Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 30
30 SíÐA — ÞJóÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982 Landsráöstefna ÆNAB haldin í Reykjavík um næstu helgi:_____ Ungt fólk og verkalýðs- hreyfingin Mikill áhugi fyrir ráðstefnunni, segja undirbúningsaðilar „Ungt fólk og verkalýðshreyfingin“ er yfirskrift landsráðstefnu ÆNAB sem haldin verður í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg um næstu helgi. Fjölmennur hópur ungra sósíalista af höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarnar vikur unnið að undirbúningi ráðstefnunnar, og viðað að sér gögnum um þátt ungs fólks í atvinnulifinu, stöðu og horfur og ástandið í nágrannalöndunum. Þær stöllur eru meðal þeirra sem unnið hafa að uridirbúningi landsráðstefnu ÆNAB um næstu helgi. Frá v. Lára Þorsteinsdóttir, Agnes Geirdal og Guðbjörg Sigurðardóttir. Mynd-gel. Þær Agnes Geirdal sem vinnur á saumastofu, Guðbjörg Sigurðar- dóttir verksmiðjustarfsmaður og Lára Þorsteinsdóttir skrif- stofumaður eru meðal þeirra sem unnið hafa að undirbúningi ráð- stefnunnar. Þær sögðu í samtali við Þjóðvilj- ann að helsta ástæðan fyrir þessu aðalumræðuefni ráðstefnu ungra sósíalista, væri fyrst og fremst sú staða sem blasti við ungu fólki á atvinnumarkaðinum víða erlendis t.d. á Norðurlöndum þar sem atvinnuleysi meðal ungs fólks er gífurlegt og nú væri farið að kreppa víða að hér heima, t.d. í fatafram- Á landsráðsstefnu Samtaka her- stöðvaandstæðinga, sem haldin var um síðustu helgi var samþykkt svofelld ályktun. Landsráðstefna Samtaka her- stöðvaandstæðinga, haldin í Reykjavík 9. og 10. október, mót- mælir harðlega auknum umsvifum Bandaríkjahers hérlendis. Sérstak- lega varar ráðstefnan við fram- kvæmdum í Helguvík, þar sem ver- ið er að auka við athafnasvæði Bandaríkjahers og búa honum leiðslu nú siðustu vikurnar. „Við ætlum að ræða um stöðu ungs fólks í verkalýðshreyfingunni og ekki síst hvernig við getum not- að hreyfingu sem baráttutæki og gert ungt fólk virkara í starfi verka- lýðshreyfingarinnar", sögðu stúlk- urnar. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins mun hafa framsögu á ráðstefnunni um þessi efni og svara fyrirspurnum. Þær Agnes, Guðbjörg og Lára sögðu að óvenju stór og áhuga- samur hópur ungs fólks hefði unnið að skipulagningu ráðstefnunnar og þær vonuðust til að sjá sem flesta hafnaraðstöðu. Það er ljóst að með þeirri olíubirgðastöð og olíuhöfn, sem á að koma, verður fsland enn frekar tengt þeim aukna kjarn- orkuvígbúnaði, sem Bandaríkja- stjórn áformar að koma upp á Norður-Atlantshafi. Ráðstefnan hvetur alla íslenska friðarsinna að beita sér af öllu afli gegn þessum áformum, sem tengja landið í auknum mæli þeim kjarn- orkuvígbúnaði, sem nú ógnar framtíð alls mannkyns. um næstu helgi. „Við höfum fengið góðar undirtektir hjá þeim sem við höfum rætt við, líka úti á lands- byggðinni, og við skorum á flokks- félögin að styrkja sína ungu félaga til að koma hingað suður um næstu helgi og taka þátt í umræðunni. Þær sögðu ennfremur að Æsku- lýðsnefnd Alþýðubandalagsins, sem er opinn öllum þeim sem Sögur spruttu Það má kannski segja að hið tæknivædda samfélag með öllum sínum stúdíóum og útvörpum Ijái Bítlunum sama hlutverk og sagn- þulirnir gömlu höfðu. Sagnaþul- irnir studdust við ákveðin stef sem allir þekktu. Bítlarnir pikk- uðu bergmálið upp af götunum. Enginn