Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.05.1982, Blaðsíða 7
Helgin 8.-9. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 mhg rœöir við Sigríði Stefánsdóttur, sem skipar anrnð sæti framboðslista Alþýðubandalagsins við bæjarstjómar- kosningamar á Akureyri Öll mál, sem 95 mestu skipta, era pólitísk” Annar maður á lista Alþýðubanda lagsins á Akureyri við bæjar- stjórnarkosningarnar þar i vor er Sigríður Stefáns- dóttir, húsmóðir og kennari. Við náðum snöggvast tali af henni og spurðum hana fyrst hvort hún vildi ekki segja les- endum Þjóðviljans ein- hver deili á sér. — Ertu Akureyringur, Sig- riður? — Nei, ég er nú alin upp i Reykjavik en annars ættuð frá Isafirði og Austurlandi. Prófi lauk ég frá Verslunarskólanum og siðan stúdentsprófi. Fór svo i Háskólann og lauk þar prófi i þjóðfélagsfræðum árið 1975. A námsSrunum stundaði ég ýmis störf: vann i fiski, við skrifstofu- og afgreiðslustörf, við sumarhótelið i Bifröst og einn vetur var ég flugfreyja hjá Loftleiðum. Eitt ár vann ég á unglingaheimili rikisins i Kópa- vogi og sex sumur vorum við hjónin, — en maður minn er Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni, — eftirlitsmenn á vegum Náttúruverndarráðs i Mývatnssveit. Þar kenndi ég og einn vetur. Til Akureyrar fluttist ég 1978. Tvö fyrstu árin kenndi ég við Gagnfræðaskól- ann en var jafnframt stunda- kennari við Menntaskólann. í hitteðfyrra hvarf ég alfarið til Menntaskólans og hef siðan kennt þar félagsfræði. í bœjarstjórnar- kosningunum er tekist á um stjórnmál — Nú munt þú ekki áður hafa tekið svo virkan þátt i stjórn- málabaráttunni sem þú gerir nú; liggja einhverjar sérstakar ástæður til þess að þú ferð i þennan slag? — Ég tók eftir þvi að þú sagðir „stjórnmálabarátta” og það er einmitt rétta orðið. Maður heyr- ir nefnilega oft sagt, að kosningar til bæja- og sveita- stjórna séu ekki jafn mikilvæg- ar pólitiskt séð eins og alþingis- kosningar. Þar komi ekki fram eins skýr mörk milli flokka og lista og þegar tekist er á um landsmálapólitikina þvi mörg mál, sem um er fjallað i bæja og sveitastjórnum, séu ekki flokks- pólitisk. Ég er ósammála þessu sjónarmiöi. Auðvitað eru ekki öll mál, sem til meðferðar eru i bæjarstjórnum, harðflokkspóli- tisk. Alveg sama máli gegnir með Alþingi. En öll þau mál sem mestu skipta, eru pólitisk. Ég hef áhuga á umhverfinu, ég hef áhuga á manneskjunni, þvi hlýt ég lika að hafa áhuga á pólitik. Þessvegna gaf ég kost á mér i þessa baráttu. Tökum dæmi Viðskulum t.d. taka mál, sem snerta okkar nánasta umhverfi, eins og skipulagsmál. Ætla má i fljótu bragði að þau séu ekki pólitisk. En það er alrangt. Ekki verður allt gert i einu. Og i skipulagsmálum er gjarnan tekist á um þaö, hvernig raða eigi framkvæmdum. A t.d. að byrja á þvi að malbika bilastæði en láta barnaleikvelli sitja á hakanum? Nei, öll þau mál, sem þýðingarmest eru i einu bæjarfélagi, eru pólitisk og það skiptir ibúana ákaflega miklu máli hvernig á þeim er tekið og hvernig þau eru leyst. 1 bæjar- stjórnarkosningum, hér sem annarsstaðar, er beinlinis tekist á um það, hvaða stefna eigi að vera ráðandi um stjórn bæjar- félagsins. Tvær megin andstæður — Viltu skilgreina þessar mis- munandi stefnur eitthvað frekar? — I sveitarstjórnarmálum, eins og i landsmálapólitikinni, tel ég að átökin séu á milli tveggja meginandstæðna. Annarsvegar er það félags- hyggjan, hinsvegar stefna einkagróðaaflanna. Fulltrúar fyrir þessi öfl, þessar and- stæður, eru Sjálfstæðisflokkur- inn, sem er málsvari einka- gróðahyggjunnar og Alþýðu- bandalagið sem hefur félags- hyggju og samhjálp að leiðar- ljósi. Hér á