Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 21
Helgin 28—29. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
Mátti þá
ekki Davíö
skrifa undir?
Skömmu fyrir kosningar sl. vor
boðuðu ibúar til fundar i hverfinu
þar sem m.a. mættu til leiks
borgarráðsmennirnir Sigurjön
Pétursson og Albert Guðmunds-
son, núverandi forseti borgar-
stjórnar. Eftir að hafa rætt við
ibúana og skoðað verksmiðju-
svæðið voru þeir báðir sammála
um að umgengni þar væri til há-
borinnar skammar og að visa
yrði á bug öllum óskum eigenda
Eims um áframhaldandi starf-
semi á þessum stað.
Eftir siðustu kosningar breytt-
ust valdahlutföll i borgarstjórn
Reykjavikur, eins og allir vita.
Þar settust á bekk fulltrúar
Kvennaframboðs, sem strax tóku
mjög undir kröfu ibúanna ' við
Seljaveginn að verksmiðju-
rekstur i hverfi þeirra væri með
öllu óviðunandi. Gekk i þófi þar til
loksins 17. ágúst i sumar var
samþykkt bókun um að ekkert
skyldi aðhafast i máli Kolsýru-
hleðslunnar fyrr en búið væri að
ræöa málið itarlegar á fundi
borgarráðs 24. ágúst þ.e. á þriðju-
daginn. Þegar sá fundur kom
saman upplýsti hins vegar
borgarstjóri að sunnudaginn þar
á undan hefði hann undirritað
lóðaleigusamning til 10 ára við
Kolsýruhleðsluna, enda þótt
borgarráð hefði þegar samþykkt
að ekkert bæri að gera i mál-
inu strax! Af þessum sökum hafa
menn rætt um „gerræði Davfðs
Oddssonar” og að „borgarráði
hafi verið sýnd litilsvirðing”. En
fyrst og frémst hefur hinn
nýkjörni borgarstjóri Sjálfstæðis-
flokksins slengt blautri tusku i
andlit ibúanna við Seljaveg i
Reykjavik. Þaðer greinilega ekki
tekið út með sældinni að vera
barnið i borginni hans Daviðs.
Hverjar
eru kröfur
íbúanna?
A fyrrgreindum fundi með
borgarráðsmönnum 15 mai 1982
settu ibúarnir i grennd við Selja-
veg 12 eftirfarandi kröfur:
„1. Efnaverksmiðjunni Eimi
s.f. við Seljaveg verði fundimi
annar og heppilegri samastaður.
2. Unnið verði að deiliskipu-
lagi fyrir svæðið sem afmarkast
af Se1javeg i — Vestur-
götu — Ananaustum — Holts-
götu. Þar sé gert ráð fyrir bland-
aðri byggð, þ.e. áframhaldandi
aukinni ibúðabyggð og atvinnu-
starfsemi sem samræmist henni.
3. Forsvarsmönnum Kolsýru-
hleðslunnar s.f. við Seljaveg 12
verði gert skylt að ganga frá húsi
sinu, múrhúða, mála og setja
ofan á það ris (t.d. portbyggt)
4. Allt ofangreint svæði (sbr.
lið 2) verði hreinsað (einkum
lóðir Kolsýruhleðslu, Vita-
stjórnar/Landhelgisgæslu og
Péturs Snælands). Tryggt sé með
reglulegu eftirliti hreinsunar-
deildar að umgengni á þessu
svæði verði bætt”.
Hógværar
kröfur
Það verður trauðla sagt um
kröfur ibúanna i nágrenni Eims
og Kolsýruhleðslunnaraö þær séu
i anda yfirgangs og heimtufrekju.
Hins vegar sýnir þetta 30ára strið
þeirra við „kerfið” slikan rudda-
skap og yfirgang borgarstjórna
allan þann tima við þegna sina aö
fá dæmi eru sliks. Viröist sem aö
við valdaskiptin i vor hafi steinn-,
inn tekiö úr og borgarstjóri sýnt1
óþarflega mikla röggsemi viö að
styöja eigendur umræddra fyrir-
tækja i yfirganginn á hendur ibú-
um Seljavegar. Nema Davið
Oddsson hafi misstigið sig á
mjúku linunni?
um helgina
Amerísku kvikmynda-
vikunni lýkur á morgun
Lokatónleikar
Zukofsky
námskeiðsins eru í dag
Lokatónleikar Zukofsky
námskeiðsins 1982 verða haldnir
í dag, laugardag, 28. ágúst.
