Erni Sigurbjörns- syni, þeim góða dreng og mann- vini. 1 Vestmannaeyjum er eitt besta sjúkrahús landsins, vel búið tækjum. Við eigum tvo frábæra lækna, þá Einar Val Bjarnason liflækni og B]örn Karlsson skurðlækni, sem er meistari með kutann. Okkur gengur samt illa að halda læknum, og er það að sögn sökum of mikils vinnuálags. Það er náttúrlega litið vit i þvi að læknar standi 60 vinnustundir i einum rykk. Læknar þurfa að hvilast eins og annað fólk. Þetta þarf að breytast ef ekki á illa aö fara. Hér er verið að reisa minnis- merki um okkar ástkæra tónskáld Oddgeir Kristjánsson, sem var burtkallaöur fyrir aldur fram. 1 grafreitnum þar sem sumargest- irnir hreiðra um sig og syngja svo fagurlega á sumarkvöldum að manni vikna augu. Þar er minnis- varði um okkar ástkæra barna- bókahöíund, eða hver kannast ekki við bækurnar Skeljar og Bernskan, en höl'undur þeirra og margs annars góðmetis er Sigur- björn Sveinsson. Alda aldanna er hér lika, en stendur oí lágt miðað við reisn þessa verks. Tröllkonan eftir Ásmund Sveinsson stendur á Slakkagerðistúninu og sómir sér vel, einnig er hér minnisvarði um drukknaða sjómenn og þá sem hrapað hafa i björgum. Uppi á hrauninu trónir minnisvaröi um Jón pislarvott, sem bölvaðir hundtyrkjarnir myrtu á hinn hryllilegasta hátt. Við áttum heimsfrægan afla- og sjómann Benóni Friðriksson eða Binna i Gröf eins og hann var oftast kallaður. Nú er einnig Sævar sonur hans burt kallaður eftir erfiða ævi. Sigurjón Oskars- son er landsfrægur aflamaður og þó viða væri leitað, en hann á ekki langt að sækja aflasældina, þar sem Óskar Matthiasson faðir hans var mikill afla- og sjómaður. Hérer Betilsöfnuður, sem lætur sig miklu varða trú- og liknarmál. Hér er lika aðventistasöfnuður, sem á litla snotra kirkju á Brekastignum. Hér er ágæt lúðrahljómsveit undir stjórn Hjálmars Guðna- sonar. Hinu nýstoi'naða Sögu- félaginu má ekki gleyma, en það hefur nýverið gefið út veglegt timarit, sem heitir Eyjaskinna. Kemur rit þetta i stað Bliks, sem Þorsteinn Viglundsson gaf út um árabil. Hér er eins og allir landsmenn vita um Þjóðhátið. Þá er mikið étið, drukkið og sungið i iðja- grænni brekkunni; er þetta kallaður brekkusöngur. Samt fara þessar skemmtanir vel fram. Sagt er að þar þróist frjálsar ástir, en liklegast er þetta kjaftæði og karlagrobb. En eitt er vist að þá eru allir bræður. Ráðhuser hér íullt af fólki, sem mér virðist ekkert hafa að gera. Já, það er margt skritið i kýr- hausnum. Hér bitast á um völdin stjórnmálaflokkar, Sjálf- stæðisflokkurinn sem nú er i minni hluta, Alþýðuflokkurinn, Framsóknargrúppan, sem er opin i báða enda, Alþýðubanda- lagið, sem ég álit að haldi sinum 2 mönnum. Matráðskona Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar að ráða matráðskonu að sumardvalar- heimili félagsins i Reykjadal, Mosfells- sveit, mánuðina júni, júli og ágúst. Upplýsingar á skrifstofu forstöðukonu, Háaleitisbraut 13. Blaðberabíó! i Regnboganum laugardaginn 8. mai kl. 1 SKRÝTNIR FEÐGAR ENN ÁFERÐ Gamanmynd i litum, isl. texti UOmiUINN s. 81333. ÍSSKAPA OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. BPjv REYKJAVÍKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aó þurla að harösnúnu liöi sem bregöur biöa lengi meó bilaö ratkerfi, leióslur eða tæki Eóa ný heimilistæki sem þari aö leggja lyrir. Þess vegna settum viö upp sk/ótt viö • • • RAFAFL SmiðshöfOa 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.