Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. apríl/1. maí 1983 Viðtal við Björn Björnsson hagfrœðing ASÍ Mannsæmandi laun fyrir dagvinnu Launamálin reifuð - Markmiðið er að launafólk geti lifað mannsæmandi lífi af dagvinnutekjum, sagði Björn Björnsson hagfræðingur Alþýðusambands íslands er viö tókum hann tali um launamál launamannahreyfingarinnar á dögunum: - Hefur bilið á milli þeirra aðildar- fclaga ASI sem hafa hæstu laun og lægstu laun breikkað eða minnkað á síðustu árum? - Vandinn í samanburði á launamun er m.a. fólginn í því að kauptaxti er eitt en tekjur annað. Þetta bil breikkaði í kauptöxtum í samningunum 1980. En einmitt þá var meira mið tekið af yfirborgun- um sem þá tíðkaðist í meiri mæli en nú. Því er ekki þarmeð sagt að bilið á milli tekna hafi breikkað í þessum samningum. - En hver hefur þróunin verið? - Ef litið er til lengri tíma hefur bilið á milli tekna faglærðra og ó- faglærðra minnkað á íslandi. Og enn fremur hefur munur á launum karla og kvenna dregist verulega saman á sama tíma. - En hverning lítur þetta út í dag? - Eitt af því sem gerst hefur núna er að efnahagsvandinn kemur hraðar niður á laglaunafólki en öðrum. Þannig segir minnkandi afli til sín í minni yfirvinnu og lægri bónus í fisverkunarstöðvum. - Hefur dregið úr fjölda vinnu- stunda á undanförnum árum? - Við höfum því miður ekki ná- kvæmt yfirlit langt aftur í tímann um þetta efni. En frá 1974 hefur vinnutíminn styst um eina til tvær klukkustundir að meðaltali. Máske skýrir eftirfarandi betur þessa þró- un: Árið 1966 var vinnuvika verka- mann 59.2 stundir, iðnaðarmanna 54.8 stundir og verkakvenna 48 stundir. Árið 1976 er vinnuvika verkamanna 54 stundir, iðnaðar- manna 52 stundir og verkakvenna 43.8 stundir. Árið 1981 var svo vinnuvika verkamanna komin nið- ur í 52.5 stundir, iðnaðarmanna 49.4 stundir og 43.3 stundir hjá verkakonum. Segja má að frá því lögboðin vinnuvika var stytt úr 44 í 40 stundir árið 1972, hafi orðið hægfara þróun í þá átt að draga úr vinnuþrælkun - Hvað segir svona tölfræði okk- ur, er hún ekki oft villandi þar sem fólk vinnur oft aukavinnu á öðrum stöðum? - Jú því miður eru þessar upplýs- ingar ekki fullkomnar. Þær ná ein- ungis til þeirrar vinnu sem fólk vinnur á sama vinnustað. Til við- bótar eru húsmæður sem eiga eftir að vinna mikla vinnu á heimilunum að afloknum hinum langa vinnu- degi. Aukavinna unnin annars staðar en á aðalvinnustað er ekki með í dæminu en ætla má að heldur hafi dregið úr tvöfaldri vinnu á síð- ustu árum. Þessar tölur eru byggðar á upplýsingum frá fyrir- tækjunum. Það er því miður ekki hægt að byggja á skattaframtölum um þetta efni. Hœpinn saman- burður Hver er munurinn í tölum talað í dag á milli þeirra sem eru með hæstu launin og lægstu launin? Algengt kaup iðnarmanna í dag er frá 13.700 til 14.800 fyrir dag- vinnu en hjá Sóknarfélögum er mánaðarkaupið frá 8.700 til 9.800. Hvað segir svona samanburður okkur? Hann segir okkur máske ekki nema hálfa sögu. Nú er fast mán- aðarkaup fyrir dagvinnu mjög lágt einsog t.d. hjá fiskvinnufólki. En þar eru bónusgreiðslur algengar - og bæta frá 40% til 60% ofan á dagvinnukaupið. Iðnaðarmennirn- ir fá aukagreiðslur vegna svonefnd- ra kostnaðarliða. Almennt talað má einnig telja yfirborgarnir al- gengari meðal faglærðra en ófag- lærðra og innan ASÍ. Það eru því mörg atriði til þess fallin að rugla þá mynd sem launataxtar gefa beint. Samanburður á raunveru- legu kaupi getur því verið erfiður, þegar bónusgreiðslur og yfirborg- arnir eru annars vegar. Hver hefur verið stefnan hjá al- þýðusamtökunum í því