Námskeiðið hefur nú staðið í
einn mánuð og þrennir tónleikar
verið haldnir.
Á lokatónleikunum verður
flutt verkið Symphonies of VVinds
eftir Igor Stravinsky, sem Ant-
hony Halstead stjórnar. Hann er
1. hornleikari í ensku kammer-
sveitinni og hefur verið
leiðbeinandi málmblásturshljóð-
færaleikaranna á námskeiðinu.
Annað verkið á efnisskránni er
Lontano eftir György Ligeti
Amerisku kvikmyndavikunni
lýkur um helgina, og er
mönnum bent á að kynna sér vel
dagskrána, þvi hér eru á ferð-
inni mjög merkilegar myndir.
Myndirnar eru sýndar i
Tjarnarbiói og er dagskráin
sem hér segir:
Laugardagur: kl. 3 Hjarta-
land, kl. 5 Yfir- undir- skáhallt-
niður kl. 7 Clarence og Angel, kl.
9 Kaffistofa kjarnorkunnar og
kl. 11 Neöanjarðarknaparnir.
Sunnudagur: kl. 3 Kaffistofa
Kjarnorkunnar, kl. 5 Hjarta-
land, kl. 7 Tylftirnar, kl. 9 Kaffi-
stofa kjarnorkunnar og kl. 11
Hinir 7 frá Secaucusa snúa
aftur.
Er mönnum einkum bent á
myndina „Kaffistofa kjarnork-
unnar”, en hún er aðeins nokk-
urra mánaöa gömul. Hún er
unnin úr áróðursmyndum
bandarikjamanna og hefur
vakið gifurlega athygli.
Paul Zukofsky
undir stjórn Paul Zukofsky.
Eftir hlé verður svo flutt Vor-
blót eftir Stravinsky, í tilefni
þess, að á árinu 1982 eru liðin 100
ár frá fæðingu hans. Vorblót er
eitt stærsta hljómsveitarverk sem
til er, og hefur ekki verið hægt að
flytja það hér á landi fyrr.
Það er Tónlistarskólinn í
Reykjavík sem stendur fyrir
þessu námskeiði , og er það von
okkar að sem flestir komi í Há-
skólabíó til að hlýða á þessa loka-
tónleika. Tónleikarnir hefjast kl.
14.00.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Finnsk
graflk
í dag, verður opnuð sýning á
grafikmyndum eftir Sisko Rii-
hiaho, finnska grafiklistakonu
og listmálara. Stendur sýning
þessi til 6. september.
Sisko Riihiaho hefur lagt
stund á dráttlist og málaralist
bæði i Abo og Helsingfors i
Finnlandi og eins i Paris og i
Búkarest. Hún hefur tekiö þátt i
fjölda samsýninga og haldið
margar einkasýningar bæði
heima og erlendis, og m.a.
hlotiö heiöursviðurkenningu á
alþjóðalistsýningu kvenna i
Nýju Delhi 1979 og deilt öörum
verðlaunum með landa sinum i
samkeppni i graflk, sem finnska
rikið efndi til.
Sisko Riihiaho á verk á mörg-
um söfnum i heimalandi sinu.
Hún hefur hlotiö styrk úr
finnsk-islenska menningar-
sjóðnum til að koma til tslands
og setja upp sýningu sina, og
verður hún viöstödd opnun sýn-
ingarinnar laugardaginn 28.
ágúst.
Verk eftir finnsku iistakonuna Sisko Riihiaho
Austfirskar ljósmyndir
Á mánudaginn verður opnuð
sýning á gömium, austfirskum
ljósmyndum I húsi Minjasafns
Austurlands að Skógarlöndum
4, Egilsstööum. Er það i fyrsta
skipti, sem haldin er sýning i þvl
húsnæöi. Sýningarsalurinn er
ekki stór, aðeins 42 fermetrar
enda eingöngu notaður til
bráðabirgða.
