Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 7
Helgin 28—29. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Vetrarvist undir Hekluhrauni 1 fyrndinni var fögur sveit þar, sem nú er hraun við rætur Heklu. Þar bjó bóndi á bæ, og er ekki getiö um, hvað hann hét né bær hans. Hann var góöur bóndi, þjóð- hagasmiður, söngmaður mikill og maður guðrækinn. Húsaskipun var sú á bænum, að innangengt var úr bæjarhúsum i skemmu og þaðan i smiðju. Það var eitt kvöld, aö bóndi sat i smiðju sinni og var eitthvað að vinna þar að smiðum. Þá stóð yfir Heklugos eitt og var nýlega byrj- að. Heyrir bóndi þá drunur miklar og dynki, nær bænum miklu en áður, og veit eigi fyrr til, en hraunflóð kemur yfh- bæinn og brýtur hann allan nema skemm- una og smiðjuna: þau tvö húsin voruóbrotin, þótt ílóðiö gengi yfir þau lika, meö þvi þau lentu i hraunjaðrinum, þar sem þaö var grynnst. Lést þar hvert manns barn, er á bænum var, nema bóndi. Matlöng voru geymd i skemm- unni, eldiviður og ljósmeti. Hafði hann þvi nægar vistir íyrir sig að leggja og þurfti eigi að vera i myrkri. Þaö þóttist hann vita þegar, að langt mundi þess að biða, að sér yrði auðið undan- komu, ef þess yrði kostur nokkurn tima. Hraunið þurfti að kólna svo vel og storkna, að fært yröi yfir það. Loft barst nægilegt inn i húsin, með þvi að sprungur komu brátt i hraunið og loftsmugur. En daufleg þótti honum vistin, sem vonlegt var, og eiga þar á ofan öllum sinum nánustu vanda- mönnum á bak að sjá. Hann hafði um hrið það sér til dægrastytt- ingar, að smiða hitt og þetta, er honum hugkvæmdist og gagn var i, úr smiðaefni þvi, er hann átti þar inni. En er það var á þrotum og hann sá eigi annað lyrir, en að hann yrði að halda að sér höndum eða leggjast fyrir, hugkvæmdist honum að reyna að búa til leik- fang handa sér, er honum gæti orðið dægradvöl að. Hann settist við og leitaði fyrir sér á marga vegu, uns hann lékk upp hugsað leikfang það, er siðan nefnist dægradvöl og algengt hefur verið hér álandi tilskamms tima, þótt i fárra manna höndum sé nú orðið. Leikfang þetta er löng vir- lykkja, og ganga álmurnar inn i tréskaft, en lausum látúnshringj- um, frá 12—24 eftir þvi sem nú er haft, er smeygt utan yfir lykkjuna og virspotti festur i hvern hring ofanverðan, og liggja virspott- arnirallir niður gegnum lykkjuna og þaðan i látúnsspjálk, sem þeir eru festir við á hinum endanum. Galdurinn er að koma öllum hringjunum lram af virlykkj- unura, og sýnisl þeim, er eigi kann, engin leiö til þess. Þvi l'leiri sem hringirnir eru, þvi seinleikn- ari er galdur þessi, og getur enst býsna lengi, þótt eigi sé nema 12--16 hvaö þá heldur 24. Svo er sagt, aö bóndi hefði þann sið i einverunni, að hann söng sálm kveld og morgun, eftir þvi sem hann imyndaöi sér um dægraskipti, þvi aö aldrei sá glætu af degi, og fór hann mest eftir þvi, er svefni hans háttaði. Það var á áliönu sumri, er eld- flóðið kom á bæinn, og var bóndi þarna i dýflissu þessari vetrar- langt og fram á næsta sumar. Þá bar það til einhverju sinni, er hraunið var kólnaö fyrir löngu og storknað til hlitar, að smala- manni úr næsta byggöarlagi varð gengiðupp á hraunjaðarinn til að skyggnast þaöan eltir kindum. Heyrir hann þá einhvern hljóm i jörðu niðri undir fótum sér og þekkir, að það var mannsrödd er hann hugði betur aö. Hann hleður vörðubrot til merkis, þar sem hann heyrði hljóðiö, hraðar sér heimleiðis og segir tiöindin. Var þegar brugðiðvið ogrofið hraunið og húsin. Eannst bóndi þar heill á hófi og loíaði guð fyrir lifgjöf sina. a ONSKÓLI SIGURSVEIN5 D. KRISTINSSONAR Hellusundi 7 . Reykjavík Innritun og greiðsla námsgjalda