Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 32
DIÚÐVIUINN Helgin 28—29. ágúst. 1982. Aðalslmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aöra starfsmenn hlaösinsIþessum simum: Ritstjórn81382,81482 og 81527, umbroí 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af-greiöslu blaosins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaoamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 iiafn vikunnar Iðnþróunarfélag Eyjafjarðarbyggða. Finnbogi Jónsson ráðinn Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar- byggða hf. rann út 30. júni sí. Sex umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra, en einn umsækjandi dró siðar umsókn sina til baka. Stjórn félagsins ákvað á fundi sinum 9. ágúst sl. að ráða einn umsækjanda, Finnboga Jónsson verkfræð- ing sem framkvæmdastjóra félagsins. Er gert ráð fyrir að hann hef ji störf hjá félag- inu i byrjun nóvember nk. Allmargir sýndu félaginu og framtiðarstarfsemi þess áhuga og buðu fram þjónustu sina á sviði rannsókna og ráðgjafar. Samtök rafeinda- fyrirtækja fá styrk Á fundi norræna Iðnaðar- sjóðsins sem haldinn var á Akureyri i vikunni var sam- þykkt að veita 100 þúsund krónum sænskum til Sam- taka rafeindafyrirtækja á Is- landi til aö vinna 5 ára þróunaráætlun fyrir fyrir- •tækin. Þá var einnig sam- þykkt aö veita lán til islensks og sænsks aðila sem fást við gerfilimasmiði, en skilyrði fyrir lán- eða styrkveitingum er-að verkefnin snerti a.m.k. tvö Norðurlandanna. Aðal- fulltrúi Islands i stjórn sjóðs- ins er Kristmundur Hall- dórsson deildarstjóri og er hann jafnframt formaður stjórnarinnar þetta ár. Þá á sæti i stjórn sjóösins einn fulltrúi frá Nordforsk sem er sameiginlegur vettvangur norrænu rannsóknarráð- anna, Dr. Vilhjálmur Lúð- vfksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs rikisins. Sjóöurinn hefur aðsetur I Stokkhólmi. Rúna við gerð veggflisa hjá Bing og Gröndahl. Þetta stell var gert sérstaklega fyrir brúðkaup Kristjáns X 1897. Þeir eru liklega fáir tslend- ingarnir sem ekki þekkja fyrir- tækið Bing og Gröndahl og fram- leiðslu þess. Margar Islenskar fjölskyldur eiga muni frá fyrir- tækinu uppá hillu en vörur þess hafa verið seldar hér frá þvi uppúr aldamótum. Hver þekkir ekki Máfastellið sem er heimilis- stolt á mörgúm heimilum? Undanarin á má segja að tiskan hafi snúið baki við fingerðum postuiinshlutum og upphafið I staðinn gróft steintau. Ungt fólk hefur orðað máfa- stellið við borgaraskap og tildur foreldrakynslóðarinnar og kosið sér ódýrari og einfaldari Ilát undir hið daglega brauð. En smekkur manna fer jafnan i hring og svo er einnig um máfastellið. Nú hefur ungt fólk fengið auga- stað á rómantikinni að nýju, fallegir, gamaldags munir, úr ékta efnum eru það sem unga fólkið vill. Og máfastellið er aftur i tisku. Þetta var stuttur formáli en er einmitt tækifæri fyrir alla þá sem vilja kynnast þessum vörum að sjá þær á góngum Kjarvalsstaða. Þar stendur yfir i nokkra daga umfangsmikil sýning á vörum fyrirtækisins frá þvi það var stofnað árið 1853 af bræðrum tveimur með eftirnafnið Bing og hinum þriðja, sem hét Gröndahl. Sýningin á Kjarvalsstöðum stendur aðeins i fimm daga, eða fram á mánudag, en þetta er ekki sölusýning. Fluttir hafa verið til iandsins nokkrir af elstu og verð- Bing og Gröndahl á Kjarvalsstöðum Styttur Thorvaldsens, brúðkaups- stell Kristjáns X. og mávastelliö Óglerhúðaðar postulinsstyttur, ,biskvi|* eftir Thorvaldssen. Styttan er sjálfsmynd frá 1855, þar sem listamaðurinn styður sig við styttuna „Vonin". Ljósm. -gel- mætustu hlutunum frá fyrstu árum fyrirtækisins og eru mun- irnir tryggðir fyrir um 2 miljónir danskra króna. Með sýningunni eru hér 6 Danir, listráðunautar, málarar og fleíri. Þeir sýndu blaða- mönnum sýninguna og kynntu fyrir þeim fyrirtækið, auk þess sem blaðamenn fengu að spreyta sig á að mála á postulin. Það verður spennandi að sjá gripina, þegar þeir koma aftur frá Kaup- mannahöfn, þar sem þeir verða brenndir og húðaðir i verksmiðj- unni. > A þessari sýningu er einnig sýndur borðbúnaður, en nokkur félagasamtök og fyrirtæki hafa .kreytt borð. Verður sérstök dómnefnd látin velja fegurstu skreytinguna. Þarna eru einnig kynntar ýmsar nýjungar i fram- leiðslunnim.a. steintau ogstyttur ýmiss konar, en mest ber þó á hinu f ræga handmáiaða postulini, vösum, stellum, mæðraplöttum, jólaplöttum (þarna eru allir jóla- plattarnir frá upphafi) ogler- húðuðu postulini, (biskvi) og fleiru. Tveir íslendingar hafa unnið hjá fyrirtækinu við listhönnun, en það eru þau Bertil Thorvaldssen og Rúna. Styttur Thorvaldssen og rismyndir voru raunar meðal þess fyrsta sem fyrirtækið fram- leiddi og þarna eru margar af hans fallegustu styttum i smækkaðri mynd. Þá hafa margir af fremstu listamönnum sinnar samtiðar haft tengsl við fyrirtækið og haft áhrif á þróun þess m.a. Willumsen, Kai Nielsen og Jean Gauguin (sonur franska málarans Paul Gauguin) RUna (SigrúnGuðjónsdóttir) hefurgert veggfllsar fyrir fyrirtækið og eru þær nú sýndar á Kjarvalsstöðum. Þá geta íslendingar spreytt sig á að búa til munstur, en efnt er til samkeppni um bestu diska- skreytinguna. Sýningin verbur opin frá 14-22 til mánudagskvölds. Hver kannast ekki viö þessar styttur? Bláa blómið, elsta postulinsmynstur sem vitaft er um i heiminum, komið frá Kina. Hér er það á borði sem skreytt hefur veriö fyrir sýninguna á Kjarvalsstöðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.