Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 8 —9. maí 1982 skáH Minningarmót um Jón Ingimarsson i norðanbálinu sem geisaði hvað hæst um siðustu helgi og lét vart nokkuð kvikt á landinu I friði var slegið upp skákmóti i höfuð- borg Norðurlands, Akureyri, i þvi augnamiði að heiðra minningu Jóns heitins Ingimarssonar. Jón var ekki einasta mikilhæfur verkalýðsleiðtogi, skákáhugi var honum i blóð borinn og um langt skeið var hann einn sterkasti skákmaður Norðlendinga, auk þess sem hann var forseti Skák- féla gs Akureyrar um alllangt skeið. Þeir hjá Skákfélagi Akur- eyrar efna gjarnan til móts til minningar einhverra þeirra manna sem lagt hafa skák- málum þar lið. Júiius Bogason fékk sitt minningarmótog nú Jón. Þessir tveir eru áreiðanlega ein- hverjir afkastamestu skákfor- ystumenn sem um getur. Mótið á Akureyri sem teflt var eftir helgarmótsformúlunni átti við allnokkra erfiðleika að etja þar sem veðriö leyfði ekki kepp- endum þeim sem boðið hafði verið að sunnan að koma t tæka tið. Mótið hófst fimmtudaginn 29. aprilog seinnipartþessa dags gaf ekki til flugs norður. Sunnan- mennirnir Elvar Guðmundsson, Helgi Olafsson skrifar Sævar Bjarnason og dr. Ingimar Jónsson forseti Skáksambandsins og sonur Jóns mættu þó um sfðir til leiks og úr varö hið skemmti- legasta mót. Þegar þvi lauk seint á sunnudegi höfðu úrslit orðið þessi: X. Elvar Guðmundsson 5 1/2 v< 2.-5. Halidór Jónsson, Jón Garöar Viöarsson, Sævar Bjarnason og Jón Björgvinsson 5 v.,6.-8. Áskell Kárason, Gylfi Þórhallsson og Sigurjón Sigurbjörnsson 4 1/2 v. hver. Keppendur voru alls 26 og þótti mótið takast með afbrigðum vel. Skákstjóri var Albert Sigurðsson. Ein skák skolaðist yfir Holta- vörðuheiðina. Hún er tefld milli tveggja norðanmanna i hópi þeirra sterkustu: Hvitt: Jón Björgvinsson Svart: Haraldur ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Hf3-Rc6 3. d4-cxd4 4. Hxd4-d6 5. Rc3-a6 6. Bc4-e6 7. Be3-Rf6 8. 0-0-Be7 9. BÖ3-0-0 10. f4-Dc7? (öflugra er 10. — Rxd4 11. Bxd4 b5 sbr. 4 einvigisskák Fischer og Spasski, Reykjavik ’72. Reglan i þessari byrjun hljóðar á þá leið að svartur verði að bregða hart við, Jón Ingimarsson að öðrum kosti nær svartur sterkum tökum á hvitu reitunum einkum d5-reitnum. Það sýndi Fischer fram á i fjölmörgum skákum. Larsen reyndi 10. -Bd7 i 3. einvigisskákinni við Fischer. Eftir 11. f5! Dc8?? 12. Ra4! tapar svartur a.m.k. peði.) 11. f5-Rxd4 12- Bxd4-exf5 (Ég á erfitt meö að benda á haldgóða leiki fyrir svartan. Til þess að geta teflt vel veröa byrj- anirnar að teflast af mikilli nákvæmni. Svartur gat reynt 12. -e5 en þá myndast strax veikleiki á d5-reitnum.) 13. exf5-b5? (Afleitur leikur. 13. -Bd7 var strax skárra.) 