Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28—29. ágúst. 1982. Austurbæjarskólameistarar 12ára H í handbolta vorið 1958. F.v.: ÁsmundurStefánsson bakvörður, Sævin Bjarnason varamaður, Ásmundur Guð-1 mundsson framherji, Hallkcll Þorkelsson markvörður, Þorkell Guðbrandsson framherji, Guðjón Friðriksson bakvörður og Vilmar Pcterscn varamaður. Á myndina vantar Sigurð Ingólfsson framherja. „Mens sana in corpore sano Góðar horfur með kartöflu- uppskeru Horfur með kartöflufram- leiðslu hérlendis að þessu sinni j eru nú yfirleitt góðar svo fraraar- lega aö ekki bregði tii frosta á næstunni. Að sögn Gislinu Sigurbjarts- dóttur i Sigtúni i Þykkvabæ er kartöfluupptaka þar þó ekki byrjuð að neinu ráði ennþá og mun svo naumast verða fyrr en um aðra helgi. Eins og sakir standa taka menn ekki upp nema svona 10—20 poka i einu eða rétt til daglegrar sölu. Sem kunnugt er lifa Þykkbæ- ingar að langmestu leyti á kartöfluræktun. Nokkrir eru auk þess með kindur og hross svona sem aukabúgreinar, en aðeins 5 bændur munu framleiða eitthvað af mjólk. Allir hafa bændurnir komið sér upp kartöflugeymslum með kælivélum. Eru geymslurnar þettá frá 200—400 ferm. Þá er og hreppsfélagið með geymslu og hleypur undir bagga með þeim, sem i þrot komast með geymslu- rými Aðeins einn bóndi'i Þykkva- bænum hefur komið sér upp aðstöðu til þess að úða kartöflu- akrana til að verja þá áhrifum frosta. Þykir sá útbúnaður nokkuð dýr. — mhg Nú þegar grái aldurinn færist óð- fluga yfir mann með tilheyrandi flækjum og ruglingi er það ekki síst framanverður maginn og hjartað sem veldur áhyggjum. Smám saman fer maður að forðast bað- vigtina og við hvern sting fyrir hjartað er eins og heimurinn ætli að hrynja. Þá er bara eitt ráð: íþróttir og aftur íþróttir. Gleyma bílnum, reyna að ganga hratt, hoppa á bað- herberginu, kýla út í loftið, fetta sig og bretta, berjasig utan, fara í koll- hnís o.s.frv. Úpp á síðkastið hef ég jafnvel gripið til enn róttækari aðgeröa - eða hugsað mér að gera það. Sjálfur hef ég raunar alltaf verið mikið fyrir íþróttir. í barnaskóla var ég fljótastur að hlaupa í mínum bekk ásamt Arndísi Björnsdóttur sem nú er kaupmaður í Rosenthal og spretthlaupari hjá íhaldinu. Háðum við marga hildi í portinu við Austurbæjarskólann og hafði ég oft sigur (jafnvel oftast). Þá urð- um við strákarnir í 12 ára H Austurbæjarskólameistarar í handbolta vorið 1958 og áttum við Ásmundur Stefánsson, nú bak- vörður hjá ASÍ, ekki minnstan þátt í sigrinum með glæsilegum varnar- leik. Ég hef hins vegar aldrei átt upp á pallborðið í fótbolta og síst eftir að ég flutti í Vesturbæinn. Þar var ég gersamlega hundsaður af því að ég hélt trúfast með mínu gamla liði, Fram, og var það mjög ilia séð í KR-ingabælinu þar vesturfrá. Ég sneri mér því heill og óskiptur að frjálsum íþróttum. Á Reykjavíkur- móti sveina varð ég eitt sinn fjórði í 60 metra hlaupi og var talinn efni- legur á íþóttasíðu Alþýðublaðsins. Svo varð ég 15 ára gamall og tek- inn í byggingavinnu sem alvöru- verkamaður. Ég sagðist vera 16 ára. Þetta voru afdrifarík mistök sem ég hef ævinlega iðrast síðan. Þau bundu enda á íþróttaferil minn. Égvarlátinn handlangafyrir múrara og af minni alkunnu sam- viskusemi gekk ég fram af mér. Ég hafði ekki þrek afgangs fyrir hinar göfugu íþróttir og tognaði þar að auki í baki. Vonbrigði mín með þessi mála- lok þróuðust brátt upp í andúð á „sportidjótum" sem ég kallaði svo og þar að auki (eða þar af leiðandi) hneigðist ég til vinstrimennsku. Og svo fór sem fór. En nú hin allra síðustu ár er ég farinn að viðurkenna með sjálfum mér og jafnvel opinberlega að það er bara eitt sem dugir: íþróttir og aftur íþróttir. Þegar ég læt gömlu Citroén-beygluna húrra niður Ár- 55 túnsbrekkuna á morgnana og finn hvernig hún dúar þægilega undir sitjanda mínum veit ég með sjálf- um mér að auðvitað ætti ég að hlaupa niður þessa brekku í íþróttagalla. Og égviðurkenni það vel að auðvitað ætti ég að hlaupa upp með Elliðaánum á laugardags- eftirmiðdögum í stað þess að liggja upp í sófa og lesa blöðin. Úm daginn drógu vinnufélagar mínir mig með sér í knattspyrnu- keppni, hálfnauðugan og hálfvilj- ugan. Þjóðviljinn á móti Múlaúti- búi Landsbankans. Ég veit ekki enn hvernig ég fór að lifa það af og hvíldi ég þó mestallan leikinn. Verst var að hitta ekki boltann og ef maður slysaðist