Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 23
Uppsagnir meinatœkna í gildi um mánaðamót: „Markmiðið með þeim að fá viðræður” r — segir Guðrún Arnadóttir formaður Meinatæknafélags Islands „Staða samningaviðræðnanna er óljós i bili", sagði Guðrún Árnadóttir, formaður Meinatæknafélags Is- lands, í samtali við Þ jóðviljann í gær. Daginn áður hafði verið viðræðuf undur milli meinatækna og fulltrúa ríkis- ins, þar sem lagt var fram tilboð af hálfu ríkisins um tveggja launaflokka hækkanir og starfsaldurshækkanir „og það tilboð töldum viðekki viðunandi", sagði Guðrún. Meinatæknar hafa sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi nú um næstu mánaðamót. Guðrún var spurð, hvort hún teldi eðlilegt og réttmætt, að starfsfólk innan heilbrigöiskerfisins tryggði sér betri samningaaðstöðu en gengur og gerist meðal launþega, með þvi að beita uppsögnum, sem virðist orðið býsna algengt kjara- baráttutæki. „Viö gerum okkur auövitað grein fyrir ókostunum, sem fylgja þessari baráttuaðferð”, sagði Guðrún, ,,og kannski hefði komið til greina að taka þriggja mánaða framlengingunni, ef okkur hefði verið boðið upp á hana, en megin- markmiðið með uppsögnum af þessu tagi eins og við höfum gripið til, er að knýja fram samn- ingaviðræður viö rikisvaldið”. — En er þá ekki ástæða til aí draga uppsagnirnar til baka. fyrst viðræður eru hafnar, þrátt fyrir allt? „Það styrkir okkar aðstöðu i samningaviðræðunum að halda uppsögnunum til streitu. Og þetta hefur verið reynt áður, og það er ljóst, að heilbrigðisstéttirnar njóta engra vinsælda fyrir það að beita brögðum eins og þeim, sem við beitum nú. En það er okkar álit, aö hinar dæmigerðu kvenna- stéttir, eins og t.d. meinatæknar, fá ekki neinar almennilegar við- ræður nema með þvi að gripa til aðgerða af þessu tagi”, sagði Guðrún Arnadóttir formaður Meinatæknafélags Islands að lokum. — jsj Helgin 28—29. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 J Stytta þessi er við höllina Merten i Ruhr-héraðinu i Vestur-Þýskalandi. Hún var gerð árið 1702. Myndin til vinstri var tekin árið 1908 og var styttan þá i góðu ásigkomulagi. Myndin til hægri er tekin árið 1969. Mengun, aðallega útblástur frá bilum eftir strið hefur farið með styttuna eins og sólin fer með snjókorn. Þannig eyðast listaverk og mannvirki fyrir miljarða króna á hverju ári. Svona getur farið Fóstra min, Sigrún P. Jónsdóttir, lést á Elliheimili Akureyrar 25. ágúst á 100. aldursári. Jarðarförin auglýst siðar. Þór Ingólfsson ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfélag Selfoss ognágrennis Aðallundur Alþýðubandalagsfélags Selfoss og nágrennis verður hald-. inn fimmtudaginn 2. september að Kirkjuvegi 7 og hefst hann kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Verjum ísland gegn atvinnuleysi Alþýðubandalagið á Akureyri efnir til fundar i Lárusarhúsi kl. 20.30 nk. mánudagskvöld. A fundinum ra?ða Ólafur Ragnar Grims- son og Stefán Jónsson efnahagsráðstafanir rfkisstjórnarinnar og til- lögur Alþýðubandalagsins i efnahagsmálum. Fyrirspurnir og um- ræður. Kaffiveitingar á staðnum. Stjórn AB á Akureyri hvetur félagsinenn til þess að fjölmenna og ræöa leiðir til þess að verja ís- land gegn þvi atvinnuleysi sem hrjáir okkar heimshluta. Sendlastörf Óskum eftir að ráða sendla til starfa, hálfan eða allan daginn, i vetur. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHAfO Viljum ráða starfsfólk i eftirtalin störf: SÖLU- OG AFGREIÐSLUSTÖRF Staðsetning i Garðabæ. AFGREIÐSLU OG LYFTARASTÖRF i byggingavörudeild. Nánari upplýsingar hjá starfsmanna- stjóra. $ SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNANALO Nýi olíunýtingarmælirinn frá Tæknibúnaði getur sparað um eitthundrað milljónir í gjaldeyri á ársgrundveili því með honum er hægt að draga verulega úr olíunotkun Fyrirtækið Tæknibúnaóur hf. hefur nú hafið framleiðslu á tveimur nýjum tækjum sem eru ætluð fyrir skip af öllum stærðum. Tækin eru olíunýtingarmælir og rennslisnemi fyrir skipavélar. Niðurstöðurerlendra rannsóknar- stofnana staðfesta á hlutlausan hátt að ECOMATIC FC 10 olíu- nýtingarmælirinn sé vandlega hannaður og þjóni fyllilega því hlutverki sem honum er ætlaó. TÆKNIBÚNAÐUR HF Skúlagötu51 121 Reykjavík Símar 9^-28588 og 91-28480 Telex/ SBRAUT 2246 Pósthólf 353 í harðnandi samkeppni íslendinga á erlendum mörkuðum, vaxandi erfiðleikum í rekstri útgerðarfyrir- tækja og nauðsyn á auknum gjald- eyrissparnaði getur orkusparnaður með oiíunýtingarmælum haft úrslitaáhrif. Tæknibúnaður hf. vill hvetja alla íslenska útgerðarmenn, skipstjóra og vélstjóra til þess að koma og kynna sér tækin. Því það er ferð sem borgar sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.