Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 3
Helgin 28-29. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Norræn börn í hringiöu fjölmiðlanna Kl. 20.30 á miövikudagskvöldið heldur Mette Newth fyrirlestur i Norræna húsinu, sem hún nefnir „Norræn börn I hringiöu f jölmiöl- anna”. Mette Newth er kunnur rithöf- undur og listamaður i Noregi og hefur látið mikiö að sér kveöa undanfarin ár. Hún er formaöur i félagi barnabókahöfunda og hefur sjálf skrifaö og mynd- skreytt fjölda bóka. Auk þess hefur hún þann starfa aö yfirfara teikniseriur og kvik- myndir ætlaöar börnum. Börn og fjölmiðlar hafa þvi lengi verið áhugasvið hénnar og fyrirlestrar hennar og greinar um þau efni hafa vakið mikia athygli á Norðurlöndum. Hún hefur tekið virkan þátt I umræöunni um Nordsat. bað er ástæða til að hvetja allt áhugafólk um f jölmiðla og barna- efni til að koma á fyrirlesturinn og taka þátt i umræðum eftir hann. Alyktanir SUNN: Smærri fyrirtæki farsælli en stóriðja Aöalfundur Samtaka um - náttúruvernd á Norðurlandi sem frá hefur veriö skýrt hér i blaö- inu, samþykkti þrjár ályktanir. Fjallaöi ein um álver i Eyjafiröi, önnur um Blönduvirkjun og sú þriöja um hvalveiöar og sel- veiöar. Fara þessar ályktanir fundarins hér á eftir. Álver í Eyjafirði Fundurinn... „mótmælir fyrir- hugaðri byggingu álvers við Eyjafjörð vegna mengunarhættu og þeirrar félagslegu röskunar, sem slikt stórfyrirtæki veldur. Fundurinn telur að hætta á náttúrufarslegri og félagslegri röskun verði minni af völdum smærri iðnfyrirtækja. Fundurinn bendir ennfremur á, að Eyjafjarðarsvæöið á völ margra annarra og betri iðnaðarkosta en álbræðslu og skorar á stjórnvöld að skapa ný atvinnutækifæri, án þess aö grónu og heilbrigðu atvinnulifi sé stefnt i tvisýnu”. Um Blönduvirkjun Fundurinn... „átelur harðlega þau vinnubrögð, sem opinberir aðilar hafa viðhaft gagnvart heimamönnum viö samráð og samningagerð i Blöndumálinu. Fundurinn harmar að við endanlega afgreiðslu Alþingis um Sýningin framlengd Vegna óvenju góörar aösóknar aö fyrstu sýningu Asgeirs Smára Einarssonar myndlistarmanns sem staðiö hefur yfir i Ásmundar- sal hefur sýningin vcriö fi'am- lengd fram á laugardagskvöld 28. ágúst. Sýningin er opin i dag frá kl. 10—21 og eru myndlistarmenn og annaö áhugafólk hvatt til aö sjá sýningu Asgeirs. virkjun Blöndu, skyldi ekki tekið fullt tillit til náttúruverndar, með rannsóknum og stiflugerö við Sandárhöfða. Fundurinn leggur áherslu á, að ef stiflað verður viö Reftjarnar- bungu, verði lónsstærð aldrei meiri en 220 GL og öll mannvirki við það miðuð. Þess er ennfremur vænst, að stjórnvöld landsins læri af þvi öngþveiti, sem Blöndumálið hefur skapað, og taki strax breytta stefnu I virkjunarmálum. Þess er krafist að við undir- búning virkjana á vatnasvæöi Héraðsvatna og annarra vatns- falla landsins, verði náttúru- verndar gætt til hins ýtrasta strax i upphafi”. Fundurinn... „minnir á nýlega samþykkt Alþjóðahvalveiöi- ráðsins um samdrátt i hval- veiðum og hvalveiðibann árið 1986. Telur fundurinn sjálfsagt að fara að tilmælum ráðsins og skorar á rikisstjórnina aö lýsa samþykki sinu og undirbúa laga- setningu i samræmi við það, enn- fremur að efla rannsóknir á hvöl- um, sem grundvallað geti skyn- samlega nýtingu þeirra i fram- tiðinni. Fundurinn fagnar þeim skyn- samlegu og mannúölegu við- brögðum, sem heimamenn á Rifi á Snæfellsnesi sýndu, er hvalvaða \ hljóp þar á land 20. þessa • mánaðar. Jafnframt lýsir fundurinn furðu sinni á þeirri drápsherferð, sem hafin var sl. vor gegn selum við strendur landsins, fyrir forgöngu Hringormanefndar. Er þess kraf- ist að þetta fjöldadráp veröi stöðvað nú þegar og lög sett hið allra fyrsta, til aö slikir atburðir endurtaki sig ekki. Fundurinn telur brýnt að stór- auka fræðslu um dýrategundir lands og sjávar, um samskipti þeirra og skynsamlega nýtingu á þeim, ella getur svo farið að við hljótum þann vafasama heiður, að útrýma fleiri tegundum en geirfuglinum”. —mhg BING &GR0NDAHL Laugardaginn 28. ágúst kl. 14-22.00 Sunnudaginn 29. agúst kl. 14-22.00 Mánudaginn 30. ágúst kl. 14-22.00 Hádegi á Hótel Holti. Líttu inn, þaö er auðvelt aö gera hádegið þægilegt og afsiappað, alla daga vikunnar og mun ódýrara en þú heidur. Hótel Holt býður ljúffengan mat á góðu verði. Sem dæmi: Hádegisverður frá kr. 95.- Einnig þykir okkur rétt að minna á nýja forréttamatseðilinn. HAEÐU PAÐ FYRSTA FLOKKS - ÞAÐ ROSTAR ERRERT MEIRA Verið velkomin. Bergstaöastræti 37 ik Borðapantanir í sími 25700

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.