nútímahöfundur, ja, ekki nema hann skrifi biblíuna upp á nýtt, mun nokkurn tíma geta tal- að við jafnstóran hóp og Bítlarn- ir, enda ritstörf önnur deild en dægurmúsík. En af þeim má að minnsta kosti læra að opna eyrun og öskra hátt svo ekki sé meira sagt. Bergmálið það hverfur aldrei af götunum. Dýrt sport að yrkja Ijóð Við tökum aftur upp þráðinn þar sem hann siitnaði áðan og ég spyr Einar af hverju hann, líkt og margir aðrir höfundar á hans aldri, snúi sér svona frá ljóðiist- inni að skáldsagnagerð. - Hvers vegna? Ja, hérna, ætli það sé ekki að mörgu Ieyti af sömu ástæðum og strætóbflstjór- ar fara að keyra leigubfl. Ljóð- listin er dálítið dýrt sport, svona einsog að spila golf. Ekki eru bókaforiögin að yfirborga ljóð- skáld líkt og kóngar .í fornöid, þegar þau gefa út ljóðabækur. Ljóðagerð er því oftast hugsjón eða hobbí, enda ekki svo mikill munur þar á. Ljóðskáld verða að geta nostrað við þetta í friði, enda mörg þeirra sem líta á sig sem opinbera starfsmenn. Hins áhuga hafa að starfa með, hafi náð góðum samskiptum við ungt fólk i framhaldsskólunum á síðustu árum, en nú væri höfuðáherslan lögð á betra samband við ungt fólk á vinnumarkaði, og skoruðu þær á alla unga sósíalista sem eru úti á vinnumarkaðinum að láta sjá sig á ráðstefnunni um helgina. Ráðstefnan er að sjálfsögðu opin vegar varðandi spuminguna konkret segi ég það enn og aftur að ljóð og sögur eru tveir hausar á sama búknum. í mínu tilfelli víkkuðu ljóðin sig bara sjálf út. Þau fóru að hugsa í sögum þar sem fleiri hlutir geta verið Ijóð- rænir en í ljóðum. Götulífog velferðargrœjur - Blaðamaður: - Þú talaðir áð- an um að menn hefðu ekki séð sögurnar spretta af grunnum hús- anna allt í kringum sig. Ertu að lýsa frumbýíingsárum velferðar- innar í nýju bókinni? - Nei ég tel mig ekki vera að lýsa neinu ákveðnu tímabili, af- mörkuðu í árum og dögum, þó ég sæki efnið í það sem þú kallar frumbýlingsár velferðarinnar. Sviðið er það sem ég að gamni kaila nýju Reykjavík. í með- höndlun efnisins,. í líkingum og stíl, blanda ég hins vegar óh'kum tímabilum saman. Það er bara bókmenntaleg aðferð sem byggir á því að allir tímar séu sami tím- inn í litterer skilningi. Sérhver rithöfundur er hluti af hefð sem er hluti af honum, það er ekki bara hefðin sem skapar nýja rit- höfunda, heldur nýir rithöfundar sem breyta hefðinni. - Sagan gerist í hverfi í upp- byggingu, og ef út í það er farið er alltaf verið aðbyggjaupp ný hverfi. Þessi tími héfur að sjálf- sögðu sín sérkenni samt sem áður. - Eins og hver? - Gamalt og nýtt eru að mæt- ast... Sko, við verðum að athuga það þegar við tölum um velferð- ina íslensku að hún er dálítið þverstæðufullt fyrirbæri. Vel- ferðin eiginlega innan gæsa- lappa, því hún var líka púl og strit og byggð upp af fólki sem þekkti fátæktina svo vel að það gat ekki hætt að vera fátækt þó það eign- aðist peninga. Lengi framan af vantaði líka þessar velferðar- græjur, sjónvörp og svoleiðis, til að halda fólki inni í stofunni. Krakkarnir leituðu út á götu og gatan var óskrifað blað, eyði- mörk full af möguleikum. Krakkamir voru sjálfir trúðamir sem nú em sýndir í sjónvarpinu. Auðvitað voru problem og læti, en það er ekki fyrr en löngu seinna einsog oft stendur í suður- amerískum skáldsögum að menn fara að búa til orð einsog for- eldravandamál, kynslóðabil, öll þessi hugtök sem