efni að draga úr launamismun? - Það hefur verið stefnan, að reyna að einfalda kjarasamninga. Núna búa flest allir launamenn við samræmda launaflokka og sam- ræmt aldursflokkakerfi. En það hefur reynst erfiðara að taka á öðr- Björn Björnsson hagfræðingur Alþýðusambandsins. Athugandi að nota almannatryggingakerfið og skattakerfið meira til að jafna kjör í landinu. um þáttum einsog t.d. yfirborg- unum. ■ Reynið þið ekki að draga úr yfir- vinnunni t.d. í samningum? - Yfirvinnunni verður ekki stjórnað frá samingaborðinu. Fólk lifir í þessu þjóðfélagi að stórum hluta af yfirvinnu. Það fólk sem við höfum umboð fyrir gæti því ekki sætt sig við að yfirvinna yrði bönn- uð um lengri tíma. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að við eigum að stefna að því að þeir sem ná mjög háum bónus um langt skeið hækki í grunnlaunum, en bónusinn lækki að sama skapi. Ég tel að þegar bónusgreiðslur eru langtímum saman t.d. yfir 40% þá sé það hlut- fall orðið óeðlilega hátt og eðli- legast að grunnlaunin hækki. En auðvitað viljum við að þjóðfélagið verði það vel stætt að geta greitt mannsæmandi laun fyrir dagvinnu- tekjur. Það er markmiðið. En er nokkuð sem mælir sérstak- lega á móti því að draga verði úr yfirvinnu og þarmeð vinnuþrælkun í þjóðfélaginu? - Það þarf að skoðast sérstaklega í hverri atvinnugrein fyrir sig. Reynslan var víða sú, þegar yfir- vinnubannið stóð yfir fyrir nokkr- um árum, að lítið eða ekkert dró úr framleiðslunni. Svipaða sögu er að segja frá ríkisverksmiðjunum, þar- sem það er stefna að forðast yfir- vinnu. Á þeim stöðum eru launa- kjör fyrir daginn einnig allt önnur og betri en á almennum markaði. Tekjutrygging góður kostur Nú hefur verkatýðshreyfingin feng- ið því framgengt að tekin var upp lágmarkstekj utry gging? - Já, það var samið um lágmarkstekjutryggingu í bráða- birgðasamkomulaginu í nóvember 1981. Frá 1. mars sl. er þessi tekj- utrygging 9.581 krónur. Þetta var nýmæli hér á landi. Ég held að reynslan af þessu samningsákvæði hafi verið jákvæð og að hlutur hinna lægst launuðu hafi verið rétt- ur að nokkru með því. Þeir sem ekki ná með dagvinnu og bónus- greiðslum lágmarkstekjutrygging- unni fá greidda uppbót sem nemur mismuninum. Þessi uppbót er greidd af viðkomandi atvinnurek- endum. Það hefur tekið tíma að kynna þetta en nú er öllum ljóst hvers konar tekjutrygging þetta er. En eru þetta mannsæmandi laun með tekjutryggingunni? Hefur Alþýðusambandið einhverja skoðun á því hvað séu mannsæm- andi laun í dag? - Ég tel að mat á því hvað teljist mannsæmandi laun sé býsna pers- ónubundið. En víst er að almennir launataxtar og lágmarkstekjur eru alltof lág í dag, óeðlilega lág. En má ekki líta svo á að það sé viss mælikvarði á árangur launa- mannahreyfingarinnar hversu mikil yfirvinna er við lýði? - Alþýðusambandið hefur barist og berst fyrir því að fólk geti lifað af dagvinnutekjum sínum. Alþýðu- sambandið er auðvitað andsnúið yfirvinnu og reynir að gera sitt þar sem því verður við komið til að draga úr henni. Ég held að við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til þess að sjá að vissulega hefur okkur skilað tölu- vert áleiðis á liðnum áratugum. En auðvitað er nauðsynlegt að gera enn betur í þessu efni. Er ekki hætt við að yfirborganir, yfirvinna og bónus dragi úr nauð- synlegri samstöðu meðal launa- fólks? Bónus á oft rétt á sér, ef illa er að verki staðið getur hann verið and- styggilegur, hann reynir á stundum mikið á verkafólk og getur skapað óeðlilegt slit og samkeppni á meðal fólksins á vinnustöðunum. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að við eigum að stefna að því að þeir sem ná mjög háum bónus um langt skeið hækki í grunnlaunum, en bónusinn lækki að sama skapi. Ég tel að þegar bónusgreiðslur eru langtímum saman t.d. yfir 40% þá sé það hlutfall orðið óeðlilega hátt og eðlilegast að • grunnlaunin hækki. Það hlýtur líka að vera á- hyggjuefni verkalýðshreyfingar- innar hversu algengt er að gerðir séu samningar um yfirborganir og þess háttar utan almennra kjaras- amninga. Ilvað er þá til ráða til að tryggja lágmarkstekjur sem nægja til mannsæmandi lífs? - Að mínu áliti hafa þau tæki sem við höfuni til þess að jafna lífs- kjör ekki verið notuð á þann hátt sern best verður á kosið. Ég á þá við almannatryggingakerfið annars vegar og skattakerfið hins vegar. Aðferðir til að jafna kjör fólks í gegnum þetta kerfi hafa engan veg- inn verið reyndar nægilega. Hvað með „láglaunabæturnar“ svonefndu? - Þær voru athyglisverð tilraun og ég tel að sú gagnrýni sem fram kom á úthlutun þeirra hafi ekki verið að öllu leyti réttmætt. Hitt er svo annað að þar sem við búum við stórkostlega gölluð skattaframtöl, varð útkoman ekki alltaf réttlát. Ég held að hægt sé að endurbæta úthlutunaraðferðirnar og þróa þetta kerfi áfram. En hvað um kjarajöfnun einsog rétt launafólks til húsnæðis? Verkalýðshreyfingin hefur ævin- lega haft húsnæðismálin á sinni dagskrá. Segja má að það sem húsnæðiskerfið er, þ.e. almenn húsnæðislán og félagslegt íbúða- kerfi verkamannabústaða, sé til komið fyrir þrotlausa baráttu al- þýðusamtakanna. Það er hins veg- ar deginum ljósara að ástandið í dag í þessum efnum er engan veg- inn nógu gott. Þess vegna hlýtur verkalýðshreyfingin nú að leggja áherslu á hækkun lána til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Það er nauðsynlegt að lánstíminn verði lengdur og að greiðslubyrgði lána sé í hlutfalli við kaupmátt. Það er ekki óeðlilegt að í næstu samning- um verði lögð sérstök áhersla á þessi atriði. Geta greitt hœrri laun Geta viðsemjendur verkalýðs- hreyfingarinnar greitt hærri laun heldur en samið er um? Já það geta þeir vel. Varla er hægt að draga aðra ályktun af því hversu yfirborganir eru algengar og hversu stór hluti þær eru af tekj- um í fjölmörgum atvinnugreinum. Við hljótum alltaf að reyna að draga yfirborganir inn í raunveru- lega launataxta í samningum. Nú breytist mjög margt á milli samninga. Reynið þið að fara á vinnustaði og kynna t.d. breyttar forsendur, rýrnun kaupmáttar o.s.frv.? Óbein samskipti við einstaka vinnustaði eru auðvitað fyrst og fremst í verkahring viðkomandi verkalýðsfélaga. Áður heldur en kröfugerð er mótuð eru haldnar fjölmennar kjaramálaráðstefnur, þarsem fulltrúar verkalýðsfélaga af öllu landinu koma saman. Þar er þróun og staða efnahags- og kjara- mála jafnan rædd ítarlega. Fulltrú- arnir fara síðan til sinna verka- lýðsfélaga og gera grein fyrir stöðu mála. Það er síðan ákvörðun aðild- arfélaganna hverju sinni hvort far- ið er í heildarsamflot eða hvernig staðið er að samningum að öðru leyti. Það fer allt eftir aðstæðum hverju sinni, sagði Björn Björns- son hagfræðingur hjá ASÍ að lok- um. Og við þökkum honum fyrir spjallið sannfærðir um að verka- lýðshreyfingin hefur ennþá langan baráttulista og markmið stór. -|óg ÉFrá Sjálfsbjörg Reykjavík og nágrenni Félagsmálaskóli alþýðu heldur námskeið 1. önn 8.-20. maí n.k. í orlofsbyggðinni llluga- stöðum Fnjóskadal. Félagið hefur rétt til að senda einn fulltrúa í skólann. Þeir félagar sem hafa áhuga á þessu hafi samband við skrifstofu félagsins, Hátúni 12 sími 17868.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.