14. Rd5-Dd8 (Eða 14. -Bb7 15. Bxb7 Dxb7 16. f6! o.s.frv.) 15. Df3-Hb8 16. Rxe7-Dxe7 17. Hael-Dd8 18. Dg3-Hb7 (Hvitur hefur sókn.) 22. .. De7 19. He4-Kh8 20. Hh4-h6 21. Dg5-Kh7 22. Hf3 náð myljandi (Hvitur getur auðvitað fjarlægt þennan biskup. En hann finnur aöra og fallegri vinningsleið.) 24. Hxh6+!-gxh6 25. Bxf6!-Hg8 (Eða 25. -hxg5 26. Hh3+ og 27. Hh8 mát.) 26. Dxh6+ — Svartur gafst upp. Hann er mát i næsta leik. Karpov og Anderson efsta sœtinu Stórmeistaramótiö f London sem Philipps & Drew gekkst fyrir lauk um sfðustu helgi. Það fór eins og margir höfðu spáð að heimsmeistarinn Anatoly Karpov sýndi klærnar i siðustu umferðun- um og hremmdi efsta sætið. Hann varð að visu að gera sér þaö að góðu að deila sætinu með Ulf And- erson. Báðir hlutu þeir 8 1/2 vinn- ing úr 13 skákum. Anderson var i fararbroddi allan timann en Karpov átti framan af við erfið- leika aö etja. Hann vann sfna fyrstu skák f 6. umferð mótsins og Iangtleiö að næsta vinningi. Þeg- ar hann tapaöi hinsvegar fyrir Bandarfkjamanninum unga Seirawan komst hann á fullt skrið og klykkti út með að sigra Port- isch og i siðustu umferö Spasskf. Lengi vel i þessu móti var út- litið á þá leið að Portisch myndi vinna öruggan sigur. Hann byrjaði mótið með þvi að vinna hverja skákina á fætur annarri og eftir 7 umferðir var hann kominn með 1 1/2 vinnings forskot, hafði hlotið 6 v. úr 7 skákum. En þá tók að syrta i álinn. Hann tapaði fyrst fyrir Englendingnum Mestel og siðan fyrir Timman. Þá tapaði hann fyrir Karpov og i siöustu umferð, niðurbrotinn maður, fyrir John Nunn. 1 fyrri helming mótsins þegar allt lék i lyndi tefldi Portisch hverja glæsi- skákina af annarri. Meira að segja sænska pressan var yfir sig hrifinn af þvi hvernig hann þjarmaði að Anderson. Þá skák töldu flestir skákskýrendur á mótinu hina bestu sem tefld var á mótinu. Við rennum lauslega yfir hana, en gefum fyrst upp loka- stöðuna á mótinu: 1.-2. Karpovog Anderson 8 1/2 v. 3. Seirawan8 v. 4.-7. Timman, Portisch, Ljugo- jevic og Speelman allir með 7 vinninga. 8.-9. Spasskfog Miles 6 1/2 v. hvor. 10. Geller 6 v. 11. Nunn5 1/2v. 12.-13. Christiansen og Mestelö v. hvor. 14. Short3 1/2 v. Hvftt: Lajos Portisch Svart: Ulf Anderson Drottningarindversk vörn 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3 Rf3-Bb4 (Fyrr i mótinu vann Portisch glæsilegan sigur með Petrosjan afbrigðinu: 3. -b6 4. a3-Bb7 5. Rc3-d5 6. cxd5-Rxd5 7. Dc2!? Andstæðingurinn var bandarikja- maðurinn Christiansen.) 4. Rbd2-b6 5. e3-c5 (Það virðist ekki alveg i anda stöðunnar að opna stöðuna svo mikið. 5. -Bb7 er allra góðra gjalda vert.) 14. Rd2-Rxd2 15. Dxd2-Hfd8 16. Dc3-Rf6 17. f3-d5 18. dxc5-bxc5 19. Hacl-Hdc8 20. De5 6. a3-Bxd2 + 7. Dxd2-0-0 8. Be2-a5 9. b3-Bb7 10. 