Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 5
Helgin 28—29. ágúst. 1982. ÞJÓDVILJINN — StÐA 5 Tillögur Niðurstöður Alþýðubandalagsins rikisstjórnarinnar Atak í landbúnaði Stefnt verði að þvi að sniða hefð- bundinni búvöruframleiðslu stakk eftir innanlandsneyslu um leið og þróaðar verði nýjar bú- greinar vegna innanlandsmark- aðar og arðbærs útflutnings. Mótuð verði hið fyrsta áætlun um búrekstur á jörðum i sam- ræmi við landgæði og markaðs- aðstöðu. Á komandi hausti verði hafist handa um fækkun sauðfjár i samræmi við niðurskurðartil- lögur Framleiðsluráðs landbún- aðarins og á grundvelli sam- þykktar rikisstjórnarinnar. Stefnt verði að þvi að draga úr rétti til útflutningsbóta i áföngum i samræmi við áætlun um fækkun búfjár og verði útflutningsbóta- réttur afmarkaður eftir afurða- greinum. Fjármunir sem að óbreyttu hefðu farið til útflutningsbóta, verði að hluta til notaðir til að auðvelda aðlögun i landbúnaði, m.a. til að efla nýjar búgreinar og auðvelda bændum er það kjósa að hætta búskap. Við endurskipu- lagningu landbúnaðarframleiðsl- unnar verði leitast við að verja kjör þeirra bænda, sem við þrengstan hag búa. Unnið verði að þvi að draga úr þörf fyrir útflutningsuppbætur með þvi að stuðla að samdrætti i kjötframleiðslu með aðstoð hins opinbera, þannig' að fram- leiðslan haldist framvegis i hendur við innanlandsneyslu og nýtanlega erlenda markaði. Viðræður verði teknar upp við samtök bænda um endurskoðun útflutningsbótakerfisins. Loð- dýrarækt og aörar nýjar bú- greinar verði efldar sérstaklega með hagkvæman útflutning i huga. Stefnt verði að þvi aö bú- vöruframleiðslan i einstökum byggðarlögum verði i sam- ræmi við landkosti jarða og markaðsstöðu. Undirbúið verði sérstakt átak i markaðs- og sölumálum is- lenskra afuröa erlendis. Æðstu embættismenn ekki æviráðnir Sett verði lög um að stjórnendur rikisstofnana, ráðuneyta, rikis- banka og Seðlabanka verði ein- ungis ráðnir til fimm ára i senn og taki sú löggjöf gildi á árinu 1983. UUndirbúin veröi löggjöf um að stjórnendur rikisstofnana ráðu neyta og'rikisbanka verði fram- vegis ráðnir til fimm ára i senn. Jöfnun húshitunarkostnaðar Tryggður verði nú þegar viðun- andi áfangi varðandi jöfnun á orkuverði til húshitunar i sam- ræmi við yfirlýsingar stjórn- valda. Tryggður verði áfangi i jöfnum húshitunarkostnaðar frá 1. október n.k. Jafnframt verði skipuð nefnd með fulltrúum allra þingflokka, er fjalli um framtiðarfjáröflun til jöfnunar húshitunarkostnaðar. Rikisstjórninni er heimilt að ákveða að meiriháttar bygging- arframkvæmdum opinberra stofnana og fyrirtækja skuli frestað i allt að 18 mánuði. Rikisstjórnin mun þar sem ástæða þykir til beita sér fyrir frestun á umfangsmiklum byggingaframkvæmdum opin- berra stofnana og fyrirtækja i allt að 18 mánuöi. Heimilað verði að leggja á allt að 1,3% aðstöðugjald á atvinnu- rekstur og þjónustu til þess að skapa svigrúm fyrir jafnari álagningu aðstöðugjalds. Tekjur af aðstöðugjaldi renni áfram óskiptar til sveitarfélaganna. (Sjá einnig það sem hér segir um niðurfellingu launaskatts i lið 6 i tillögum