fyrir haustönn verður mánudaginn 30. og þriðjudaginn 31. ágúst kl. 15-19, báða dag- ana i Hellusundi 7. Nemendur sem sóttu um framhaldsskólavist á síðastliðnu vori eru sérstaklega minntir á að staðfesta umsóknir sinar með greiðslu námsgjalda, þar sem skólinn er fullsetinn nú þegar. Upplýsingar um stundarskrárgerð og fleira verða veittar við innritun. Ekki verður svarað i sima meðan á innritun stendur. Skólastjóri. Mælingamenn Vanir mælingamenn óskast sem fyrst. Mötuneyti og húsnæði á staðnum. Skrif- legar upplýsingar um reynslu og launa- kjör sendist starfsmannahaldi islenskra aðalverktaka sf., Keflavikur- flugvelli. BLAÐBERAR ATHUGIÐ! Ekkert bíó í dag UOÐVIUINN Skrýtið og skondið • Prestur kom á bæ að húsvitja. A bænum var fátt manna fyrir er við söguna koma. Getið er. aðeins kon- unnar á bænum og drengs hennar, er Ólafur hét. Hann var fáfróður nijög og gekk illa að svara presti. Loksspyrpresturhann, hvort hann mundi heldur vilja fara til himna- ríkis eða helvítis. Ólafur varð enn sem fyrr seinn til svars, en móðir hans greip máli fyrir og mælti: ..Sittu kyrr á skák þinni, Láfi litli, og'farðu hvorugt". • Kerling nokkur kom eitt sinn til kirkju og gekk ti! skrifta. Þegar prestur sér hana, vísar hann henni frá, og fór hún. En er að því kom, að fólk gengi til bergingar um dag- inn, kemur kerling inn með fyrsta hópnum og krýpur niður. Prestur sér hana og vísar henni frá, og fer hún burtu. Nú kemur hún aftur meö næsta höpnum, en allt fór á sömu leið. að prestur sér hana og vísar henni á burt. Nú fer kerling og snýr við á sér skuplunni, og fer svo inn í þriðja sinn og krýpur þar niður, er helst bar skugga á hana. Prestur tekur þá ekki eftir henni og útdeilir henni sem öðrum. En er því var lokið, stóð kerling upp og mælti: „Með kappinu hafa menn þaö, bölvaður!" Síðan fór hún leiðar sinnar. • Piltur einn umkomulítill hófst einu sinni upp úr eins manns hljóði á vökunni og mælti:„Ekki get ég öfundað kónginn!" Hann var spurður hvað til bæri. „Mér hefur verið sagt", svaraöi hann, „að kóngurinn verði að greiöa hár sitt á hverjum degi og kemba sér. en þó ég geri það ekki nema einu sinni á ári. þá þykir mér þaö full-illt og vildi helst aldrei gera það”. ÞAÐ? Landssamband lifeyrissjóða og Samband almennra lífeyrissjóða hafa ákveðið að birta röð auglýsinga í daglöðum til þess að upplýsa lántak- endur um þær breytingar, sem orðið hafa á láns- kjörum hér á landi á undanförnum árum, og er þá átt við verðtryggingu lána. Það er álit þessara aðila að nokkurrar vanþekk- ingar og jafnvel misskilnings gæti á eðli þeirra lána, sem lífeyrissjóðirnir veita sjóðfélögum sínum. Sé það að hluta skýring á þeirri miklu eftir- spurn eftir lífeyrissjóðslánum, sem kemur í veg fyrir að sjóðirnir geti veitt eins há lán og vera þyrfti til þeirra, sem eru að koma yfir sig þaki í fyrsta sinn. Hér í þessu blaði munu birtast á næstu dögum auglýsingar, sem hver um sig svarar einni spurn- ingu:__________________________________________ 1. Hver er helsta breytingin frá eldri óverð- tryggðum lánum? 2. Hvað þýðir „verðtryggt“ lán? 3. Hvaða þýðingu hefur lánstíminn? 4. Hvað þýða vextir af verðtryggöum lánum? 5. Hver er greiðslubyrðin af verðtryggðum lánum? 6. Hvernig hækka lánin miðað við fjárfestingar einstaklinga? 7. Hvað kostar húsnæði miðað við núgildandi vaxtakjör? 8. Hver er skattaleg meðferð vaxta og verð- bóta? 9. Borgar sig að spara? 10. Hvernig eru veröbætur reiknaðar? 11. Má greiða upp verðtryggð lán? 12. Hvað þýði r veðleyfi ? ISAMBAND ALMENNRA LANDSSAMBAND|y< I LÍFEYRISSJÓÐA LÍFEYRISSJOÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.