0-0-d6 11. Hdl-Rbd7 12. Bb2-Re4 13. Del-De7 (Til þessa hefur taflmennskan ekki látið mikið yfir sér. Portisch hefur náð betri stöðu i krafti biskupaparsins, hótar auk þess 20. cxd5-Bxd5 21. Hxd5! o.s.frv. Það er hægt að mæta þessari hótun á ýmsan hátt, en Anderson velur að falast eftir drottningar- uppskiptum. Eins og framhaldið leiðir i ljós þá bætir það ekki að- stöðu hvits. Portisch vinnur hreint snilldarlega úr þeim litlu stöðuyfirburöum sem hann hefur.) Ulf Anderson — Svartur sá ekki ástæðu til að halda hinni vonlausu baráttu áfram. Það er I raun aðeins tima- spursmál hvenær allt hrynur. Hann gafst þvi upp. Með þessum sigri komst Portisch 11/2 vinning fram úr Anderson sem fyrir umferðina var i 2. sæti. Fáir áttu von á aö hann léti forskotið úr hendi. En i næstu umferð mætti hann Englendingnum Mestel. Skákin fer hér á eftir en vegna plássins rennur hún óskýrð i gegn. Hvitt: Mestel Svart: Port- isch. Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-e6 3. d4-cxd4 4. Rxd4 a6 5. C4-Rf6 6. Rc3-Bb4 7. Bd3-Rc6 8. Bc2-Dc7 9. 0-0 0-0 10. Khl-Rxd4 11. Dxd4-Rg4 12. f4-h5 13. Ddl-Rf6 14. e5-Re8 15. Re4-Bb7 16..cxb5-axb5 17. Be3-f6 18. exf6-Rxf6 19. Rxf6 + -Hxf6 20. Hcl-Bc6 21. Bd4-Hh6 22. Bxg7-Bxg2+ 23. Kxg2-Db7+ 24. Hf3-Kxg7 25. Dd4+-Kf7 26. Be4-d5 27. Hg3-Hg8 28. De5-Ba5 29. Bf3-Db8 30. Bh5 + -Hhg6 31. Hc6-De8 32. Ha6-Dc8 33. Ha7+, — Svartur gafst upp. 20. .. Dc7 21. Dxc7-Hxc7 22. Be5-Ifcc8 23. cxd5-Bxd5 24. Hc3-Rd7 25. Bg3-a4 26. e4-Bc6 27. b4!-cxb4 28. axb4 V élaaf greiðsla Óskum eftir að ráða lagtækan mann til starfa við vélaafgreiðslu og standsetningu á búvélum. Nánari upplýsingar hjá starfsmanna- stjóra. SAMBANDISL. SAMWNNUFEIAGA STARFSMANNAHALD 4 Bflbeltin hafa bjargað ||UMFEROAR Þaö væri óðs manns æði að leika 28. Hxc6?? Má mikiö vera ef hvitur héldi velli eftir 28. -Hxc6 29. Hxd7-b3 eða 29. -bxa3.) 28. .. Rf6 29. b5-Bb7 30. Ha3-Rh5 31. BÍ2-RÍ4 32. Bfl-g5 33. g3-Rg6 34. Hd7-Hcb8 35. Bd4! (Svartur getur sig hvergi hrært.) 35. .. g4 36. Bal-h5 37. Be2-Ha5 38. Kf2-Haa8 39. Ke3-gxf3 40. Bxf3-Rf8 41. Hc7-Bc8 42. e5-Ha5 43. Bc6 Iþróttakennarar Staða iþróttakennara við Egilsstaðaskóla er laus til umsóknar. Stöðunni fylgir fyrirgreiðsla varðandi húsnæði. Tækjakostur til iþróttakennsl- unnar er allgóður. Nýtt iþróttahús verður tekið i notkun á skólaárinu 1983-84 skv. á- ætlun. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Ólafur Guðmundsson, i sima 97-1146 eða 97-1217. SkólanefndEgilsstaðaskólahverfis. Utboð Flugmálastjórn rikisins óskar eftir tilboð- um i uppsteypu á Flugstöðvarbyggingu á Húsavikurflugvelli. útboðsverk 2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tækniþjónustunnar sf. Húsavik og verk- fræðistofu Gunnars Torfasonar Ármúla 26 Reykjavik gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð skulu hafa borist Tækniþjónustunni sf. Garðarsbraut 12 Húsavik eigi siðar en þriðjudaginn 25. mai 1982 kl. 11. F.h. Flugmálastjórnar Tækniþjónustan sf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.