Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Helgin 28—29. ágúst. 1982.
MOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
ritstjórnararcin
Bergþórshvoll
Arnarhvoll
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardöttir.
úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson'.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson.
Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi ölafsson, Magnús H.
Gislason. Olafur Gislason, Oskar Guömundsson, Sigurdór Sig-
urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson.
iþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar.
Auglýsingar:Hildur Ragnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Oladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir
Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: ^i^múla 6, Reykjavik,
simi: 8 13 33
Prentun: Blaöaprent hf.
úr almanakrinu
• Svo er að sjá, sem forystumenn þingliðs stjórnar-
andstöðunnar hafi ofmetnast við það, að heyra bónd-
ann á Bergþórshvoli lýsa yf ir andstöðu við ríkisstjórn-
ina.
• Sú var að vísu tíð, að hér austur í Fljótshlíð ríkti
annar Gunnar, sem gjarnan þáði ráð frá Bergþórs-
hvoli, en Haukdal er nú víst enginn Njáll í ráðagerð-
um. Verða menn því að virða Gunnari Thoroddsen það
til vorkunnar þótt hann dansi ekki nákvæmlega eftir
pípu bóndans á Bergþórshvoli.
• Og þótt arfasáturnar á Bergþórshvoli séu sjálf-
sagt eldf imar nú sem f yrr, þá hef ur samt engin send-
ing þaðan náð að kveikja í húsum ríkisstjórnarinnar.
Til þess þarf stærri loga en Haukdal veldur því hann
er hvorki Njáll né Flosi.
j • Stjórnarandstæðingar virðast hins vegar hafa
gleymt því, að þeir eru í minnihluta á Alþingi, og það
þótt þeir gætu eignað sér báðar hendur bóndans á
Bergþórshvoli. Þeir eru samt ekki nema 29 að Albert
Guðmundssyni meðtöldum, en stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar eru 31.
• Hér er að vísu mjótt á mununum, svo sem oft vill
verða í stjórnmálum þar sem lýðræði ríkir, en þetta er
þó sá munur sem sker úr.
• AAinnihlutinn heimtar að ríkisstjórn meirihlutans
fari frá. Halda þeir, að 29 þingmenn geti f rekar kom'ð
málum i gegnum þingið, heldur en 31? — Þeir segjast
vilja láta kjósa, og að sjálfsögðu verður kosið áður en
langt um líður, því síðasta ár kjörtímabilsins er haf ið.
• En skyldi ekki vera rétt, að láta þingmenn stjórn-
arandstöðunnar alla sem einn svara því — ekki bara í
f jölmiðlum, heldur á réttum vettvangi — hvort þeir
ætla að nota minnihlutavald sitt á Alþingi til þess að
hindra brýnustu aðgerðir sem hér kalla að, svo þjóð-
inni veröi forðað frá stórkostlegum efnahagsvanda.
• Við skulum láta þá rétta upp hendurnar f yrst, svo
þjóðin eigi betra með að dæma.
• Hverjir i hópi stjórnarandstöðunnar skyldu t.d.
greiða atkvæði með skerðingu verðbóta á jaun (sem
margir þeirra telja alltof litla), — en máske á móti
skerðingu á álagningu verslunarinnar? Það verður
fróðlegt fyrir kjósendur að sjá þær handaupprétting-
ar, svona rétt fyrir kosningar!
• Ríkisstjórn, sem hef ur 31 þingmann að baki sér og
þar með meirihluta á Alþingi á auðvitað að gera sinar
tillögur og láta síðan reyna á það, hvaða framgang
þær hafa.
• Fyrst verður að reyna á málin á Alþingi síðan i al-
mennum kosningum.
• Á Bergþórshvoli buldi við lítill brestur, en í Arnar-
hvoli er allt heilt. k.
