Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNHelgin 28—29. ágúst. 1982. HHN ■ ■ 10 ÁR eru liðin frá því að „Einvígi aldarinnar” lauk 1. september 1972 er fyrir margra hluta sakir merkisdagur í sögu íslensku þjóöarinnar. Þennan dag var landhelgin færö úr 12 mílum í 50 mílur og í annan staö bárust þær fréttir neðan úr Laugardagshöll að Boris Spasskí heföi gefist upp í 21. einvígiskákinni í því sem þá var kallað „Einvígi aldarinnar". Með uppgjöfinni sem kom símleiöis frá heimsmeistaranum þáverandi laukeinhverjum merkastaviðburðisemfram hefurfarið hérá landi. Hann hafði reyndar ekki aðeins haldið athygli manna og umræðu fanginni, heldur hafði það sama gerst út í hinum stóra heimi, þannig ætlaði allt um koll að keyra í Bandaríkjunum, ílandi þar sem íbúarnir höfðu flestir hverjir ekki heyrst minnst á skák, hvað þá á manninn sem olli fjaðrafokinu, óheflaðan 29 áragamlan Brooklynbúa af ættkvísl Davíðs, Robert James Fischer. Texti: Helgi Ólafsson Hér i þessu greinarkorni er ætl- unin að rifja upp atburðina rign- ingarsumarið 1972. Þeir eru mörgum sjálfsagt i fersku minni, ekki sist fjölmörgum unnendum skáklistarinnar og auðvitað öllum öðrum landsmönnum. Segja má að sá hafi vart talist maöur með mönnum sem lét þennan viðburð sig ekki nokkru skipta og enn i dag ber atburður i kringum ein- vigið á góma i umræðum, ekki sistfyrir það að sá sem lék áskor- andann og hrifsaöi siðan til sin heimsmeistaratitilinn virðist týndur og tröllum gefinn, hann hefur ekki hreyft peð svo vitað sé siðan einviginu lauk. Astæðurnar fyrir áhuganum á þessu einvigi má að miklu leyti rekja til þess aö áskorandinn, Bobby Fischer eins og hann var og er ávallt kallaður, átti slika af- rekaskrá að menn rak hreinlega i rogastans. í annan stað vökn- uðu Bandarikjamenn upp við það að algerlega óþekktur landi þeirra var i seilingarfjarlægð frá þvi að hreppa þann titil sem Sovétmönnum var kærastur, heimsmeistaratignin i skák var i fyrsta sinn frá þvi að seinna striði lauk, i hættu. Eftir að Alexander Aljékin lést á hrörlegu hótelher- bergi i Lissabon árið 1946 nokkr- um vikum áður en umsamið ein- vigi um titilinn við Sovétmanninn Botvinnik átti að hefjast, brá alþjóðlega skáksambandið FIDE á það ráð að kalla til keppni 6 sterkustu stórmeistara þeirra tima. Einn þeirra heltist úr lest- inni, en i keppninni sem fram fór á ýmsum stöðum i Hollandi varð Mikhael Botvinnik hlutskarp- astur og arftakar hans i hásæti skákarinnar urðu siðan i réttri röð: Vasily Smyslov 1957 — ’58, Mikhael Tal 1960 — ’61, Tigran Petrosjan 1963 — ’69 og Boris Spasski frá 1969. Allan þennan tima var kapp- kostað við að sovéskir skákmenn, hvarvetna sem þeir settust að tafli, fengu allar bestu hugsan- legu aðstæður. Sovéski skákskól- Spasskí naut mikillar lýöhylli á mcAan einvígið fór fram. Látlaus framkoma hans vann liugi og hjörtu tlestra. Einkum var það kvenfólkið sem stóð með Spasskí í hinni erfiðu raun. Þessi skemmtilega mynd segir langa sögu. Það var alltaf eitthvað sem Fischer gerði athugasemd við. Þessí mynd mun hafa verið tekin siðla nætur niðri i Laugar- dalshöll, þegar Fischer kom til að skoða aðstæður. Hann gerir her einhverjar athuga- semdir við Ijosabúnaðinn Sem var afar fullkominn. Það er Guðmundur G. Þorarins- spn þaverandi forseti Skák- í sambands Islands sem snýr bak i Ijosmyndavélina. llF KSAMBAND íSLAND ■■ Myndir og úrklippur úr ýmsum áttum mmi Kominn til íslunds. Mcnn önduðu léttar, en ný vandamáí biðu úrlausnar. Fiseher kom til landsins 4. júlí, tveini dögum eftir að 1. einvígisskákin átti að fara fram. m Xr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.