Akureyri sem annarsstaðar, skiptir það höfuð- máli hvert fylgi þessar megin andstæður fá. Stefna milli flokkanna ákveðst og sveiflast i raun og veru mjög eftir þvi. Gott dæmi um þetta er þróun félagsmála og félagslegrar að- stoðar hér i bænum. Mjög mikil breyting hefur orðið á þessum málum á siðasta áratug. Það er t.d. ekki langt siðan bæjarfélag- ið fór að hafa afskipti af dag- vistarmálum. Nú eru sjö dag- vistarheimili rekin á Akureyri. Sama mál gegnir um aðra félagslega þjónustu t.d. við aldraöa. En enginn skyldi halda að þessar sjálfsögðu umbætur hafi fengist baráttulaust. Og þar hefur ekki hvað sist munað um atfylgi Soffiu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa og svo Helga Guðmundssonar. Þrátt fyrir þetta skyldi enginn halda að ég, eða við Alþýðu- bandalagsmenn, séumalsælir með ástandið i félagsmálunum. Enn á langt i land meö aö þaö geti talist komið i viðunandi horf. Engum er þaö ljósara en einmitt Alþýðubandalagsmönn- um. En kjósendur þurfa að gera sér það ljóst, að ekki er að vænta framhalds á þessari þró- un nema Alþýðubandalagiö komi vel út úr kosningunum. Það er nú nefnilega svo, að þó að fjárhagsáætlun hafi verið samþykkt samhljóöa, þá er mikil barátta búin að fara fram áður en niðurstaða er fengin. Margir núverandi fulltrúar i bæjarstjórn vilja gjarna eyða fjármununum til annars en þeirra mála, sem ég hef hér minnst á. Erlend stóriðja eða íslensk atvinnustefna — Koma ekki atvinnumálin til með að blandast inn i kosninga- baráttuna? — Jú, þau gera það og þar koma hin andstæðu sjónarmið enn mjög skýrt i ljós. thaldið setur allt sitt aöaltraust á erlenda stóriðju. Hún á, að þess dómi, að vera okkar helsta haldreipi og lifakkeri. Þar er hvorttveggja á ferð undirlægju- háttur við erlent vald og vantrú á okkar hefðbundnu islensku at- vinnuvegum og getu okkar til þess að standa fjárhagslega á eigin fótum Og aftan i þeim hanga kratar sem einskonar ómerkilegur halakleppur. Við Alþýðubandalagsmenn erum þarna á algjörlega önd- verðri skoðun. Stóriðja veitir mun færra fólki atvinnu, miðað við það fjármagn, sem i henni er bundið, en annar atvinnu- rekstur, fyrir utan þá hættu, sem i þvi er fólgin, fjárhagslega og stjórnarfarslega, að tengjast erlendum auðhringum. Og sannast sagna sýnist mér sú reynsla, sem fengin er af stóriðjufyrirtækjunum, eins og ál-, járnblendi- og kisilgúrverk- smiðjunum ekki vera þannig, að hún örvi til frekari göngu á þeirri braut. Hér mætast þvi enn hinir andstæðu pólar, ihaldið annarsvegar, Alþýðu- bandalagið hinsvegar. Og þann- ig er það hvar sem niður er gripið. Það skiptir öllu máli að kjós- endur geri sér glögga grein fyrir þvi, að i komandi kosningum er i raun aðeins um þessar tvær stefnur að velja: stefnu ihalds- ins, sem byggist á frumskógar- lögmálinu um rétt hins sterka, þar sem eins dauði er annars braui^ og andstæðu hennar, stefnu samvinnu, samhjálpar og félagslegs réttlætis, stefnu Alþýðubandalagsins. —mhg Takiö sumarið snemma, öll fjölskyldan til MALLORKA 29.maí Nú er komið sumar á Mallorka, gróðurinn í blóma, og allt tilbúið að taka á móti ykkur. Nú fara börnin hér heima að losna úr skólanum, og öll fjölskyldan getur lengt sumarið, og átt sælustundir saman á Mallorka. Atlantik býður upp á góða aðstöðu á Mallorka, þar sem öll fjölskyldan getur notið sín. Leitið nánari upplýsinga um hótel og afsláttarverð fyrir börnin. Brottfarardagar: 29. maí 15. júní 6. júlí 27. júlí (10 sæti laus) 17. ágúst (uppselt, biðlisti) 7. sept. 28. sept. dTWNTIK FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og 28580

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.