Eins og landfarsótt
• „Afturkippur. Þetta orð virðist ekki lengur við
hæf i til þess að lýsa að f ullu þeim stöðugu og miskunn-
arlausu sviptingum, sem hrjá efnahagsmál heimsins.
|Æ fleiri stjórnmálamenn eru gripnir þeim nagandi
| ugg, að hnignunin í efnahagsmálum kunni að verða
alveg óviðráðanleg og leiða til meiriháttar hruns
efnahagskerfisins ...Afturkippurinn í efnahagsmál-
um hef ur ekki haft jafn heimsumspannandi áhrif, allt
frá heimskreppunni miklu i upphafi 4. áratugs þess-
arar aldar. Þessi kreppa geysar eins og landfarsótt,
næstum óumf lýjanleg. Hún sýkir jafnt sterk sem veik
efnahagskerfi, stingur sér jafnt niður meðal rikra
þjóða sem fátækra, jafnt í lýðræðisríkjum með auð-
valdsskipulag sem kommúnískum einræðisríkjum."
• AAeð tilliti til málflutnings forystumanna stjórn-
arandstæðinga, sem kenna vilja íslensku ríkisstjórn-
inni um allan ef nahagsvanda, þá vekjum við athygli á
. þessum orðum, sem reyndar birtust í Lesbók AAorgun-
blaðsins um síðustu helgi og sögð þangað komin úr
Time AAagazine. k.
Við lifum í þjóðfélagi auglýs-
inganna hvort sem okkur er það
ljúft eða leitt. Þetta á ekki aðeins
við um sölu hjólbarða, þvotta-
dufts eða banana heldur einnig
nútímalista. Til þess að bók selj-
ist verður að auglýsa hana mikið,
helst metta öll skilningarvit okk-
ar með einföldum frösum urn
ágæti hennar. Þannig reynist að
jafnaði auðvelt að selja vondar
bækur, góðar bækur og allt þar á
milli.
Listamenn hafa misjafnt lag á
að auglýsa sig. Sumir hafa öll
spjót úti, bæði hin breiðari og
mjórri. Notadrjúgtert.d. talið að
vekja hneyksli með einhverjum
hætti. Hneyksli vekur umtai og
umtal er auglýsing. Aðrir lista-
menn eru frábitnir skruminu sem
fylgir heimi auglýsinganna þó að
flestir verði að hoppa með.
Undanfarnar vikur og mánuði
höfum við haft fyrir augum
auglýsingamann par exccllancc
meðal listamanna, sannkallaðan
auglýsingasnilling. Það er Hrafn
Gunnlaugsson. Honum hefur
tekist að vekja svo mikið umtal
um nýjustu mynd sína að það er
ævintýri líkast. Fyrir mörgum
mánuðum fór að kvisast út að
hann hefði fengið ráðherra og
nokkra kínverja til að leika í
myndinni. Forvitnin var vakin.
Svo lét hann höggva úr skál
Geysis gamla til að láta hann
gjósa og vakti hneykslan margra
náttúruverndarmanna og umtal.
Löngu áður en myndin var frum-
sýnd glumdu í útvarpi slagarar úr
henni og óvenjulegar útsetningar
á þjóðsöngnum. Enn hneyksli og
umtal. Allt þetta hefur vakið upp
spennu og eftirvæntingu meðal
almennings þó að fyrrgreind
atriði komi því auðvitað ekkert
við hvort rnyndin er slæm eða
góð.
Þegar frumsýning kvikmynd-
arinnar nálgaðist tóku að birtast
mikil og merk viðtöl við leikend-
ur, jafnvel í smáhlutverkum. Eitt
var tekið af aðstoðarmanni
Hrafns og birt í löngu máli í
Mogganum. Einnig birtust viðtöl
við aðra aðstandendur og Hrafn
sjálfan, svo og myndir af nöktu
kvenfólki og fleira. Rakin var til-
urð myndarinnar og sagt hvernig
val á tæknimönnum og leikurum
hefði farið fram.
Spennan var orðin kynngi-
mögnuð á sjálfan frumsýningar-
daginn. Þegar frumsýningargest-
ir gengu inn í anddyri Háskólabí-
ós stóð meistarinn sjálfur þar og
tók hlýlega í höndina á öllum.
Þetta fengum við að sjálfsögðu að
sjá í fréttum sjónvarpsins en
klappið í myndarlok mátti hins
vegar heyra í útvarpinu.
