Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 11
Helgin 28—29. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 INNRÉTTINGA ÞJÓNUSTAN SKÚLATÚN 6-124 REYKJAVÍK SÍMAR 2 98 40 & 2 98 55 Franskir úrvals arnar Uppsetning innifalin í verði Komið og skoðið \ sýningarsal okkar eða hringið eftir myndalista. c:íi\ minhks RICHARD LE DROFF Yfir 22000 geröirfrá stærsta og virtasta arinframleiöanda Frakklands Úr nýjasta hefti Time: Laxveiðin I skoskum ám hefur aldrei verið jafn léleg og i ár. Myndin er tekin af veiðimanni i ánni Tweed Karl Bretaprins fer til íslands að veiða lax „Hafið þið tekið ettir þvi að Karl Bretaprins fer með Diönu / sina i ána Dee, þegar hann vill kenna henni að kasta, en þegar ' hann vill veiða fisk fer hann til is- lands?” Þetta er tekið úr nýjasta hefti Time þar sem fjallað er um minnkandi veiði Norður-Atlants- hafslaxins. 1 greininni er sagt frá þvi að I ár komi laxveiðimenn frá Skotlandi varla með annað en söguna um þann stóra sem þeir misstu. Svo litil hafi laxveiðin verið i forn- frægum laxveiðiám svo sem eins og Dee, Tay og Tweed. Og i raun og veru hafi Karl Bretaprins gert það skárr en margur annar. Hann hafi dregið einn lax að landi á 5 dögum en aðrir veiðimenn i Skot- landi hafi að meðaltali þurft að eyða 18 dögum i vöðlunum sinum áður en þeir fengu nokkuð. en kennir Díönu að kasta í ánni Dee Stöðugt hefur hallað undan fæti fyrir laxveiði i Skotlandi sl. 10 ár. Meðalveiðin á ári 1972—1976 var 1571 tonn en 1977—1981 var hún komin niður i 1184 tonn. Sömu sögu er að segja frá Kanada, Nor- egi og írlandi. Laxveiðin hefur minnkað þar ár frá ári sl. áratug. 1 greininni i Time er þvi lýst hvernig Atlantshafslaxinn hagar sér og sagt að Skotar varpi sök- inni i æ rikari mæli á þær þjóðir sem stundi netaveiðar á laxi á út- hafinu skv. alþjóðasamkomulagi. Einnig er bent á að Færeyingar hafi tifaldað laxveiðar sinar innan landhelgi á árunum 1978— 1980 og hafi aflamagnið verið komið upp i 1000 tonn á ári. Þá er greint frá samkomulagi sem EBE-löndin ásamt íslandi, Nor- egi, Sviþjóð, Bandarikjunum og Kanada hafi gert i janúar sl. um laxveiðar á sjó, þar sem afla- magnið er takmarkað töluvert m.a. hjá Færeyingum. Bretar vonist hins vegar til að algjöru banni við netaveiðum á laxi verði komið á til þess að laxveiðimenn geti áfram veitt þennan striös- glaða og bragðgóða fisk. Starf skrif stofust j óra launadeildar Reykjavikurborgar er laust til umsóknar. Laun samkvæmt kjara- samningi Starfsmannafélags Reykja- vikurborgar. Umsóknir sendist skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, fyrir 10. sep. n.k. 26. ágúst 1982. Borgarstjórinn i Reykjavik. F j ölbrau taskólanum i Breiðholti Fjölbrautaskólinn i Breiðholti verður settur i Bústaðakirkju miðvikudaginn 1. september kl. 10.00 árdegis. Aðeins nýnemar komi á skólasetninguna. Stundatöflur verða afhentar i skólanum sama dag kl. 13.30—17.00 gegn greiðslu skólagjalda haustannar að upphæð kr. 400,- Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. september. Þá fer og fram kynning nýnema á skólanum frá kl. tiu minútur yfir átta að morgni. Kennarafundur verður haldinn fimmtu- daginn 2. september og hefst kl. 9.00 ár- degis. Skólameistari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.