Alþýðubandalagsins.) Tekjuöflunarkerfi hins opinbera verði endurskoðað með það fyrir augum að jafna starfsskil- yrði atvinnuveganna með hlið- sjón af tillögum starfshóps um starfsskilyrði atvinnuveganna. Unnið verði að þvi aö samræma aðstöðugjald á atvinnurekstur með lækkun gjaldsins á iðnað og landbúnað að undangengnum viðræðum við Samband isl. sveitarfélaga. Rikisstjórninni er heimilt að ákveða að bankarnir veiti allt að 100 miljónum króna til að lengja lán húsbyggjenda á þessu ári, 1982, með svipuðum aðferðum og beitt var 1981. Rikisstjórnin mun efna til við- ræðna við viðskiptabanka og sparisjóði um lengingu lána til atvinnuvega og húsbyggjenda. Upplýsingaskylda á starfsmannafundum 1 hverju fyrirtæki, sem hefur fleiri en 10 starfsmenn, skal á næstu 18 mánuðum efna til við- ræðufunda með starfsfólki um rekstur fyrirtækisins. Fundirnir skulu haldnir á a.m.k. 6 mánaða fresti og skipulagðir i samvinnu við hlutaðeigandi samtök launa- fólks. A fundunum skal leggja fram sundurliðuð yfirlit yfir rekstrarútgjöld og tekjur, fjár- festingaráform, launagreiðslur og hlunnindi, breytingar á skipu- lagi og starfsmannaf jölda. Stærð flotans takmörkuð Stefnt skal að aukinni hlutdeild starfsmanna og meðábyrgð i stjórnun fyrirtækja og stofnana. T Stærð fiskiskipastólsins verði takmörkuð og engin fiskiskip flutt inn i landið á næstu einu til tveimur árum. Verkefnum varð- andi viöhald flotans verði beint til innlendra skipasmiðastöðva, enda verði þær samkeppnisfær- ar við erlendar skipasmiðastöðv- ar. Innflutningur fiskiskipa verði stöðvaður i tvö ár og við ný- smiöi innanlands veröi geröar verulegar kröfur til eignarfjár- framlags. Verkefnum varðandi breytingar og viðhald flotans verði beint til innlendra skipa- smiðastöðva, eftir þvl sem kostur er. TiHögur Alþýðubandalagsins kynntar á vinnustöðum Hér hafa þá verið rakin i 17 liðum þau atriði i tillögum Alþýðubandalagsins, sem segja má að meira eða minna sé komið til móts við iendanlegum ákvörðunum rikis- stjórnarinnar. Varðandi þessi atriði er að visu stundum breitt bil frá tillögum Al- þýðubandalagsins og i ákvæði bráða- birgðalaga og yfirlýsingar rikisstjórnar- innar, en i öðrum atriðum er efni og orða- lag nánast hiö sama. Þetta geta lesendur borið hér saman. Rétt er að taka fram, aö hér er ekki greint á milli atriða eftir þvi, hvort þau eru i bráðabirgðalögum eða yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar, heldur valin saman þau efnisatriði sem saman eiga. Að lokum skal þá minnt á nokkrar þær tillögur Alþýðubandalagsins, sem ekki fékkst samkomulag um i rikisstjón að þessu sinni. Að óbreyttum aöstæðum verða þær flestar áfram baráttumál flokksins, sem fylkja þarf liði um. I. Kjarajöfnunarsjóður Alþýðubandalagiö lagði til, að stofnaður yrði sérstakur Kjarajöfnunarsjóður. Lagt var til að þessum sjóði yrði m.a. aflað tekna með sérstökum veltuskatti á fyrir- tæki i verslun og þjónustu. Tekjum sjóðs- ins skyldi verja til þess aö hækka veru- lega lán Byggingarsjóðs rikisins til þeirra sem byggja eða kaupa ibúð i fyrsta sinn, til þess að standa undir greiðslum lág- launabóta