fundin hafa verið upp af stofnunum og mann- úðarmálfræðingum og sem em kannski ágæt til síns brúks en af- leit þegar menn fara að smíða skáldsögur. í dag held ég að unglingarnir séu á eitthvað svip- aðri braut. Þeir eru einfaldlega öllum sósíalistum og þeim sem á- huga hafa á umræðuefninu sem skiptir aldur þá ekki máli. Fyrir landsráðstefnunni liggja einnig tilögur um endurskipu- lagningu á starfsháttum ÆNÁB, þannig að komið verði upp föstum starfshópum um ákveðin mál svo hver geti starfað að sínum áhuga- málum. -•g- orðnir leiðir á velferðargræjun- um. Fyrir mér tjáir til dæmis pönkið sama lífskraftinn og gamla bítlarokkið. Skáldsagan lifir góðu lífi - Já, hvað er það eiginlega sem freistar til skáldsagnagerðar um tíma sem maður þekkir vel, verð- ur næst fyrir að spyrja, það hlýtur að vera fleira en takmörkuð út- breiðsla ljóðsins? - Jú, skáldsagan er aðferð til að sjá hlutina. Hún veitir víðari sýn en flest önnur sjónarhorn á lífið. Þannig hefur hún líka upp- lýsingagildi. Til dæmis brjóta bókmenntir frá þriðja heiminum algerlega í bága við fréttamyndir þaðan. Þess vegna verða sögur enn mikilvægari á tímum fjöl- miðlanna. Að segja að vídeó- spólur og tæki eigi eftir að út- rýma orðinu er álíka mikið útí hött og ef menn hefðu sagt að gosdrykkir myndu ganga frá vatnsdrykkju. Sögur gefa mögu- leika á að segja hlutina allt öðru- vísi. í bókinni „Flyðran” endur- skapar Gunter Grass alla mann- kynssöguna. Allir tímar verða lif- andi og kommentera hver á annan. Sem sé, inn í þekkinguna kemur sköpun. Við íslendingar erum alltaf að grobba af því hvað við séum flinkir að segja sögur. Að láta veruleikann tala í gegn- um sögur er sterk lifandi hefð á íslandi, samanber fomsögurnar. Hins vegar getur allt þetta píp um söguhefðina og söguþjóðina líka verið villandi, eða Iiður í viðleitni íslendinga til að semja þjóðsög- una um sjálfa sig. Eru íslending- ar eitthvað betri sögumenn til dæmis en Súdanbúar? Hefurðu heyrt Súdanbúa segja sögu? Fréttaritarann rekur ekki minni til þess, svo hann flýtir sér að setja sig í bókmenntafræðileg- ar stellingar og spyr ja lokaspum- ingar: - En öll þessi umræða á sjötta áratugnum um dauða skáldsögunnar, var hún bara útí hött, misskilningur, úr því þú tel- ur skáldsöguna enn geta miðlað svona frjórri sýn á hlutina? Einar strýkur burstann aftur. - Einsog ég segi, á meðan ráð- stefnusalirnir ályktuðu um dauða skáldsögunnar gerðust sögurnar allt í kring. Hitt er að dauði skáldsögunnar var dálítið þverstæðukenndur. Hann gaf henni nýtt líf og skáldsagan reis upp aftur af fullum krafti einsog í Suðurameríku. Það var nefni- Iega jafn nauðsynlegt að leysa skáldsöguna upp einsog stjórn- málaflokk með úrelt viðhorf. Það kom upp fyllt af nýjum sjón- arhornum, aðferðum til að segja hlutina. Eftir upplausnina kemst allt fyrir ísögum.... REGINA C MEÐ LEIÐRÉTTINGU Nýja rafritvélin frá Olympia er léttbyggö og fyrirferóar- lítil, en hefur þó kosti stærri ritvéla. ,,Skjalataska“, 31 sm vals, 8 endurtekningarvinnslur, hálft stafabil, léttur ásláttur og áferöarfalleg skrift. Sjálfvirkur leidréttingarbúnaður léttir og eykur afköstin. o Olympia KJARAM HF [ ÁRMÚU 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022 Landsráðstefna SHA:_ Varar við framkvæmdum í Helguvík Auknum umsvifum Kanans mótmælt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.