Ljósmyndasýning þessi er frá
Þjóöminjasafni tslands og er
safn ljósmynda þeirra Nicoline
Weywadt og Hansinu Björns-
dóttur frá Teigarhorni viö Beru-
fjörð. Safnastofnun Austurlands
hefur fengið sýninguna hingaö
austur og sér um að koma henni
á framfæri. Hún var sýnd á
Djúpavogi i byrjun ágúst.
Sýningin verður opin daglega
frá 30. ágúst til 12. september.
Opnunartimi er frá kl. 15.00 til
19.00 mánudaga — föstudaga og
14.00 til 19.00 laugardaga og
sunnudaga.
Leiðbeinendanámskeiðið i Skálholti 2.-5. september
Kirkjulegt
Á siðustu árum hafa komiö
fram margar óskir um að haldiö
yrði námskeiö fyrir þá sem sjá
um barnastarf innan Þjóðkirkj-
unnar. Slikt námskeið veröur
haldið I Skálholti nú I næstu viku
þar sem fjölmargir leiðbein-
endur verða til staöar viðs
vegar af landinu.
A þessu leiðbeiningarnám-
barnastarf
skeiði verður m.a. rætt um til-
gang og markmiö i barnastarfi
þjóðkirkjunnar. Fyrirlestur um
trúþroska barna, hvernig nota
megi hin margvislegustu
kennslugögn sem fyrir liggja nú
þegar. Rætt um kristnifræðslu i
skólum og stööu barna i söfnuö-
inum.
Auk þess veröa söngstundir
hvern dag auk útiveru og kvöld-
vökur veröa að sjálfsögðu.
Kostnaður fyrir hvern þátt-
takenda á þessu námskeiði er
500 kr. (matur gisting).
Nánari upplýsingar og þátt-
taka tilkynnist til Æskulýðs-
starfs Þjóðkirkjunnar Klappar-
stig 27, Reykjavík simi 12445.
Stúdentakjallarinn:
Djassað á
sunnudag
Þeir félagar Tómas Einarsson,
Friðrik Karlsson og Pétur Grét-
arsson ætla að djassa saman í Stú-
dentakjallaranum á sunnudags-
kvöld.
Uppákoman byrjar kl. 21.00
og eru allir velkomnir meðan
húsrúm leyíir.
„Mótettu-
kór”
stofnaður
í byrjun september verður
stofnaður nýr kór við Hallgríms-
kirkju í Reykjavík, „Mótettukór
Hallgrímskirkju". Stærð hans er
miðuð við 30 - 40 manns á aldrin-
um 16-40 ára, sem hafa það hlut-
verk að flytja kirkjulegar mótett-
ur (Schútz, Byrd, Bach, nútíma-
tónskáld t.d.) og kantötur í guðs-
þjónustum, auk reglubundins
tónleikahalds á ýmsum tímum
kirkjuársins.
Miðað verður við eina fasta
æfingu á viku (æfingatími verður
ákveðinn í samráði við kórfé-
laga), auk raddæfinga og aukaæf-
inga eftir verkefnum. Smáverk-
efni bíður kórsins strax 5. sept-
ember, er fluttar verða 2 Bach-
kantötur fyrir Bariton og hljóm-
sveit, en kórinn syngur lokakór-
alinn í annari kantötunni. Tón-
leikarnirS. septembereru tilfjár-
öflunar fyrir orgelsjóð kirkjunn-
ar, með þáttöku þýsks einsöngv-
ara, Andreas Schmidt, og ís-
lenskra hljóðfæraleikara.
Söngstjóri hins nýja mótettu-
kórs er nýskipaður orgelleikari
Hallgrímskirkju, Hörður Áskels-
son. Þeir sem kynnu að hafa
áhuga fyrir starfi í kórnum eru
beðnir að hafa samband við
söngstjórann í síma 32219.
Raddprófun fer fram í Hallgríms-
kirkju í dag, laugardag, kl 11 -
13.30, eða eftir samkomulagi.
Kunnátta í nótnalestri er æskileg,
án þess þó að vera skilyrði.