Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 25
Þau leggja upp í fimmtu Vikinga- ferð Samhygðar: F.v.: Guðriður S. ólafsdóttir, Magni Magnason og Halldóra Jónsdóttir. Gerum New York búa mennska Þaö er að minnsta kosti tilgangur fimmtu Víkingaferðar Samhygðar Umfang félagsskaparins Samhygðar hefur aukist geypilega í sumar. Hafa fjölmargir Samhygðar- fundir verið haldnir út um allt land auk þess sem Samhygð hefur staðið fyrir margskonar uppá- komum til að kynna starfs- semi sína. Á mánudag fara þrír ungir Samhygðarfélagar í fimmtu Víkingaferðina til New York. Þau heita Magni Magnason nemi, Halldóra Jónsdóttir tækni- teiknari og Guðríður S. Ölafsdóttir húsmóðir. Mun tilgangur ferðarinnar vera sá að stuðla að útbreiðslu boð- skaps Samhygðar og freista þess aö gera New York mennska, eins og það er orðað i fréttatilkynn- ingu sem Samhygð hefur sent frá sér. Það mennska i Islendingum og það mennska i New York-búum er eitt og hið sama, segir i frétta- tilkynningunni. t niðurlagi til- kynningarinnar segir orðrétt: „Hvaða hugsjón gæti verið verðugri fyrir þjóð eins og Islend- inga en sú að hjálpa öðrum þjóðum að þróa það mennska”. ||u£eroar hljómptöhjWúbburinn TÖN- Hljómplötuklúbburinn TÓN-LIST býöur þig velkominn í hópinn. Hjá okkur snýst allt um hljómplötur. Klúbburinn er nýjung hér á landi, en erlendis hafa hliðstæðir klúbbar starfað árum saman. Markmið TÓN- LISTAR er að bjóða félagsmönnum sínum allar markverðar og vinsælar hljómplötur og snældur með allt að 20% afslætti! Inntökuskilyrði í TÓN-LIST eru þau ein að kaupa 1 hljómplötu með 10% afslætti og síðan eins og þér hentar best. Klipptu nú út miðann hér fyrir neðan, skrifaðu á hann nafnið þitt og heimilisfang og sendu hann í Hljómplötuverslunina LIST Miðbæjarmarkaði (eða líttu inn). Þá færðu sendan um hæl bækling með nánari upplýsingum og plötulista yfir allar tegundir af tónlist: Ný-bylgja — jass— pönk — klassik — country — þjóðlög — disco — íslenskar og erlendar. Ath.: Vertu snar því við verðum að takmarka fjölda klúbbfélaga — svo þeir fyrstu verða fyrstir, en þeir síðustu komast ekki að. Nafn: Heimilisfang: Hljómplötuverslunin LIST Miðbæjarmarkaðnum Aðalstræti 9 101 Reykjavík Sími 22977 Hljómplötuklúbburinn TÓN-LIST Miðbæjarmarkaðnum — Aðalstræti 9 101 Revkiavík — sími ??Q77 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.