Næstu daga á eftir voru svo
fjölmörg viðtöl, bæði við áhorf-
endur, leikara og aðstandendur.
Varla hefur liðið sá dagur að ekki
hafi verið heilsíða eða opna um
myndina í Mogganum.
Umsagnir um myndina voru
Guðjón
Friðriksson
skrifar
flestar stórkostlegar. í hrifningu
sinni vitnuðu gagnrýnendur í
Einar Ben eða aðra meiri. Þeir
máttu vart vatni halda.
Svo fór maður að hitta fólk sem
hafði séð kvikmyndina og þar
kvað einkennilega við annan tón.
Sumir voru að vísu sæmilega já-
kvæðir en varla meira. Flestir
tóku stórt upp í sig og töluðu urn
„bömmer", „ffaskó“ og tóm
leiðindi. Ég ákvað því að drífa
mig á myndina hið snarasta. Þess-
ar mótsagnir allar verkuðu
undarlega á heilabúið.
Það verður að segjast -— eftir á
— að góðir sprettir eru í mynd-
inni, sérstaklega í myndatöku og
hljóði. Myndatakan á hálendinu
er t.d. mjög áhrifamikil við
undirleik þjóðsöngsins. Einstak-
ar senur eru líka skemmtilegar og
má þar nefna máltíðina heima hjá
aðalpersónunni og atriðið í
Óðali. En þá er líka flest upp tal-
ið. Söguþráðurinn er svo snubb-
óttur og ósannfærandi að
geispinn var farinn að sækja ansi
mikið á þegar líða tók á myndina.
Þar að auki var fólkið í myndinni
svo skelfilega leiðinlegt að ekki
var hægt að fá minnstu samúð
með því. Þetta á ekki síst við um
Benjamín Eiríksson verkfræð-
ing. Maður fékk ekki botn í þann
leiðindagaur og það var kannski
fyrst og fremst út af því að hann
átti aldrei nein sannfærandi sam-
skipti við annað fólk í myndinni.
Nær allar hinar persónurnar voru
eins og óljósir skuggar.
Hugmynd Hrafns er í sjálfu sér
ágæt en það er eins og hann hafi
ekki haft úthald til að útfæra
hana. Myndin í heild verður því
afar yfirborðsleg og vantar í hana
innri spennu. Sennilega hefur
Hrafn haft hugboð um þetta sjálf-
ur og kosið að auglýsa hana upp
með öðru en eigin ágæti, svo sem
„hneykslunum“, hæfilega miklu
af kynórum og stöðugri fjöl-
miðlaumfjöllun. Kvikmyndagerð
er nefnilega mjög áhættusamt
fjárhagsfyrirtæki og vissara að
hafa vaðið fyrir neðan sig. Svo
þegar búið er að hamra nógu oft á
því, hvílíkt meistaraverk myndin
er, þorir bókstaflega enginn að
kveða upp úr um „nýju fötin
keisarans". Margir eru líka þeirr-
ar skoðunar að „hlífa“ eigi nýjum
íslenskum kvikmyndum meðan
þessi listgrein er enn ung hér á
landi. Það held ég hins vegar að
geti orðið tvíbent vopn þó að
sjálfsagt sé að íslendingar fari all-
ir að sjá íslenskar kvikmyndir.
Reyndar er þáttur auglýsingar-
innar í mynd Hrafns ekki enn all-
ur talinn. Það er einkennilegt
hvað sum vörumerki eru áber-
andi í myndinni, alltaf sömu
merkin. Það bendir því allt til að
myndin sé ekki eingöngu tilraun
til listsköpunar heldur líka
sígarettu- og smjörlíkisauglýsing.
Og það skyldi þó ekki vera sam-
band milli 10 - 20 síðna umfjöll-
unar um myndina í Mogganum
og langlokuauglýsingarinnar um
blaðið sem áhorfendur eru
neyddir til að horfa á áður en
myndin byrjar?
Jæja, nú er ég kannski orðinn
of meinfýsinn. En hvað um það.
Meðal vor hefur risið Messías
auglýsingarinnar.