til að hitta fór boltinn annaðhvort út af eða til andstæðingsins. En í vetur skal ég....Eða hvað? Guðjón ritstjornargrein r KREPPURAÐSTAFANIR franskrar vinstristjórnar Alþjóölegt efnahagsástand leikur grátt ýmis góð áform um þessar mundir. Vinstristjórnin franska, skipuð sósialistum og kommúnistum, fór af stað með margvíslegar umbætur og kjarabætur verkafólki til handa þegar hún tók við völdum, en nú hefur hún neyðst til að draga 1 land og gripa til ráðstafana sem þýða bæði kjararýrnun i bili sem og frestun á ýmsum um- bótum sem í bigerð voru. Þegar i april sáust þess merki i aðgerðum stjórnarinnar að „veislan var búin” eins og kom- ist er að oröi. Þá ákvað stjórnin að létta nokkurri skattabyrði af fyrirtækjum til að bæta sam- keppnisstööu þeirra og hætt var við að fylgja eftir styttingu vinnutimans, sem reyndar var byrjað á sl. vetur. 1 júni komu svo aðrar ráðstafanir: 10% gengisfelling frankans og tima- bundin frysting launahækkana og verðlags — sem þýðir nokkra kjararýrnun. Erfið staða Helstu ástæður eru bág greiðslustaöa vegna versnandi samkeppnisstöðu franskrar Ungir Frakkar i atvinnuleit vöru sem er tengd þvi ekki sist, að þótt verðbólgan i Frakklandi sé „aðeins” 14% er hún samt miklu meiri en i næsta sam- keppnislandi, Vestur-Þýska- landi. Þá hefur ekki tekist sem skyldi að berjast gegn atvinnu- leysi, en Mitterand forseti hefur marglýst þvi yfir, að árangur á þvi sviði eigi að vera helstur mælikvarði á það hvernig stjórn hans stendur sig. Að sönnu vex atvinnuleysið nú ekki eins hratt og i tið hægristjórnar Giscards d’Estaings en það heldur samt áfram aö aukast. Vinstri stjórnin gerði ýmsar ráöstafanir til aö auka neyslu — t.d. með hækkun lægstu launa — i þeirri von aö aukin eftirspurn yrði til þess að fjölga atvinnutækifærum. Aö visu jókst framleiðslan nokkuð, en ekki fjárfestingar, þvi að fyrirtækin þurftu ekki annað en gripa til vannýttra framleiðslu- möguleika — án þess að ráða fleira fólk eða kaupa nýjan búnaö. Atvinnuleysið Mitterrand forseti hefur jafn- an lagt áherslu á það að hann setji baráttuna við atvinnu- leysið ofar baráttunni við verð- bólguna — m.ö.o. vilji ekki fara hægrileiöir „peningahyggju- manna”. En nú um stundir er erfitt fyrir Mitterrand að tala um val á milli þeirra tveggja kosta. Frönsk verðbólga hefur náð þeim hraða, að stjórnin neyöist til að berjast við hana einmitt til að koma i veg fyrir vaxandi atvinnuleysi. Hún getur ekki látið sem ekkert sé þegar frönskum verkamönnum i bila- iðnaði er sagt upp i stórum stil vegna þess að ódýrari þýskir bilar streyma inn á markaðinn. Urgur i fólki En það þarf enginn að furða sig á þvi, hvorki i Frakklandi né á íslandi, að hagsmunasamtök samfélagsins taka dræmt 1 kreppuráðstafanir. Atvinnurek- endur vilja engar verðlags- hömlur og þeir heimta lika að stöðvuð verði löggjöf um rétt- indi verkamanna 1 fyrirtækjum sem nú er fyrir þinginu. Fylgis- menn stjórnarinnar eru heldur ekki hressir. Það eru ekki sist verkalýðssamtökin sem eru óá- nægð. CGT, sem kommúnistar stjórna segist ekki vilja taka á Árni Bergmann skrifar: sig ábyrgð af ráðstöfunum þess- um, en virðist samt ekki ætla að berjast gegn þeim. CFDT, sem er tengt sósialistum, telur það mestu skipta sem varðar „heildarútkomu fyrir launa- fólk” eins og blaðafulltrúi þess hefur komist að orði. CFDT leggur áherslu á eftirtalin verk- efni sem halda verði áfram með: launajöfnunarstefnu og endurbætur á skattakerfinu sem stefni I sömu átt, aukningu áhrifa verkamanna í fyrirtækj- um og styttingu vinnu- viku — sem ekki þurfi endilega að greiða að fullu.CFDT telur m.ö.o. ekki að kreppuráðstaf- anirnar þýði að lokið sé þeirri vinstritilraun sem kölluð er franska leiðin. Vinstri stjórnin heldur áfram þeim umbótum sem hún byrjaði á og eiga að koma þeim verst settu til góða: hækkun lágmarkslauna, elli- launa, fjölskylduuppbóta og betri húsaleigulöggjöf, Hún er og að þvi leyti ólik hægri stjórn- um, að hún leggur áherslu á aukna fjárfestingu hins opin- bera hún hefur staðiö i um- fangsmiklum þjóðnýtingum og hún tengir vissan stuðning við einakfyrirtækin ákveðnum kröfum um fjárfestingar og tryggingu atvinnu. Og sem fyrr er getið: aukiö lýðræði á vinnu- stað er verkefni sem haldiö er áfram aö vinna að, atvinnurek- endum til sárrar skapraunar. AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.