og til annarra kjarajöfnunar- aðgerða. II. Lánin fylgi kaupi Alþýðubandalagið lagði til, að verð- trygging lána verði miðuð við breytingu kaupgjalds launamanna, þ.e. hækkun kaupgjaldsvisitölu, en ekki við þá sér- stöku lánskjaravísitölu sem nú er miðaö við i þessum efnum. III. Þrengt að innflytjendum Alþýðubandalagið lagði til, að tekin yröi upp innborgunarskylda á vissar greinar innflutnings til að draga úr gjaldeyris- eyðslu og bæta samkeppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu. Þannig gætu inn- flytjendur ekki fiutt inn vörur nema hafa greitt þær fyrirfram að meira eða minna leyti nokkrum mánuðum áður. IV. Alþýðubandalagiö lagði til að rikis- stjórnin takmarkaði sérstaklega og stööv- aöi um sinn erlend vörukaupalán, og að betur yrði fylgst með gjaldeyrismeðferð útflutnings- og innflutningsverslunarinn- ar heldur en nú er. Hinn gegndarlausi inn- flutningur að undanförnu hefur m.a. byggst á erlendri skuidasöfnun innflytj- enda. Þetta vildi Alþýðubandalagið stöðva. — Rétt er aö taka fram að i yfir- lýsingu rikisstjórnarinnar er með mjög vægilegu orðalagi komið litillega til móts við sjónarmið Alþýðubandalagsins i þessu efni, en þar segir: „Erlendar lántökur verði takmarkaöar til samræmis við markmið um viðskiptajöfnuð. í þessu skyni verði dregið úr heildarfjárfestingu og óbeinum aðgerðum beitt til að minnka innflutning, m.a. verði athugað að tak- marka lán til vörukaupa og kaupa á vél- um og tækjum.” V. Alþýðubandalagið lagði til, aö innflutn- ingsleyfi á tilteknum einföldum vöru- flokkum (samkynja) yrðu boðin út opin- berlega og innflutningsleyfi veitt tima- bundið þeim sem býður innílutning sinn á lægsta verði. VI. Arður Seðlabanka og skyldu- sparnaður Alþýðubandalagið lagöi til að hluta af arði Seðlabankans yrði skilað i rikissjóð og þeim fjármunum varið til aukinnar framleiðni i atvinnulifinu eða til húsnæð- islánakerfisins. VII. Alþýðubandalagið lagði til, að á árinu 1983 skyldu 10% þeirra tekna, sem lenda i hæsta skattþrepi á þvi gjaldári, renna i sérstakan sjóð sem skyldusparnaður. Varöandi þennan skyldusparnað var þó gert ráð fyrir sérstökum afslætti fyrir hvert barn á framfæri og að ekki væri gerð krafa um skyldusparnað til þeirra, sem náð hafa 67 ára aldri. Hið sparaða fé átti að greiða til baka með fullri verð- tryggingu og 1% vöxtum að fjórum til fimm árum liðnum. Lagt var til að fjármunum þessum yrði varið til þess að tvöfalda lán Byggingar- sjóös rikisins til þeirra einstaklinga sem byggja eöa kaupa ibúö I fyrsta sinn. VIII. Alþýðubandalagiö lagði til að Fram- kvæmdastofnun rikisins yrði lögð niður i núverandi mynd, en að Byggðasjóður verði sjálfstæður sjóður, sem starfi undir sérstakri stjórn. IX. Alþýðubandalagið lagði til, að stofn- aö yrði oliufélag á vegum rikisins er hafi með höndum innflutning á oliuvörum til landsins og athuganir á innlendri til- raunavinnslu og nýjungum varðandi elds- neytismál. — Fleiri mætti telja af tillögum Alþýðu- bandalagsins, sem ekki náðist samkomu- lag um, en hér skal staðar numið að sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.